772 - Flasa er ekki til fagnaðar

Af hverju skyldu menn vera að lesa bloggið mitt? Skipti þeim gjarnan í flokka sem það gera. Ættingjar og gamlir skólafélagar eru í fyrsta flokknum. Ýmsir kunningjar og vinir í þeim næsta. Aðrir bloggarar sem ekki vita frekar en ég hvað þeir eiga af sér að gera í þeim þriðja. Og hugsanlega ýmsir aðrir í þeim síðasta. En hverjir? Og hversvegna? Vil gjarnan að sá hópur sé sem stærstur og bloggið mitt svo rosalega merkilegt að menn fái bara ekki staðist snilldina. Á samt erfitt með að telja sjálfum mér trú um þetta. 

Er þá sama hvað ég blogga um? Eru það virkilega fyrirsagnirnar sem mestu máli skipta? Vil ekki trúa því. Fólk vill helst lesa um einhverja óáran. Icesave eða þessháttar. Af hverju fólk er að kvelja sjálft sig með því að lesa endalaust um svona ótíðindi veit ég ekki. Nær væri að lesa eitthvað uppbyggilegt. Hvað er þá uppbyggilegt? Barnauppeldi og þess háttar? Já, sennilega.

„Óttalegt fjas er þetta."

„Nú, eitthvað verð ég að skrifa um."

„Nei, það væri best fyrir þig að sleppa því."

„Einmitt það já. Þá er ég bara hættur og farinn."

Leit á mbl.is í kvöld til að athuga með landsleikinn. Snillingurinn sem skrifaði þar lýsinguna hafði þó mestu ánægjuna af mér með að lýsa því yfir að fyrri hálfleikurinn hefði verið daufur og vonandi væri að áhorfendur fengju meira fyrir aurinn í seinni hálfleiknum.

Veit ekki um hvaða skít hann var að tala. Hugsanlega átti hann við aurana eða jafnvel eyrinn og að síðari hálfleikurinn yrði fjörugri en sá fyrri.

Nú er semsagt búið að skipa í eina fínustu og óþörfustu silkihúfunefnd landsins en það er svokölluð Þingvallanefnd. Ekki mundi ég vilja vera í þeirri nefnd. Eftir nýjustu skipun eru víst í henni: Björgvin G. Sigurðsson, Álfheiður Ingadóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Höskuldur Þórhallsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég les alltaf bloggið þitt, hverja færslu, alveg sama um hvað þær eru, einfaldlega af því að ég fæ ekki staðist snilldina! Hún felst í því hvað bloggið þitt er látlaust og eðlilegt og oft launfyndið.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.8.2009 kl. 00:45

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

tek undir með Sigurði. í mínu tilfelli duga ekki fyrirsagnirnar til, einar og sér, því upphafið af færslunni fylgir ávallt í kjölfarið.

annars er stór kostur við þig að þú bloggar oft um fleira en eitt efnisatriði í hverri færslu og blessunarlega ertu ekki alveg pikkfastur í Icesave skrifum. Sigurður má alveg taka til sín líka hluta af hrósinu.

ég hef verið latur á blogginu svo mánuðum skiptir því allir eru skrifandi um þjóðmálin, sem hafa lítið snúist um annað undanfarna mánuði en Icesave. þar áður ESB og þar áður kosningarnar. semsagt, allir skrifandi um það sama í einu.

er alveg kominn með upp fyrir haus af því öllu. er því í nokkurs konar afeitrunarprógrammi þessa dagana.

Brjánn Guðjónsson, 13.8.2009 kl. 00:58

3 Smámynd: Eygló

Satt segirðu:  Sjaldan er flasa til fagnaðar.

Vegna vangaveltna um lesendahóp þinn og hvers vegna þeir fylgist nú með snilligáfunni, datt mér í fólk sem kveður, biður afsökunar, heilsar á ný þegar það af einhverjum ástæðum bloggar ekki.

Ekki síst finnst mér furðulegt/fyndið þegar bloggvinir SENDa MANNI SKILABOÐ UM AÐ LESA NÚ ENDILEGA BLOGGIÐ ÞEIRRA???

Í öllum bænum ekki verða það launfyndinn að maður  finni ekki húmorinn  :)

Brjánn, nákvæmlega skýringin á því að ég hef varla bloggað lengi vel. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um Icesave, ESB, stjórnina, bankasugurnar, dýrtíðina og almenna aumingja og fávita sem allnokkrir skrifa um.

Ég krefst meiri athygli en það að ég láti berast svona með straumnum.

Eygló, 13.8.2009 kl. 01:23

4 Smámynd: Kama Sutra

Ég les bloggið þitt af því að þú ert svo mannlegur og vinalegur - já, og eins og kom fram hér að ofan, launfyndinn.

Þótt ég þekki þig alls ekki neitt virkar þú á mig sem góður maður.

Ég var búin að lesa bloggið þitt lengi áður en ég kommentaði hjá þér fyrst.

Kama Sutra, 13.8.2009 kl. 01:41

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk kærlega.
Ég fer nú langt framhjá mér við allt þetta hól. Minnist þess að oflof er háð. Ég tek þessu samt ekkert þannig.

Sæmundur Bjarnason, 13.8.2009 kl. 02:13

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þú kannt að tefla, þú skrifar vel, sýnir öðru fólki áhuga... ég les ekki allar færslurnar þínar, en slysast stundum inn og sé aldrei eftir tímanum sem fer.

Hrannar Baldursson, 13.8.2009 kl. 09:31

7 identicon

Tja, þú veist nú af hverju ég fylgist með öllu þínu bloggi Sæmundur. Svo verðurðu bara, þrátt fyrir alla þína hógværð að viðurkenna, að þú ert bara ansi skemmtilegur!

Ellismellur 13.8.2009 kl. 11:16

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kama Sutra kom að kjarna málsins: ''þú ert svo mannlegur og vinalegur''.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.8.2009 kl. 13:09

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Uss, ég tek ekkert mark á þessu. Blogga bara af því mér finnst gaman að skrifa og skrifa um það sem mér sýnist. Er búinn að venja mig á að skrifa næstum daglega og þar með orðinn háður þessu.
Takk samt öll sem eruð í mínu klappliði eða minni hirð.

Sæmundur Bjarnason, 13.8.2009 kl. 16:27

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki dettur mér í hug að lesa þetta blogg, enda þótt ég skrifi stundum athugasemdir hérna.

Þorsteinn Briem, 13.8.2009 kl. 16:46

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Athugasemdirnar eru líka oft skemmtilegar og þar fýkur stundum í kviðlingum ekki síst fyrir tilverknað Steina.

Er hér Steini alltaf hreint
öfugur og snúinn.
Vísur héðan berast beint.
En bráðum verð ég lúinn.

Sæmundur Bjarnason, 13.8.2009 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband