24.7.2009 | 09:41
752 - ESB - Kjarval - Ekkert um Icesave
Það er erfitt að skrifa æsingalaust um ESB-málið. Það mun kljúfa þjóðina enda ekki skrítið. Afdrifaríkt er málið mjög. Fylgi við umsókn var á Alþingi. Þó vel megi halda því fram að einhverjir þingmenn vinstri grænna hafi í raun verið á móti aðild þó þeir hafi greitt atkvæði með frumvarpinu þá átti slíkt ekki síður við um ýmsa aðra þingmenn með öfugum formerkjum.
Æskilegt væri að fá fljótlega skoðanankönnun þar sem í ljós kæmi hve mikill hluti landsmanna styður í raun aðild að bandalaginu. Líklegt er að þjóðin skiptist í þrjá nokkuð jafna hluta. Einn þriðji vilji bíða og sjá hvað kemur út úr samningaviðræðum. Þriðji hlutinn sé hlynntur aðild en mismunandi mikið þó. Afgangurinn sé þá andvígur aðild af ýmsum orsökum.
Eflaust munu hlutföllin breytast þegar aðildarviðræðum er lokið og samningur er fyrirliggjandi. Mikilvægt er að þeir sem undir lenda í þeirri atkvæðagreiðslu, sem í kjölfarið mun fylgja, sætti sig bærilega við úrslitin.
Dropinn holar steininn. Margir eru farnir að trúa Ingimundi Kjarval um þjófnað Reykjavíkurborgar á því sem Jóhannes Sveinsson Kjarval lét eftir sig. Kjarval er viðurkenndur sem einn merkasti listamaður landsins og teikningar hans og skissur allar eru örugglega mikils virði. Reykjavíkurborg hefur slegið eign sinni á það allt og segir hann hafa ánafnað sér því. Erfingjar hans hafa ekki fengið neitt. Ingimundur Kjarval sem búsettur er í Bandaríkjunum hefur verið óþreytandi við að kynna málstað erfingjanna undanfarin ár og örugglega eru margir sem taka mark á honum. Málaferli eru í gangi en ég veit ekki nákvæmlega hvernig staðan þar er núna.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þetta er skynsamlega mælt hjá þér eins og oft áður um ESB málin, þó þú sért enn alla vegana á ESB línunni.
En ég tel nær alveg öruggt að þetta ESB mál verður kolfellt meðal þjóðarinnar.
Stjórnmálastéttinn á Íslandi og reyndar í öllum Evrópulöndunum hafa alltaf verið miklu meira svag fyrir þessu ESB rugli, heldur enn fólkið sjálft.
Þannig var það líka í Noregi í bæði skiptin sem þeir felldu ESB samningana sem gerðir höfðu verið. Þá var það gríðarlegt áfall fyrir nær alla norsku stjórnmálastéttina og reyndar aðrar elítur líka svo sem Verkalýðsforystuna, atvinnurekenda forustuna, háskólaelítuna og ekki síst fjölmiðlaelítuna sem alveg eins og hér var öll sömul gjörsýkt og með ESB aðild á heilanum.
En hjá ESB þýðir NEI nefnilega aldrei NEI:
Því verður ekki látið staðar numið hjá ESB eða ESB innlimunarsinnum hér á landi. Því að í augum þeirra sem hafa þessi ESB trúarbrögð þá er þeirra æðsta markmið að koma okkur inní himnaríki ESB sælunnar.
Þannig að þegar þetta verðiur fellt, þá verður þetta bara af þeim túlkað sem einhver slæmur misskilningur meðal meirihluta þjóðarinnar sem hafði hlustað um of á hræðsluáróðurinn eða ekki skilið samninginn og hversu hagstæður hann hefði verið í raun. Því að í augum þeirra trúuðu er ESB bara gott.
Sannaðu til þessi söngur byrjar nánast daginn eftir að þessi ESB elíta fær á kjaftinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni þar sem þetta ESB rugl verður sem betur fer kolfellt af þjóðinni.
Þá verður kanski spurning hvort við teljumst nokkuð vera þjóðin, eins og einn fráfarandi stjórnmálaforingi og sanntrúaður ESB sinni sagði eitt sinn í hroka sínum við fólkið í landinu.
Því nota bene, þjóðaratkvæðagreiðslan er ekki bindandi heldur bara leiðbeinandi fyrir stjórnmálastéttina.
Það þarf ekki einu sinni aukinn meirihluta til þess að samþykkja þetta sem auðvitað hefði verið sanngjarnast þegar verið er að afsala sjálfstæði og gera afdrifaríkar breytingar á stjórnarskrá.
Gunnlaugur I., 24.7.2009 kl. 12:20
Ef allir kjósendur Samfylkingarinnar í Alþingiskosningunum í vor, 75% af kjósendum Borgarahreyfingarinnar og 25% af kjósendum annarra flokka vilja aðild Íslands að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu verður hún samþykkt með 51% atkvæða.
Þorsteinn Briem, 24.7.2009 kl. 12:31
Gunnlaugur: Þú ert alveg öruggur á að aðild að ESB verður kolfelld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það hefur komið fram áður. Hvers vegna ekki að greiða atkvæði og sjá til? Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því að hugsanlega verði sótt einhverntíma aftur um aðild. Þá verða breyttir tímar og ekkert athugavert við það. Treystum þjóðinni.
Steini: Fróðlegir útreikningar. Spennandi verður að sjá niðurstöður skoðanakannana þar sem ekki verður kosið um fjölda þjóðaratkvæðagreiðslna.
Sæmundur Bjarnason, 24.7.2009 kl. 13:49
Æ æ. Þótt ég sé ESB-sinni þá vil ég helst ekki fara þangað inn með svona naumum meirihluta eins og Steini Briem spáir hérna.
Við verðum að fara að taka ESB-andstæðingana okkur til fyrirmyndar og herða okkur í áróðrinum. Skrifa trilljón greinar á dag og svona - og æsa okkur voða mikið þar til við verðum blá í framan.
Það er samt mín skoðun að ESB-sinnar séu almennt friðsamara fólk en andstæðingarnir þannig að líklega erum við dæmd til að tapa þessu stríði?
Kama Sutra, 24.7.2009 kl. 17:32
Ég er nú ekki að spá 51% meirihluta í kosningunum, Kama Sutra. Mér þykir til dæmis líklegra að fleiri en 25% Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna greiði atkvæði með samningnum en það fer að sjálfsögðu eftir því hvernig hann verður nákvæmlega.
Þorsteinn Briem, 24.7.2009 kl. 19:04
Kama Sutra, ég tel mig hafa orðið varan við æsing í skrifum ESB-sinna núna eftir að mér var bent á það. Minni þó en hjá hinum. Leit ekki á tölur Steina sem spádóm en þær eru athyglisverðar samt.
Sæmundur Bjarnason, 24.7.2009 kl. 19:31
Kannski er æsingurinn minni meðal inngöngusinna vegna þess að þeir vildu að sótt yrði um en hinir ekki og voru þó ekki spurðir. Það er ekkert flókð að friðsamasta fólk getur getur orðið reitt ef því er ögrað. Það er bara eðlileg reiði og inngöngusinnum er of oft alveg sama, þó þar séu nokkrar undantekningar, af því þeir fengu sjálfir það sem þeir vildu. Það er ekki jafnræði og ekki lýðræði.
Elle_, 24.7.2009 kl. 20:04
Jamm, það er fáræði og jafnvel smáræði, mademoiselle EE elle.
Þorsteinn Briem, 24.7.2009 kl. 20:25
Laklegt er það lýðræði
og lítur út sem smáræði.
Finnst þó mörgum fáræði
og fráleitt nokkurt jafnræði.
Sæmundur Bjarnason, 24.7.2009 kl. 20:40
Það er ekki hægt að kjósa um ekki neitt.
Auk þess vita allir að frumvarp Sjálfstæðismanna um það að kjósa um það að kjósa um það að kjósa um það að kjósa um ekkert var eingöngu sett fram í því augnamiði að reyna að fella ríkisstjórnina.
Kama Sutra, 24.7.2009 kl. 20:45
1. Við værum ekki að kjósa um ekki neitt. 27 ríki hafa nú þegar gengið þarna inn og við getum skoðað það.
2. Þetta snérist ekki um að kjósa um að kjósa neitt. Það snérist um kjósa um hvort sótt yrði um fyrir okkur þarna.
Elle_, 24.7.2009 kl. 21:05
Ekki það er undur neitt,
alveg samt er voða leitt,
lýðinn hafa til reiði reitt,
og rosa er í kolum heitt.
Þorsteinn Briem, 24.7.2009 kl. 21:06
Hans er rímið runu
rækalli fínt.
Mér finnst Steina stunu
um stuðlana sýnt.
Sæmundur Bjarnason, 24.7.2009 kl. 21:14
Semsagt: Kosningar um ekki neitt.
Kama Sutra, 24.7.2009 kl. 21:16
Það hefur ekkert upp á sig að þvarga meira um þetta atriði, krakkar mínir.
Samningurinn við Evrópusambandið verður kynntur þegar þar að kemur og þá getur hver og einn metið kosti þess að Ísland gangi í sambandið.
Þorsteinn Briem, 24.7.2009 kl. 21:38
Sáttahönd. Reyndar er hugmyndin um tvöfalt þjóðaratkvæði upprunalega frá sambandssinnum komin.
Axel Þór Kolbeinsson, 24.7.2009 kl. 21:40
Sammála Steina. Það sem er búið er búið. Allt hitt er eftir.
Axel Þór Kolbeinsson, 24.7.2009 kl. 21:41
Þetta verður fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan á lýðveldistímanum.
Þorsteinn Briem, 24.7.2009 kl. 21:45
Og kosið verður til Stjórnlagaþings samhliða sveitarstjórnakosningunum næsta vor.
Þorsteinn Briem, 24.7.2009 kl. 21:55
Tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla er ekkert vitlaus hugmynd en heldur tilgangslítil. Vitað er að þjóðin hefði samþykkt þá fyrri en sú seinni hefði alltaf orðið aðal-atkvæðagreiðslan.
Sæmundur Bjarnason, 24.7.2009 kl. 22:00
Munu ekki Sjálfstæðismenn heimta það núna að fara í sérstakar kosningar um það hvort við getum farið í kosningar til Stjórnlagaþings.
Kama Sutra, 24.7.2009 kl. 22:02
Mér heyrist að Sjálfstæðismönnum lítist almennt vel á þetta nýja frumvarp um Stjórnlagaþing og frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna sem taka eiga gildi fyrir sveitarstjórnakosningarnar næsta vor, Kama Sutra.
Þorsteinn Briem, 24.7.2009 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.