5.6.2009 | 02:28
706- Evrópumál, Bifröst, letigarðar og fleira
Hann er víst á Letigarðinum" var stundum sagt um menn í mínu ungdæmi. Þá var átt við að viðkomandi væri í fangelsinu á Litla-Hrauni. Nú eru breyttir tímar og verið að stofna til annars konar letigarða í Kópavoginum. Kreppan veldur því að æ fleiri vilja rækta sitt grænmeti sjálfir og sjá auk þess hollustuna í náttúrulegri fæðu. Sé letin í hámarki er boðið uppá garða sem mér skilst að séu uppá borðum. Sannkallaða letigarða. Mikið fjör og mikil læti hafa verið á mínu athugasemdakerfi af því ég skrifaði í fyrradag færslu um Evrópumál og Jón Val Jensson. Bifrastarfærslu var ég svo með í gær og athugasemdir við hana eru bráðskemmtilegar. Árni Matthíasson Moggabloggsguð bloggar sjaldan en það sem hann setur þar á þrykk er jafnan áhugavert. Nýlega las ég þar langloku um pappír, bækur, lesvélar og þess háttar. Sakna mest samanburðartalna við bókasöfn. Hefði ég ekki bókasöfnin væri ég illa staddur því ekki hefði ég efni á að kaupa allar þær bækur sem á mitt heimili koma. Lesvélar og allt sem þeim tilheyrir er eitt af mínum alltof mörgu áhugamálum. Í framhaldi af landráðaumræðu í athugasemdakerfinu mínu um daginn dettur mér í hug að fyrir langalöngu skrifaði ég grein í Moggann um Gísla Sigurbjörnsson og í henni var meðal annars sagt að Þjóðverjar væru frægir fyrir að hafa komið tveimur heimsstyrjöldum af stað. Eykon (Eyjólfur Konráð Jónsson) sjálfur hringdi í mig og vildi sleppa þessu því það gæti verið álitin óvirðing við erlent ríki" eða eitthvað þessháttar. Þannig störfuðu ritstjórar nú í gamla daga. Man ekki betur en Vikan hafi áður neitað birtingu greinarinnar. Ég man mjög vel eftir fréttum af blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar fyrir 20 árum. Ég var þá að vinna á Stöð 2 og er minnisstætt að Páll Baldvin Baldvinsson nýkominn frá Ameríku sagði okkur frá því að myndir hefðu birst strax frá þessu í Bandarískum fjölmiðlum. Það var allra nýjasta tækni þá. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Veistu, það kemur skemmtilega á óvart að til skuli vera "borðgarðar". Ég vil helst ekki kalla þá letigarða, þótt samlíkingin sé góð. Hugsaðu þér þá sem eiga erfitt með hreyfingar og er kannski fyrirmunað að beygja sig, að hafa þarna tækifæri á að vera með. Ég veldi svona stað af því að ég nóg með að standa uppúr stól eða fara í skó, svo ekki gagnaðist ég í matjurtaræktun... en á borði nammi namm
Eygló, 6.6.2009 kl. 00:33
Prófaðu að hringja í þá sem þarna stjórna. Þetta er ekki komið í gang ennþá held ég. Konan mín hringdi í þá og verður væntanlega látin vita þegar þetta fer af stað.
Sæmundur Bjarnason, 6.6.2009 kl. 02:35
jamm
Eygló, 6.6.2009 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.