766- Siðferði á bloggi og dálítið um Icesave

Nú virðist endanlega komið í ljós að þeir Moggabloggsmenn ætla ekki að opna aftur á DoctorE. Mér finnst það skaði því margt af því sem Doctorinn safnaði saman víðs vegar að var fengur í að skoða. Hans eigin skrif höfðuðu ekki alltaf til mín þó oft væri hann beinskeyttur mjög og kæmist vel að orði. Líklega er tilgangslaust að skrifa meira um þetta mál að sinni. Það er samt ekki gleymt þó stjórnendur bloggsins vonist eflaust til þess. 

Salvör Gissurardóttur skrifaði einu sinni mikið um siðferði bloggsins og ég sakna þess hve lítið hún skrifar á Moggabloggið nú orðið. Fyrir löngu sagði hún að vissulega skipti miklu máli hver ætti það svæði sem bloggað væri á. Það kæmi ef til vill seinna í ljós.

Mér finnst Moggabloggið að mörgu leyti hafa opinberað sinn innri mann með lokuninni á DoctorE. Samt er ennþá margt gott um það að segja. Þjónustan þar er afbragðs góð. Þeir fylgjast nokkuð vel með nýjungum þó ég notfæri mér fáar þeirra og leyfa hverjum sem er að blogga. Gefa þannig mörgum tækifæri til að hella úr skálum öfga sinna. Það allra besta er samt að með skrifum þar er auðvelt að ná til nokkuð margra.

Að stjórnendur Moggabloggsins skuli vilja hafa stjórn á því hvað og hvernig er skrifað þar er ekkert skrýtið. Allir mundu vilja það. Þeir vilja að sjálfsögðu að sem minnst fari fyrir ritstjórn þeirra en ég vil halda áfram að fjalla um hana.

Allir þeir sem um sárt eiga að binda vegna ofstjórnar þeirra Moggabloggsmanna mega láta af sér vita í kommentakerfinu mínu. Það er opið öllum en verður það kannski ekki lengi. Ef mikið verður kvartað undan ritstjórninni á ég fastlega von á að farið verði fram á það við mig að ég loki á ákveðna einstaklinga og jafnvel að blogginu mínu verði lokað.

Eftir langar og ítarlegar rökræður við sjálfan mig hef ég komist að raun um að ég er á móti því að samþykkja Icesave samninginn eins og hann er. Eða réttara sagt eins og okkur er sagt að hann sé.

Fréttaflutningur af þessum stóra samningi hefur verið í miklu skötulíki frá byrjun. Þó hefur verið ljóst frá upphafi kreppunnar fyrir meira en níu mánuðum hvernig málið er í aðalatriðum vaxið. Reynt hefur verið að leyna sem mestu í sambandi við allt sem snertir þetta stórmál. Það er óþolandi. Ég vil vita nákvæmlega hver skuldin er og um hvað er samið. Einnig hvernig mál hafa þróast og hver áhrif neyðarlaganna eru á samninginn og hver áhrif hans eru á ESB umsóknina.

Fjárlaganefnd Alþingis er búin að hafa þetta mál til meðferðar alllengi og ekki er útilokað að umfjöllun hennar skýri eitthvað. Það er bara alltof seint. Almenningur hefði átt að fá að vita miklu meira um þetta mál og fyrir löngu síðan.

Stjórnvöldum er mátulegt að þetta verði kolfellt. Þó er sú ríkisstjórn sem nú situr skárri en fyrirrennarar hennar og næstum örugglega betri en þeir möguleikar sem bjóðast kynnu ef hún hrökklast frá.

Sennilega binda flestir vonir við að Alþingi vísi þessu máli frá eða gera á því svo gagngerar breytingar að það ónýtist. Hvað þá tekur við er ómögulegt að vita og ekki æskilegt.

Og fáeinar myndir í lokin.

IMG 3818Golf.

IMG 3820Blóm.

IMG 3821Í sumarfríi.

IMG 3825Allt er vænt sem vel er grænt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kama Sutra

Tilboð mitt til Dokksa stendur enn.  Að ég opni fyrir hann nýtt blogg hérna sem hann einn hefur aðgang að (með því að breyta sjálfur lykilorðinu eftir að ég stofna bloggið) og getur notað að eigin vild - með mig sem ábyrgðarmanneskju.  Ég lofa að skipta mér ekki af neinu sem fram fer á því bloggi - hversu ósæmilegt sem það kann að verða!  

Allt fyrir málfrelsið! - og stríða Moggabloggsguðunum pínulítið í leiðinni...

Heyrirðu það Dokksi?!

En þá mun ég líklega komast að því hver Dokksinn er.   Og hann hver ég er...

Kama Sutra, 7.8.2009 kl. 00:44

2 Smámynd: Eygló

Hefur doktorinn heimsótt "viðsemjendurna"?

Ég get ekki ímyndað mér annað en að æðstistrumpur (æstistrumpur?) Moggabloggs bryti odd af oflæti sínu ef hann leitaði sátta. Hann þyrfti kannski að lofa einhverri betrun (þekki ekki Doktorinn) og spjalla smá.

Kannski báðir draga örlítið í land, allavega Doktor.  Ekki pláss fyrir persónulegt stolt, þetta er í BOÐI Moggans og ég er t.d. mjög þakklát fyrir að geta haft ofan af fyrir mér með þessu.

Hef aldrei fundið þörf til að vera ókurteis, dónaleg eða orðljót (að MÍNU mati) þótt mér væri mikið niðri fyrir.

Eygló, 7.8.2009 kl. 02:01

3 identicon

Það versta er að þetta sendir þau skilaboð til moggabloggara að þeir eigi að vefja allt inn í bómull og lopateppi sem þeir segja og jafnvel þegar allri þjóðinni ofbíður geðveiki einhvers glæpahyskis þá skuli það sagt undir rós.

Fransman 7.8.2009 kl. 05:35

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Kama Sutra og Glingló, ég held að DoctorE verði að ráða því sjálfur hvað hann gerir. Hann veit að hann á marga stuðningsmenn á Moggablogginu.

Fransman: Ég er hræddur um að það versta sé að moggabloggarar muni álíta að ekki sé sama hverjum sé hallmælt. Það sé í lagi að vera orðljótur við suma en ekki aðra.

Sæmundur Bjarnason, 7.8.2009 kl. 09:02

5 identicon

Jæja vinir ég var að klára viðtal vegna þessa... hendi slóð á ykkur um leið og það fer online.
Ég fæ greinina senda svo ég geti farið yfir dæmið og svo er bara að skella þessu út í heiminn

Aldrei átti ég vona á að þú Sæmundur yrðir einn helsti stuðningsaðili minn :)
Ég þakka kærlega fyrir það karlinn minn!! Sem og öllum öðrum sem hafa stutt mig í þessu dæmi öllu saman.

DoctorE 7.8.2009 kl. 09:16

6 identicon

JVJ kallar Steingrím J fyrir gungu og druslu
http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/#entry-926947

Ef mbl lokar ekki á hann þá er mbl .. well ég þori ekki að segja það... ég er ekki trúaður og því má ég segja minna.

Ég sendi póst á blog.is og benti þeim á þetta... geta þeir staðið á að loka ekki á hann.... en lokað á mig, það gengur ekki upp.

DoctorE 7.8.2009 kl. 12:14

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ha Doctorinn rekinn á dyr. Óþolandi. Hver tekur þessa ákvörðun ?

Finnur Bárðarson, 7.8.2009 kl. 12:29

8 identicon

Maður má ekki segja það hreint út hvað manni finnst um spámiðla... :)

En JVJ má þetta víst, því Steingrímur sagði þetta sjálfur í þinginu um andstæðinga sína...

Reglurnar flækjast og flækjast... annars er ég viss um að Sjáandinn hefur sagt að einhver sé geðsjúkur líka, ég þarf bara að sanna það :)

DoctorE 7.8.2009 kl. 13:05

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það hefur verið litið svo á að stjórnmálamenn verði að þola harðari ummæli í þeirra garð en almenningur.

Ný BA-ritgerð í lögfræði um ærumeiðingar á Netinu

Þorsteinn Briem, 7.8.2009 kl. 14:45

10 identicon

Ég hefði átt að segja að sjáandinn væri með sortuæxli... það eru svo rosalega miklir fordómar á íslandi gegn geðsjúkdómum.... það er svipað og með holdsveika í eldgamla daga :)

DoctorE 7.8.2009 kl. 15:03

11 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Merking orða hefur breyst í áranna rás. Orðið geðveikur er gott dæmi um það. Unga fólkið segir að eitthvað sé geðveikt flott svo dæmi sé tekið. Þeim, sem ritskoða, er væntanlega sá vandi á höndum að þurfa að skilja hvað sagt er. Til dæmis hvenær maður er geðveikur og hvenær geðveikur.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.8.2009 kl. 15:14

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Björg Thorarensen prófessor í lögum við Háskóla Íslands:

"Takmarkanir á tjáningarfrelsi til verndar réttindum eða mannorði annarra eru þær sem án efa reynir langmest reynir á hér á landi. Á þessari takmörkunarheimild hvílir m.a. öll meiðyrðalöggjöfin og sú refsivernd sem æru manna er veitt í ákvæðum XXV. kafla alm.hgl. Fjölmörg dæmi eru úr dómaframkvæmdinni um refsimál sem höfðuð eru vegna brota á þessum ákvæðum.

Við mat á því hvort maður verður dæmdur til refsingar vegna meiðyrða er komið út geysilega vandasamt svið þar sem iðulega vegast á réttur einstaklingsins til þess að njóta æruverndar og þeir þjóðfélagslegu hagsmunir sem felast í því að tjáningarfrelsið er nauðsynleg forsenda fyrir allri umræðu í lýðræðisþjóðfélagi.
"

Tjáningarfrelsið og 73. grein Stjórnarskrárinnar


Stjórnarskrá Íslands:

73. grein. Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Þorsteinn Briem, 7.8.2009 kl. 15:42

13 identicon

Hvort var meira til þess fallið að raska öryggi ríkisins/þegna... það sem ég sagði eða það sem sjáandinn sagði.... hvað gat raskað heilsu fólks meira... ekki flúði nokkur maður heimili sitt vegna orða minna.
Hmmm...

DoctorE 7.8.2009 kl. 16:27

14 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Landslög skipta litlu máli í þessu efni. Reglur, sem okkur eru settar, ráða. Við verðum að fara bæði eftir lögum og reglum. Til þess að það sé hægt þarf að kunna reglurnar. Má ég til dæmis kalla sjálfan mig geðsjúkling?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.8.2009 kl. 16:51

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar einhver er sakaður um geðveiki hér á Netinu er verið að halda því fram að viðkomandi segi tóma vitleysu vegna þess að hann sé geðveikur en slíkt þarf engan veginn að vera raunin. Ástæðan getur verið allt önnur, ef um vitleysu er að ræða á annað borð.

Þar að auki eru allir sjúkdómar einkamál hvers og eins, líkamlegir sem andlegir, nema þeir sjálfir kjósi annað. Til dæmis væri ekki löglegt að birta læknaskýrslur opinberlega, nema þá með samþykki viðkomandi sjúklinga, sama hvort um væri að ræða líkamlega eða andlega sjúkdóma.

"Stóra bomban er heiti á atburði sem átti sér stað árið 1930 og varðaði aðallega Jónas Jónsson frá Hriflu og Helga Tómasson, yfirlækni á Kleppi.

Jónas Jónsson frá Hriflu var dómsmálaráðherra á þessum tíma og hafði bakað sér töluverðar óvinsældir meðal lækna. Hápunkti þessara óvinsælda var án efa náð þegar Helgi Tómasson, yfirlæknir á Kleppi, lýsti því yfir að hann teldi Jónas bera merki um geðveiki og ætti hann því að láta af embætti dómsmálaráðherra tafarlaust.

Oft er þetta mál kallað Geðveikismálið en Jónas nefndi þennan atburð Stóru bombuna og hefur það nafn fest við það."

Þorsteinn Briem, 7.8.2009 kl. 17:11

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stóra bomban

Stóra bomban er heiti á atburði sem átti sér stað árið 1930 og varðaði aðallega Jónas Jónsson frá Hriflu og Helga Tómasson, yfirlækni á Kleppi. ...

Þorsteinn Briem, 7.8.2009 kl. 17:16

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þessi ábending Doksa um orðbragð JVJ, sem ekki er lokað á, að kalla Steingrím gungu og druslu, er athyglisverð í ljósi þess að lokað var á Doksa. Morgunblaðið hlýtur að verða að gera grein fyrir því hvað það hefur að leiðarljósi þegar það lokar síðum. En best væri að það svaraði einfaldlega með því að opna á Doksa þegjandi og hljóðalaust. Það er erfitt að sætta sig við að svona mismunun sé sýnileg öllum mönnum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.8.2009 kl. 17:41

18 identicon

Kama sutra, ég vil nú ekki fara að láta þá fá afsökun til að loka á þig líka :)

Ég veit ekki með ykkur en eftir þetta með JVJ þá bara verð ég komast að þeirri niðurstöðu að hér gildir DoctorE & séra JVJ.
Það er augljóst að klíkuskapurinn er á ferðinni... hatur JVJ á ESB er líkast til plús líka... og kannski það að hann hatar homma líka & er krissi/kaþólikki, besti vinur master of the universe :).
Hvað á maður að halda eiginlega ha

DoctorE 7.8.2009 kl. 18:37

19 Smámynd: Kama Sutra

Engar áhyggjur Dokksi minn.  Lífsgæði mín munu ekki skerðast neitt verulega þótt lokað verði á bloggið mitt hérna líka.

En mismununin sem viðgengst hérna á Moggablogginu er óþolandi  Er dónalegra að þú kallir fituhlussur fitubollur en að JVJ kallar fólk gungur og druslur?  Fyrir utan það hvað JVJ er assgoti óþolandi og leiðinlegur karakter.  Ég myndi kannski fyrirgefa honum ýmislegt ef hann væri stundum skemmtilegur!  Ég er alveg steinhætt að kíkja inn á bloggið hans - það er ekkert annað en mannskemmandi.  Ég læt ekki einu sinni sjá mig þar í dularklæðum og hlífðargalla frá hvirfli til ilja.  Eða eins og er vinsælt að segja núna - ég myndi ekki snerta á blogginu hans með priki.

Ætli hann kæri mig ekki núna fyrir að segja þetta?

Nú er best að ég fari bara að þegja í bili... 

Kama Sutra, 7.8.2009 kl. 19:46

20 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þetta er flott. Farið nú bara ekki að rífast um trúmál. Annars má alltaf dulbúa þau sem heimspeki og þá er ég kannski tilbúinn til að taka þátt. Kannski ég lesi greinina sem Steini bendin á. Hef alltaf áhuga á svona málum. Slæmt að heyra ekkert frá Moggabloggsmönnum en þögnin er þeirra aðferð.

Sæmundur Bjarnason, 7.8.2009 kl. 19:57

21 identicon

Hér er ein grein erlendis frá um þetta mál, reyndar ekki það sem ég er að bíða eftir...
Nokkuð góð grein og skemmtileg, eins og ég segi það er bara hjátruar og rétttrúar fólkið sem telur að mbl hafi haft raunverulega ástæðu til að loka á mig :)
http://www.afraidofthelight.co.uk/

Miklu meira er í vændum... mér þykir ekki gaman að við íslendingar séu taldir fífl af umheiminum.... en stundum verða menn að reka sig á... til að ranka við sér

DoctorE 8.8.2009 kl. 09:04

22 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

DoctorE hann djöflast enn
í dembu af spádómsbúsi.
Eldgos myndar Surtur senn
í sínu trygga húsi.

Las blogg-greinina alla sem DoctorE linkaði í og fannst hún ekki merkileg.

Sæmundur Bjarnason, 8.8.2009 kl. 11:09

23 identicon

Þarna fer "Kama Sutra"  og  "Malína"  mikinn og talar um leiðinlegt fólk eina ferðina enn.  Þó er leitun að slíkum leiðindakjafti sem á henni finnst.

Jóhann 11.8.2009 kl. 00:30

24 Smámynd: Kama Sutra

Ég elska þig líka, Jóhann!

Ég elska hann Jóhann, árans kjóann ... trallalallalalala... 

Kama Sutra, 11.8.2009 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband