6.7.2009 | 00:07
735 - Um fjölmiðla og fleira - Ekkert um Icesave
Nú er ég búinn að gúgla það sem hefði auðvitað (vitaskuld) átt að gúgla í gær. Íslenska vitafélagið er með heimasíðuna vitafelagid.com Þar má fræðast um sögu vita við Íslands strendur. Áhugavert efni. Endurflutningur þátta truflar mig stundum. Þegar ég er í bíl kveiki ég oft á útvarpi. Um daginn hlustaði ég á þátt þar sem byrjað var á því að lýsa yfir að nú væri loksins kominn mánudagur. Veðrinu var síðan lýst með mörgum fögrum orðum. Líklega var þetta á útvarpi Sögu. Seinna sama dag datt ég inn í þátt, sem ég held að hafi verið á rás 2, þar sem verið var að lýsa tölvuleikjum og fleiru þess háttar. Þar var margstagast á því að nú væri loksins kominn föstudagur og þessvegna væri þessi þáttur í loftinu vegna þess að hann væri alltaf á föstudögum. Samkvæmt mínum útreikningum var laugardagur þegar þetta var. Það fékk ég síðan staðfest að væri rétt. Auðvitað getur verið ástæða til að endurflytja þætti. Jafnvel allgamla og jafnvel hvað eftir annað. Þeir sem slíkum þáttum stjórna ættu samt að hafa vit á að forðast hluti sem þessa. Nóg ætti að vera um að tala þó ekki sé staglast á atriðum sem einungis geta verið til leiðinda í endurflutningi. Var að enda við að lesa bókina Blóðberg" eftir Ævar Örn Jósepsson. Þessi bók, sem er meira en 400 blaðsíðna löng, var gefin út árið 2005 en ég hafði ekki lesið hana fyrr. Sagan gerist næstum öll við Kárahnjúka og er á flestan hátt ágætis krimmi. Fléttan sem slík eða beinagrind sögunnar er ágæt og persónusköpunin nokkuð góð. Engir áberandi gallar eru á plottinu en úrvinnslan er ruglingsleg og sagan alltof löng. Mörgum útúrdúrunum hefði verið nær að sleppa en að vaða elginn endalaust. Ekki er mikinn fróðleik að finna í sögunni og náttúrverndarpælingarnar eru ósköp marklausar. Sem afþreying er bókin þó tvímælalaust í betri kantinum og ástæðulaust að hætta þó erfitt sé stundum að sjá meiningu höfundarins. Í sjónvarpinu á laugardaginn var því haldið fram að Kaldármelar væru í Borgarfirði. Þessu er ég fráleitt sammála. Líklegast er að fréttasemjarinn hafi bara verið svona illa að sér í landafræði. Ósköp deyr af fólkinu síðan útvarpið kom", sagði kerlingin forðum. Skelfing kemur mönnum illa saman um einföldustu staðreyndir eftir að fjölmiðlum (og bloggurum) fjölgaði svona mikið. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég er nú tæp fyrir, en þessir endurteknu þættir á Útvarpi Sögu geta léttilega svift mér yfirrum. Mér finnst bara fínt að fá þætti endurtekna, ekkert nema gott um það að segja.
En þegar þáttur byrjar jafnvel á frekar ítarlegum veðurfarslýsingum sem vella svo yfir mann síðar, í allt öðru veðri! Verst er þegar þættir virðast endurteknir á svipunum tíma og frumflutningur var. Þá velkist maður í vafa og fer í stuttbuxum útí hríðarbylinn.
Svo fer góður tími í endurteknar auglýsingar, sem er líka allt í lagi, - fínt fyrir auglýsendur og ekki kvarta ég... nema þegar verið er að auglýsa ýmislegt sem er löngu liðið; skemmtidagskrá á Sjómannadegi (í ágúst) tilboð í maí (í júní)..
Drottinn blessi heimilið
Eygló, 6.7.2009 kl. 00:19
Mér finnst óhollt fyrir sálina að hlusta mikið á Útvarp Sögu. Þar er æsingafólk við stjórnvölinn sem er með endalausa neikvæðni og heimsendaspár - og sér misindismenn í hverju horni. Þó eru einstaka þættir þar ágætir, t.d. þáttur Sigurðar G. Tómassonar.
Fyrrverandi Malína 6.7.2009 kl. 01:49
Kannski vita þáttastjórnendurnir ekki af því fyrirfram að þátturinn verði endurfluttur. Það finnst mér líklegasta skýringin.
Sigurður G. Tómasson verður oft ansi neikvæður þegar hann er að ræða við Guðmund Ólafsson. Oftast er hann samt ágætur.
Sæmundur Bjarnason, 6.7.2009 kl. 03:53
Þeir ÆTTU að vita af endurflutningnum; þeir eru allir endurfluttir.
Eygló, 6.7.2009 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.