8.6.2009 | 00:35
709- Af hverju ber ég ábyrgð á þessum fjára?
Að eiga banka er nokkurs virði. Gefa má út innistæðulausa tékka villt og galið út um allar jarðir. Að minnsta kosti ef þess er gætt að múta stjórnvöldum nægilega mikið til að þau láti allt reka á reiðanum.
Af hverju er ríkið eiginlega að taka þessar Icesave skuldir á sig? Ekki veit ég það en held að búið hafi verið að lofa samningum og hinn kosturinn hafi verið að láta bankana og allt klabbið fara lóðbeint á hausinn og hætta þessu streði. Það væri uppgjöf.
Með því að taka á sig ábyrgð á því eftirliti sem hefði átt að vera og láta allt líta út fyrir að vera sem eðlilegast má kannski vinna traust umheimsins á ný. Þannig hljóta núverandi stjórnvöld að hugsa.
Það væri hægt að sleppa því að borga og reyna að hengja sig á einhverja vafasama lagakróka. Gallinn er bara sá að í samskiptum þjóða gildir hnefarétturinn þegar í harðbakkann slær. Sá sterkasti vinnur.
Með því að kjósa yfir okkur vanhæf stjórnvöld tókum við öll ábyrgð á vitleysunni sem viðgekkst. Líka þeir sem kusu á móti stjórnvöldum. Kosningarétturinn kostar.
Auðvitað er hægt að yfirgefa bara skerið eins og margir hafa gert og fleiri munu líklega gera.
Núverandi stjórnvöld reyna að milda höggið með því að velta vandanum (eða hluta hans að minnsta kosti) á undan sér í sjö ár. Allur er ávinningurinn af þessu óljós og eini vinningurinn sem er í boði í núverandi þjóðarhappdrætti (eins og vel er hægt að kalla þetta allt saman) er að eðlilegt ástand skapist í landinu á sem stystum tíma.
Kannski verður boðað til nýrrar búsáhaldabyltingar fljótlega. Ekki tek ég þátt í henni. Mér finnst bara vera í boði að una við núverandi stjórn (þó slæm sé á margan hátt) eða fá yfir sig aftur samstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Eða algera upplausn.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég held því miður að upplausn sé framundan.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.6.2009 kl. 12:39
Það þarf ekki endilega að boða til byltingar til að steypa stjórninni. Það hlýtur að vera hægt að t.d. fjölmenna niður á Austurvöll til að lýsa yfir stuðningi eða andstöðu við einstök mál - eins og t.d. Icesave samninginn núna.
Við eigum að fagna áhuga og þátttöku almennings í stjórn landsins og því, að fólk er mun óhræddara nú en áður við að tjá skoðanir sínar. Það gerir lýðræðið mun virkara.
Í þetta sinn er verið að fjalla um eitt mál og fólk að segja skoðun sína á því, ekki ríkisstjórninni allri eins og var raunin í janúar.
Sjálfri finnst mér óráð að samþykkja samning sem ríkir jafnmikil óvissa um eins og þennan Icesave-samning. Við fáum lítið að vita um hann - og mér brá í brún þegar ég hlustaði á viðtalið við Ólaf Elíasson á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á það hér - það er alveg í bláendann á Bítinu.
Ég vil alls ekki fá Sjálfstæðisflokk og Framsókn aftur í stjórn - en mér finnst sjálfsagt að veita núverandi stjórn aðhald. Og aðhaldið getur líka verið stuðningur við stjórnina. Hvað segja ekki erlendar ríkisstjórnir gjarnan - "Við getum ekki gert þetta eða hitt - það verður allt vitlaust í samfélaginu."
Sýnum að okkur er ekki sama hvernig farið er með skattpeningana okkar, líf okkar og afkomendanna.
Lára Hanna Einarsdóttir, 8.6.2009 kl. 13:32
Hverju myndi það áorka að steypa stjórninni? Endurreisn stjórnarinnar sem var steypt í byrjun árs? Og steypa henni strax og hún færi í nauðsynlegar aðgerðir. Á að gagnrýna svo til skiptis aðgerðir og aðgerðaleysi?
Er það virkilega vilji þjóðarinnar að ekkert verði gert og látið reka á reiðanum. Nú kenna allir fjósamönnunum um skítinn, mönnunum sem standa sveittir og moka flórinn. En beljurnar sem lögðu til skítinn eru enn að og baula undir með óánægjuröddunum, enginn minnist lengur á þær.
Eina leiðin til að komast hjá Icesave ábyrgðum var að láta allar innistæður hverfa í gjaldþrot bankanna. Íslenskt sparifé jafnt og erlent. Ríkið tryggði allar innistæður sparifjáreigenda í Íslenskum bönkum. Mismunun milli innlendra og erlendra sparifjáreigenda var ekki inn í myndinni.
Krafan um að mismuna fólki eftir þjóðerni er ekki raunhæf. Við hefðum alveg eins getað ákveðið að aðeins Sjálfstæðismenn fengju sparifé sitt bætt. Þeir eru sannarlega til sem fyndist það hin mesta sanngirni rétt eins og sumum finnst eðlilegt að borga Jóni en svíkja John.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.6.2009 kl. 14:35
Nei, það var ljót skömm að mismuna fólki. Innistæður okkar eru ekkert heilagri en innistæður útlendinga. Og kannski er það akkúrat þessvegna sem verður að skrifa undir? Og þó við ættum ekki að þurfa að borga horfnu milljarðana. Axel, beljurnar eru enn oft í umræðunni. Við gleymum þeim ekkert.
EE elle 8.6.2009 kl. 15:19
Missti mig þarna í líkingardæminu hans Axels um beljurnar. Höfum það sökudólgarnir.
EE elle 8.6.2009 kl. 15:50
Þetta er einfalt. Íslenskur almenningur ber ábyrgðina en neitar að taka hana. Það skýrist af því að Íslendingar kusu yfir sig fólk sem samþykkti fyrir hönd þess þessar ábyrgðir með því að leyfa Landsbankanum að safna innlánum með þessum hætti. Svo einfalt er það.
Þetta er sannleikurinn sem enginn vill heyra. Það er því frekar aumingjalegt að ætla að afneita þessari ábyrgð þegar það er alveg morgunljóst að hún er til staðar og engum nema kjósendum hér að kenna.
Dude 8.6.2009 kl. 19:07
Ég tek undir flest sem hefur komið fram hér að ofan en vil bæta þessu við: Við þurfum að fara að ná auðdólgunum:
http://blog.eyjan.is/gunnaraxel/2009/06/08/rettlaetinu-tharf-ad-fullnaegja-fyrst/
Malína 9.6.2009 kl. 00:07
Og Nimbus - fyrst þú ert staddur hérna: Ertu búinn að loka á athugasemdir frá mér? Malínan kemst ekki inn á bloggið þitt til að láta ljós sitt skína.
Malína 9.6.2009 kl. 00:12
Takk öll.
Ég er á móti Icesave-samningum en tel þó mjög vafasamt að hægt sé að komast frá þessu máli öðru vísi en að semja um það.
Sæmundur Bjarnason, 9.6.2009 kl. 00:43
Við verðum að semja. Like it or not - við Íslendingar komumst ekkert hjá því að skila aftur þýfinu sem íslensku auðdólgarnir stálu af breskum og hollenskum almenningi í gegnum innlánsreikningana í Ices(l)ave.
Malína 9.6.2009 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.