721 - Sparkað í aldraða

Nú á víst að lækka frítekjumarkið aftur sem, ef ég man rétt, var hækkað svolítið fyrir nokkru. Aldraðir hljóta að túlka það sem árás á sig en eru ekki líklegir til stórræða. Hægri og vinstri hefur pólitíska merkingu ennþá og vinstri sveiflan í þjóðfélaginu er augljós. Vonandi komast Sjallar og Frammarar ekki fljótlega til áhrifa á ný. 

Framsóknarþingmönnum er uppsigað við forseta Alþingis. Nú eða honum (henni) við þá. Ég er ekki bara að tala um atvikið sem varð síðastliðinn þriðjudag (bjölluslögin sögð vera komin yfir 50) heldur mörg önnur því ég hef fylgst með þingfundum undanfarnar vikur í sjónvarpinu. Hverju sem um er að kenna er þetta að verða svolítið vandræðalegt og eykur örugglega ekki virðingu Alþingis.

Það er margbúið að bera uppá mig að ég sé skráður á Facebook. Þessu hef ég alltaf neitað harðlega og veit ekki til að ég hafi gert það. Auðvitað geta verið þar alnafnar mínir, aðrir hafi skráð nafnið mitt eða ég gert það í einhverju meðvitundarleysi. Veit ekki hve lengi ég get staðið á móti þessu fésbókaræði. Bloggið hentar mér ágætlega. Langorðari þar samt en ég vildi vera.

Sigurjón og Sigurjón taka kannski við af Skafta og Skafta sem mig minnir að hafi komið við sögu í einhverri myndasögubók sem ég las fyrir löngu. Tinnabók sennilega. Sigurður G. minnir mig hinsvegar á Tinna sjálfan hvernig sem á því stendur. Þetta með Skafta og Skafta var ég að hugsa um að nota í athugasemd einhvers staðar. Til dæmis hjá Stefáni Pálssyni. Mig minnir að hann sér forfallið myndasögufrík. Svo tímdi ég því ekki. Það er nefnilega óþarfi að vera að spandera góðum hugmyndum í blogg-athugasemdir hist og her. Nær að nota þær í alvöru blogg.

Hvað gerist svo ef ég hætti nú að blogga einn góðan veðurdag. Verður ekki algjör héraðsbrestur og allt í voða? Nei, ég verð víst að halda áfram hvað sem það kostar.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir heita Skafti og Skapti svo það sé nú alveg á hreinu.

Hafdís Rósa 20.6.2009 kl. 08:04

2 identicon

Já, núna skal níðast á eldri borgurum eina ömurlega ferðina enn.  Og auðmanna-skrímslin halda enn stolnu innistæðunum og kastölunum.

Almennur borgari 20.6.2009 kl. 12:21

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þegar ég hætti  að blogga tóku kisurnar völdin. Miklu meira gaman!

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.6.2009 kl. 16:32

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, Skapti og Skafti, Jósep og Jósef, Valdimar og Veldemar, það má skrifa margt um það. Mér fannst nú alltaf að þessir leynilögreglugæjar eða hvað þeir voru í Tinnabókunum heita sama nafni.

Sigurður: Kannsi ættirðu bara að breyta blogginu þínu í kattablogg. Bannað að skrifa um annað en ketti. Langir svarhalar geta verið sniðugir en samt ekki - eiginlega.

Ragnar: "Það er sparkað í alla," segirðu. Ekki alveg alla. Ekki í útrásarvíkingana, eða hvað? En hverjir eru útrásarvíkingar?

Sæmundur Bjarnason, 21.6.2009 kl. 04:40

5 identicon

Já, sparkað í aldraða og trampað ofan á eldri borgurum, Ragnar.  Kannski viltu lesa þetta:http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/899960/

EE elle 22.6.2009 kl. 12:59

6 identicon

Og þarna eru engir eldri borgarar að "væla" Ragnar.  Það er maður á miðjum aldri (Marinó) sem skrifaði pistilinn.  Og ég er heldur ekki beint eldri borgari þó ég sé að "væla" yfir að þeir séu dregnir um í skatta-svaði.

EE elle 22.6.2009 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband