3.7.2009 | 00:32
732 - Lára Hanna, blogg yfirleitt og fleira
Þó ég sakni Láru Hönnu úr blogginu er sá söknuður ekki eins og margra annarra. Flokkspólitískt séð finnst mér hún einum of vinstrisinnuð. Upphaflega skrifaði hún einkum um umhverfismál en eftir að bankahrunið kom til sögunnar hefur hún orðið æ pólitískari.
Ég þekkti Láru Hönnu nokkuð áður en hún byrjaði að blogga og dáist mest að henni fyrir söfnunaráráttuna. Hún heldur saman allskyns upplýsingum um þau mál sem hún tjáir sig um og veitir öllum sem vilja aðgang að því efni. Hún setur líka saman ýmsar upplýsingar á þann hátt að eftir er tekið og er ekkert að skafa utanaf hlutunum í því sem hún skrifar.
Það sem stendur mörgum fyrir þrifum við skriftir er óttinn við endurtekningar. Hugsunin fer í eilífa hringi og ekkert er við því að gera. Bloggið losar mig að minnsta kosti við endurtekningaróttann. Ég endurtek mig ekki oft í hverju bloggi. Þegar ég hef lokið við mína blogg-grein og sent hana út í eterinn eftir að hafa lesið hana sæmilega yfir bæði með tilliti til réttritunar og endurtekninga verður ekki aftur snúið. Ekki fer ég að breyta gömlum bloggum. Man ekki eftir að hafa leiðrétt blogg nema nokkurra mínútna gamalt.
Síðan endurtek ég mig sjálfsagt í einhverju framtíðarbloggi en við því er lítið að gera. Ekki einu sinni víst að aðrir taki eftir því.
Athugasemdirnar eru sér kapítuli. Þær les ég varla yfir og breyti engu enda held ég að ég geti það ekki eftir að þær eru einu sinni farnar frá mér. Þarna er ég bæði að tala um athugasemdir á mínu eigin bloggi og öðrum.
Farsímar, blog, msn, facebook, twitter og hvað þetta allt heitir er í óða önn að breyta heiminum. Að minnsta kosti þeim heimi sem við þekkjum. Ég er samt orðinn svo gamall að ég treysti mér ekki til að fylgjast með þessu öllu. Bloggið hentar mér ágætlega. Þar get ég látið móðann mása og svo eru þónokkrir sem láta svo lítið að lesa þetta. Meira get ég ekki farið fram á.
Siggi Árna, sem eitt sinn var formaður Verklýðsfélagsins í Hveragerði og baðvörður á sínum tíma í frægum leirböðum sem voru á hverasvæðinu skammt þar frá sem draugasundið kom seinna, var sannfærður kommúnisti og mikill aðdáandi alls sem rússneskt var. Hann keypti sér rússajeppa þegar farið að flytja þá inn og allir sem efni höfðu á því gátu fengið sér bíl. Sagt er að Siggi hafi strax skrúfað öll dekkin undan bílnum og farið með þau inn í stofu. Hleypt þar loftinu úr þeim og sagt með sælusvip: Júððnest loft, júððnest loft!!"
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
er ekki bara aðaltíminn hjá leiðsögumönnum núna ? Lára Hanna er leiðsögumaður.
Óskar Þorkelsson, 3.7.2009 kl. 00:35
Lára Hanna kann að hafa orðið pólitískari með tímanum. En ég held að það sé nokkuð ljóst og jafnvel almennt viðurkennt að allflestir hafa orðið það eftir þessar holskeflur. Fyrir ekki alltof löngum tíma hefði ég hengt mig uppá (næstum) það að ég ætti aldrei eftir að tjá mig um neitt sem tengdist stjórnmálum og allra síst hálfopinberleg. Svo er ég hér og ríf kjaft :)
Eygló, 3.7.2009 kl. 00:44
Óskar: Jú, eflaust.
Maí: Já, eiginlega er hægt að segja að ný veröld hafi orðið til með bankahruninu. Hugsunarháttur fólks hefur breyst stórlega.
Sæmundur Bjarnason, 3.7.2009 kl. 01:24
Lára Hanna er að njóta forréttinda okkar íslendinga: Íslenska náttúru! Hennar er sárt saknað! ( Láru Hönnu )
Himmalingur, 3.7.2009 kl. 02:01
Eflaust rétt athugað hjá þér, Skorrdal. Siggi Árna var svolítið smámæltur og menn höfðu yndi af að herma eftir honum. Rússajepparnir eru samt eftirminnilegir. Moskovitsinn líka og jafnvel Pobedurnar. Mynd af þremur saman á Ölfusárbrúnni sá ég eitt sinn.
Sæmundur Bjarnason, 3.7.2009 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.