18.7.2009 | 00:12
746- Nú er ESB að baki. Næst þarf að losna við Icesave
Því skyldi ég vera að fjargviðrast útaf smámálum eins og ESB og Icesave á mínu bloggi. Margt annað er miklu skemmtilegra. Að það skuli vera sjónvarpsfrétt að steypa sé keyrð í hjólbörum finnst mér fyndið. Steypuhrærivél sem knúin var fótafli (ekki handafli) manna sá ég eitt sinn í fullri fúnksjón við Mývatn og þótti merkileg. Svo merkileg að ég tók mynd af henni en get því miður ekki fundið myndina núna. Steypuhrærivélar knúnar hestafli voru ekki sérlega merkilegar áður fyrr. Ef ekki var verið að steypa þeim mun meira var steypa oftast hrærð í höndunum áður fyrr. Oft hef ég unnið við slíkt. Ég hef sjaldan orðið jafn undrandi og síðastliðið miðvikudagskvöld. Þá horfði ég á sjónvarpsviðtal við Þór Saari þar sem hann sagði blygðunarlaust að atkvæði þeirra þremenninga hjá Borgarahreyfingunni væru til sölu og þau væru tilleiðanleg til að hætta við að svíkja áður gefin heit ef þeim væri borgað nógu mikið fyrir. Þarna var hann væntanlega að tala fyrir hönd þeirra Margrétar Tryggvadóttur og Birgittu Jónsdóttur auk sín. Það er alveg öruggt að ég kýs ekki Þór Saari oftar til að fara með mín mál á Alþingi og mun reyna að forða þjóðinni frá frekari afskiptum hans af stjórnmálum. Hrossakaup og allskyns óáran hefur lengi viðgengist í íslenskum stjórnmálum en að þingmaður auglýsi í sjónvarpinu atkvæði sitt til sölu er nýjung sem ég kann ekki að meta. Ég er ekkert dagblað og þarf því ekki að segja skoðun mína á gærdeginum (fimmtudeginum 16. júlí ) Ánægjulegt er þó deilunum um umsókn að ESB skuli vera lokið í bili. Nú fyrst geta raunverulegar deilur um þetta mál hafist. Hingað til hafa menn einkum verið að deila um formsatriði. Andstæðingar ESB-aðildar segjast vissir um að mikill meirihluti landsmanna sé á móti ESB-aðild. Ég er ekki viss um að svo sé. Skoðanakannanir hafa hingað til einkum snúist um framkvæmd málsins en ekki eðli þess. Allmargir hafa myndað sér skoðun á málinu sem vel gæti þó orðið önnur ef niðurstaða viðræðna gefur tilefni til þess. Þegar að því kemur að greiða atkvæði um samning sem ESB og samninganefnd Íslands væntanlega leggja fyrir þjóðina getur vel komið til greina fyrir andstæðinga aðildar að veifa landráðaspjaldinu sem þeir hafa reyndar ofnotað undanfarið. Og nokkrar myndir: |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Takk...sammála!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.7.2009 kl. 01:17
Takk Anna.
Sammála um hvað, annars?
Sæmundur Bjarnason, 18.7.2009 kl. 01:50
Ég er líka sammála.
Flottar myndir hjá þér að vanda.
Þorsteinn Briem, 18.7.2009 kl. 10:53
Sammála hérna líka.
Kama Sutra, 18.7.2009 kl. 21:52
Ég er sammála að þú sért ekkert dagblað og líka að steypa sé keyrð í hjólbörum.
Elle_, 18.7.2009 kl. 23:37
Hmm.
Þessar athugasemdir eru að verða svolítið kryptískar. Takk samt.
Sæmundur Bjarnason, 19.7.2009 kl. 00:02
Og þó í alvöru þurfum við að losna við Icesave. Nú þarf að fara með þann ógeðslega reikning í stefnu heim til Björgólfanna.
Elle_, 19.7.2009 kl. 00:02
Sorrý Sæmundur. Það er engin sérstök meining á bak við mína athugasemd - annað en fíflaskapur á laugardagskvöldi...
Kama Sutra, 19.7.2009 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.