720- Samningurinn verður felldur

Núverandi ríkisstjórn á við mikla erfiðleika að etja. Samt styð ég hana. Ég er sannfærður um að ef andstæðingum hennar tekst að koma henni frá, eins og hugur þeirra stendur til, þá mun lakara ástand taka við. Ástand þar sem annaðhvort Framsóknarflokkurinn eða Sjálfstæðisflokkurinn (eða jafnvel báðir) fá tækifæri til að halda áfram stuðningi sínum við spillingaröflin í landinu. 

Vissulega ber Samfylkingin talsverða ábyrgð á því ófremdarástandi sem skapaðist hér við bankahrunið síðastliðið haust. Skárri kostur er þó að hún sé við stjórnvölinn en að fá Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn aftur að kjötkötlunum.

Umræðan um ESB-aðild blossar alltaf öðru hvoru upp með ýmsu móti. Þó ég sé stuðningsmaður aðildar, miðað við það sem fram hefur komið og ég hef kynnt mér, vil ég ráða því sjálfur hvort ég tek þátt í karpinu. Auðvitað er ég ekki ómissandi í þeirri umræðu. Margt af því sem þar er sagt og skrifað er fjarskalega lítilvægt.

Mín skoðun á Icesave-málinu er sú að við verðum að semja. Ef Alþingi fellir frumvarpið um ríkisábyrgðina sé ég ekki að það verði okkur Íslendingum til góðs nema því aðeins að líkur séu á að með því verði samningurinn okkur hagstæðari.

Öll rök standa til þess að hann verði það og margt í sambandi við hann er mjög vafasamt. Hinn möguleikinn sem er að neita með öllu samningum leiðir bara til einangrunar og útskúfunar. Það getur ekki á neinn hátt orðið okkur til góðs. Umheimurinn getur sem hægast leitt okkur að mestu hjá sér eins og hann gerði um aldir.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband