21.6.2009 | 05:55
722 - Er byltingin á leiðinni?
Sumt bendir til að byltingin sé raunverulega á leiðinni til Íslands. Vonandi verður hún ekki blóðug. Vinstrisinnaður almenningur gæti tekið völdin og hvar standa hvítliðar og hægrisinnar þá? Hrökklist núverandi stjórn frá völdum má búast við hverju sem er. Auðvitað er ekki grín gerandi að þessu. En lætin á Austurvelli í dag laugardag, tónninn í ýmsum sem um þessi mál fjalla (sjá t.d. blogg bloggvina minna Láru Hönnu Einarsdóttur og Guðbjörns Guðbjörnssonar) og margt fleira bendir til að kveikiþráðurinn sé að styttast hjá mörgum. Það mál sem mun raunverulega skipta þjóðinni í tvær fylkingar er þó að mestu órætt. Þar á ég auðvitað við ESB-málið. Á margan hátt er sú flokkaskipting sem hér hefur viðgengist lengi gengin sér til húðar. Menn verða aldrei samir eftir það sem á hefur gengið hér á landi síðustu mánuði. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Kveikiþráðurinn er mjög stuttur hjá miklum fjölda fólks og sumir eru reyndnar sprungnir nú þegar. Það sem mér finnst sérstakt að þetta snýst ekki lengur um það hvar fólk staðsetur sig í flokka ef það þá gerir það. Flestum er orðið sama um vinstri eða hægri. Mín tilfinning er að Icesave nái að gera allt vitlaust og kljúfa þjóðina áður en einhver nær að segja ESB.
Dúa, 21.6.2009 kl. 11:43
Algjörlega sammála þér Sæmundur! Pistil minn ber nú ekki að taka allt of bókstaflega, þótt undirtónninn sé alvarlegur.
Hins vegar er ljóst að þú ferð rétt með og lest ástandið rétt að þráðurinn er að styttast hjá þjóðinni og hún vill fá að sjá einhverjar alvöru ráðstafanir, alvöru skjaldborg.
Ég veit ekki hvað helmingur ríkisstarfsmanna segir núna þegar skerða á laun þeirra um tugi prósenta og allt yfir 400.000 kr eru orðin ofurlaun, sem ber að skerða. Ég held að flestir opinberir starfsmenn - allavega hjá tollinum - séu búnir að taka á sig mikla launaskerðingu nú þegar. Nema að tollurinn sé eina stofnunin, sem svona er ástatt um. Verði laun manna skorin enn meira niður, t.d. um 15-20%, er heildarskerðingin hjá mörgum orðin 30-35%. Þá eiga hvorki ég né aðrir fyrir afborgunum af húsunum og bílunum að ég tali nú ekki um aðrar skuldbindingar. Þá er kannski eins gott bara að hætta að vinna og leika sér!
Ég held að margt venjulegt fólk eins og ég, sem hefur lagt mikla vinnu í mennta sig og vinna sig upp í einhverjar stöður hjá ríkinu eða annarsstaðar, koma yfir sig þaki og innbúi með blóði, svita og tárum, sé algjörlega að missa vonina. Það lítur út fyrir að áratuga basl sé allt meira og minna fyrir bí!
Allt í allt hef ég unnið í um 20 ár hjá ríkinu, fyrst 9 ár hjá því þýska og svissneska og síðan í 11 ár hjá því íslenska. Ég lít á mig sem opinberan starfsmann í hvívetna. Tryggð mín við ríkið er mikið, enda nauðsynlegt í starfi tollvarðar.
Ég veit hins vegar ekki hvað læknar, hjúkrunarfræðingar og annað menntað fólk, sem kost á að vinna erlendis, gerir þegar laun þess taka þetta mikla dýfu. Við megum ekki gleyma að læknir með 1 milljón íslenskar krónur á mánuði er með 50.000 danskar krónur í laun. Hjúkrunarfræðingur er kannski með 25.000 danskar krónur. Þetta fólk fær allt vinnu á Norðurlöndunum á mjög stuttum tíma og á mun hærri launum og sama er að segja um sjúkraliðana. Margir lögreglumenn og tollverðir eru iðnaðarmenn og fengju einnig vinnu erlendis. Sama má segja um margar aðrar stéttir. Ef fólk er búið að tapa öllu hér á landi, þá hefur það engu að tapa að byrja upp á nýtt í öðru landi, auk þess sem biturðin mun hjálpa mikið til og verða fólki hvatning.
Mér líst ekki á blikuna!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.6.2009 kl. 11:43
Ég er sammála þessari greiningu þinni Sæmundur nema því sem snýr að hægra/vinstra fólki. Ég held að staðan verði orðin flóknari en svo. Jafnframt vona ég að ekki muni koma til blóðsúthellinga en óttast það þó.
Axel Þór Kolbeinsson, 21.6.2009 kl. 11:44
Mér er skítt sama hvort menn hafa unnið hjá því opinbera eða ekki.
Miklu fleiri hafa unnið hjá sér sjálfum(eigin atvinnurekendur) eða hjá öðrum fyrirtækjum.
Og í 30-50 ár.
Skerðing fer eftir launum ekki eftir því hvort maður er á almennum launamarkaði eða hjá opinberum aðilum.
Það er laun sem gilda, við skerðingu ekkert annað.
Flestir hafa margar ára menntun að baki og endurmenntun og námskeið. allt til að læra betur og meira og kynna sé nýjungar.
Atvinnurekendur fá engin til endurmenntunar, heldur verða að gera þetta með því að reka sín eigin fyrirtæki. Einyrkjar líka. Og launþegar fara í kvöldskóla til að fá betri menntun.
Svo ekkert menntasnobb hérna.
Þetta snýst um laun og ekkert annað.
Búið mál með einhver hlunnindi fyrir einstaka hópa launþega.
Sigrún Jóna 21.6.2009 kl. 15:41
Ég er á því að það sé að skella á ískyggileg "speki leki" hjá hámenntuðu heilbrigðisstarfsfólki. Fyrir voru íslenskir starfsmenn með helmingi lægri laun en erlendir sambærilega menntaðir og nú er munurinn að verða of mikill. Þetta fólk er eftirsótt um allan heim. Það sem gæti haft áhrif er að ýta undir lækningatengda ferðaþjónustu sem gæti dregið úr fólksflótta, skapað atvinnu og jafnvel laðað fagaðila heim og það yrði gjaldeyrisskapandi í leiðinni en nei það má ekki heyra á það minnst.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 21.6.2009 kl. 16:34
Mér finnst samt að sumir gleymi því að það hefur enginn eins trygga atvinnustöðu núna og opinberir starfsmenn og ég er viss um að margir myndu alveg vilja fá lægri launin þeirra en hafa örugga atvinnu í staðinn. Það er kannski ekki alveg réttlátt að enginn hafi örugga atvinnu nema opinberir starfsmenn.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 21.6.2009 kl. 16:39
Skítsama Sigrún, t.d. þegar þú þarft að fara inn á LSH og fá bót þinna meina t.d. með sprunginn botnlanga. Bara skítsama.
Finnur Bárðarson, 21.6.2009 kl. 17:15
Veit ekki til þess að annað hafi komið frá ríkisstjórninni varðandi laun opinberra starfsmanna en að draga sem mest úr yfirvinnu og minnka kannski vinnuhlutfall sumra. Líka að enginn ætti að hafa hærri laun en forsætis. Af þessu má auðvitað draga ýmsar ályktanir en kjarasamningar opinberra starfsmanna held ég að séu ekki í hættu. Viðurkenni samt að laun opinberra starfsmanna eru mér ekki efst í huga núna og auðvitað er þetta kannski misskilningur hjá mér.
Sæmundur Bjarnason, 21.6.2009 kl. 17:33
Nú þegar eru iðnaðarmenn og aðir farnir að flýja land. Stór hluti þeirra sem vinna hjá hinu opinbera eru t.d. læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar o.s.frv. Þegar 50% lækna, hjúkrunarfræðing og sjúkraliða eru farnir mun afgangurinn fara til útlanda vegna mikils álags!
Kennarar og aðrir hafa ekki í mörg hús að venda, en fólkið í heilbrigðisgeiranum er vel menntað og nóg eftirspurn eftir 2-3000 starfsmönnum á Norðurlöndunum.
Mest af þessu fólki yfir 400.000 kr. eru læknar og hjúkrunarfræðingar og síðan auðvitað yfirmenn og millistjórnendur stofnana.
Venjulegur ríkisstarfsmaður á launum SFR er ekki með yfir 400.000 kr. á mánuði. Fólk hjá ríkinu er upp til hópa ekki hálaunafólk!
Grunnlaun mín, sem yfirtollvarðar, eru skv. samningi rétt um 400.000 og ég held að yfirlögregluþjónn sé með eitthvað svipað!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.6.2009 kl. 18:12
Ég átta mig ekki alveg á þeim rökum sem eru borin á borð hérna - að ríkisstarfsmenn eigi að vera undanþegnir niðurskurði. Það er verið að skera niður alls staðar í þjóðfélaginu. Hvað gerir opinbera starfsmenn svona sérstaka að vera undanþegnir niðurskurðarhnífnum? Eða er ég að misskilja umræðurnar hérna?
Malína 21.6.2009 kl. 20:09
Gott kvöld, Samundur og aðrir lesendur og skrifarar hér á síðunni.
Ég held að fólk sé að átta sig betur á hinni alvarlegu efnahagsstöðu og muni taka því sem koma skal, enda er óhjákvæmilegt að skerða kjör allra. Hvaða stjórn sem er væri að gera sömu eða svipaða hluti.
Því á ég frekar von á að hér fari að verða rólegra andrúmsloft. Sérstaklega ef sjálfstæðismenn að fara að hægja á sér í ömurlegum undirróðri sínum.
-
Aftur á móti gæti ég trúað að miklu meiri læti verði vegna ESB-málsins, eins og þú bendir á.
Maður verður var við mikinn hita í andstæðingum ESB og ég hef lesið á blogginu að menn muni efna til ofbeldis á götum úti til að reyna að stöðva ESB samning.
(Persónulega er ég ekki hlynntur ESB inngöngu, einfaldlega vegna þess á ég held að það muni skila lakari lífskjörum til lengri tíma litið.)
Sveinn hinn Ungi 21.6.2009 kl. 22:07
Mér finnst umræðan hér vera svolítið ómarkviss. Skiljanlegt er að mönnum sé heitt í hamsi útaf Icesave. Langir svarhalar um þau mál eru víða. Alþingi fjallar um ríkisábyrgð þegar þar að kemur.
Sveinn, ég er á öndverðum meiði við þig í ESB-málinu en sammála þér þar að því leyti að byggja verður á ætlaðri framtíðarsýn og einblína ekki um of á krónur og aura.
Sæmundur Bjarnason, 21.6.2009 kl. 22:21
Byltingin kemur, Sæmundur. Nú eru yfirvöld farin að trampa ofan á eldri borgurum eina ógeðslega ferðina enn. Og almenningur dreginn um í skatta- og skulda-drullusvaði.
EE elle 21.6.2009 kl. 23:08
Málið allt er flóknara en svo að hægt sé að afgreiða það í einu litlu bloggi eða athugasemdum við það.
Það sem þó er hægt að segja um málið, í stuttu máli, er að þær skuldir sem stofnað var til með t.d. ICESAVE er nokkuð auðveldlega hægt að flokka undir "Odious Debt" (ógeðslegar / illa þokkaðar skuldir) svipaðar þeim sem einræðisherrar stofna til þegar þeir hrifsa til sín völdin. Þannig hefur t.d. ekki ein króna af því sem þar "safnaðist" inn verið notuð í þágu þjóðarinnar eða uppbyggingar hennar og hún því varla skuldbundin til endurgreiðslu skuldarinnar enda einkafyrirtæki sem stofnuðu til vandans. Að auki er ekkert í regluverki ESB sem segir að svona skuli haldið á málum ef til algers hruns kemur - líkt og gerðist í bankamálum íslensku þjóðarinnar. Reyndar allt sem hnígur til þess að svona eigi einmitt EKKI að leysa vandann. Það er máske þess vegna sem bretar vildu ekki fara með málið fyrir dómstóla?
Það ástand sem er að skapast hér á landi núna er síður en svo einsdæmi og er nærtækast að líta til efnahagshrunsins í Argentínu vel fyrir og í kringum 2000 og suðaustur Asíu í kringum sama tíma (Naomi Klein; "The Shock Doctrine", John Pilger; "The New Rulers of the World" og William Blum; "Rogue State - A Guide to the World´s Only Superpower" - svo eitthvað sé nefnt til lestrar fyrir þá sem áhuga hafa).
Í báðum tilvikum kom AGS "til hjálpar" og í báðum tilvikum fylgdu stórfyrirtækin amerísku í kjölfarið og komust yfir allt sem skapaði einhverjar tekjur í viðkomandi löndum. Í báðum tilvikum var leitað sérstaklega til ráðgjafarfyrirtækjanna "The Carlyle Group" (http://en.wikipedia.org/wiki/Carlyle_Group og http://www.carlyle.com/) og "Salomon Smith Barney" (http://en.wikipedia.org/wiki/Salomon_Smith_Barney og https://www.smithbarney.com/app-bin/homepage/servlets/HomepageServlet).
Í báðum tilvikum var eitt af þeim "ráðum" sem gefin voru "massívur niðurskurður" í opinberum útgjöldum, þrátt fyrir að opinber útgjöld hafi ekki verið ástæða efnahagshrunsins (kannski reyndar þvert á móti). Í kjölfar "ráðlegginganna" hefur fátækt aukist gríðarlega í viðkomandi löndum, millistéttir nánast þurrkaðar út opinber þjónusta (heilsugæsla, menntakerfi o.fl. í molum) og svo mætti lengi telja.
Athyglisvert er að sjá að meðal "ráðgjafa" síðarnefnda fyrirtækisins eru Donald Rumsfeld (fyrrv. varnarmálaráðherra BNA), Dick Cheney (fyrrv. varaforseti BNA), John Major (fyrrv. forsætisráðherra Bretlands) og George Bush eldri (fyrrv. forseti BNA). Það er gaman að lesa hvað "The Carlyle Group" segir um sjálft sig "Carlyle is well positioned to take advantage of the extraordinary oportunities on the road ahead". Svo heldur sauðsvartur almúginn (þ.m.t. okkar blessuðu þingmenn) að Bretar séu að gera okkur einhvern "greiða" með því að "leyfa okkur" að borga ICESAVE á svona líka "svaðalega góðum kjörum".
Nei byltingin er nær, því miður, en fólk heldur!
Snorri Magnússon, 22.6.2009 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.