760- DoctorE á leið í heimsfréttirnar

Já, það segir hann sjálfur. Það er naumast að það er upp á honum typpið núna. Sjálfsagt á að tala illa um Árna Matt og fleiri.

Get ekki hætt að hugsa um DoctorE og útilokun hans af Moggablogginu. Í framhaldi af öllu því sem sagt hefur verið um það mál legg ég eftirfarandi til:

DoctorE biður Láru spámiðil í Hveragerði afsökunar á því að hafa kallað hana geðsjúkan glæpamann og fjarlægir jafnvel færsluna um hana ef ÁM vill það endilega.

Allir láta eins og ekkert hafi skeð og DoctorE fær að halda áfram á spúa speki sinni yfir þá sem á hann vilja hlusta.

Allir aðrir (þar á meðal ég) reyna að gleyma því sem þeir hafa sagt um þetta mál. Moggabloggið er aðal. Önnur blogg eru lakari. Þannig hefur það verið og þannig mun það halda áfram að vera.

Sjálfur mun ég halda áfram að blogga og taka því með jafnaðargeði þó kommentum fjölgi úr hófi. Annars er gaman að fylgjast með mönnum rífast á sínu eigin bloggi. Jafnast fátt á við það. Langir svarhalar eru bráðskemmtilegir.

Búið er að drepa venjulegar bréfaskriftir. Það var tölvupósturinn sem gerði það og nú er hann sjálfur að dauða kominn. Kannski er fésbókin að drepa hann. Held samt að hann hafi verið hætt kominn vegna spammsins. Bloggið blívur samt ennþá. Bloggveitur eins og Moggabloggið reyna þó að ganga frá öllum sem andmæla þeim eða hafa aðrar skoðanir en þær viðurkenndu.

Sjálfur hef ég fá venjuleg bréf skrifað síðan dóttir mín var skiptinemi í Wyoming í Bandaríkjunum laust eftir 1990. Þá skrifaði ég henni veglegt sendibréf í hverri viku. Þeim mun fleiri blogg hef égskrifað undanfarin ár en engin fésbókarinnlegg. Fésbókin held ég að komi ekki til með að útrýma blogginu. Það getur samt orðið einhvern tíma. Og twitterinn svo fésbókinni kannski? Hvar endar þetta?

Bráðsniðugt er að kalla facebook andritið. Heyrði það nafn fyrst í dag (í gær). Sýnist samt að „fésbók" ætli að verða ofan á. Enginn vafi er á að orðið „blogg" er búið að öðlast þegnrétt í íslensku máli. E-meilið ekki. Tölvupóstur er sennilega algengast að nota um það fyrirbrigði. Áhugavert er að sjá hvernig nýjungar öðlast íslensk nöfn. Einu sinni var oft talað um þrýstiloftsflugvélar og helikoptera. Nú væri sá álitinn með réttu skrítinn sem ekki vildi nota orðin þota og þyrla.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þú ert frábær Sæmi

Óskar Þorkelsson, 1.8.2009 kl. 00:24

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Orðið ''fésbók'' getur lika horfið ef einhver finnur smellið og þjált orð yfir fyrirbæri. Ég vildi annars vit hvar þetta viðtal verður við Doksa.

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.8.2009 kl. 00:28

3 Smámynd: ThoR-E

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/07/31/snarpur_jardskjalfti/?ref=fphelst

vedur.is

ThoR-E, 1.8.2009 kl. 00:30

4 Smámynd: ThoR-E

þetta tengist án efa engum spádómum ... en samt fyndið ;)

ThoR-E, 1.8.2009 kl. 00:36

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Óskar. 

Sigurður: Þetta með viðtalið við DoctorE er mikill leyndardómur. Veit ekki hvar það er eða verður. Skilst að til standi að taka viðtalið núna um helgina. Annars er ég að vona að Doksi sjálfur bregðist við þessu. Hann lætur áreiðanlega vita þegar af þessu verður.

Jarðskálftinn sem sagt er frá á mbl.is er nú ekki merkilegur. Rétt rúmlega 3. Svo er alltof seint á ferðinni.

Sæmundur Bjarnason, 1.8.2009 kl. 00:38

6 identicon

Með leyfi höfundar.

Legg til að "fésbók" (finnst fyrri hluti orðsins heldur óviðfeldin )

verði "birta"  dregið af sögninni að birtast, koma í ljós 

Ég sá nafnið hennar á "birtu" 

Kveðja,

Kolbrún Bára

Kolbrún Bára 1.8.2009 kl. 01:06

7 Smámynd: Kama Sutra

Kannski ætti ég að gefa Dokkksanum aðgang að mínu bloggi svo hann geti bloggað þar - á mína ábyrgð auðvitað.  Ég nenni hvort eð er ekkert að blogga þar sjálf.  Eða ég get stofnað nýtt blogg fyrir hann.  Má maður ekki stofna eins mörg blogg hérna og mann lystir?

Það er ýmislegt hægt að gera í þessu.

Kama Sutra, 1.8.2009 kl. 01:24

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég er ekkert viss um að DoctorE vilji blogga annars staða en á doctore.blog.is. Kemur samt í ljós ef hann gerir vart við sig hérna sem ég er að vona að hann geri.

Kolbrún Bára: Facebook er bara vörumerki. Oft þarf mikið til að þau festist í málinu. Blogg t.d. er dálítið annað mál. Google aftur á móti eiginlega það sama.

Sæmundur Bjarnason, 1.8.2009 kl. 01:35

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Snjáldra er betra heiti en Fésbók.

Þorsteinn Briem, 1.8.2009 kl. 01:45

10 Smámynd: Sjóveikur

gott skrifað og vel hugsað hjá þér Sæmundur, vona að Doktorinn sé stórlátur nóg til að sjá þetta mögulegt án þess að fynna sig beygðan  það eru allar konur á Íslandi spákonur á einhvern hátt og engin ástæða tilað skemma þetta þjóðarsport sem stundum er jafnvel svo nálægt sannleikanum að lygi er líkast  en um fésbókina vil ég skjóta einni hugmynd sem ekki er mín en góð vinkona á fésbókinni á upprunan að og er mjög íslenskt, svo íslenskt að unun er að segja það  nafnið er "Smettisskinna" mér fynnst einhvern vegin að það sé langt og nautnalegt orð, og þar af leiðandi gott að segja það, það býður einnig uppá skemmtilega möguleika á styttingum eins og td.  á "Smettinu" eða "skinnunni" , jamm það koma klára manneskjur fram með svona lagað.

lifi skrif frelsið !!!

besta kveðja, sjoveikur

Sjóveikur, 1.8.2009 kl. 01:47

11 Smámynd: Kama Sutra

Ég gæti stofnað nýtt blogg fyrir Dokkksann sem kallast DoctorEE eða DoctorErkiengill.

Kama Sutra, 1.8.2009 kl. 01:50

12 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk öll.

Aðalástæðan fyrir því að mér líkar einna best við fésbók fyrir facebook er hversu líkt það er frumgerðinni. Mörg önnur nöfn eru ágæt en að lokum sigrar eitthvert. Að gúgla er t.d. næstum þvi að verða íslenska svo ég tali nú ekki um bloggið sjálft.

Sæmundur Bjarnason, 1.8.2009 kl. 02:13

13 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

íslenskufasmisminn getur verið ágætur. menn vilja sífellt smíða íslensk heiti yfir alla hluti. eins og Sæmi bendir á eru Facebook og Google vörumerki og í mínum huga gilda sömu reglur þar og um sérnöfn, að þau eigi ekki að íslenska. enda þekki ég engan sem talar um Fésbók eða eitthvað annað en Facebook, þegar talað er um Facebook.

það er svo sem í lagi að smíða íslensk orð en bestu orðin eru á endanum þau sem fjöldinn kýs að nota. munum hvernig Mogginn tönnlaðist sífellt á heitinu Alnet, þegar talað var um Internetið. vitanlega hættu þeir því á endanum, enda notaði enginn heitið nema Mogginn.

minnir mig á sögu sem ég heyrði af bandarískum háskóla, muni ég rétt. þar ákvað arkitektinn að leggja enga göngustíga á skólalóðinni fyrr en ári eftir að hann var tekinn í notkun. þá mátti vel sjá, á grasinu, hvar nemendurnir kusu að ganga og þar skyldu göngustígarnir lagðir.

Brjánn Guðjónsson, 1.8.2009 kl. 02:19

14 Smámynd: Hrannar Baldursson

Eigum við ekki að ganga alla leið:

Microsoft = Pinkulinur

Apple = Epli

Magasin = Vél

WalMart = Margir veggir

Google = Gægjugaur

AOL = Bandaríkjamenn á línu

Nesle = Nesið

Dell = Della

Hewlett Packard = Látið höggva í pakkana

og svo framvegis...

ég get ekki hætt að lesa bloggið þitt - kíki oft inn en skrifa ekki alltaf athugasemdir - stóðst bara ekki mótið núna: ANDRITIÐ!

Hrannar Baldursson, 1.8.2009 kl. 08:39

15 identicon

Ég er ekkert að ljúga með það að menn vilja segja frá þessu á erlendri grundu, menn sem ég hef talað við eru gapandi yfir trúgirni íslendinga.. enda ekki furða, það mætti ætla að hér búi eintómir hottintottar.. hér var td að koma útlendingur í heimsókn og hann sagði að íslendingar væru hjátrúarfyllsta þjóð í heimi... sumum kann að þykja það rosalega flott, en flestum finnst þetta bara vera brandari um okkur.

Takið eftir Lára heldur áfram... hún er svo glöð að sýn hennar rættist hahaha og hún fer í kirkju og biður fyrir okkur öllum, og hún er ekki sjáandi eða miðill hún er bara NÆM... við erum semsagt með ofurtrúarnötta líka... til hamingju ísland
http://visir.is/article/20090801/FRETTIR01/634482343

Það er næsta víst að aðeins á íslandi, zimbawbe, nígeríu og öðrum vanþróuðum löndum yrðu menn bannaðir fyrir að segja það augljósa....
Segjum það eins og það er: Á íslandi eru menn á toppnum ef þeir eru nægilega óprúttnir og fokking vitlausir; Alllur heimurinn hlær að þeim vitleysisgangi sem hér er í gangi í flestum málaflokkum
Langar þig að sukka áfram.... ekki mér

DoctorE 1.8.2009 kl. 11:33

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég lít nú á Snjáldru og Fésbók sem gæluheiti eða gælunöfn yfir Facebook. Fés merkir smetti og þessi orð eru notuð í niðrandi merkingu um andlit, samkvæmt orðabók. Fésbók er því í rauninni ekki bein þýðing á nafninu Facebook en fáir myndu nú kalla hana Andlitsbókina.

Gælunafnið Mogginn var fyrst notað í niðrandi merkingu yfir Morgunblaðið en er það ekki lengur.

Internetið kalla ég bara Netið og allir skilja hvað ég á við. Þess vegna er óþarfi að tala um Internetið.

Primus er vörumerki, rétt eins og Coke, sem við Íslendingar köllum kók. Hins vegar eru ekki allir prímusar af tegundinni Primus. Jón Prímus var ekki prímus og biskupinn var ekki biskup. Hann var bara peð.

Þorsteinn Briem, 1.8.2009 kl. 13:28

17 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Um þetta allt má margt segja. Ekki upplýsir DoctorE hvar viðtalið við sig muni birtast svo við bíðum bara. Hann hlýtur að láta okkur vita í fyllingu tímans.

Hrannar, svona listi hefur litla þýðingu. Á endanum velur fólk sjálft hvaða orð eru notuð. Stundum eru það þýðingar, stundum afbakanir eða eitthvað annað. Á íslensku hafa oft verið notaðar þýðingar eða nýyrði og við því er ekkert að segja. Flestir skrifa þannig að sem flestir skilji um hvað er talað. Mismikið getur verið á bakvið tilraunir til að hafa áhrif á orðanotkun. Morgunblaðið reyndi árangurslaust í mörg ár að koma Alnetinu sínu að, en árangurslaust.

Ég stend með DoctorE í fordæmingu sinni á hverskyns hjátrú. Hún held ég að skaði okkur Íslendinga mjög.

Sæmundur Bjarnason, 1.8.2009 kl. 13:57

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki eru allir prestar geðveikir og því síður spákonur. Við eigum ekki að sjúkdómsgreina fólk hér á Netinu og margir eiga um sárt að binda vegna geðveiki. Hún er í öllum fjölskyldum.

Það er vel hægt að gagnrýna fólk án þess að væna það um geðveiki og miklu meira mark er tekið á málefnalegri gagnrýni en slíkum opinberum sjúkdómsgreiningum sem allir eiga að halda sig fjarri.

DoktorE gekk hér of langt og ef hann biðst afsökunar á því er málið dautt og hann aftur kominn inn í Himnaríkið, hefði ég haldið. Lykla-Pétur bíður spenntur við hliðið og Djöfullinn sjálfur er á vappi fyrir utan. Guð fyrir innan og býður upp á kaldan Carlsberg.

Þorsteinn Briem, 1.8.2009 kl. 13:59

19 Smámynd: Kama Sutra

Ekki ætla ég að mæla því bót að fólk noti fúkyrði í gagnrýni sinni á annað fólk og auðvitað færi best á því að reyna að hemja sig í slíkri orðanotkun.  Sumir missa sig stundum aðeins í hita leiksins - og er ég sjálf svosem ekkert alveg saklaus af því.

En það er mikill tvískinnungur og kemur úr hörðustu átt þegar sumir sem hafa gagnrýnt DoctorE hvað harðast í gegnum árin nota sjálfir engu vægari fúkyrði um "andstæðinga" sína - trekk í trekk - og Moggabloggsguðirnir leggja blessun sína yfir þessa menn og bíta svo höfuðið af skömminni með því að hampa þeim sem Stórhausum á forsíðu bloggsins.

Kama Sutra, 1.8.2009 kl. 15:06

20 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst orði Fésbók alveg ónothæft af því að orðið fés þýðir smetti og er ótvírætt niðrandi merkingar. Þarna ræður líklega einhver hljóðlíking hvað þetta er vinsælt, face- fés, en mér finnst það leiðinda heiti.

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.8.2009 kl. 18:01

21 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hvað er eiginleg að gerast. Er DoctorE orðinn frægur. Ég fylgist ekki nógu vel með.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.8.2009 kl. 18:42

22 identicon

Eru svona miklir fordómar gegn geðsjúkum.... er það svona rosaleg skömm... þó svo að flestir muni lenda í einhverjum geðsjúkdómum í sínu lífi...
Ég sjálfur var illa haldin af þunglyndi sem er geðsjúkdómur... eitthvað sem vel flestir ganga í gengum ....

P.S. Mér er batnað fyrir löngu.. plís hættum að hafa þessa fordóma gegn afar algengum sjúkdóm... sem kemur til vegna slæmrar hönnunar á okkur af hendi gudda.. .segja margir...
Við skulum ekki vera það fucking vitlaus að fela allt sem við fílum ekki undir einhverju rósamáli... eins og trúarbrögð.. það er fancy nafn yfir geðsjúkdóm og ofursjálfselsku

DoctorE 1.8.2009 kl. 18:43

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu er engin skömm að vera geðveikur, Doctor minn E. En hvort sem við eru læknar eða ekki ættum við ekki að halda því fram hér á Netinu að fólk sé geðveikt. Við höfum ekki forsendur til að dæma um slíkt og það kemur málinu í rauninni ekki við.

Fólk getur sagt og gert margt skynsamlegt, ENDA ÞÓTT það sé geðveikt og einnig sagt og gert margt skynsamlegt VEGNA ÞESS að það er geðveikt, eins og dæmin sanna.

A Beautiful Mind


Fólk getur verið geðveikt um tíma, eins og þú segir, og þá sagt eða gert einhverja vitleysu en við komum því ekki til hjálpar með því að halda því fram hér að það þurfi á aðstoð sálfræðings að halda.

Og að halda því fram að einhver ákveðin persóna sé geðveik er ekki það sama og að fullyrða að til dæmis allir Vestfirðingar séu geðveikir.

Við verðum einfaldlega að færa góð rök fyrir því að að eitthvað sé rangt. Og persónan sem við rökræðum við, hennar sjúkdómar og önnur einkamál koma málinu ekkert við í rökræðunni.

Þorsteinn Briem, 1.8.2009 kl. 21:44

24 identicon

Rök virka ekki á margt fólk... useless, kaldhæðni er það eins ásamt sannleikanum beint í æð...

DoctorE 2.8.2009 kl. 00:05

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er allt í lagi að vera kaldhæðinn.

Þorsteinn Briem, 2.8.2009 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband