11.6.2009 | 00:42
712- Icesave og ríkissaksóknari
Það er vissulega eðlilegt að vera á móti því að samþykkja væntanlegt frumvarp um ríkisábyrgð á Icesave samningnum. Fyrir því eru gild rök. Ég hef hingað til verir hallur undir samþykki en það álit gæti breyst. Helstu rökin fyrir samþykkt frumvarpsins eru að það sé óhjákvæmilegt. Ef þessi ósköp verði ekki samþykkt fari allt til fjandans. Ríkisstjórnin hrökklist frá völdum og alger upplausn verði ofaná. Allir verði á móti okkur Íslendingum og við eigum engan kost annan en að fara aftur í moldarkofana.
Allra best er samt að eiga þann kost að ýta þessu frá sér. Sökin er annarra og ég get bara hætt að hugsa um málið og farið að gera eitthvað annað. Hinir kjörnu alþingismenn hafa boðist til að vera umboðsmenn okkar og taka ábyrgð á þessu. Látum þá gera það. Líklegt er að flestir þeirra finni sér afsakanir fyrir að fylgja sínum formönnum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skoraði áreiðanlega mörg prik með því að lýsa yfir að hún væri á móti þessu þó formaður flokks hennar hafi staðið að samningnum.
Því hefur verið hreyft að eðlilegt sé að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál. Það er alls ekki fráleitt og mikil spurning hvers vegna lítið er nú rætt um kröfuna um stjórnlagaþing og þjóðaratkvæðagreiðslur.
En hvað tekur við ef frumvarpið verður fellt. Veit það ekki. Eflaust ekkert gott. Þetta mál er bara stærra og afmarkaðra en það sem alþingismenn eru vanir að greiða atkvæði um. Rökin fyrir samþykkt eru alveg gild. Einkum hugnast mörgum frestunin vel og sú staðreynd að nú getum við farið að snúa okkur að öðru án þess að þetta sé hangandi yfir okkur. Óvissan og kyrrstaðan er alla að drepa.
Ekkert gengur að endurheimta eitthvað af þeim peningum sem stolið var frá okkur. Nú er Eva Joly farin að hafa hátt og gera kröfur á stjórnvöld. Kannski hefur það áhrif. Fram kom í Morgunblaðinu í dag að dregist hafi að skipa nýjan ríkissaksóknara vegna lagalegra annmarka. Vegna sleifarlags og aumingjaskapar mundi ég segja.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
"Einkum hugnast mörgum frestunin vel og sú staðreynd að nú getum við farið að snúa okkur að öðru án þess að þetta sé hangandi yfir okkur".
En þetta mun hanga yfir okkur áfram. Það verður ekki hægt að gera neinar áætlanir fyrr en það skýrist hver greiðslubyrðin verður eftir þessi sjö ár.
Og það eru meiri líkur á því en minni að þegar að myndin skýrist reynist greiðslubyrðin óviðráðanleg. Þá þarf að lengja í láninu og við sitjum í vaxta og fátæktargildru.
Allar þjóðir sem eru mjög skuldugar í erlendri mynt eru fátækar. Ísland verður ekki undantekning. Við þurfum að klára þetta mál strax þótt það gæti kostað "einangrun" til lengri eða skemmri tíma. Annað hvort þurfum við að fá litla eða enga vexti og mjög langan lánstíma eða þá að við verðum að neita að borga.
Hans Haraldsson 11.6.2009 kl. 00:52
Ég vona innilega að Eva Joly verði ekki svipt starfinu sem rannsóknarkona í spillingarmálum þjóðarinnar. Það þarf að stinga út og ég tel Evu Joly vera rétta manneskju til starfans. Nú er bara að gæta þess að hún hafi fjármuni, myndugleika og mannaforráð til að leysa þennan Gordíanshnút allra tíma á Íslandi.
Baldur Gautur Baldursson, 11.6.2009 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.