23.6.2009 | 00:10
724- Icesave - Fæ aldrei nóg af þessu leiðindamáli
Það er auðvelt að segja að við eigum ekki að borga Icesafe. Erfiðara að benda á hvað annað við eigum að gera. Fara dómstólaleiðina segja sumir. Hvaða dómstólaleið? Ég veit ekki til þess að neinn dómstóll dæmi í milliríkjadeilum ef aðilar vilja það ekki. Það notfærðum við Íslendingar okkur í eina tíð.
Einfaldlega borga bara ekki og sjá til. Það er leið sem er miklu eðlilegri. Andstæðingar okkar gætu auðvitað gert okkur ýmsa grikki en það væri óneitanlega meira í samræmi við víkingseðli okkar og mundi varla eyðileggja álit annarra þjóða á okkur meir en orðið er.
Borgar sig að prófa þetta? Veit það ekki. Sumum liði betur. Mér finnst alveg koma til greina að standa við sitt og borga þó við eigum erfitt með það. Í gamla daga hurfu skuldir alltaf á endanum. Það voru verðbólguskuldir. Skuldir nú eru varanlegri.
Af hverju taka ekki Bretar og Hollendingar bara eigur Landsbankans í Bretlandi og láta sig hverfa? Þeir eru fjölmennari en við og eiga auðveldara með að fela skuldirnar með deilingu. En þeir eru hræddir um að efnahagslægðin í heiminum verði mjög langvarandi. Í uppgangi mundu skuldirnar alltaf sýnast minni og minni en ekki í niðursveiflu. Áhættan er okkar.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Bretland, Holland og önnur ESB ríki eru traust réttarríki. Ef það verður gripið til aðgerða gegn Íslandi munu þau máli alltaf rata fyrir dómstóla á endanum.
Hans Haraldsson 23.6.2009 kl. 00:21
Standa við hvað sitt ?
Mitt eða þitt ?
Minn eða þinn sjóhattur ?
Steingrímur Helgason, 23.6.2009 kl. 00:41
Það verður að hafna þessu, það er engin heiður eða sómi eða skynsemi í að undirgangast samninga sem er ekki hægt að standa við nema leggja hér allt í rúst.
Sjá svo bara til eins og þú segir. Ég hef enga trú á efnahagsþvingunum og eins og Hans segir þá mun það rata fyrir dómstóla.
Ennfremur verður að senda AGS heim á leið og sleppa öllum frekari lántökum erlendisfrá. Þvínæst að flytja allar skuldbindingar yfir í óverðtryggðar krónur og afnema að því loknu gjaldeyrishöftin með yfirlýsingu um að seðlabankinn láti krónugengið eiga sig.
Þetta er öruggasta leiðin til að enda þessa kreppu innan fárra ára og afstýra langvinnum hremmingum.
Ólafur Eiríksson, 23.6.2009 kl. 00:43
Ég er eiginlega að komast á þá skoðun að deilan um Icesave snúist ekkert um Icesave - heldur snýst hún um að fella ríkisstjórnina. Fremstir í flokki fara lýðskrumarar og hræðsluáróðursmeistarar FLokksins og Framsóknar sem vilja allt til vinna til að fella núverandi ríkisstjórn og koma aftur á frjálshyggjustjórn. Þegar slík stjórn er komin á munu þeir svo auðvitað samþykkja Icesave-samninginn (hvað annað?) - og líklega hrekja Evu Joly héðan. Því eitt er víst, þeir vilja ekki láta rannsaka hrunið - með vini sína þar sem aðal hönnuði og gerendur.
Þessi populismi gerist því miður með dyggri aðstoð Borgarahreyfingarinnar. Mikið svakalega er ég farin að sjá eftir að hafa gefið þeim atkvæði mitt í nýafstöðnum Alþingiskosningum.
Malína 23.6.2009 kl. 02:51
Já, ég er líka á þeirri skoðun að ef til vill beinist þetta að ríkisstjórninni. Það hve fólk er ósátt við Icesave-skuldbindingarnar verður ekkert minna marktækt fyrir það. Þeir sem eru á móti Icesave eru líka margir á móti ESB og telja möguleika Samfylkingarinnar á að koma því máli í gegn minnka við að þurfa að bakka með Icesave. Veit ekki hvernig þetta fer. Held ekki að Borgarahreyfingin sé gengin í Sjálfstæðis- og Framsóknar-björgin.
Sæmundur Bjarnason, 23.6.2009 kl. 10:42
Mikið innilega er ég sammála henni Malínu hérna fyrir ofan. Þetta hef ég einmitt verið að hugsa undanfarið og hef heyrt fólk tala um þetta á sömu nótum. Þetta er lýðsskrum af verstu sort og eins og vanalega eru Íslendingar svo "grænir" að þeir sjá ekki í gegnum þetta kjaftæði.
Ína 23.6.2009 kl. 17:20
Hafið þið Ína og Malína rannsakað erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins og afgang af viðskiptum við útlönd í samhengi við þær upphæðir sem hér um ræðir?
Ólafur Eiríksson, 23.6.2009 kl. 18:15
Ég tek undir með Ólafi. Finnst þetta ekkert kjaftæði.
EE elle 23.6.2009 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.