22.6.2009 | 01:22
723 - Icesave, Joly, Valtýr og 120
Hart er nú deilt um Icesave samninginn og er það engin furða. Sagt er að ríkisstjórnarsamstarfinu sé ekki hætt þó ríkisábyrgðarfrumvarpið, sem reyndar á eftir að koma fram, verði fellt eins og líklega verður gert. Þó vitum við lítið um hvað í því muni standa. Hugsanlega verður í því tekið tillit til þeirrar harkalegu gagnrýni á samninginn sem fram hefur komið síðustu daga. Forðumst að gera meira úr ágreiningi en efni standa til. Samningurinn stendur og fellur með því sem Alþingi gerir og þar sitja fulltrúar okkar og við væntum þess að þeir skoði hug sinn vel. Skoða þarf allar hliðar málsins. Líka hvað líklegt er að gerist ef samningur um Icesafe verður ekki gerður. Mál sem tengjast bankahruninu síðastliðið haust munu halda áfram að fylgja okkur næstu árin. Flokkaskipun í landinu mun riðlast og er þegar búin að því að nokkru. Trúi ekki að bylting verði. Trúi líka að Joly sigri Valtý þó fáir virðist hafa áhuga á því máli lengur. Fjórir, átta, fimm og sjö. Svonalagað skemmtu menn sér við að setja saman í gamla daga. Veit ekkert eftir hvern þetta er og hugsanlega er vísan mjög gömul. Auðvitað er líka hægt að skrifa þetta með tölustöfum og útkoman ef lagt er saman er nákvæmlega eitt stórt hundrað. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég vek athygl á þessari frétt Telegraph:
http://www.telegraph.co.uk/finance/economics/
Það virðist vera, að matsstofnanri, séu við það að fella lánsmat Íslands aftur niður um flokk. Eftir því sem ég man best, þíðir C flokkur, að talið sé að viðkomandi aðili sé í mikilli hættu á að verða gjaldþrota.
Lægsti flokkurinn, er D. Í D, eru skuldbindingar, sem álitnar eru tapað fé.
Ef af Ísland verður lækkað niður í C, þá þíðir það að lánshæfisstofnanirnar meta það svo, að líkur á gjaldþroti Íslands, séu verulegar og fari vaxandi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.6.2009 kl. 13:08
Auðvitað stefnum við í gjaldþrot. Fólk heldur að enn leynist gullkistur sem ekki er búið að opna. Þetta verður 20-30 ára eymd.
Finnur Bárðarson, 22.6.2009 kl. 15:35
Finnur, ég er ekki alveg svo svartsýnn. Ég held, að hægt muni verða seinna, að semja við eigendur skulda okkar á ný. Til að það verði hægt, þurfum við þó fyrst að læra aftur góða syði, og koma grunnhagkerfinu aftur í lag,,,en það er það, sem stendur undir öllu.
Við erum ekki í þeim vanda, sem Evrópa er að fara í, þ.e. fólksfækkun. En, fólksfækkun minnkar mjög möguleika á hagvexti,,,en, þ.e. hagvöxtur, sem er þ.s. raunverulega minnkar skuldabirði. Þ.e. að vaxa úr skuldunu.
Það eru enn möguleikar fyrir Ísland, að gera það á sama hátt, og það eru enn möguleikar fyrir Bandaríkin, að gera það sama.
Einhverntíma, mun koma að því, að hagkerfi heimsins, byrja að rétta úr kútnum. Skv. nýlegri aðvörun Alþjóða-Bankans, mun það þó ekki gerast á næsta ári, þannig að biðin er til 2011 a.m.k.
Þegar, jákvæður hagvöxtur byrjar í Bandaríkunum fyrst sennilega árið 2011, síðan ef til vill árið 2012 í Evrópu - þá byrja útflutningstekjur að aukast á ný, og einnig tekjur af ferðamennsku.
Þá, mun koma tækifærið til að semja á ný við eigendur skulda okkar,,,og þá munum við fara fram á, niðurfellingu skulda að hluta gegn því að fara á ný að borga af þeim (hérna er ég að gera ráð fyrir, að við förum í "default").
Málið er, að skuldirnar hverfa ekki sjálfkrafa, eins og við værum fyrirtæki sem væri gert upp, eignir þess seldar og svo allar skuldir afskrifaðar. Fyrir ríki, virkar þetta ekki með þeim hætti; þ.e. ekki er hægt að taka yfir allar eignir þess, og selja þær upp í kröfur.
Þess vegna, verða þær allar enn til staðar, þegar tækifæri skapast á ný, að reyna að byrja að byggja upp.
Þetta er raunveruleikinn. Það, er raunverulega betra, að hafa færri skuldara, sem við þurfum að byðja um að afskrifa skuldir að hluta, heldur en fleiri. Það gerir málin auðveldari viðfangs, því það tefur alltaf mál, og gerir þau erfiðari úrlausnar, eftir því sem skuldirnar eru fleiri og stærri.
Það er nægileg ástæða, til að segja "nei" við Icesave; jafnvel þó, að við vitum að "nei" bjargi okkur ekki frá gjaldþroti.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.6.2009 kl. 16:23
Takk, Einar og Finnur.
Það er mjög gott að þið skrifið hugleiðingar ykkar hér. Ég reyni að fylgjast með og vonandi gera fleiri það. Hef haft lítinn tíma til að skrifa í dag. Veit ekki með á morgun.
Sæmundur Bjarnason, 22.6.2009 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.