714 - Icesave einu sinni enn

Varðandi Icesafe-málið er ég næstum því að snúast. Kannski væri best að fella þetta bara og sjá til hvað menn geta gert okkur. Er hægt að hrekkja okkur meira en orðið er? Evrópubandalag hvað?

Ég er svosem fylgjandi því að við göngum í Evrópusambandið en ekki hvað sem það kostar. Í mínum huga eru þessi mál aðskilin og ef einhverjir vilja tengja þau saman þá þeir um það. Einhverjum bráðliggur á að komast í ESB. Ekki mér.

Mér finnst vextirnir á Icesave-láninu of háir, sama hvað hver segir. Það er líka enn verið að halda ýmsu leyndu í sambandi við þetta. Ég trúi því að ýmislegt eigi eftir að koma fram um þetta mál og aðdraganda þess. Að Bretar ætli að vera voða góðir við okkur strax á mánudaginn er bara til að auka á okkur þrýstinginn. Hefur ekki áhrif á mig.

Í Moggatetrinu í dag (föstudag) er mér sagt að sé áskorun til þingmanna um að samþykkja Icesave ríkisábyrgðina ekki. Þessi áskorun er frá tveimur virtum lögfræðingum sem eru sannfærandi. Baldvin Jónsson Borgarahreyfingarmaður skrifar líka ágæta blogg-grein um þetta sem hann kallar „Ellefu firrur um Icesave."

Ögmundur segir að stjórnarsamstarfið sé ekki í neinni hættu þó Icesave-frumvarpið verði fellt. Athyglisvert. Heldur stjórnin áfram líka þó ekki verði samþykkt að sækja um aðild að ESB? Vinstri stjórnir lifa oftast ekki mjög lengi. Kannski það sé lykillinn að langlífi þeirra að koma ekki sínum helstu málum fram.

Neyðarlögin eru bastarður. Sett í alltof miklum flýti. Alþingismenn eiga ekki að láta bjóða sér svona vitleysu. Tímapressa af þessu tagi er elsta trikkið í bókinni. Líkur á að þau verði ógilt minnka samt við samþykkt Icesave-samningsins.

Og Valtýr mun hætta. Ég er sannfærður um það.

Ætti að hætta þessu gaspri um þjóðmál. Hugsa að ég sé betri í að skrifa um eitthvað annað. Mest gaman er að lesa um eitthvað löngu liðið. Málefni dagsins gera mann bara þunglyndan. Það er allt svo ömurlegt nema veðrið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Veðrið stendur alltaf fyrir sínu!

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.6.2009 kl. 12:03

2 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Fullkomlega sammála þér sæmundur. Skil ekki þessa flítir. Var að leggja þetta inn á bloggið mitt.

Hvernig með skuldabréf með veði í eignum Landsbankans.

Eignir Landsbankans hljóta að hafa verið veðsettar fyrir skuldbindingum Landsbankans þar með talið skuldum landsbankans í skuldabréfum. Það er eitt að veitts verði að bráðabirgða lögunum fyrir Íslenskum dómstólum. Ég held að breskir dómsstólar taki öðruvísi á þessum málum. Er það víst að breskir dómsstólar taki mark á þessari breytingu laganna á kröfuröð?  Lögin hafa ekkert gildi í bretlandi þ.a. málsókn þar á hendur landsbankanum gæti orðið óþægileg. Verður hægt að sækja Landsbankann fyrir breskum dómsstólum vegna eigna í bretlandi? Verð að viðurkenna að ég efast um að tryggingarsjóðurinn fái andvirði allra þessara eigna. Sömuleiðis óttast ég að það verði allt vaðandi í lögsóknum eftir að frystingu verður aflétt. Ef hægt verður að höfða mál fyrir breskum dómstólum verður vandamálið Þríþætt:

  1. Duga eignirnar fyrir skuldum
  2. Fellur andvirði af sölunni í tryggingarsjóð innlána
  3. Lögin standast ekki fyrir íslenskum dómsstólum og því fær tryggingarsjóður ekki andvirði sölunnar.

Hörður Valdimarsson, 13.6.2009 kl. 16:49

3 identicon

"Ætti að hætta þessu gaspri um þjóðmál. Hugsa að ég sé betri í að skrifa um eitthvað annað. Mest gaman er að lesa um eitthvað löngu liðið. Málefni dagsins gera mann bara þunglyndan. Það er allt svo ömurlegt nema veðrið."

Á blogginu hans Mala er ekkert þunglyndislegt kreppukjaftæði:

http://nimbus.blog.is/blog/nimbus/entry/893739/

Malína 13.6.2009 kl. 19:38

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Siggi: Já, að minnsta kosti þegar það er gott.

Hörður: Ég er að mestu leyti hættur að skilja þetta Icesave mál.

Malína: Myndirnar eru flottar og skemmtilegar.

Sæmundur Bjarnason, 13.6.2009 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband