20.6.2009 | 04:35
721 - Sparkað í aldraða
Nú á víst að lækka frítekjumarkið aftur sem, ef ég man rétt, var hækkað svolítið fyrir nokkru. Aldraðir hljóta að túlka það sem árás á sig en eru ekki líklegir til stórræða. Hægri og vinstri hefur pólitíska merkingu ennþá og vinstri sveiflan í þjóðfélaginu er augljós. Vonandi komast Sjallar og Frammarar ekki fljótlega til áhrifa á ný. Framsóknarþingmönnum er uppsigað við forseta Alþingis. Nú eða honum (henni) við þá. Ég er ekki bara að tala um atvikið sem varð síðastliðinn þriðjudag (bjölluslögin sögð vera komin yfir 50) heldur mörg önnur því ég hef fylgst með þingfundum undanfarnar vikur í sjónvarpinu. Hverju sem um er að kenna er þetta að verða svolítið vandræðalegt og eykur örugglega ekki virðingu Alþingis. Það er margbúið að bera uppá mig að ég sé skráður á Facebook. Þessu hef ég alltaf neitað harðlega og veit ekki til að ég hafi gert það. Auðvitað geta verið þar alnafnar mínir, aðrir hafi skráð nafnið mitt eða ég gert það í einhverju meðvitundarleysi. Veit ekki hve lengi ég get staðið á móti þessu fésbókaræði. Bloggið hentar mér ágætlega. Langorðari þar samt en ég vildi vera. Sigurjón og Sigurjón taka kannski við af Skafta og Skafta sem mig minnir að hafi komið við sögu í einhverri myndasögubók sem ég las fyrir löngu. Tinnabók sennilega. Sigurður G. minnir mig hinsvegar á Tinna sjálfan hvernig sem á því stendur. Þetta með Skafta og Skafta var ég að hugsa um að nota í athugasemd einhvers staðar. Til dæmis hjá Stefáni Pálssyni. Mig minnir að hann sér forfallið myndasögufrík. Svo tímdi ég því ekki. Það er nefnilega óþarfi að vera að spandera góðum hugmyndum í blogg-athugasemdir hist og her. Nær að nota þær í alvöru blogg. Hvað gerist svo ef ég hætti nú að blogga einn góðan veðurdag. Verður ekki algjör héraðsbrestur og allt í voða? Nei, ég verð víst að halda áfram hvað sem það kostar. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þeir heita Skafti og Skapti svo það sé nú alveg á hreinu.
Hafdís Rósa 20.6.2009 kl. 08:04
Já, núna skal níðast á eldri borgurum eina ömurlega ferðina enn. Og auðmanna-skrímslin halda enn stolnu innistæðunum og kastölunum.
Almennur borgari 20.6.2009 kl. 12:21
Þegar ég hætti að blogga tóku kisurnar völdin. Miklu meira gaman!
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.6.2009 kl. 16:32
Já, Skapti og Skafti, Jósep og Jósef, Valdimar og Veldemar, það má skrifa margt um það. Mér fannst nú alltaf að þessir leynilögreglugæjar eða hvað þeir voru í Tinnabókunum heita sama nafni.
Sigurður: Kannsi ættirðu bara að breyta blogginu þínu í kattablogg. Bannað að skrifa um annað en ketti. Langir svarhalar geta verið sniðugir en samt ekki - eiginlega.
Ragnar: "Það er sparkað í alla," segirðu. Ekki alveg alla. Ekki í útrásarvíkingana, eða hvað? En hverjir eru útrásarvíkingar?
Sæmundur Bjarnason, 21.6.2009 kl. 04:40
Já, sparkað í aldraða og trampað ofan á eldri borgurum, Ragnar. Kannski viltu lesa þetta:http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/899960/
EE elle 22.6.2009 kl. 12:59
Og þarna eru engir eldri borgarar að "væla" Ragnar. Það er maður á miðjum aldri (Marinó) sem skrifaði pistilinn. Og ég er heldur ekki beint eldri borgari þó ég sé að "væla" yfir að þeir séu dregnir um í skatta-svaði.
EE elle 22.6.2009 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.