724- Icesave - Fæ aldrei nóg af þessu leiðindamáli

Það er auðvelt að segja að við eigum ekki að borga Icesafe. Erfiðara að benda á hvað annað við eigum að gera. Fara dómstólaleiðina segja sumir. Hvaða dómstólaleið? Ég veit ekki til þess að neinn dómstóll dæmi í milliríkjadeilum ef aðilar vilja það ekki. Það notfærðum við Íslendingar okkur í eina tíð. 

Einfaldlega borga bara ekki og sjá til. Það er leið sem er miklu eðlilegri. Andstæðingar okkar gætu auðvitað gert okkur ýmsa grikki en það væri óneitanlega meira í samræmi við víkingseðli okkar og mundi varla eyðileggja álit annarra þjóða á okkur meir en orðið er.

Borgar sig að prófa þetta? Veit það ekki. Sumum liði betur. Mér finnst alveg koma til greina að standa við sitt og borga þó við eigum erfitt með það. Í gamla daga hurfu skuldir alltaf á endanum. Það voru verðbólguskuldir. Skuldir nú eru varanlegri.

Af hverju taka ekki Bretar og Hollendingar bara eigur Landsbankans í Bretlandi og láta sig hverfa? Þeir eru fjölmennari en við og eiga auðveldara með að fela skuldirnar með deilingu. En þeir eru hræddir um að efnahagslægðin í heiminum verði mjög langvarandi. Í uppgangi mundu skuldirnar alltaf sýnast minni og minni en ekki í niðursveiflu. Áhættan er okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bretland, Holland og önnur ESB ríki eru traust réttarríki. Ef það verður gripið til aðgerða gegn Íslandi  munu þau máli alltaf rata fyrir dómstóla á endanum.

Hans Haraldsson 23.6.2009 kl. 00:21

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Standa við hvað sitt ?

Mitt eða þitt ?

Minn eða þinn sjóhattur ?

Steingrímur Helgason, 23.6.2009 kl. 00:41

3 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Það verður að hafna þessu, það er engin heiður eða sómi eða skynsemi í að undirgangast samninga sem er ekki hægt að standa við nema leggja hér allt í rúst.

Sjá svo bara til eins og þú segir. Ég hef enga trú á efnahagsþvingunum og eins og Hans segir þá mun það rata fyrir dómstóla.

Ennfremur verður að senda AGS heim á leið og sleppa öllum frekari lántökum erlendisfrá. Þvínæst að flytja allar skuldbindingar yfir í óverðtryggðar krónur og afnema að því loknu gjaldeyrishöftin með yfirlýsingu um að seðlabankinn láti krónugengið eiga sig.

Þetta er öruggasta leiðin til að enda þessa kreppu innan fárra ára og afstýra langvinnum hremmingum.

Ólafur Eiríksson, 23.6.2009 kl. 00:43

4 identicon

Ég er eiginlega að komast á þá skoðun að deilan um Icesave snúist ekkert um Icesave - heldur snýst hún um að fella ríkisstjórnina.  Fremstir í flokki fara lýðskrumarar og hræðsluáróðursmeistarar FLokksins og Framsóknar sem vilja allt til vinna til að fella núverandi ríkisstjórn og koma aftur á frjálshyggjustjórn.  Þegar slík stjórn er komin á munu þeir svo auðvitað samþykkja Icesave-samninginn (hvað annað?) - og líklega hrekja Evu Joly héðan.  Því eitt er víst, þeir vilja ekki láta rannsaka hrunið - með vini sína þar sem aðal hönnuði og gerendur.

Þessi populismi gerist því miður með dyggri aðstoð Borgarahreyfingarinnar.  Mikið svakalega er ég farin að sjá eftir að hafa gefið þeim atkvæði mitt í nýafstöðnum Alþingiskosningum.

Malína 23.6.2009 kl. 02:51

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, ég er líka á þeirri skoðun að ef til vill beinist þetta að ríkisstjórninni. Það hve fólk er ósátt við Icesave-skuldbindingarnar verður ekkert minna marktækt fyrir það. Þeir sem eru á móti Icesave eru líka margir á móti ESB og telja möguleika Samfylkingarinnar á að koma því máli í gegn minnka við að þurfa að bakka með Icesave. Veit ekki hvernig þetta fer. Held ekki að Borgarahreyfingin sé gengin í Sjálfstæðis- og Framsóknar-björgin.

Sæmundur Bjarnason, 23.6.2009 kl. 10:42

6 identicon

Mikið innilega er ég sammála henni Malínu hérna fyrir ofan. Þetta hef ég einmitt verið að hugsa undanfarið og hef heyrt fólk tala um þetta á sömu nótum. Þetta er lýðsskrum af verstu sort og eins og vanalega eru Íslendingar svo "grænir" að þeir sjá ekki í gegnum þetta kjaftæði.

Ína 23.6.2009 kl. 17:20

7 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Hafið þið Ína og Malína rannsakað erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins og afgang af viðskiptum við útlönd í samhengi við þær upphæðir sem hér um ræðir?

Ólafur Eiríksson, 23.6.2009 kl. 18:15

8 identicon

Ég tek undir með Ólafi.  Finnst þetta ekkert kjaftæði.

EE elle 23.6.2009 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband