14.8.2009 | 00:08
773- Milos Forman og Larry Flynt
Það er þreytandi að vera alltaf alvarlegur. Hæfilegt kæruleysi er nauðsyn. Hvernig þeir, sem ekki hugsa um annað en Icesave og þessháttar óhugnað daginn út og daginn inn, komast hjá þunglyndi skil ég ekki. Milos Forman studdi Larry Flynt. Athyglisvert. Saga Larry Flynt er á margan hátt saga málfrelsis í Bandaríkjunum. Larry þessi gaf út tímaritið Hustler sem frægt varð að endemun. Af dæmi hans má læra að auðvelt er að tryggja málfrelsi þeirra þægu og góðu. Þegar aftur á móti á að tryggja málfrelsi vafagemlinga og klámkjafta vandast málið. Morgunblaðið tryggir ágætlega málfrelsi þeirra þægu og góðu. Húsmæður í Vesturbænum eru ekki teknar í karphúsið. Eiginlega á ég ekki heima á Moggablogginu. Mig langar nefnilega að vera vafagemlingur og klámkjaftur. Hér eru tvær vísur sem ég gerði fyrir margt löngu. Var búinn að gleyma þeim en þær komu allt í einu upp í huga minn. Veit ekki af hverju. Við yrkingarnar er ég bara orðinn nokkuð seigur. Einhverntíma ætla ég að yrkja kvæði. Er geitungastofninn að ná sér á strik aftur? Ekki er ég frá því. Mér finnst þeir hafa angrað mig meira í sumar en undanfarin ár. Þeir bíta samt aldrei enda er samkomulag okkar á milli um að ég láti þá í friði ef þeir ráðast ekki á mig. Fyrir daga geitunganna voru býflugurnar stóru og loðnu allsráðandi. Ekki fer miklum sögum um að þær bíti fólk. Á Vegamótum stunduðu strákarnir mínir talsvert stórhættulegar býflugnaveiðar. Man eftir því úr eldhúsinu þar að einhverjum, sem lagði hendi sína í mesta sakleysi á sultukrukku á borðinu, brá ónotalega þegar uppgötvaðist að hún var full af suðandi býflugum. Varla er hægt að segja að tíðindi dagsins hafi verið andstæðingum Icesave hagstæð. Mannfjöldinn á Austurvelli sagður hafa verið á þriðja þúsund og Davíð Oddsson þar á meðal. Góð samstaða um það sem ofan á verður að lokum er þó flestu öðru mikilvægara. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Samningaviðræður við geitungana eru nauðsynlegar. Ég er aldrei stungin.
Bara ekki vera með MOLAkaffi úti í sólinni! :)
Eygló, 14.8.2009 kl. 00:10
Mér er verst við þegar þeir villast inn. Heimasmíðaðar geitungagildur reynast ágætlega utahúss. Ég get líka látið eins og ég hafri hvergi nærri gerð þeirra komið.
Sæmundur Bjarnason, 14.8.2009 kl. 00:35
"Hvernig þeir, sem ekki hugsa um annað en Icesave og þessháttar óhugnað daginn út og daginn inn, komast hjá þunglyndi skil ég ekki."
Ég skil það ekki heldur. En sumir virðast þrífast best í æsingi, látum og rifrildi; þá eru þeir í essinu sínu. Þeir njóta sín aldrei betur en í svona ástandi sem er í þjóðfélaginu núna.
Þetta gæti orðið lýðræðinu hættulegt.
Kama Sutra, 14.8.2009 kl. 01:14
"þeir, sem ekki hugsa um annað en Icesave og þessháttar óhugnað daginn út og daginn inn"
Mér finnst verra að þeir sem stundum hafa sig mest í frammi, eru ekki nógu klárir eða upplýstir. Bryðja mélin með tóman kjaftinn (SUMIR)
Eygló, 14.8.2009 kl. 01:35
geitungar hafa orðspor sem ekki nær til þeirra lyndis.. þeir hafa aldrei angrað mig og er ég með nokkur bú hér í garðinum mínum. en ég hef líka svona samkomulag við þá eins og þú hefur Sæmi..
Óskar Þorkelsson, 14.8.2009 kl. 02:49
"Mér finnst verra að þeir sem stundum hafa sig mest í frammi, eru ekki nógu klárir eða upplýstir. Bryðja mélin með tóman kjaftinn (SUMIR)"
Akkúrat. Og í stað þess að nota rök þá reyna þeir að drekkja andstæðingnum í löngum orðaflaumi, tilvitnunum og upphrópunum - flennistóru letri, hástöfum, feitletrunum, undirstrikunum á textanum og alles.
Þeir ættu að kynna sér orðtakið: "Less is more". Man ekki í augnablikinu hvernig það er á íslensku...
Kama Sutra, 14.8.2009 kl. 03:39
Hilmar, þessi oddhenda þín er ágæt. Ég tek hana samt ekki að öllu leyti til mín. Fyrst sýndist mér þetta vera hringhenda og svaraði henni í samræmi við það.
Þráinn valdi þögnina
þegar kaldinn var.
Flokksins taldi tryggðina
tárum valda þar.
Við oddhendu ræð ég ekki. Minnir samt að ég hafi stundum gert slíkar.
Sæmundur Bjarnason, 14.8.2009 kl. 14:08
Nú skal hendu fríða hring
hugsun venda að semja.
Andans lendur allt um kring
æfðri hendi temja.
Sæmundur Bjarnason, 14.8.2009 kl. 19:26
Nei, Hilmar nú ferðu of nálægt alkunnri vísu um Pál Ólafsson.
Sólskríkjan mín situr enn á sama steini,
og hlær við sínum hjartans vini.
Honum Páli Ólafssyni.
Þetta kunna allir.
Sæmundur Bjarnason, 14.8.2009 kl. 20:45
Halla stöku Hilmar má
hans á genum allt má sjá.
Gamlar vísur getur þá
gefið sér þar til og frá.
Sæmundur Bjarnason, 14.8.2009 kl. 22:07
Nú er ég eiginlega alveg heimaskítsmát. Reyni samt að hnoða saman ferskeytlu.
Ríðandi við Rúbícon
rúllar Hanna tening.
Á ég núna enga von
Ömma minn né pening?
Sæmundur Bjarnason, 14.8.2009 kl. 23:05
/"Mér finnst verra að þeir sem stundum hafa sig mest í frammi, eru ekki nógu klárir eða upplýstir. Bryðja mélin með tóman kjaftinn (SUMIR)"
Akkúrat. Og í stað þess að nota rök þá reyna þeir að drekkja andstæðingnum í löngum orðaflaumi, tilvitnunum og upphrópunum - flennistóru letri, hástöfum, feitletrunum, undirstrikunum á textanum og alles.
Þeir ættu að kynna sér orðtakið: "Less is more". Man ekki í augnablikinu hvernig það er á íslensku/
Vá, og allt þetta að ofan sagði manneskja sem kemur fram aftur og aftur og gerir gys að fólki og talar illa um fólk í þessum vef og öðrum. Held þú ættir að fara að þegja.
Jói 15.8.2009 kl. 00:15
Ég elska þig líka, Jói!
Og skilaðu kveðju til vina þinna frá mér.
Kama Sutra, 15.8.2009 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.