761 - Enn um DoctorE

Það má kalla það málefnafátækt hjá mér að blogga nú enn einu sinni um DoctorE sem ekki fær lengur að blogga á Moggablogginu. Mér bara blöskrar ritskoðunin, einsýnin og skinhelgin og fæ ekki orða bundist. Árni Matthíasson og félagar eru búnir að fá mörg tækifæri til að komast út úr þessu máli með sæmilegum sóma. Það geta þeir ekki lengur. 

"Reynsla mín af Árna er sú að hann á ekki til bakkgír, gefur sig ekki og skiptir ekki um þá skoðun sem hann bítur í sig. Geri hann það núna væri það bara til að láta mig hafa rangt fyrir mér í þessu efni."

Þetta segir Haukur Nikulásson í kommenti á mínu bloggi um þessi mál. Þetta óttast ég að sé satt og rétt. Sem betur fer er Árni samt ekki æðsti maðurinn á Mogganum. Þar er ritstjóri sem Ólafur Stephensen heitir. Hann gæti skipað Árna að haga sér eins og maður og opna bloggið aftur hjá DoctorE. Kannski finnst honum samt betra að sitja undir því að vera sagður andsnúinn málfrelsi en að Morgunblaðið éti ofan í sig áður sögð orð.

Þetta mál hefur ekkert með Guðsótta og góða siði að gera. Við vitum öll að Doksi er andsnúinn hverskonar trú og hjátrú og oft afar orðljótur. Hingað til hefur hann samt komist upp með það og ekki verið fólki til ama þó vissulega séu þeir til sem andsnúnir eru honum. Stjórnendur Moggabloggsins hafa líka látið hann að mestu í friði.

Það sem Árni og Co. hafa einkum hengt hatt sinn á í því máli sem orsakaði lokun á nefndu bloggi eru tvö atriði. Hið fyrra er að Doctorinn hafi farið óviðurkvæmilegum orðum um „konu úti í bæ". Hún hafði spáð miklum jarðskjálfta sem auðvitað kom ekki fram og hrætt með því einhverja. Í viðtölum í dagblöðum og öðrum ritum hafði konan spáð þessum náttúrhamförum og var því engin „kona úti í bæ" eins og Árni Matt vill vera láta.

Hitt atriðið er að Doctorinn hafi ekki ansað bréfi sem þeir Moggabloggsmenn sendu honum. Þetta bréf segist DoctorE aldrei hafa fengið. Gegn neitun hans er fullyrðing Árna um þetta ómerk með öllu.

Lára Ólafsdóttir er ekki af baki dottin. Fjölmiðlarnir styrkja hana líka eftir mætti. Loksins kom smá-jarðskjálfti og blöðin voru fljót að þefa uppi hneykslismöguleika. „Já, þið trúðuð mér ekki, en nú er þetta komið fram og svo fáið þið eldgos eða eitthvað enn verra í hausinn á ykkur, helvítin ykkar" segir hún efnislega í viðtölum.

Þrátt fyrir allt sem á hefur gegnið er ég viss um að Árni og DoctorE geta fundið lausn á þessu máli ef þeir ræða saman.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Sæmi minn

Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr blogginu uns allt er komið fram. Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu bloggum og kennir öðrum það mun kallast minnstur í jarðríki en sá sem það og kennir mun mikill kallast í jarðríki.

Ég þakka þér kærlega fyrir þinn stuðning Sæmi!!

DoctorE 2.8.2009 kl. 00:36

2 identicon

eruð þið kærustupar eða hvað??

Ragnar Örn Eiríksson 2.8.2009 kl. 01:42

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Enga öfundsýki Raggi minn. Vill enginn vera með þér?

Sæmundur Bjarnason, 2.8.2009 kl. 01:50

4 identicon

í guðs bænum eigðu hann einn

Ragnar Örn Eiríksson 2.8.2009 kl. 01:55

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við höfum engan rétt til að halda því fram hér að einhverjir á Blog.is, eða aðrir, séu geðveikir, hvað svo sem þeir segja hér eða annars staðar. Og Mogginn vill að sjálfsögðu forðast málaferli út af meiðyrðum á Blog.is.

Ef hér er haldið fram að fólk sé geðveikt og það kvartar undan þeim ummælum við umsjónarmenn Blog.is er eðlilegt að þeir komi því á framfæri við viðkomandi bloggara og biðji hann um að fjarlægja ummælin. Að öðrum kosti verði blogginu lokað. Það er vel hægt að vera hvassyrtur án þess að halda því fram að fólk sé geðveikt.

Þess vegna legg ég til að doktorinn taki út þau skrif sem um er að ræða í þessu tilviki, þannig að lífið geti fallið aftur í sinn eðlilega farveg í landinu.

Reglur varðandi skrif á Blog.is

Þorsteinn Briem, 2.8.2009 kl. 02:52

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

DoktorE var dægurfluga. Guð veri með honum og fari hann til Andskotans til vara.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.8.2009 kl. 08:04

7 Smámynd: Yngvi Högnason

Það kemur stundum fyrir að maður er sammála Steina og þá um reglur varðandi skrif á blog.is. Og þó ég skrifi ekki gáfulega sjálfur þá þykir mér gaman að kíkja á skemmtileg blogg.Þannig hefur lífið verið í eðlilegum farvegi hjá mér því því ekki hef ég þurft að tvískoða blogg doktorsins.

Yngvi Högnason, 2.8.2009 kl. 08:35

8 Smámynd: Billi bilaði

Ætli það sé til listi yfir bannorð á blog.is, sbr. þetta hér: http://www.youtube.com/watch?v=uhYhRqQDE1A

Það er kannski mun mildara að maður sem trúir á helvíti og andskotann óski öðrum þangað opinberlega, heldur en að saka menn um geðveiki (sem er mun víðfeðmara hugtak en vist í helvítislogum).

Ekki það að ég sé ekki tilbúinn að moka kolum á eldinn undir Vilhjálmi.

Billi bilaði, 2.8.2009 kl. 09:00

9 identicon

Ég hef alltaf farið að fyrirmælum frá blog.is... þeir biðja mig að taka eitthvað út(Gerist næstum aldrei).. en í þetta skiptið fékk ég ekki aðvörun, því gat ég ekki brugðist við.
Yngvi & Steini eru algerlega sammála um þennan misskilning þeirra á málavöxtum..
Villi minn...ertu ekkii orðin of gamall til að tala svona steypu.... ég man á fyrstu litlu jólunum mínum í skólanum, þá hugsaði ég... vá trúir þessu einhver...
;)

DoctorE 2.8.2009 kl. 09:43

10 Smámynd: Eygló

Skoðað frá annarri hlið, má segja að þetta fjalli um ofstopa fordóma gagnvart geðsjúkum; að þeirra lasleiki sé allt að því saknæmur.  Hvað ef maðurinn hefði sagt að konan væri lygari með frunsu?

Hef skrifað áður hjá einhverjum og endurtek. Hvað með Madelaine litlu (sem hvarf frá sumarleyfishúsi sem fjölskyldan leigði í Portúgal)?  Þessi sjáandi VEIT hvar hún er niðurkomin.  Ég held að sjáandinn sem með frunsu.

Eygló, 2.8.2009 kl. 12:10

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt við séum ekki sammála um alla hluti, til dæmis pólitík, eins og við Yngvi, eigum við ekki að láta það hafa áhrif á okkur á öðrum sviðum. Ég á hér vini í öllum stjórnmálaflokkum og erlendis á ég vini sem sumir eru trúlausir, aðrir gyðingar, kristnir eða múslímar.

Hvöss málefnaleg gagnrýni er í góðu lagi en við eigum að sjálfsögðu ekki að fara yfir strikið í gagnrýni okkar gagnvart einstaklingum, þannig að við förum að saka þá um eitthvað sem kemur málinu ekki við, til dæmis geðveiki.

Allar vel rökstuddar skoðanir eru jafn réttháar í umræðunni, sama frá hverjum þær koma. Órökstudd skoðun er hins vegar einskis virði.

Samkvæmt Stjórnarskránni ríkir trúfrelsi í landinu og við höfum engan rétt til að gagnrýna opinberlega trú einstakra manna. Hún er þeirra einkamál, rétt eins og til dæmis heilsufar þeirra og kynhneigð.

Menn hafa hér lögvarinn rétt til að vera til dæmis kristnir, geðveikir og samkynhneigðir en geta sjálfir kosið að opinbera þessi atriði, ef þeir nenna því.

Og ég veit ekki til þess að Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur hafi verið slæmur þingmaður vegna trúar sinnar, Þráinn Bertelsson vegna geðveiki sinnar eða Jóhanna Sigurðardóttir vegna samkynhneigðar sinnar.

Er nú ekki kominn tími til að leggja alla þessa fordóma á hilluna?

Þorsteinn Briem, 2.8.2009 kl. 14:29

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Menn ráða því sjálfir hvort þeir trúa svokölluðum sjáendum og spákonum.

En ef spádómurinn gengur ekki eftir getur fólk ekki krafist skaðabóta með fulltingi lögmanna og dómstóla.

Tvo þarf til og sjáandinn er ekki endilega verri en sá trúgjarni.

Kristur var krossfestur og kristnir einnig. Látum það duga.

Þorsteinn Briem, 2.8.2009 kl. 14:46

13 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þetta snýst um lokunina á bloggi DoctorE, ekkert annað.

Þeir sem stjórna villja alltaf hafa reglur sem ítarlegastar. Þær má síðan túlka á þann veg að hægt sé að ná til þeirra sem þörf er á.

Málfrelsi er ekki bara fyrir þá þægu og góðu heldur hina líka.

Sæmundur Bjarnason, 2.8.2009 kl. 15:00

14 identicon

Ég man eftir einu tilviki, þá hringdi Árni Matt í mig og spurði mig hvort ég hefi ekki séð póstinn frá þeim vegna einhverra ummæla sem einhver setti í athugasemdir hjá mér... hann sagði við mig þá að það væri óvanalegt af mér að bregðast ekki við tilmælum þeirra á skjótfengin máta.
Ég hef alltaf farið að tilmælum þeirra, uppfyllt beiðnir þeirra án vandamála.. svo kemur þetta rugl eins og þruma úr heiðskýru lofti.
Ég er búinn að vera að blogga hér á 3ja ár, ég verð að segja að hegðun þeirra á blog.is er mjög svo óvenjuleg og algerlega úr takti við öll okkar samskipti á mínum bloggferli hér.

DoctorE 2.8.2009 kl. 16:15

15 identicon

Og eitt að auki... ég sagði líka í þessum "eitraða" pistli mínum að sjáandinn gæti sannað mál sitt og ofursýnir með því að fara til James Randi... og fá 1 milljón dollara í verðlaun fyrir að vera EINA súperpáva persónan í heiminum sem hefur staðist próf kappans.
Ef ég teldi mig sjálfan vera með eitthvað súperpáva í alvörunni... ég myndi ekki hika við að taka prófið... ég myndi grátbiðja um á fá að taka prófið svo ég gæti sýnt öllum að ég sé ekki bara að bulla út í loftið

DoctorE 2.8.2009 kl. 16:24

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er yfir mig hneykslaður á lokuninni á Doctornum. Hann er sagður orðljótur en hann hefur ekkert gert sem jafnast á við þau óforskömmustuheit að spá ítrekað miklum náttúruhamförum.

Auk þess óska ég Vilhjálmi Erni í neðsta helvíti en til eilífrar himnaríkisvistar  til vara.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2009 kl. 18:37

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Terry Gunnell þjóðfræðingur segir að hjátrú eigi sér djúpar rætur í þjóðarsálinni. Fæstir taki fullkomlega fyrir það að til séu aðrar tilvistir eða hægt sé að segja fyrir um atburði.

Hann segir að nær enginn munur sé á hversu hjátrúarfullt fólk sé út frá menntun eða búsetu. Íslendingar séu að sumu leyti hjátrúarfyllri en aðrar þjóðir. Það eigi sérstaklega við um trú þeirra á berdreymi og að hægt sé að hafa samband við látið fólk. Hins vegar séum við á svipuðu róli og Norður-Írar þegar kemur að trú á álfa.

Hjátrú Íslendinga breytist lítið

Þorsteinn Briem, 2.8.2009 kl. 19:03

18 identicon

Auðvitað geta færustu menn verið með eina eða fleiri lausar skrúfur í hausnum á sér, reyndar er það oft svo að snillingar hafa fleiri lausar skrúfur en hinn "venjulegi" maður.
Menntun hefur samt mikil áhrif, ef við tökum vísindamenn... mig minnir að 6% þeirra segist trúa á yfirnáttúrulega hluti, líklega eru þeir þó að gera það af kurteisissökum, vilja ekki særa mömmu sína eða eitthvað.

Það er líka smá twisted lógík með að trúa að það sé hægt að tala við þá dauðu... við verðum að athuga að hér á landi er til eitthvað sem heitir Geimgaldrakarlastofnun ríkisins, þessi stofnun heldur því að okkur frá barnæsku að allir dauðir séu í góðum fíling með Sússa.. fyrir utan einstaka menn sem stóðu utan stofnunar, en þeir súpa nú seiðið af vantrú sinni á hina einu sönnu lygasögu.

DoctorE 2.8.2009 kl. 19:44

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dómkirkjupresturinn og móðurafi minn, sem lifði öldum saman, fæddist 1899 og dó 2000, þvörguðu eitt sinn mikið í fjölskylduboði um tilvist álfa og huldufólks og mér fannst þetta þras þeirra ansi skemmtilegt.

Við höfum að sjálfsögðu rétt til að trúa hverju sem er og ekki vildi ég vera án sagna um álfa og huldufólk. Þær eru hluti af okkar menningararfi. En ekki legg ég trúnað á spádóma, ekki einu sinni veðurfræðinga.

En sá sem vill að aðrir trúi eingöngu vísindalegum rökum verður sjálfur að beita þeim.
Og heilsufar fólks kemur málinu ekki við í rökræðum. Geðveikur maður getur verið miklu klárari og betri manneskja en einhver sem ekki er geðveikur. Að ásaka aðra um geðveiki er ólöglegt og Mogginn getur ekki varið slík meiðyrði ef undan þeim er kvartað. Einnig þó satt sé.

Þorsteinn Briem, 2.8.2009 kl. 21:28

20 Smámynd: brahim

Af síðustu 7 færslum hjá þér Sæmundur...þá eru 5 að öllu eða einhverju leiti um DrE...EF þetta er ekki þráhyggja þá er þráhyggja ekki til.

Og Dre. Held að þú hljótir að vera með þessi svör þín sem þú notar...hreinlega í einhverri skrá sem þú kóperar og peistar síðan sem comment inn hjá öðrum.

Sömu svörin og sama steypan.

brahim, 2.8.2009 kl. 21:56

21 identicon

Comon Steini, við erum öll meira og minna geðsjúk....  það eru fordómar gegn geðsjúkum að setja eitthvað tabú merki á sjúkdóminn.
Hvar sagði ég að geðsjúkir menn þyrftu endilega að vera verri eða vitlausari en hver annar, kannski er  mesta geðsýkin einmitt hjá þeim sem teljast heilbrigðir, að plögga undir ímyndanir fólks, það eykur bara enn á ruglið ef sá ~tæpi er að fá viðurkenningu á að galdrar og hjátrú sé eðlilegt ástand.
Oftar en ekki leiðir slíkt einmitt til þess að "spám" fjölgar...enn stærri hörmungar í vændum.

Það eru líka ansi mörg blogg sem þyrfti að loka ef sömu reglur væru notaðar á þau og mitt geðsýkisblogg

DoctorE 2.8.2009 kl. 22:00

22 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þetta er að verða bráðskemmtilegur svarhali.

Steini, það er ekkert verið að tala um hvort fólk trúir á álfa og huldufólk, heldur hvað eðlilegt sé að fjölmiðlar gangi langt í að hræða fólk.

Og brahim, þakka þér fyrir að fylgjast svona vel með blogginu mínu. Geri það varla betur sjálfur.

Sæmundur Bjarnason, 2.8.2009 kl. 22:07

23 identicon

Virkar smá þráhyggjulegt að standa í því að telja í hvað pistlar Sæma fara. Stundum sjá menn ekki sína eigin steypu því þeir eru á bólakafi í henni, það er ekki auðvelt að opna augun í slíkri steypu... hvað þá að segjast sjá steypu hjá öðrum.

Það eru 2-3 aðilar sem virðast vera rosalega afbrýðisamir vegna þess að Sæmi kýs  að tala um lokun á mig, pirrast alveg út í það óendanlega, drepfyndið alveg.

DoctorE 2.8.2009 kl. 22:27

24 Smámynd: Kama Sutra

Hvað segirðu svo Dokkksi minn, ætlarðu ekki að fara að senda Moggabloggsguðunum afsökunarbréfið sem Haukur skrifaði fyrir þig í fyrrakvöld?

Kama Sutra, 2.8.2009 kl. 22:55

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Strákar mínir, fólki er frjálst að trúa hverju sem er og það væri vita þýðingarlaust að fara í mál við til dæmis Vikuna fyrir að birta viðtal við einhverja spákonu, enda þótt sumt, og jafnvel margt, fólk sé svo auðtrúa að halda að spádómar hennar gangi eftir.

Sama vers með Veðurstofuna og Ragnar skjálfta. Þeirra vísindi eru ónákvæm og fólk á að vita það. Enginn lögmaður myndi því taka að sér að fara í mál við Veðurstofuna, frekar en aðra spámenn, til dæmis Múhameð, ef eitthvað gengi ekki eftir af hans spádómum.

Þetta mál snýst um lögfræði og ekkert nema lögfræði.

Þorsteinn Briem, 2.8.2009 kl. 22:55

26 Smámynd: dittan

Kvöldið.Langar að leggja nokkur orð í belg um þessa lokun á DoktorE sem sumir virðast ekki hala vatni yfir og vilja endileg fá hann í bloggara tölu aftur.En ég skrifa þetta nú vegna þess að kona mín lenti hér í það sem ég mundi halda að flokkaðist undir einelti og voru þetta nokkrar konur sem blogga hér en og hefur ekki þótt ástæða til lokunar á þær sem er mjög torskilið og verð ég að segja að í þessum leik tó DoktorinE að minnsta kosti tvisvar þátt í og sjaldan hef ég lesið viðbjóðslegra um manneskju sem hann hefur aldrei séð og þekkjir ekki neitt.Nú til að gera langa sögu stutta endaði með að kona mín stóð loksins upp og svaraði fyrir sig og ekki að spyrja að lokað um páskana engin skýring nema hún pirraði aðra bloggara.En sem sagt við bíðum spennt verði opnað á DoktorinnE verður líka opnað á fleiri.Góðar nætur

dittan, 2.8.2009 kl. 23:41

27 identicon

Þetta eru einhverjar hálfkveðnar vísur hjá þér dittan.. komdu með details í þessu máli sem þú nefnir.. ekki eitthvað bull út í loftið með að þér hafi þótt skrif X vera viðbjóðslega viðbjóðsleg; Eins manns viðbjóður er annars lostæti og visa versa

Það sem þú leggur til hér er ekkert nema það að ég og einhverjar illgjarnar konur hafi sagt eitthvað um konuna þína sem þér fannst viðbjóðslegt.
Ég hef aldrei farið fram á það við blog.is að þeir banni nokkurn mann... ég man ekki til þess að hafa kvartað til blog.is vegna skrifa bloggara, jafnvel þó ofsatrúaðir hafi stofnað blogg spes til að tengja mig við eiturlyf og ég veit ekki hvað og hvað.

DoctorE 3.8.2009 kl. 00:51

28 Smámynd: dittan

DoktorE  Árni Matthíasson lét þig fjarlægja það sem þú skenktir konu minni .Ekki nenni ég að kankast á við þig þú verður sennilega búinn að gera mig að einhverju sem þér finnst sjálfsagt að skella framan í menn .En viðbjóður er eitt af því sem okkur hér þykjir ekki lostæti svo verði þér að góðu.Góða nótt.

dittan, 3.8.2009 kl. 01:05

29 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kom kvörtunin frá þessari kerlingu eða tók Árni það upp á eigið einsdæmi að móðgast fyrir hennar hönd? Mér er þetta illskiljanlegt. Þessi dyntótta ritskoðunarárátta virððist mér hafa eitthvað skylt við oflæti fremur en nokkuð annað.

Annars hefði doksi átt að segja: "Ég ætla ekki að segja að hún sé geðveikt glæpakvendi og fituhlussa, en hún er allavega stórskrýtin og vafasöm."  Nú eða: "Einhverjir hefðu sagt að hún væri geðveikt glæpakvendi og fituhlussa, en ég vil ekki taka alveg svo djúpt í árinni." 

Þá hefði hann sennilega sloppið.

Annars skora ég enn og aftur á Árna eða Óla Stef að aflétta þessu duttlungafulla banni. Moggabloggið er einskis virði án DoctorE. Nú er þetta allsherjar mónótónn um Eu og Icesave í anda Ragnars Reykáss. Er það klassinn, sem þú ert að sækjast eftir Árni? Hvað um Snorra í Betel og aðra loddara, sem æla hér fordómum sínum og hræðsluáróðri á hverjum degi? Og það til að prómótera safnaðarstarf sitt. Er það ekki andstætt prótókolli MBL? Er það kannski háð seinni tíma geðþótta, svona þegar dagsformið býður upp á?

Jón Steinar Ragnarsson, 3.8.2009 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband