Heimsókn Dalai Lama er mjög í fréttum nú. Fróðlegt er að fylgjast með bloggskrifum um þau mál og trúarbragðaþrætum sem af þeim spretta. Sigurður Þór Guðjónsson gerir að umtalsefni umfjöllum Jóns Vals Jenssonar um karlinn. Athugasemdir við færslur þeirra Sigurðar og Jóns eru skemmtilegar þó erfitt sé að sjá hvenær rétt sé að hætta athugasemdalestri. Jón Valur Jensson hefur staðreyndir oftast á hreinu. Einkum þó staðreyndir sem styðja hans málflutning. Aðrar staðreyndir eru minna virði. Ég hef áður látið þess getið í bloggi að ég telji Evrópusinnum til framdráttar að Jón Valur Jensson skrifi og tali sem allra mest um Evrópumál. Öfgamenn af hans sauðahúsi fæla menn frá andstöðu við aðild. Ein af fyrstu alvörubókunum sem ég las í bernsku var Ívar Hlújárn eftir Sir Walter Scott. Hún var að sjálfsögðu á íslensku og mynd sem var nánast hálf blaðsíða á hverri einustu síðu. Þetta hefur áreiðanlega verið einhver úrdráttur úr hinu mikla og fræga verki Scotts og ég minnist þess ekki að hafa séð þessa bók síðar á lífsleiðinni. Saga þessi og helstu persónur hennar standa mér ljóslifandi fyrir hugskotsstjónum enn í dag. Fyrst var það nú hann Vambi hirðfífl sem sagði ævinlega Pax vobiscum" þegar hann lauk máli sínu þó hann væri ekki alveg viss um hvað það þýddi. Einnig vísaði hann rangt til vegar manninum sem síðar kom í ljós að var sjálfur Ríkharður ljónshjarta og svarti riddarinn sigursæli. Svo má auðvitað nefna Sjóðrík og Ívar son hans, gyðinginn ágjarna og Rebekku dóttur hans, ásamt annarri kvenhetju sem ég man ekki nafnið á og ýmsir fleiri komu við sögu. Áhrifamiklar burtreiðar fóru fram þar sem svarti riddarinn dularfulli vann frækinn sigur. Í lokin var svo mikill bardagi sem lauk með því að kastali Sjóðríks brann. Ég man ennþá eftir mörgum myndunum í þessari bók og held að í henni sé líka frásögn af Hróa Hetti (Robin Hood), stóra Jóni og sýslumanninum í Nottingham. Margt fleira úr þessari ágætu sögu mundi eflaust rifjast upp fyrir mér ef ég nennti að gúgla hana. Því nefni ég þetta að í Greppaminni sem ég er að hamast við að lesa um þessar mundir svona um leið og Úkraínsku traktorssöguna er grein á ensku sem heitir Outlaws in medieval England and Iceland" eftir Anthony Faulkes. Þar gerir höfundur samanburð á enskum útlögum eins og Hróa Hetti og svo íslenskum eins og Gretti sterka, Gísla Súrssyni og Herði Grímkelssyni. Ekki er hægt að segja að frásagnir þessar séu líkar en ljóst er að höfundur hefur lesið Grettlu, Gísla sögu Súrssonar og Harðar sögu og Hólmverja. Allir kannast við Gretti og Gísla en úr Harðar sögu og Hólmverja er mér langminnisstæðust frásögnin af sundi Helgu jarlsdóttur konu Harðar með syni sína tvo til lands úr hólmanum í Hvalfirði. Einnig þekkir höfundur greinarinnar vel til sagnanna um Robin Hood sem vel getur hafa verið uppi á dögum Ríkharðar ljónshjarta (Sturlungaöld??) hafi hann verið uppi á annað borð. Það hryggir mig að tölvumenn RUV skuli ekki geta lært á tækin sín. Held samt að margir vilji fylgjast með fréttaútsendingum RUV á Netinu. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ætli manni beri ekki að þakka fyrir heiðurinn að vera gerður hér að greinarefni?
Hvað sem um það má segja, er ég eitt spurningamerki yfir ummælum þínum um mín "öfgamanns"-skrif um Evrópubandalagsmál.
Hvar til dæmis í pistli mínum nýbirtum sýnist þér ég fara með öfgatal um þetta bandalag (og um hugarfarstengsl sumra pólitíkusa við það)?
Pistillinn nefnist Sætta Samfylkingarleiðtogar sig við þetta, eða hafa þeir ekki tíma til að hugsa? og hljóðar þannig (kemst hér vel fyrir vegna smæðar sinnar):
"Það mætti halda, að ýmsir okkar leiðandi stjórnmálamanna geti í alvöru sætt sig við, að hið íslenzka lýðveldi þurfi að lúta svo í gras, að Evrópubandalaginu verði falið æðsta og úrslita-löggjafarvald yfir okkur Íslendingum, sem fram til þessa höfum þó gengið uppréttir. 80% af nýjum lögum Þýzkalands koma frá Evrópubandalaginu. En ég minni á, að Gizur jarl og forfeður okkar gerðu það að skilyrði fyrir hyllingu konungs í Gamla sáttmála, að hann skyldi "láta oss ná friði og íslenzkum lögum." Ekki fengi Jóhanna íslenzk lög frá Brussel, heldur lög sem fulltrúar voldugustu þjóðanna þar syðu saman út frá þeirra eigin hagsmunum."
Nú skora ég á þig að benda á öfgar í þessum pistli mínum (og tími til kominn að vera nákvæmur). En ef þú sérð þær engar, þá vil ég gjarnan, að þú látir það koma fram, mín og lesenda þinna vegna, og gangi þér vel við rýninguna.
Jón Valur Jensson, 3.6.2009 kl. 01:19
Eiginlega finnst mér allt sem frá þér kemur um Evrópusambandið vera öfgar. Okkur Íslendingum hefur alltaf vegnað best þegar samvinna okkar við nágrannaþjóðirnar er mest. Það er ekki hægt að setja aðild að Evrópusambandinu á vogarskálar þar sem ágóði er annars vegar en tap hinsvegar. Peningar eru ekki allt. Flest er breytingum undirorpið og Evrópusambandið líka. Þetta með einhverja risasamninga við Kóreu og Filippseyjar (eða önnur lönd) er bara bull út í loftið. Ef Alþingi samþykkir að sækja um aðild verður það gert. Verði þeir samningar sem nást slæmir verður aðildin felld. Verði þeir góðir verður aðildin samþykkt. Treystum þjóðinni. Aðild að Evrópusambandinu kemur bankahruninu ekkert við. Betra er að ganga frá þessu máli fljótlega en rífast um það næstu áratugina. Evrópa er skárri en Ameríka og skyldari okkur. Danir eru ennþá Danir þó þeir hafi verið lengi í Evrópusambandinu.
Sæmundur Bjarnason, 3.6.2009 kl. 03:16
án þess ég vilji nöldra mikið, þá er talað um útdrátt úr verki, ekki úrdrátt.
annars skemmtileg skrif hjá þér, að vanda.
Brjánn Guðjónsson, 3.6.2009 kl. 03:40
Sæmundur, þér sæmir ekki að svara svona út og suður.
Þú hefur enn ekki bent á neinar tilteknar öfgar. Áttu erfitt með að uppfylla ósk mína, t.d. bara um þennan litla pistil minn? – hann hlýtur að falla undir þetta "allt" sem frá mér kemur um Evrópusambandið og þú telur vera öfgar – og út nú með sprokið! Sýndu lesendum þínum, að þú standir undir því að sýna fram á öfgarnar í máli mínu í stað þess að byrja bara nýja predikun.
Jón Valur Jensson, 3.6.2009 kl. 03:56
Fyrirgefðu Brjánn. Þetta með dráttinn er alveg rétt hjá þér. Mín mistök.
Jón Valur, hér kemur predikun númer tvö (eða þrjú).
Verðum við ekki bara að byrja á því að skilgreina orðið "öfgar"? Líklega skiljum við það ekki sama skilningi. Aðild eða ekki að Evrópusambandinu er alltof stórt mál til að þrýsta því niður í eitt tiltekið smáatriði. (öfgafullt eða ekki).
Sæmundur Bjarnason, 3.6.2009 kl. 04:18
Á að skilja þetta svo, að þú getir ekki fylgt eftir orðum þínum – að þegar kemur að því að standa reikningsskil orða þinna, farir þú undan í flæmingi, eða notaðir þú ekki orðið "öfgar" í alvanalegri, auðskilinni merkingu hér í fyrsta falli? Hafirðu við ritun pistilsins og upphafssetningar þinnar í svarinu kl. 3:16 notað orðið í loðinni eða fljótandi eða sérhæfðri merkingu, hefði þá ekki verið rétt að tiltaka það sérstaklega? Ég fæ ekki betur séð en að það detti botninn úr þessum ásökunum þínum, ef þér er það um megn að standa skil á orðum þínum. En það er svo sem ekkert kvörtunarefni fyrir mig, ef það kemur í ljós um þessa færslu þína, að botninn undir henni reynist vera suður í Borgarfirði.
Jón Valur Jensson, 3.6.2009 kl. 11:00
Jón virðist ekkert annað hafa að gera en hafa síðasta orðið og stroka út þá sem honum er illa við af blogginu sínu.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.6.2009 kl. 11:12
flottur pistill hjá þér sæmi , að vanda :) Sammála þér með JVJ, hann er "besti" stuðningsmaður evrópuaðildar sem hugsast getur.
Óskar Þorkelsson, 3.6.2009 kl. 11:24
Guðleysissambandið er mjög ógnvekjandi fyrir JVJ, sambandið mun taka allt af íslandi, við ráðum engu.
Svo skrifar JVJ næstu grein.. þar sem við eigum öll að leggjast undir páfann, páfinn talar við gudda, guddi ræður öllu, við ráðum engu.. en það er rosalega gott ef guddi ræður :)
DoctorE 3.6.2009 kl. 11:33
Benedikt, þetta órökstudda innlegg þitt minnir á þá staðreynd, að nefndur Sigurður Þ. Guðjónsson, kunningi minn og fyrrverandi bloggvinur, setti mig að ósekju í bann á neti sínu. Það er nú ástæðan fyrir því, að ég hef ekki svarað honum síðan!
(PS. Eins og menn taka eftir, svara ég hér einungis því, sem svaravert er á vefslóðinni.)
Jón Valur Jensson, 3.6.2009 kl. 12:33
Jón Valur: Upphaflega talaði ég um öfgamenn af þínu sauðahúsi. Þú getur kallað það að fara undan í flæmingi að vilja ekki tiltaka einhverjar ákveðnar öfgar eftir því sem þér líkar. Ég geri það ekki. Botninn dettur ekkert úr mínum skrifum þó ég standi ekki skil á mínum orðum nákvæmlega eins og þú vilt.
Benedikt: Ég hef engar áhyggjur af að Jón Valur stroki mig út. Ég mun eiga síðasta orðið á mínu bloggi ef mér finnst þess þörf.
DoctorE: Ég hef alveg áhuga á umræðum um Gudda og Sússa og fylgist oft með slíkum á blogginu hans Sigurðar Þórs Guðjónssonar.
Óskar: Takk.
Stefán: Takk. Ívar Hlújárn er eflaust mörgum kunnur þó ekki sé oft á hann minnst.
Sæmundur Bjarnason, 3.6.2009 kl. 14:03
Botninn er suður í Borgarfirði hjá Sæmundi Bjarnasyni í þessu máli, það er alveg orðið ljóst, eftir að hann gefst upp við það einfalda verkefni að finna orðum sínum stað eða viðurkenna ella það, sem ég fór fram á í 1. innleggi mínu hér. Meiri afskipti þarf ég ekki að hafa af þessu máli, nema önnur tilefni gefist til.
Jón Valur Jensson, 3.6.2009 kl. 15:56
Ég þarf heldur ekki að hafa frekari afskipti af þessu því Jón Valur er búinn að gefast upp. Verkefni mitt var aldrei að fara eftir duttlungum hans.
Sæmundur Bjarnason, 3.6.2009 kl. 16:45
Þetta fer að verða spennandi hérna!
Gæti endað með handalögmálum...
Malína 3.6.2009 kl. 16:55
Nei, Malína mín það yrðu þá vefslagsmál. Hvað sem um Jón Val má segja þá er ég sannfærður um að ofbeldismaður er hann ekki.
Sæmundur Bjarnason, 3.6.2009 kl. 18:04
Maður þarf ekki að vafra lengi um á netinu til að fá vef-boxhanskana hans JVJ nánast framan í sig...
Malína 3.6.2009 kl. 18:53
Sæll Sæmundur og þakka þér pistilinn.
Það er búið að rýra (gengisfella) svo merkingu orða þessa dagana, sérstaklega í bloggheimum, að orðið "öfgar" hefur tæpast merkingu og því illskilgreinanlegt. Svo er einnig að saka menn um landráð sem eitt sinn þótti verstur glæpa og hefði í einhvern tíma þótt öfgar að bera slíkt á menn ef ekki væri hægt að sanna það af ákæruvaldinu. Það gerir t.d. viðmælandi þinn og hefur oft gert og þarf ekki að leita lengra en í síðustu færslu hans.
Svanur Gísli Þorkelsson, 3.6.2009 kl. 21:14
Takk Svanur Gísli.
Ég er sammála þér um gengisfellingu orðanna. Ég er næstum hættur að kippa mér upp við að vera kallaður landráðamaður.
Sæmundur Bjarnason, 3.6.2009 kl. 21:37
Ekki kallaði ég þig landráðamann, Sæmundur, og Svanur Gísli fer með rangt mál (eins og lesendur geta sannfært sig um sjálfir), þegar hann segir, að "í síðustu færslu" minni hafi ég borið landráð á einhvern; orðið kemur ekki fyrir þar. En vissulega er landráðalöggjöf ríkja, jafnvel lýðveldisins Íslands, ekki saman sett að ástæðulausu, því að allur er varinn góður, og menn skyldu ekki þvertaka fyrir það í blindu trausti á gæfuna, að enginn Íslendingur eigi eftir að finna hvöt hjá sér til landráða á komandi árum eða hugsanlega á næstu mánuðum!
Jón Valur Jensson, 4.6.2009 kl. 00:05
Íslenska þjóðin er reyndar nýbúin að lenda í 30 landráðamönnum og við eigum eftir að sitja í brunarústunum eftir þá í allmörg ár til viðbótar.
Og viti menn - flestir þeirra eru samflokksmenn JVJ!
Malína 4.6.2009 kl. 00:20
Ég fer ekki með rangt mál Jón Valur. Þú þarft ekki að nefna landráð á nafn til að ásaka fólk um landráð. Í síðasta pistli þínum ásakar þú ráðmenn beinum orðum um að hafa setið á svikráðum við þjóðina í tengslum við inngöngu í EB sem þú telur vera brot gegn öryggi og sjálfstæði ríkisins. Og það er einmitt skilgreiningin á landráðum samkvæmt orðabók og það sem meira er, samkvæmt lagabókstafinum sjálfum sem þú ýjar að hér að hætta sé á að menn brjóti á næstunni.
Svanur Gísli Þorkelsson, 4.6.2009 kl. 00:31
Að einu leyti vil ég bera blak af Jóni Val þó mér finnist hann öfgafullur í flestu. Evrópuumræðan er mikið að harðna. Það eru fleiri en Jón Valur sem tala um landráð í því sambandi. Við þessu er lítið að gera. Engin landráðabrigsl eða önnur stóryrði fá mig til að skipta um skoðun í þessu máli.
Sæmundur Bjarnason, 4.6.2009 kl. 00:50
Væri ekki nær fyrir þig, Svanur, að tiltaka mín eigin orð í pistlinum í stað þess að koma hér sjálfur með þitt orðalag um þinn skilning á honum?
Þú hefur kannski tekið eftir blá- og feitlituðu orðunum þar í lokin:
"Burt með slík stjórnvöld, sem gera þvílíka svikasamninga við Breta."
Ekki var þetta krafa um að neinir tilteknir menn/ráðherrar yrðu dregnir fyrir dóm og dæmdir fyrir landráð, og hvergi í pistlinum kem ég auga á slíkt, en þú þekkir kannski meiningu mína miklu betur en ég?!
Hitt skaltu vita, að ég hef ekkert að fela í þessu efni, og hér er sá texti, sem þú telur sennilega réttlæta innlegg þitt áðan, en dæmi nú hver fyrir sig, hvað rétt sé í þessu:
"En nú er það kannski að verða ljóst, á hvaða svikráðum við þjóðina ráðamenn okkar hafa setið.
Það er í 1. lagi EKKI komið á hreint, að neinar verulegar eignir séu fyrir þessum 6–700 milljörðum króna [Icesave-innistæðunum (eins og Þór Saari bendir á; innskot hér, jvj).]
Í 2. lagi hafa þessi samningar ekki verið kynntir alþingismönnum, hvað þá bornir undir þá.
Í 3. lagi er SAMT verið að stefna út í undirskrift samninganna jafnvel strax á morgun!!!
Og í 4. lagi er greinilega verið að ýta á eftir þessu máli til að geta þar með greitt fyrir aðildarviðræðum við Evrópubandalagið! Sá aðgöngumiði getur orðið afar dýrkeyptur, þegar upp verður staðið, til viðbótar við öll önnur útgjöld vegna málsins.
Og allt er þetta að endingu að TEFJA og ÞVÆLAST FYRIR því, að stjórnvöld sinni því, sem miklu mikilvægara er: að bjarga fjárlagastöðu ríkissjóðs, fyrirtækjunum og heimilunum í landinu.
Menn taki svo eftir því, sem stendur hér efst í pistlinum [og er bein tilvitnun í viðtal Þórs Saari við Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, sjá HÉR], að þessir samningar þýði, að Íslendingar verði að "selja hér úr landi allan infrastrúktúr og auðlindir," öðruvísi náist þetta ekki! (Skilji ýmsir ekki orðið "infrastrúktúr", þá merkir það sjálfar grunnstoðir samfélagsins og gæti þá til dæmis átt við um Landsvirkjun og raforkukerfið, – og þegar lengst gengur: vegi landsins, brýr og vatnsréttindi í eigu ríkisins.)" – Tilvitnun í grein mína lýkur. Og nú getur Svanur Gísli loksins farið að ræða málið sjálft, sem allt þetta snýst um, í stað þess að láta eins og það snúizt fyrst og fremst um landráðabrigzl af minni hálfu.
Jón Valur Jensson, 4.6.2009 kl. 00:53
Heldur fjörgast nú hér í athugasemdum. Ég hélt að ég hefði átt síðasta orðið núna rétt áðan.
Mér er dálítið illa við að verið sé að copypeista í athugasemdakerfið mitt. Það fælir hugsanlega lesendur frá.
Mér finnst icesave málið vera annað mál þó ég hafi mínar skoðanir á því. Þetta eru tómar getgátur bæði hjá Þóri og Jóni.
Grunnurinn að allri þeirri vitleysu sem viðgengst útaf bankahruninu og öðru eru neyðarlögin sem voru sett í miklu fáti.
Sæmundur Bjarnason, 4.6.2009 kl. 01:09
Broslegt þegar sumir stökkva upp á nef sér af vandlætingu og kannast ekki við eigin orð.
Varðandi þá fullyrðingu JVJ að hann hafi ekki kallað menn "landráðamenn", þá nægir að benda t.d. á grein hans
"Stefnt á að leggja lýðveldið niður í núverandi mynd.
Í henni segir m.a: "Um er að ræða stjórnartillögu" (Mbl.is). Það er ótrúlegt að Vinstrigræn skuli fást til að "fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu," eins og segir í tillögunni. Stjórnin verðskuldar að FALLA ÁN TAFAR, áður en landráðin verða að veruleika".
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.6.2009 kl. 01:10
Jón Valur! Þú ert öfgafullur. Og hrokafullur líka. Sættu þig við það og gakktu við. 3 maríubænir og hlaupa tvo hringi kringum húsið þitt og þér er fyrirgefið.
Páll Geir Bjarnason, 4.6.2009 kl. 01:16
"En nú er það kannski að verða ljóst, á hvaða svikráðum við þjóðina ráðamenn okkar hafa setið." Þessi setning er eftir þig Jón Valur og ekki höfð eftir Þór eða Kristínu.
Þarna ásakar þú ráðmenn berum og beinum orðum um að hafa setið á svikráðum við þjóðina í tengslum við inngöngu í EB sem þú telur vera brot gegn öryggi og sjálfstæði ríkisins. Neitar þú því Jón Valur?
Og neitar þú því að það sé einmitt skilgreiningin á landráðum samkvæmt orðabók?
Þetta er Jón Valur, kjarni þess máls sem hér er til umræðu. Þú biður hér fyrstur um dæmi um "öfgatal" þitt. Ég segi í athugasemd öfga erfiða að greina þegar búið er að gjaldfella meiningu þess orðs og annarra eins og landráðs.
Og því miður ert þú ekki einn um þetta eins og Sæmundur réttilega segir. Þessar ásakanir liggja í munnvikunum á flestum EB andstæðingum um þá sem vilja hefja aðildarviðræður.
Svanur Gísli Þorkelsson, 4.6.2009 kl. 01:17
Báðir kjósið þið Sæmundur að rökræða ekki það, sem málflutningur minn stóð um. Það segir sitt.
En þegar litið er á setninguna, sem þú feitletrar úr grein minni, Svanur, þá er ekki samasemmerki milli hennar og næstu klausu, sem er þín. Það er t.d. ekkert þarna um "öryggi ríkisins" í orðum mínum.
Ég orða ekki hugsanir mínar svo í þessum texta, að ég ásaki berum orðum tiltekinn/tiltekna einstakling/a um landráð. Vel má vera, að ég geri það síðar meir, ef eða þegar ástæða verður til, sem margir óttast reyndar, já, margir, og reyndu að geta þér til, hvers vegna, eða ertu kannski svo haldinn því, sem sumir kalla "ESB-veikina", að þú getir engan veginn séð áhættuna sem lýðveldi okkar og æðsta löggjafarvaldi Alþingis er stefnt í með því að ana beint inn í þetta Evrópubandalag, eins og það er þó að verða með Lissabon-sáttmálanum, sem vofir yfir því?
* PS. Afsakið sein svör, en ég var löglega afsakaður – var að lesa sjálfan Jón Sigurðsson.
Jón Valur Jensson, 4.6.2009 kl. 02:24
Um hvað stóð málflutningur þinn, Jón Valur? Upphaflega um það hvort þú værir öfgafullur eða ekki. Þú ert öfgafullur en vilt bara ekki viðurkenna það.
Sæmundur Bjarnason, 4.6.2009 kl. 02:48
Það er gott að sjá þig lýsa því hér yfir Jón Valur að þú álítur að innganga í ESB séu ekki brot gegn öryggi og sjálfstæði ríkisins. Það er greinilegt að ég hef misskilið lungann úr skrifum þínum um ESB fram til þessa og umrædd svikráð eiga þá við eitthvað allt annað.
Svanur Gísli Þorkelsson, 4.6.2009 kl. 02:56
Mér sýnist Jón Valur vera kominn í 180° beygju með rök sín og orðinn harður ESB sinni.
Malína 4.6.2009 kl. 03:11
Mistúlkaðu ekki orð mín, Svanur. Ég hef hvergi sagt, "að innganga í ESB sé ekki brot gegn öryggi og sjálfstæði ríkisins." Hins vegar hafði ég ekkert fullyrt um öryggi ríkisins í þeim texta, sem þú varst að leyfa þér að túlka með þínum hætti.
Allir, sem þekkja skrif mín, vita vel, að sjálfstæði landsins, eins og við höfum búið við það frá 1. desember 1918, yrði að mínu áliti fyrir sínum almesta hnekki frá upphafi – og meiri en nokkur fullveldissinni myndi vilja una eða horfa upp á – ef ráðamenn landsins og jafnvel naumur meirihluti kjósenda myndi láta narrast til að samþykkja innlimun Íslands í Evrópubandalagið, alveg sama með hvaða fagurmælum það væri gert.
"Öllum gangi þeim illa, sem okkur [Íslendinga] vilja skilja" frá fullveldi okkar og æðstu löggjöf og yfirráðum yfir auðlindum okkar og sjávarnytjum.
Sæmundur, ekkert skal ég um það fullyrða, hvort þú sért öfgafullur, og ætla mér ekki að kemba pistla þína til að kanna það mál. Hins vegar þykir mér þú ekki tala hér af fullri sæmd, hrekst frá því að standa við orð þín eða reyna að finna þeim stað, og þykir mér það miður þín vegna.
Jón Valur Jensson, 4.6.2009 kl. 03:11
Orðaval þitt lýsir þínum innri manni. Það hvort ég væri öfgafullur var aldrei til umræðu. Þú treystir þér ekki lengur til að tala um þínar eigin öfgar. Sannleikanum verður hver sárreiðastur.
Sæmundur Bjarnason, 4.6.2009 kl. 03:25
Hverju lýsir þá orðaval ÞITT, Sæmundur, sem segir jafnvel hér ofar (kl. 0:50), að þér finnist ég "öfgafullur í flestu" – sem þú virðist þó hvorki fær um rökstyðja né jafnvel að tiltaka, hvað það er, sem þér þykir "öfgafullt" og hvers vegna. Ég fæ ekki betur séð en að þetta orðaval þitt sé í 1. lagi ábyrgðarlaust, í 2. lagi tillitslaust gagnvart persónu (bloggvini þínum raunar!), og í 3. lagi sýnist mér þú sjálfur gjalda þessa, því að ekki er þetta nú beinlínis rökleikni þinni til neinnar frægðar. Hvort það geri orðfæri þitt "öfgafullt", skal ég hins vegar ekkert fullyrða um, en óneitanlega sýnist mér þú fara offari í þessu máli. Hafðu samt ekki áhyggjur af mér, vandamálið er þitt, ekki mitt.
Jón Valur Jensson, 4.6.2009 kl. 03:43
Að þú neitir því Jón Valur að þú hafir orðið uppvís af öfgafullu orðfæri eins og að nota orðið landráð um áform ESB sinna. Það felur í sér viðurkenningu á því að þú álítir orðið landráð öfgafullt, því um það fjallar umræðan, hvort þú sért öfgafullur eða ekki. Samt skrifar þú "...og Steingrímur J., Ögmundur og allt það lið láta þessa vanhæfu leiðtoga Samfylkingar fífla sig til að taka undir landráðatillögu þeirra"
Bíddu við, hvaða öfgar eru þarna á ferð. Nafngreindir einstaklingar, að styðja tillögu um landráð???
Hvað áttu við þarna Jón Valur?
Varstu kannski ekki að tala um tillögu sem ógnaði öryggi og sjálfstæði ríkisins eins og mér fannst þú vera að meina þegar þú skrifaðir um svikráð ráðamanna þjóðarinnar, heldur eitthvað allt annað?
Svanur Gísli Þorkelsson, 4.6.2009 kl. 03:53
Jón Valur: Bara það að þú þurfir alltaf að eiga síðasta orðið í hverri einustu umræðu sem þú tekur þátt í ER öfgafullt.
Malína 4.6.2009 kl. 04:10
Orðið 'landráð' er alls ekki "öfgafullt", Svanur, það er einfaldlega lýsandi orð um visst athæfi, viðeigandi orð á réttum stað í þeim bálki almennra hegningarlaga, sem um þetta fjallar.
Ég vona, að þú eigir aldrei eftir að horfa til baka og sjá, að stjórnmálamenn þessa lands hafi framið landráð – ráðið landið eða borgara þess undan eigin æðsta valdi þjóðarinnar sjálfrar og hennar kjörna Alþingi. Og farðu nú að hugsa um aðalatriði þessa máls – óendanlega miklu þungvægara en karp þitt um orðaval mitt, þegar ég vara við svikum við þau lands- og þjóðar-réttindi, sem Jón Sigurðsson og eftirmenn hans tryggðu okkur, en SUMIR vilja farga í kaupum eða skiptum fyrir eitthvað allt annað, sem þeir hafa enga tryggingu fyrir að verði hlutskipti okkar eftir 20 eða 40 ár.
Já, reyndu að takast á við texta minn til þín í 2 og 3. klausu (málslið) innleggs míns hér ofar kl. 3:11, eða er það eitthvert feluefni fyrir þig að gera svo?
Sofðu svo vel á þessu máli, þú þarft þess með að hugsa þig um, sýnist mér.
Jón Valur Jensson, 4.6.2009 kl. 04:16
Kannski er þetta bara alveg rétt hjá Malínu. Þá sit ég uppi með öfgarnar að þessu sinni nema þú takir þann kaleik frá mér. Þar að auki er þessi svarhali orðinn svo langur að varla er á hann bætandi. Veit heldur ekki hvort þú ert að tala við mig eða Svan. (nenni ekki að gá í 3. kafla 11. vers.)
Sæmundur Bjarnason, 4.6.2009 kl. 05:04
Einar:
Samkvæmt almennum hegningarlögum er hámarksrefsing fyrir landráð 10 ár.
Til allra: Landráð geta verið mismunandi samkvæmt lagalegum skilningi. Sum brot þykja smávægileg og fyrir þau getur refsingin verið smávægileg sekt.
Almenn hegningarlög (nr19/1940). X.Kafli fjallar um landráð.
Axel Þór Kolbeinsson, 4.6.2009 kl. 08:41
Reyndu að takast á við texta minn, mín rök eru bestu rök í heimi: JVJ
Það er nú ekki alveg samkvæmt biblíu að vera svona rogginn með sjálfan sig JVJ minn :)
DoctorE 4.6.2009 kl. 09:43
Miðað við fréttir og þær kenningar sem hafa spunnist í kring um þær, þá gæti þessi grein átt við einhverja einstaklinga. Eins og þú kannski manst Einar, þá er búið að leggja fram ákæru vegna landráða, en sá sem lagði þá kæru fram sakaði Samfylkinguna sem lögaðila um landráð. Ég veit ekki hvernig þeirri kæru hefur reitt af í kerfinu.
P.s. Þessi grein hér fyrir ofan leiðréttir fyrri orð mín. Hámarksrefsing er ævilangt fangelsi, sem er að mig minnir allt að 18 ár.
Axel Þór Kolbeinsson, 4.6.2009 kl. 09:50
(Feitletrun er mín)
Axel Þór Kolbeinsson, 4.6.2009 kl. 09:51
Erlend yfirráð gæti átt við eitt eða fleiri ríki, og jafnvel erlent fyrirtæki. Ég er samt ekki viss hvort þessi lög yrðu túlkuð vítt eða þröngt ef landráðamál færi einhverntíman fyrir dóm. Mér vitanlega hefur það aldrei gerst, en Sæmundur er eldri en ég og man kannski eftir einhverju tilviki.
Axel Þór Kolbeinsson, 4.6.2009 kl. 10:08
Jón Valur; Tilefni þessarar umræðu eru þessi orð þín, og aðeins þessi orð þín;
"Hvar til dæmis í pistli mínum nýbirtum sýnist þér ég fara með öfgatal um þetta bandalag (og um hugarfarstengsl sumra pólitíkusa við það)?"
Þú hefur ítrekað reynt að færa umræðuna frá því sem hún var, þ.e. að sjá hvað væri hæft í þeirri staðhæfingu Sæmundar að þú sért öfgafullur í skrifum þínum, í að ræða efnislega kosti þess og galla að ganga í ESB.
Nú þegar þú hefur svo prúðmannlega viðurkennt að þér finnist orðið landráð "alls ekki öfgafullt" þrátt fyrir að hafa þráast í alla síðasliðna nótt við að viðurkenna að hafa notað það og ígildi þess, á þeirri forsendu að það væri dæmi um öfgar þínar, þá er þessari umræðu lokið. Þú hefur með eigin orðum sannað staðhæfingar mínar í upphaflegri athugasemd minni til Sæmundar;
"Það er búið að rýra (gengisfella) svo merkingu orða þessa dagana, sérstaklega í bloggheimum, að orðið "öfgar" hefur tæpast merkingu og því illskilgreinanlegt. Svo er einnig um að saka menn um landráð sem eitt sinn þótti verstur glæpa og það hefði í einhvern tíma þótt öfgar að bera slíkt á menn ef ekki væri síðan hægt að sanna það af ákæruvaldinu. Það gerir t.d. viðmælandi þinn og hefur oft gert og þarf ekki að leita lengra en í síðustu færslu hans."
Svanur Gísli Þorkelsson, 4.6.2009 kl. 10:10
Ég þakka Axel Þór fyrir innlegg hans hér og áminningar um landráðalögin.
Þar eru þess háttar ákvæði, að verulegan skort á ímyndunarafli þarf til, að menn sjái ekki, að þau geti ekki átt við um fyrirætlanir sumra hér á landi. Tökum t.d. þennan kjarna úr 86. gr.: "Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með [...] svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt."
Sé það stefna einhverra þingmanna að ráða æðsta löggjafarvald Alþingis og íslenzka ríkisins undan því og koma því undir erlent vald, "erlend yfirráð," t.d. stofnana Evrópubandalagsins, og að gera þetta á þann sviksamlega hátt að narra íslenzka kjósendur til fylgis við þetta með því að láta sem minnst (og helzt ekkert) á því bera, að þetta sé meðal þess, sem gerist við inngöngu í Evrópubandalagið, þá fæ ég ekki betur séð en það væru "svik" af nefndu tagi.
Ef Svanur Gísli er því ósammála, hefur hann a.m.k. ekki fært rök fyrir því hér.
Hans skjól er kannski það, að þessir menn hafi ekki orðið fyrir opinberri ákæru. Hann hyggur kannski, að "ákæruvaldið" sé hér einfaldlega í höndum ríkissaksóknara. En 97. gr. landráðalaganna kveður reyndar á um sérstaka meðferð slíkrar ákæru: "Mál út af brotum, sem í þessum kafla getur, skal því aðeins höfða, að dómsmálaráðherra hafi lagt svo fyrir, og sæta þau öll opinberri meðferð." (Leturbr. mín.) Og það verður trúlega snúið fyrir dómsmálaráðherra í vinstri stjórn að eiga frumkvæði að slíkri málshöfðun gegn einhverjum af aðstandendum þeiss stjórnarmeirihluta á Alþingi!
Samt eiga öllum að vera ljós þessi ákvæði, efnislega séð. Alveg burtséð frá því, hvort eitthvað sé ólöglegt eða tækt til ákæru eða hvort slík ákæra eigi sé í raun og veru stað, þá eru efnisatriði laganna skýr, og þar hljótum við að koma auga á siðferðishliðina á ákvæðum þeirra, nema við göngum með sérstaka augnleppa.
Athugið ennfremur, að landráðalögin ná líka yfir gáleysistilfelli (sjá t.d. 2. málslið 90. gr., 4. ml. 91. gr.). Höfum það þá líka hugfast, sem Páll Skúlason prófessor mælti um landráð af gáleysi. Margir munu hafa tekið afstöðu til Evrópubandalagsins án þess að ætla sér nein skref í áttina til landráða, enda væntanlega ómeðvitaðir með öllu um það alvarlega fullveldisafsal sem ég vék að hér ofar (þ.e. framsal æðsta löggjafarvalds út fyrir landsteinana), enda hafa Evrópubandalags-varðliðar Samfylkingarinnar gert sitt til að halda því leyndu.
Einar Hansson, Evrópubandalagssinni, leggst hér á sveifina með Svani og Sæmundi og segir kl. 10.01: "Nú er ESB ekki ríki heldur samband sjálfstæðra ríkja, þannig að 86. gr. grípur ekki" (sic). – En 86. gr. talar ekki um erlent ríki, heldur "erlend yfirráð". Þar að auki er Evrópubandalagið (EB) að breytast í yfirríki, það ákveður t.d. mjög eindregnar ráðstafanir í þá átt með Lissabon-sáttmálanum; æðsta löggjafarvald EB á öllu sínu svæði, ríkisstjórn (framkvæmdastjórnina) með forseta, þing, fána, eigin her o.fl. sem tilheyrir ríkisvaldi, allt bendir þetta í þá áttina, og Svíar eru að gera sér grein fyrir því – eða eins og Johan Hakelius orðar það: að fyrirkomulagið í EB, sem Svíar eru að reka sig á, "þýði einfaldlega að það sé Evrópusambandið en ekki Svíþjóð sem sé sjálfstætt ríki. Sé Svíþjóð stjórnað af þingi þar sem 97,6% fulltrúanna eru kosin af öðrum en sænskum kjósendum þá sé landið einfaldlega alveg eins ósjálfstætt og [sænska smáborgin] Kalmar. Hann spyr síðan að því hvenær Svíar hafi samþykkt þetta." (Skv. frétt sem nánar greinir frá á tengli mínum.)
PS. Einar Hansson kvartar yfir orðum mínum sem brigzlum, en sjálfur hefur hann sagt á netinu: "Forseti Tékklands er alrómaður kjáni. [...] Forseti Tékklands er athlægi í öðrum löndum Evrópu." Þetta eru líklega ekki brigzl í Einars huga!
Jón Valur Jensson, 4.6.2009 kl. 12:48
Mér sýnist á öllu, að Svanur Gísli geri hér þau gömlu mistök að skjóta á sendiboða válegra tíðinda. En ef atburðir okkar eigin samtíðar eru komnir á svo alvarlegt og öfgakennt stig, að einhverjir séu tilbúnir að framselja æðsta og úrslitavald yfir löggjöf þjóðarinnar til erlends yfirríkjabandalags, þá ætti ÞAÐ vitanlega að vera eitthvert mesta áhyggjuefni þjóðhollra manna – ekki hitt, að glöggir menn bendi á, að slíkur ásetningur jafngildi í raun vilja til landráða af hálfu viðkomandi manna.
Jón Valur Jensson, 4.6.2009 kl. 13:01
Jahérna, það er ótrúlegt hvað verður alltaf heitt í hamsi þegar talað er um trúarbrögð. Þetta eru yfirleitt heitustu umræðurnar, ásamt nokkrum öðrum liðum.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.6.2009 kl. 15:13
Margt af því sem Jón Valur segir eru túlkanir sem hann gefur sér að séu réttar þó það sé alls ekki allra álit. T.d. talar hann um yfirríkjabandalag og á þá líklega við ESB. Þetta mundu ekki allir falllast á.
Annars er ég ekki tilbúinn að skattyrðast hér við Jón Val á þeim forsendum sem hann ákveður. Þessi svarhali er líka orðinn svo langur að lesendur hljóta að vera orðnir örfáir.
Sæmundur Bjarnason, 4.6.2009 kl. 15:18
Misritun var hjá mér í 2. setningu innleggs míns kl. 12.48. Þar átti að standa:
Þar [í landráðalögunum] eru þess háttar ákvæði, að verulegan skort á ímyndunarafli þarf til, að menn sjái ekki, að þau geta átt við um fyrirætlanir sumra hér á landi.
En á skattyrðum hér á síðunni hef ég engan áhuga.
Jón Valur Jensson, 4.6.2009 kl. 15:39
En eins og Malína hefur sagt þá hefur þú mikinn áhuga á að eiga hér síðasta orðið. Ekki er víst að þér takist það.
Sæmundur Bjarnason, 4.6.2009 kl. 15:52
Eitt langar mig að spyrja svona í bláendann, bæði Sæmund og Jón Val. Þar sem þið eruð mér eldri menn og greindari; Hvort nokkurn tíman hafi landráðamál komið fyrir dómstóla hér á landi?
Axel Þór Kolbeinsson, 4.6.2009 kl. 15:52
Axel: Ekki minnist ég þess. Enda held ég að þetta landráðatal sé bara orðalag en ekki alvara.
Sæmundur Bjarnason, 4.6.2009 kl. 15:56
Að sjálfsögðu er þetta hið mesta alvörumál, enda liggur jafnvel dauðarefsing við sumum tegundum landráða í mörgum löndum (og í Frakklandi og Bretlandi til skamms tíma). En mér er ekki kunnugt um nein tilfelli landráða hérlendis, sem betur fer. En "einu sinni verður allt fyrst," segir þó málshátturinn.
Jón Valur Jensson, 4.6.2009 kl. 16:07
Ef engin hafa verið landráðin framin, þarf þá ekki Jón Valur að biðja þá sem sakaðir hafa verið um landráð í Evrópuumræðunni afsökunar?
Ég vísa m.a. til þess sem ég ritaði kl.01:10
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.6.2009 kl. 16:14
Síðastur !!!
Benni 4.6.2009 kl. 16:22
Halló, Jón Valur! Lokahnykkurinn er eftir! Þessari umræðu verður ekki lokið fyrr en þú hefur lagt inn síðasta orðið!
Malína 4.6.2009 kl. 16:46
Þetta er að breytast í venjulegan síðastaleik. Ég vil vera með.
Sæmundur Bjarnason, 4.6.2009 kl. 16:48
Malína 4.6.2009 kl. 16:50
Voru fimmeningarnir sem rifu niður þýska fánann á Sigló 1933 (þ.á.m. Steinn Steinar) ekki dæmdir sem landráðamenn í tveggja til þriggja mánaða fangelsi hver - óskilorðsbundið. Dóminum var að víu aldrei framfylgt held ég.
Moggi þess tíma var í sjálfu sér ekki hissa á gjörningi fánaniðurrifsmanna því eins og hann orðaði það víst væri “ekki ný bóla að Siglufjörður sé um síldveiðitímann vettvangur þeirra manna, sem á lægsta menningarstigi standa í þjóðfélagi voru ….”
Svo minnir mig ég hafi lesið einhversstaðar að í Natómálinu öllu hafi einhver (stuðningsm. Natóaðildar) kært eða kannski frekar ætlað að kæra einhvern Sósíalistaþingamannana fyrir að kalla sig landráðarmann.
Sá sneri sig útúr málinu með því að segja a hann hefði meint landráðamaður í fornri merkingu: Sá sem ræður fyrir landi.
Eg bara man þetta ekki nógu vel. Líklega hefur það mál aldrei farið fyrir dómsstóla. Annars voru menn kæruglaðir stundum í gamla daga.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.6.2009 kl. 18:54
Hmm. Var ekki þetta með Stein kallað "óvirðing við erlent ríki"? (vinsæll frasi líka) Man þetta ekki með vissu. Rámar í þetta með fornu merkinguna líka.
Sæmundur Bjarnason, 4.6.2009 kl. 20:41
Sæmundur, jú þetta er rétt hjá þér. Þeir voru dæmdir af 95. grein almennra hegningarlaga (sem aftur flokkast undir 10. kaflann um Landráð.
http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=717&gerd=Frettir&arg=3
http://www.althingi.is/dba-bin/unds.pl?txti=/wwwtext/html/lagasofn/136a/1940019.html&leito=landr%E1%F0#word1
Uppagaflegu heimildina hafði ég frá
http://www.siglo.is/news/popupPrint/80
Þar er tekið svo til orða, að þeir hafi verið dæmdir sem landráðamenn.
Enn allavega, ljóst að ekki er beinlínis verið að tala um landráð í merkingunni sem ESB menn eru stundum sakaðir um. (annars er fróðlegt að gúggla "esb landráð")
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.6.2009 kl. 21:34
Þetta eru góðar heimildir sem þú fannst Ómar og hafðu þökk fyrir.
Reyndar finnst mér dæmið frá Siglufirði vera skrýtið þar sem þeir eru dæmdir fyrir að smána flokksfána nasista, en ekki þjóðfána.
Hinsvegar er dæmið frá 2002 áhugavert, sérstaklega í ljósi þess að dómsmálaráðherra þarf að mæla fyrir að mál sem varða X.kafla séu tekin fyrir dóm.
Axel Þór Kolbeinsson, 4.6.2009 kl. 22:11
Menn mega ekki gleyma einni staðreynd: Við hefðum sloppið við, að útrásarvíkingar gætu farið í sín ævintýri á okkar ábyrgð, ef við hefðum EKKI verið með EES-samninginn.
Jón Frímann er frakkur í sínum svörum og ósvífinn, strax í 1. setningu og skrökvar þar.
En hann má eiga það, að hann er sá eini sem reynir þó að svara mér efnislega um Evrópubandalagið. En hvaða RÖK eru þetta að segja: "Allt tal um tap á fullveldi er tóm þvæla," til að svara innleggjum mínum 3.6. kl. 1:19 [1. innlegginu] og kl. 12:48 í gær (og kl. 13:01)? Svona svar Jóns Frímanns er ekki röksemd gegn þeirri vottfestu staðreynd, að Evrópubandalagið áskilur sér og fær fullt og úrslita-löggjafarvald yfir öllum nýjum meðlimaríkjum.
Eða þorir einhver að mótmæla því með rökum? Það segir mikið, að enginn hefur treyst sér til þess hér á síðunni hingað til.
Jón Valur Jensson, 5.6.2009 kl. 00:10
Við hefðum sloppið við, að útrásarvíkingar gætu farið í sín ævintýri á okkar ábyrgð, ef við hefðum EKKI verið með EES-samninginn.
Þetta er endemis þvæla hjá þér JVJ.
Óskar Þorkelsson, 5.6.2009 kl. 00:15
Svona á nafni minn létt með að ljúga upp á mig: "Jón Valur, er það þessvegna sem þú hefur alltaf bannað alla þá sem eru með andstæðar skoðanir en þínar, en leyfir á sama tíma alla þá sem samþykkja bullið í þér." – Menn sjá þetta afsannað rækilega á Moggabloggi mínu í hverri einustu viku á innleggjum manna, sem eru mér ekki sammála og andmæla mér sumir hverjir harkalega, hvort sem það snertir trúmál eða pólitík, lífsverndarmál eða Evrópubandalagið o.s.frv., jafnvel þótt ég hafi sett vefsíðu minni þann standard að úthýsa þar guðlösturum og mannorðsníðingum. En ég þakka Jóni Frímanni innvirðulega fyrir að gera mér svona auðvelt, eins og hér mátti sjá, að hrekja þessa ósannsöglu og ósvífnu fullyrðingu sína.
Takið svo eftir því, að hann afneitar því EKKI, að Evrópubandalagið áskilur sér og fær fullt og úrslita-löggjafarvald yfir öllum nýjum meðlimaríkjum, heldur reynir hann að lina þann sannleika með því, að Íslendingar eigi eins og aðrir fulltrúa í Evrópuþinginu og öðrum stofnunum EB sem að þessu koma.
En hver er staðreyndin um vægi okkar og aðstöðu í því máli? Sem EB-þjóð (sem við verðum vonandi aldrei!) hefðum við einungis 5 atkvæði af 790 í Evrópuþinginu, þ.e. o,63%, og þrjá ráðherra af 348 í ráðherraráðinu eða o,86% (sbr. HÉR). Ólíklegt er, að við fengjum fulltrúa í framkvæmdastjórninni nema einn í mesta lagi 5 ár af hverjum 10, og áhrif okkar í bandalaginu yrðu hverfandi lítil, á meðan áhrif hinna þjóðanna, sem ráða fengju 99,37% um okkar fullveldismál í Evrópuþinginu og 99,14% um sömu mál í ráðherraráðinu, myndu valta yfir allt, sem þeim sýndist henta, og myndi okkur þar skammt duga að reiða okkur á stuðning Dana, Svía og Finna, sem sjálfir kvarta og kveina vegna sáralítilla áhrifa sinna í þessum valdastofnunum! Sjá um það sérstaklega um stærstu Norðurlandaþjóðina, Svía (sem hafa t.d. 10 menn í ráðherraráði EB (Danir og Finnar aðeins 7 hvorir), seinni partinn af þessu innleggi mínu hér 4. júní kl. 12:48. Hafi Svíar hverfandi lítil áhrif i Evrópubandalaginu, þá getur ENGINN TREYST því, að Ísland hafi þar nokkur áhrif, sama hversu oft hr. Jón Frímann lofar því upp í ermina á sér.
PS. Óskar Þorkelsson, innlegg þitt hér kl. 0:15 sómir sér vel með öðrum athugasemdum þar sem beitt er "þetta er þvæla"-röksemdinni. Ertu kannski lærisveinn Jóns Frímanns, eða er það á hinn bóginn?
Jón Valur Jensson, 5.6.2009 kl. 02:01
1. klausa J.Fr.: Ósönnuð og röng.
2. klausa: Þar segir JFr satt í þessu atriði: "Þó er það staðreynd að þegar ríki ganga inn í ESB, þá samþykkja þau að taka upp þá löggjöf sem ESB leggur til," nema hvað "leggur til" er allt of lint orðalag. Evrópubandalagslögin verða ÞÁ ÞEGAR að lögum, þegar þau eru samþykkt þar úti, myndu hafa þá þegar lagagildi hér á landi, og þau þarf EKKI að samþykkja á Alþingi, það er ekki einu sinni ráð fyrir því gert, og þar að auki hafa þau FORGANG (precedence) fram yfir öll lög, sem við eða aðrar þjóðir EB kynnu að hafa, sem mótstríða nýjum EB-lagabálkum.
Þetta sjá menn allt með því að fara inn á tenglana í tilvísuðum innleggjum mínum hér ofar, en það er afar gagnlegt til viðbótar að benda á þennan, sem er mjög aðgengilegur og auðskilinn: http://blogg.visir.is/jvj/2009/05/23/samviskuspurningar-til-eb-sinna/.
JFr talar hér um "vanþekkingu" mína og lætur sem hlutirnir séu ekki að breytast í meiri miðstýringarátt með Lissabon-sáttmálanum, lætur í veðri vaka, að Írar fái einhverju breytt um svo mikið grundvallarmál sem fulltrúa smáríkja í framkvæmdastjórninni, en það er AFAR ólíklegt, þótt eitthvað annað verði látið þeim eftir til að fá þá til að samþykkja Lissabon-sáttmálann.
JFr, sem greinilega telur sig hafa "þekkingu" á málunum, hefur þó ekki (1) neins staðar upplýst um þessi æðstu löggjafarréttindi EB á kostnað allra eldri laga meðlimaríkjanna né heldur (2) minnzt hér á það, að Lissabon-sáttmálinn afnemur neitunarvald hinna einstöku ríkja í löggjöf og ákvörðunum bandalagsins nema í hermálefnum.
Ég var að fást við annað áðan, svara þessu því nú í flýti, enda ekki stætt á því að vaka lengur, en þess má geta að lokum, að eins og Íslendingar tala um Lissabon, ekki Lisbon, þá má líka benda Jóni á, að framkvæmdastjórn EB er betur nefnd "ríkisstjórn EB" (í reynd), eins og Hjörtur gerir, heldur en "executive branch". Tölum íslenzku, tölum sannleikann, og felum hann ekki fyrir mönnum, nafni!
Jón Valur Jensson, 5.6.2009 kl. 03:14
Þetta er kostuleg lesning Sæmundur og halinn nú orðin svo langur að hann er farinn að vinda upp á sig og orðin að hálfgerðum útúrsnúningasnúð. Og eitthvað segir mér til um að honum sé ekki lokið enn nú þegar Frímann hefur orðið við ósk Jónsog tekið að sér að skylmast við hann um lífsins lögmál og ESB.
Pax vobiscum
Svanur Gísli Þorkelsson, 5.6.2009 kl. 10:27
Ég er mjög tímabundinn nú, en JFr heldur sig við svigurmæli, falsanir og aróðurskennda framsetnigu, t.d. þegar hann segir: "Íslendingar koma ekki að setningu löggjafar sem þarf að taka upp í gegnum EES samninginn," það er rangt hjá honum, eins og Björn Bjarnason o.fl. hafa fjallað um og liggur fyrir í heimildunum. Við höfum með Norðmönnum og Liechtensteinum aðstöðu til að aðhæfa þau lög, sem og að neita samþykkt þeirra, eins og Ögmundur ráðherra gerði í einu tilviki um daginn, og jafnvel laga þau eftir á, sbr. vökulög bílstj´ra. Evrópubandalagslög verða lög alls staðar í EB samstundis, en EES-lög þarf Alþingi að samþykkja, en þau eru um leið ekki nema fjórðungur af því, sem EB-lögin yrðu. 80% af nýrri löggjöf í Þýzkalandi er EB-lög, en um 20% af nýrri löggjöf hér kemur í gegnum EES eftir áðurgreinda aðkomu EES-landanna Nor., Liecht. og íslands.
Jón Valur Jensson, 5.6.2009 kl. 14:18
Komið þið sæl !
Lítill karl; reynist þú vera, Sæmundur Bjarnason, í allri þinni orðræðu.
Nafni minn; Þorkelsson - Malína - Svanur Gísli - Axel Jóhann - Páll Geir - Einar Hansson - Jón Frímann og Ómar Bjarki !
Þjónkun ykkar; við Fjórða ríki Nazistanna (hvítflibbuðu - í þetta sinn), suður á Brussel völlum, er til marks um, hversu smá þið eruð, sem lítilsigld, og þæg verkfæri, í krumlum fordæðunnar Jóhönnu Sigurðardóttur ''styrkþega'' 200.000. - krónanna, úr lúkum frjálshyggju niðurrifsaflanna, hér um árið.
Sjáandi; innræti þitt, Axel Jóhann Hallgrímsson, til Landvætta okkar, sem Fjallkonu, skal mig ekki undra, að þú teldir mig lítt, til spjallvináttunar, feng í vera, að nokkru - þó; hafi mig ekki misminnt, hafir þú leitað hennar, á sínum tíma. En; svo reynist þú vera - ómengaður krata skratti, ágæti drengur. Það lá að.
Axel Þór Kolbeinsson; er einn ötulustu skylminga manna, íslenzkrar þjóðerniskenndar, og hefir staðið vel, í ístaðinu, fyrir þann mæta dreng, Jón Val Jensson, sýnist mér.
Með; afar þungum kveðjum, Íslendings af gömlum meið /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason 5.6.2009 kl. 14:54
Seint koma sumir en koma þó. Mér finnst að þú ættir að draga aðeins úr svigurmælunum Óskar Helgi. Allir mega þó að sjálfsögðu skrifa hér og engar sérstakar kvaðir lagðar á menn.
Sæmundur Bjarnason, 5.6.2009 kl. 15:09
Óskar, hvað ávirðingar þínar snertir hef ég aldrei lýst mig fylgjandi Evrópuaðild, frekar hitt.
En ég er fylgjandi því að við Evrópusambandið sé rætt og málið skoðað. Það hefur aldrei skaðað að tala saman.
Verði útkoman úr þeim viðræðum ekki ásættanleg mun ég greiða atkvæði á móti eins og ég hef áður sagt.
Það fer þér ekki vel Óskar að ásaka fólk um Nasisma.
Mér sýnist Óskar að þú hafir af mér tekið ómakið að útskýra hvers vegna ég tók þig af bloggvinalistanum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.6.2009 kl. 15:18
Sæmundur og Axel Jóhann !
Fagnið; fagnið nú, afrekum ykkar fólks, þeirra Jóhönnu og Steingríms, nema, ... þið séuð það lítt upp vaxnir, siðferðilega, að vilja ekki viðurkenna HRYÐJUVERK þessarra ''leiðtoga' , með ráðgerðinni nýjustu, undir leiðsögn Svavars Gestssonar. 252 + 650 Milljaraðar, mögulega, með vöxtum, og öðru tilheyrandi, misminni mig ekki, hverja, ört fækkandi Íslendingum er ætlað, að greiða.
Eruð þið ekki stoltir; ESB fylgjarar ?
Verið menn til; að viðurkenna óþjóðhollustu ykkar - og; Axel Jóhann, lestu betur, síðu mína, áður en þú ferð að kenna stjórnmála skoðanir mínar, við innfluttar kenningar, eins og þess NAZISMA, hverjum þú vilt kynnast nánar, með ''viðræðum'', við gömlu nýlenduveldin, suður í litla rananum, út úr stóru álfunni í austri, Asíu, ágæti drengur.
Jú; rétt er það. Hugmyndafræðilega; á ég samleið, með hugsjónum Hvítliða í byltingunni rússnesku - Kuomingtang hreyfingunni kínversku, auk þeirra Salazars heitins í Portúgal, og Francós, á Spáni.
Hefir ekkert; með heimsyfirráða- og kynþáttahyggju, gamalla, sem nýrra Nazista að gera, Axel Jóhann Hallgrímsson !!!
Punktur !
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason 5.6.2009 kl. 15:48
Við Evrópusinnar þurfum ekkert að óttast á meðan andstæðingar ESB tefla fram málsvörum á pari við Jón Val og Óskar Helga. Á meðan þeir tjá sig um Evrópusambandið bætist æ fleira fólk í liðið okkar.
Malína 5.6.2009 kl. 15:55
Enn skrökvar Jón Frímann hér, m.a. þessu um meinta vanþekkingu Björns Bjarnasonar: "Það sem Björn Bjarnason áttar sig ekki á er að umsagnarréttur gefur EES ríkjunum aðeins tækifæri á að koma sínum skoðunum á framfæri þegar lögin eru dregin upp." – En þetta er rangt eða í það minnsta villandi, því að eftir að lögin koma frá EB, hafa nefnd þrjú ríki rétt og aðstöðu til að fá þau löguð að sínum aðstæðum.
En svo er reyndar margt í innleggjum mínum, sem JFr hefur ekki einu sinni dirfzt að andmæla, menn taki líka eftir því, t.d. um margföldun laga frá Brussel hingað til lands, ef við létum narrast til að ganga í þetta ofurbandalag.
Mun fleiri villur eru í innleggjum JFr hér, en ég er upptekinn í dag og í kvöld og kem með mínar leiðréttingar eftir það. Pilturinn, sem talaði hér um vanþekkingu annarra, JFr sjálfur, fór með fleipur í blaðagrein í Mogganum um daginn, og er rétt að leiðrétta það við fyrsta tækifæri.
Jón Valur Jensson, 5.6.2009 kl. 16:09
Ég segi nú eins og Axel Jóhann að ég hef aldrei lýst mig fylgjandi ESB aðild þótt ég telji að aðild sé óumflýjanleg og aðeins tímaspursmál hvenær hún verður að raunveruleika.
Ég sé samt að Jón Valur og nú Óskar Helgi setja mig báðir á bekk með þeim sem eru fylgjandi aðild, en á hvaða forsendum veit ég ekki.
Það er tvennt ólíkt að færa rök fyrir því að það sé öfgatal að saka fólk sem er fylgjandi aðild að ESB um landráð og að lýsa sig sjálfan fylgjanda aðildarinnar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 5.6.2009 kl. 16:18
Ég verð að þakka Óskari Helga, sveitunga mínum hólið, þótt ég kenni mig frekar við þjóðhyggju en þjóðerniskennd, enda kemur mér þjóðerni þeirra sem byggja þessa þjóð ekkert við. En hinsvegar er mér umhugað um þjóðina og landið sem hún byggir (sem er náttúrulega eldri skilningur á hugtakinu þjóðerniskennd).
Axel Þór Kolbeinsson, 5.6.2009 kl. 18:13
Síðuhöfundur er greinilega einn af þeim sem óttast það að nota viðurkennt íslenskt mál, þetta er nú orðið frekar útbreiddur ótti sbr. að alls ekki má lengur tala um mellur eða hórur heldur aðeins um mansal.
Heldur er nú orðin dýr aðgöngumiðinn að ESB ef við þurfum að undirgangast greiðslurnar fyrir ICEsave reikningana og hver sá sem mælir með þessari fórn til að þóknast ESB hlýtur að teljast föðurlandssvikari/landráðamaður.
Jón Valur er mætur maður og á alls ekki skilið þennan níð sem hér er viðhafður.
Guðrún Sæmundsdóttir, 5.6.2009 kl. 19:14
Hver hefur hrakið þau rök Jóhönnu að eignir Landsbankans komi til með að dekka þetta lán 95% og vextina af því Guðrún?
Svanur Gísli Þorkelsson, 5.6.2009 kl. 19:21
Ef svo er eiga eignir Landsbankans að ganga strax uppí skuldina, þessar eignir eru illseljanlegar einsog aðrar bankaeignir. Íslenskir samningamenn eiga ekki að taka annað í mál en að eignirnar komi strax til frádráttar, og bretar/hollendingar sjái sjálfir um að koma þeim í verð.
Guðrún Sæmundsdóttir, 5.6.2009 kl. 20:10
Guðrún er með nákvæmlega ekkert fjármálavit :) gott að hún ræður engu í þessu máli.
Óskar Þorkelsson, 5.6.2009 kl. 20:14
Ég hélt að ég hefði fylgst sæmilega með umræðum hérna en hef ekki hugmynd um hvenær hórur og mellur komu inn í þessa umræðu. Guðrún Sæmundsdóttir veit það kannski.
Hún talar líka um "síðuhöfund". Er eitthvað erfitt að segja nafnið mitt?
Sæmundur Bjarnason, 5.6.2009 kl. 20:20
Guðrún: Það er verið að taka lán til að borga Icesave skuldirnar. Þær skuldir eru +i raun við fjölda aðila. Þeir sem Icesave skuldar geta ekki tekið eignir Landsbankans upp í. Þeir lögðu inn peninga og vilja fá peninga aftur. Sá sem veitir okkur lánið getur ekki tekið neitt "upp í" það nema borgun sem hugsunin er að eignir Landbankans standi undir. Þannig að þessi uppástunga þín gengur ekki upp.
Svanur Gísli Þorkelsson, 5.6.2009 kl. 20:31
Ætli Guðrún yrði sjálf sátt við það að fá innistæður sínar sem hún á inni í banka greiddar út í kindaskrokkum?
Malína 5.6.2009 kl. 20:37
Okkur bar ekki lagaleg skylda til að borga icesave reikningana og þessvegna áttum við að gefa ekki eftir með að láta eignir Landsbankans uppí Icesave.
Svanur þessa leið hafa nú fleiri nefnt, t.d. Þór Saari í borgarahreyfingunni. Ekki hefur hún jóhanna þín mikið fjármlaávit blessunin. Og Einar aldrei hef ég haldið því fram að íslendingar væru allir fjárlmálaóreiðumenn en alltof margir íslendingar eru föðurlandssvikarar/landráðamenn.
Guðrún Sæmundsdóttir, 5.6.2009 kl. 20:57
hvernig ætlaru að selja eignir á frosnum mörkuðum Guðrún ? ef þú selur núna þá færðu ekkert fyrir þær.. en hugmyndin á bak við 7 ára frystingu lánsins og borga "bara" vexti á meðan er sú að markaðirnir taki við sér og þessar eignir verði einhvers virði..
Óskar Þorkelsson, 5.6.2009 kl. 21:01
Ég hef oft rökrætt þessi mál á öðrum vettvangi og algerlega rústað ykkar málstað.
Ef einhver segir að svo sé ekki, þá er sá hinn sami að skrökva, svo eru athugasemdir ykkar allar í villum, allt slíkt sem og fleipur mun ég afgreiða mjög bráðlega.
Öll gagnrýni á minn málstað er algerlega ósönnuð og ódrengileg.
JVJ. .... ég meina DoctorE
Það bara lág við að gera þetta svona krakkar ;)
Skál
DoctorE 5.6.2009 kl. 21:10
Skál Dokkkssi ... hikk...
Malína 5.6.2009 kl. 21:23
Hver hefur hrakið þau rök Jóhönnu að eignir Landsbankans komi til með að dekka þetta lán 95% og vextina af því Guðrún?
Svanur Gísli Þorkelsson, 5.6.2009 kl. 19:21
Af hverju er þá Jóhanna Sigurðardóttir að fullyrða það að 95% muni fást uppí skuldirnar með sölu á eignum Landsbankans erlendis? Hvernig væri að hún og hennar fólk stæðu sig betur í samningum og tækju ekki annað í mál en að nota eignir Landsbankans uppí kröfur? Á hvaða "frosnu" mörkuðum ætlar hún að selja þær? Ef Bretar hefðu trú á efnahagslífi ESB landanna þá hefðu þeir tekið eignirnar uppí skuldirnar og sjálfir selt þær í þessari væntanlegu uppsveiflu Jóhönnu, en þeir vita sem er að mjög illa horfir með efnahag ESB landanna næsta áratuginn, og margir erlendir spekingar spá því að ESB lifi ekki kreppuna af.
Dokksi, ert þú einhverstaðar að ræða ESB hér á blogginu? Það myndi ég vilja diskútera við gamla Rottvælerinn
Guðrún Sæmundsdóttir, 5.6.2009 kl. 23:15
hvað nákvæmlega skildiru ekki Guðrún með frosnu markaðina og 7 árin ? ertu skyld JVJ ?
Óskar Þorkelsson, 5.6.2009 kl. 23:32
nei ekki er ég skyld honum Jóni Val, en klárlega hafa Bretar meiri trú á Íslandi heldur en Bretlandi úr því að þeir vilja frekar bíða með afborganir í 7 ár heldur en að taka fasteignir Landsbankans í Bretlandi uppí skuldina, enda lítur ástandið skelfilega illa út fyrir Bretland sem á litlar auðlyndir til að bjarga sér úr kreppunni, og er einnig búið að horfa á eftir mörgum iðnfyrirtækjum til austur-Evrópu.
það væri athyglivert Óskar að heyra rök frá þér fyrir því hvernig að eignir Landsbankans eiga eftir að vaxa í verði, eða markaðir að þiðna, fyrir gömlu Evrópu.
Guðrún Sæmundsdóttir, 5.6.2009 kl. 23:39
Ég vil byrja á því að taka undir það með Sæmundi að auðvitað eiga Íslendingar að eiga gott samstarf við nágranna sína. Gildir það bæði um samskipti íslenskra einstaklinga sem búa á Íslandi og eiga íslenska nágranna svo og einnig íslenska þjóðin sem heild, við sína erlendu nágranna.
En allir þeir sem eiga nágranna vita að þó grannar séu góðir (og samfélag manna einn af hornsteinum mannkynsins) þá hefur reynst nauðsynlegt að halda ákveðnu formi og jafnvægi í samskiptum okkar mannanna. Einstaklingar rísa jú upp gegn of mikilli afskiptasemi nágranna sinna mjög reglulega í mannkynssögunni.
Evrópusambandið er engin vinaleg nágrannasamtök. Að halda slíkt er í raun barnaskapur, en sá barnaskapur er ekki augljós vegna þess að hann hefur verið klæddur upp í fallegan fullorðinsbúning og ég lái í raun engum að falla fyrir orðgjálfri Evrópusinna, enda varla á neins valdi að skilja málið og alla útnára þess í heild sinni. Sérstaklega ekki þegar óumdeilt framsal fullveldis er klætt upp í spariföt á borð við nágrannakærleika og samvinnu. En það er ekki eins og að okkur væri ómögulegt að halda áfram að eiga samskipti, samvinnu og viðskipti við nágranna okkar án þess að selja frá okkur sjálfsákvörðunarvaldið.
Vegna þeirra dramatísku atburða sem eiga sér stað hér á degi hverjum og því hversu kjarni umræðunnar er orðin útþynntur af hálfgagnslausum framsetningum og spuna vil ég hvetja fólk til að stíga nokkur skref til baka og minnast þess hvað séu í reynd aðalatriðin og þau gildi sem við metum mest til langframa.
Til að byrja með er Evrópusambandið mjög greinilega, rétt eins og alríkisstjórn Bandaríkjanna, valdasvangt og spillt yfirráð sem hefur alla sína tíð sóst eftir meiri og ítarlegri valdheimildum yfir þeim landsvæðum sem undir það falla. Saga ESB, allt frá uppruna þess, sýnir þetta svo ekki sé um villst. Þegar stóra myndin er skoðuð er þróunin á einn veg og aðeins einn. Meiri völd til ESB og minni völd fyrir þau lönd sem áður voru fullvalda. Samband sem fyrst var "selt" sem lauslegt viðskiptasamband fer sífellt nær þvi að haga sér eins og alræðisvald á öllum sviðum mannlegra samskipta.
Við megum nefninlega ekki, í öllu froðusnakkinnu, spunanum, ónákvæmninni og tvískinnungsháttnum sem nánast drekkir þessari umræðu að gleyma grunnatriðum hins einstaka samfélags okkar Íslendinga. Íslandinu sjálfu og hvað það þýðir eiginlega að vera Íslendingur.
Nokkrar mikilvægar og íhugunarverðar spurningar á þessu stigi málsins eru t.a.m: Hvað er Ísland? Hvernig varð landið sem nú heitir "Ísland" til? Hvað gerði (og gerir enn) landið að einstöku sjálfstæðu landi, í stað nýlendu Noregs eða Dana?
Hvað gerir okkur að sjálfstæðu þjóðríki, ólíkt nágrönnum okkar, Grænlandi og Færeyjum? Hafa ekki allnokkrir Íslendingar gerst sekir um að líta niður á þessi lönd vegna smæðar þeirra og ósjálfstæðis? Gaman væri að heyra hvernig þeir, sem hafa ranghvolft augunum yfir fréttum frá Færeyjum og Grænlandi, haldi að stórar Evrópuþjóðir líti á Ísland eftir að við seljum frá okkur sjálfstæðið.
Jú var það ekki stofnun Alþingis og það sjálfstæði, sjálfræði og fullveldi frá norsku krúnunni sem því fylgdi, sem gerði Ísland að þjóðríki? Vað það ekki einmitt sjálfstæði landsins sem gerði Leif Eiríksson að Íslendingi en ekki Norðmanni? Var það ekki sú staðreynd að á Íslandi settu landsmenn lög og sátu dóma og sáu til þess að hinir óheiðarlegu brytu ekki niður okkar annars heiðarlega samfélag? Var það ekki á sama hátt viðurkenning Íslendinga á fullveldi Litháa sem gerði þá að landi í augum alþjóðasamfélagsins? Hefur þetta ekki verið svona frá örófi alda?
Það er mikilvægi þessa fullveldis sem Jón Valur Jensson hefur ásamt öðrum verið að benda á og þeim staðreyndum sem hann hefur fram fært verður ekki haggað, burtséð frá því hvernig mönnum líkar hans skrif. Nauðsyn þess að löggjafarvald hvers lands stadi óhreyft innan landamæra þess lands er skýr í mannkynssögunni eða hversu margir muna hvaða lönd voru étin upp af t.d. Rómarveldi? Hver getur nefnt mér öll ríki Bandaríkjanna?
Munum að þessi ríki BNA voru flest áður sjálfstæð fullvalda lönd sem voru fyrir 1788 einungis bundin saman af lauslegu confederation ríkjasambandi. Nú telst allt heila safnið, fimmtíu ríki alls, sem eitt land og innbyrðis stjórnir ríkjanna fá sífellt minnu ráðið um hvað gerist innan ríkismarka þess. Aukin umræða innan meirihluta fylkja um 10. viðauka stjórnarskrár BNA og aukið fullveldi ríkja (og sumstaðar jafnvel þann möguleika ríkjanna að ganga úr USA) ætti að senda sterk skilaboð til þeirra sem eru að íhuga framtíðarþróun ESB og hversu vænleg stór ríkjasambönd eru til langframa.
Ísland er nálægast Wyoming að fólksfjölda. Hver getur sagt mér eitthvað um Wyoming eða önnur lítt þekkt ríki innan BNA? Ég leyfi mér að fullyrða að varla nokkur í Evrópu viti mikið um þessi litlu ríki, því þau hafa að stórum hluta tapað ímynd sinni og sérkennum (auk náttúruauðlinda í mörgum tilfellum) með tíð og tíma. Liggur okkur eitthvað á að verða Wyoming ESB? Eða viljum við vera áfram Ísland?
En svo ég komi aftur að innihaldi þessarar greinar þá þykir mér leiðinlegt hversu þessi umræða (bæði hér og annarsstaðar) er farin að litast af persónuleika-árekstrum sem satt best að segja skipta engu máli í heildarsamhengi umræðunnar. Höfundur greinarinnar hér að ofan skýtur hér því að að Jón Valur hafi jú staðreyndir sínar á hreinu en gefur svo til kynna að það skipti ekki öllu máli heldur spili hans persóna eða fyrri skrif jafnt eða jafnvel stærra hlutverk í málinu enda nafngreinir hann Jón Val sérstaklega (eða sérkennilega?) í fyrirsögn á greininni af heldur óljósum ástæðum.
Ég ætlaði mér að skrifa grein um Evrópumál á mínu bloggi sjálf en ég verð að segja að ég hef ekki komið mér í það ennþá vegna þess að ég veit að ég hætti á það (eins og aðrir Íslandssinnar) að fá stærri holskeflu af hreinum eða illa dulbúnum persónulegum athugasemdum en athugasemdum um þau lykilmál og grunnatriði sem liggja að baki Evrópuumræðunni. Kannski einhver skrifi jafnvel grein þar sem mitt nafn er í forgrunni, ásamt einhverjum sérkennilegum tengingum við ýmsar aðrar persónur sem eru í raunveruleikanum alls ótengdar mér. Slíkt á sér greinilega stað.
Það væri hughreystandi að sjá, áður en lengra er haldið, menn snúa sér frá persónunum og að málefnunum því það er að óbærileg synd að sjá stóra hluta þessarar mikilvægu og oft vönduðu umræðu fara um víðan völl og tapast í skæting og leiðindum.
Ég veit þetta er löng athugasemd en þakka þeim sem lásu.
Með bestu kveðju,
Vala Andrésdóttir Withrow
Valan, 5.6.2009 kl. 23:46
það væri athyglivert Óskar að heyra rök frá þér fyrir því hvernig að eignir Landsbankans eiga eftir að vaxa í verði, eða markaðir að þiðna, fyrir gömlu Evrópu.
Markaðir eru nú þegar farnir að taka við sér þótt langt sé í land.. botninum á heimskreppunni er náð þótt ísland eigi talsvert í að ná botninum enn.. ef beðið er í eitt ár mun fást meira verð fyrir þessar eignir en fæst í dag.. jafnvel kjötiðnaðarmaður eins og ég skil þessa hagfræði Guðrún.
p.s þessar eignir eru erlendis svo því sé haldið til haga.
Óskar Þorkelsson, 5.6.2009 kl. 23:49
Vala ég las pistilinn þinn en er því miður bara alls ekki sammála þér.. betra er að vera eins og Wyoming og eiga von á lífvænlegur lífi , heldur en að vera sjálfstæður og fátækur og eiga litla von..
Þetta er stutta svarið því ég er lítið fyrir langlokur.
btw ég veit helling um Wyoming ef út í það er farið en hef oft hitt fólk í evrópu sem ekki veit hvar ísland er .. hvað þá að hér búi fólk. Ég efast reyndar ekki um að icesafe hafi reddað því að nú veit þetta fólk hverskonar fífl og þjófar búa hér !
Óskar Þorkelsson, 5.6.2009 kl. 23:53
Ertu viss um, að þessir þjófar búi hér, Óskar? Var ekki verið að tala um það í fréttunum, að sumir þeirra eigi heima erlendis, jafnvel á nokkrum stöðum þar, og á það ekki við um þá suma, að þeir finnast ekki einu sinni erlendis? Og finnst þér í alvöru rétt að spyrða alla Íslendinga við þá?
En ég vorkenni þér að hafa þetta viðhorf til þíns eigin lands. Hefði ekki miklu fremur mátt segja það um Íslendinga 1918, að þeir hafi verið "fátækir og eiga litla von", heldur en nú? Sennilega ertu að bíða eftir stóru Mömmu í Brussel að annast okkur, en er ekki annað talsvert stærra barn, Lettland, í hálfgerðri vanhirðu hjá henni og ganga ekki önnur börn hennar sjálfala í stað góðrar umhirðu?
Það var meiri reisn yfir okkar mönnum 1918 en þessum sem nú toga i pilsfaldinn á Evrópubandalaginu, því að þrátt fyrir mannskæðu spænsku veikina, Kötlugos hið mesta í manna minnum og frostaveturinn mikla (svo að manngengt var um Faxaflóa frá Reykjavík til Akraness – og ímyndið ykkur kolakyntu, illa einangruðu hússkriflin!) þá meðtókum við samt okkar fullveldi með feginleik og þeirri djörfung að ætla okkur að verða sjálfstæð þjóð til allrar framtíðar.
Vala Andrésdóttir Withrow er manneskja með hjartað á réttum stað í þessum efnum, en líka með menntun (í lögfræði) sem hjálpar henni að láta ekkert blekkja sig um það sem varðar fullveldi okkar og ómetanlegt gildi þess. Ég þakka henni kærlega fyrir innlegg hennar, gilt og þungvægt eins og það er, og um leið (þótt það sé auðvitað miklu smærra atriði þar) góð og drengileg orð hennar í minn garð.
Jón Valur Jensson, 6.6.2009 kl. 01:00
Harðmæltur ertu, Jón Frímann, en það er ekki víst að það vinni með þér og einna sízt, hvernig þú leyfir þér að tala hér niður til Völu hinnar lögfróðu. Ég gef mér hins vegar engan tíma nú til að taka upp þá þræði fremur en flesta aðra, þar sem ég verð bundinn fram yfir hádegi á morgun.
Bara þetta í bili: "Það er líka fullveldi að vinna með öðrum þjóðum," segirðu, en við getum lítið gert í milliríkja- og tollasáttmálum þegar valdið til þeirra er tekið af okkur, eins og gerast myndi innan vébanda Evrópubandalagsins. Hefurðu hugsað út í það? Væri það fullveldi að geta ekki gert slíka samninga, af því að við hefðum þá afsalað því valdi til annarra, sem horfa síðan í allt önnur sjónarmið heldur en við myndum gera (út frá okkar þjóðarhagsmunum) þegar þeir semja við aðrar þjóðir fyrir hönd síns 490 milljóna samfélags?
Ég er satt að segja handviss um, að þú kjaftar þig út úr þessu líka. Góða nótt við þá iðju þína! En þar með er ekki sagt, að þú verðir ekki rekinn á gat – í þessu eins og fleiri atriðum í málflutningi þínum.
Jón Valur Jensson, 6.6.2009 kl. 01:23
Já, eðli Evrópubandalagsins er að breytast.
Eins og ég benti á, að Svíarnir eru farnir að gera sér grein fyrir: Fullveldi glatast stig af stigi, alvarlegast þó með undirritun aðildarsamnings.
En EB breytist líka að öðru leyti. Á hraðvaxandi hátt islamiserast það – múslimar verða í meirihuta í Hollandi eftir ekki mjög langan tima, og það stefnir í sömu átt í Þýzkalandi. Og Ítalir verða ekki lengi með 1,31 barn á hverja konu án þess að lenda í vandræðum.
ÞETTA er það bandalag, sem Jón Frímann óskar sér, en hann ætti að láta ógert að lýsa því yfir, að það sé af menningarlegum ástæðum, þegar sú menning þar úti á eftir að breytast heldur betur. Og bandarisk menning, t.d. í hinum áhrifaríku ríkjum Nýja Englands, er afar evrópsk að stofni til, svo að nafni minn ætti að spara sér óttann við við menningaráhrif úr þeirri áttinni. Vesturálfumenn hafa líka varðveitt betur frumdriftarkraftinn frá Englandi heldur en sócíalíseraðir Skandinavar, Þjóðverjar og Frakkar með alla sína íþyngjandi vinnumálalöggjöf. Hagvöxturinn er vestan hafs langtum fremur en í Evrópu.
Jón Valur Jensson, 6.6.2009 kl. 02:11
Tek undir orð Péturs Tyrfings og beini þeim til Völu.
"Ég vil frekar vera frjáls alþýðumaður í evrópskum hreppi heldur en hriðfífl smáfursta og vera rasskelltur reglulega fyrir asnastykkin þeirra."
Svanur Gísli Þorkelsson, 6.6.2009 kl. 02:25
Reyndu, Svanur, að takast á við það að vera frjáls maður með lýðræðisleg réttindi og nota þau og samtakamáttinn til að fá hér almennileg stjórnvöld, það er langtum auðveldara fyrir þig hér en það nokkurn tímann yrði í gímaldinu í EB. Í stað þess að bölva myrkrinu er betra að tendra sitt litla ljós – gera sitt til þess, að hvorki smáfurstar né býrókratakóngar fái að ríkja yfir okkur.
Jón Valur Jensson, 6.6.2009 kl. 02:31
Að fá hér almennileg stjórnvöld, þýðir það að koma þeim aftur til valda sem komu okkur í þessa fjárans aðstöðu?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.6.2009 kl. 02:56
Eðli athugasemda hér er að breytast. Innlegg Völu Andrésdóttur Withrow er kurteislega orðað og áhrifamikið þó langt sé.
Ritdeila sem einkum snýst um það að vitna í aðra og allskyns skjöl finnst mér ekki merkileg. Persónulegar blammeringar tíðkast í bloggheimum og það verður að líta framhjá þeim ef alvarleg mál eru til umræðu.
Vala er á móti Evrópusambandinu og líkir því við Bandaríki Norður Ameríku. Það finnst mér óeðlilegur samanburður og gæti skrifað langt mál um það. Samlíking hennar á Íslandi og Wyoming er ekki heppileg og skiptir í raun engu máli.
Vala gerir mikið úr því að ég skuli minnast á Jón Val í fyrirsögninni og ræða hans persónu í þessu sambandi. Þvi er til að svara að greininni var aldrei ætlað að vera einhvers konar yfirlitsgrein um ESB eða skoðanir mínar á því fyrirbæri. Það var bara minnst á Jón Val og ESB svona í framhjáhlaupi. Einu sinni var ég gagnrýndur fyrir að hafa aldrei neinar fyrirsagnir á mínum bloggum.
Vala talar um það í lokin að umræðan fari oft um víðan völl og tapist í skætingi og leiðindum. Mér finnst þetta einkum eiga við andstæðinga aðildar.
Sæmundur Bjarnason, 6.6.2009 kl. 03:07
Óskar, það er undarlegt, í ljósi mannkynssögunnar, að setja orðin fátækt og sjálfstæði saman á þennan máta. Sjálfstæði þjóða og frelsi almennt hefur undantekningalítið verið forsenda farsældar í efnahagsmálum. Risavaxin ríkisbákn hafa hins vegar á sama hátt undantekningalaust endað í gjaldþroti og jafnvel afturfari, hjátrú og almennri hnignun.
Jóni Frímanni hef ég varla nennu í að svara lengur enda fer þar maður sem viðurkenndi á minni síðu að sækja bróðurpart undurstöðu sinnar sannfæringar á Wikipedia og gildir þar einu þó að greinar séu "flaggaðar" fyrir ónákvæmni. Mér leiðist að tala um sjálfa mig en ég lagði eins og Jón bendir á stund á Evrópurétt (þ.á.m. orðsifja og skilgreiningamun á milli federal, conferedal og supranational sambanda) og evrópskan verslunarrétt við ágætlega hátt skrifaðan háskóla í Bretlandi, og reyndar á heimsvísu. Jóni virðist mikið í mun að gera lítið úr þessu þar sem við erum ekki sammála og þá helst með svívirðingum eða leiðindum. Slíkt tal tek ég ekki til mín, það fer með honum sjálfum. Áróður ESB breytir því ekki að án löggjafarvalds (þess er skapar "bein réttaráhrif", ekki alþjóðasamningar með óbein réttaráhrif) er Ísland ekki fullvalda og með inngöngu í ESB töpum við fullveldi, ég hef ekki hitt neinn sem getur talað sig út úr þessu almenna en grafalvarlega grunnatriði, enda engin rök fyrir því í boði.
Svanur ég skil þessa hræðslu sem er í gagni mjög vel, við erum nýbúin að lenda í skelfilegum hremmingum, en áttum okkur á því að alþýðan mun alltaf þurfa að standa á sínu gagnvart yfirvöldum til þess að halda þeim innan þeirra marka þar sem þau þjóna þjóðfélaginu en arðræna það ekki. Þetta er einfaldlega gangur lífsins, sama hver stjórnar. Ég bendi á að smáfurstarnir eru þó í göngufæri við stóran hluta landsins, sem getur þar með pottum og pönnum komið vilja sínum á framfæri. Viljum við færa furstana til Brussell?
Íslandi glímir við innanbúðarspillingu sem hefur verið lengi í smíðum og gegnsýrir stjórnkerfið. Að hlaupa með landið inn í Evrópusambandið í núverandi ástandi mun ekki hreinsa það í burtu heldur munu þeir sem hneigðir eru til spillingar einfaldlega fá aðgang að dýpri vösum og auknu ógagnsæi. Smáfurstarnir geta þá loksins orðið keisarar, á kostað almennings. Draumastaða fyrir þá, endalok allra möguleika á að endurreisa Ísland fyrir okkur.
Valan, 6.6.2009 kl. 03:21
Sæmundur rétt er það sem þú segir um upptalningu enda tel ég það vel mögulegt að færa fram rök og staðreyndir án þess að þurfa að tína til ógrynni af skjölum og ritverkum annarra (mér er í fersku minni þegar Jón Frímann benti mér með skætingi á, sem rök, að lesa allan vef Evrópusambandsins). Illmögulegt hlýtur það þó að vera að rökræða án staðreynda.
Eina ljósið sem við höfum til að lýsa veg framtíðarinnar eru lexíur okkar úr fortíðinni.
Að reyna að sannfæra sig um að ESB verði öðruvísi en öll önnur stór ríkjasambönd er langt um meiri hjátrú og hindurvitni en nokkurntiman sú vitneskja sem stendur skrifuð á spjöld mannkynssögunnar.
Góðar stundir
Valan, 6.6.2009 kl. 03:34
Ég samþykki ekki að ESB sé stórríki þó sumir haldi að það verði það á endanum. Pínulítil ríki farast lika. Ekki bara stór ríkjasambönd. Sagan getur stutt hvað sem er. Að halda að okkur Íslendingum vegni betur í ESB er kannski hjátrú og hindurvitni í þínum huga en ekki allra.
Sæmundur Bjarnason, 6.6.2009 kl. 04:21
Sú staðreynd að Íslendingar hafa nær allan lýðveldistímann þurft að búa við óstjórn og óstöðugleika í efnahagslífinu vegna rað-vanhæfni íslenskra stjórnvalda í þeim efnum er næg ástæða fyrir mig til að íhuga aðild að Evrópusambandinu. Það er mín skoðun að fyrr muni ekki komast á stöðugleiki í efnahagslífinu hérna á Klakanum.
Sorrý, leiðinlegt að þurfa að viðurkenna það en við sem þjóð erum búin með reynslutímann - við fokkuðum þessu upp og erum búin að sanna það að við völdum ekki verkefninu upp á eigin spýtur.
Malína 6.6.2009 kl. 05:02
Sæmundur ég sagði að það væri sínu meiri hjátrú og hindurvitni að trúa á ESB en mannkynssöguna. Það er áherzlumunur þarna á. Saga getur að vísu kannski stutt hvað sem er en eingöngu ef þú ert tilbúin til að skrumskæla hana eða velja úr. Það er ekki að gera hér né mælist ég til þess að slíkt sé gert enda saga stórvelda svo vel þekkt að það er á flestra færi að dæma um það hversu farsæl þau hafi verið til lengri tíma litið og hvort áhættan sé þess virði. Lítil ríki hafa hingað til mátt eiga von á farsælu lífi, að því gefnu að þau hafi náð að standast yfirtöku stærri ríkja og náð viðhalda frelsi þegna sinna með því að takmarka báknið og spillingu. Mörg frjáls minni ríki hafa notið gífulegrar hagsældar. Spilling er vandamálið sem við þurfum að glíma við því spilltir menn finnast jú jafnt hér og í öðrum löndum. En mér þykir skammsýnt ef skriffinskubákn og evrópuspilling á að vera læknismeðal við íslenskri spillingu. Íslensk vandamál verða einungis leyst með íslenskum hætti. ESB er ekkert töframeðal.
Jón Frímann það er rétt að ég hef ekki enn tekið mér tíma í að svara S.H. og skrifa meira um ESB á minni síðu og snerti ég á ástæðu þess hér að ofan. Önnur ástæða er sú að greinin sem ég skrifaði fjallaði að engum hluta um ESB og lét ég ykkur draga mig út í heita en illa skilgreinda umræðu á miklum annatíma. S.H. var ekki þarna að koma fram með einhver flunkuný og áhrifamikil rök sem ég ekki hef heyrt og stúderað áður. S.H. vísar þarna í Solange I og II og Brunner sem eru víðfræg mál ECJ og velur að sjálfsögðu þá hluta sem styðja hans stöðu. S.H. gerir þetta á málefnalegan máta og hef ég ekkert út á það að setja í sjálfu sér enda eru þetta dómsmál sem koma fullveldinu við og teljast ekki til hártogana af þeirri gerð sem aðrir hafa látið eftir sér að stífla umræðuna með. Ég er honum þó ósammála þegar kemur að hans niðurstöðu og tel hann kafa ekki nógu djúpt (eða breitt) og gleypa of auðveldlega við orðræðu dómstólsins en ætla ekki að fara að reifa dóma evrópusambandsins hér. Ætli ég endi ekki með því að skrifa ítarlegri grein á mína síðu og leyfi fólki að ráða því hvort það þarf/nennir að lesa slíkt. En þetta sem þú segir um að skipta um skoðun hljómar kunnuglega enda hef ég margendurtekið það á mínu bloggi að ég skipti gjarna um skoðun ef mér þykja rök fyrir. Ég var enda nota bene alls ekki á móti Evrópusambandinu áður en ég bjó í Bretlandi í 4 ár.
Í sambandi við það sem útlendingar vita um Ísland þá hefur það komið mér á óvart hversu mikið fólk veit almennt um Ísland og tala ég þá af minni reynslu og búsetu sem hingað til hefur reyndar takmarkast við þrjár heimsálfur og 4 ríki í BNA. Mín reynsla er að sjálfsögðu takmörkuð og ég skil vel að aðrir hafi aðra sýn á málið. En ég hef skiljanlega ekki annarra reynslu við að miða í mínum skrifum.
Góðar stundir
Valan, 6.6.2009 kl. 05:12
Vala þetta með stóru og litlu ríkin virkar ekki sannfærandi á mig og ríkjafjöldi í mannkynssögunni er svo mikill að það þarf mikla rannsókn til að fullyrða svona lagað.
Ég get fallist á að það sé verið að þvinga okkur með Icesave-ruglinu en það er bara okkur Íslendinum sjálfum að kenna fyrst og fremst. Svo er spurning hvort sá möguleiki að borga ekki sé nokkuðö betri og leiði ekki til einangrunar. Skoðun Malínu í innlegginu hér fyrir ofan á líka fullan rétt á sér.
Pólitíkin ruglar fólk í ríminu og á endanum verður að útkljá þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Sæmundur Bjarnason, 6.6.2009 kl. 05:48
Jón Valur: Ég stend 100% með þér í rökleiðslu þinni hér. Maður hélt að fyrr frysi helvíti yfir en að við yrðum sammála.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 07:29
Sæmundur: Ég þakka svarið. Ég er ekki að halda því fram að ég hafi persónulega framkvæmt á þessu rannsókn enda myndi fólk fátt segja ef slík forvinna væri skilyrði. Hugsjónamanneskja á borð við mig væri enda líklega lélegt efni í hlutlausan vísindamann. Ég kýs heldur að lesa og hlusta á rannsóknir og verk mér um fróðari manna og hef aldrei haldið því fram að þekking mín sé algjör. Því fer fjarri. Fólk ræður því enda fullkomlega sjálft hvort það leggur trúnað, eða nokkuð gildi yfirhöfuð, í það sem ég legg hér fram.
Ég hef í lesningu minni af mannkynssögu gegnum tíðina komist að þessari fyrrnefndu niðurstöðu í samandi við hagsæld frjálsra smærri ríkja (og reyndar fornar borgir/borgríki í sumum tilfellum). Ég vil þó að sjálfsögðu fyrst og fremst fara með rétt mál enda er ég ekki málpípa eins eða neins og hef enga ástæðu til þess að fara með ósannindi. Ef ég fer með fleipur er það eingöngu af vanþekkingu og þigg með þökkum ábendingar um nánari upplýsingar.
Jón Frímann: hvaða tilgangi gegnir það að henda hér inn runu af hlekkjum á Wikipediugreinar, orðabækur og verk Plató og Aristótelesar? Var einhver umræða hér um aðferð þína við rökfærslu? Þú talar um að þú getir fært rök en býður eingöngu upp á tengla á verk annarra með ófullnægjandi skýringum um hvers vegna.
Margur heldur mig sig og hrokafullum virðist einstaklega lagið að ásaka aðra um hroka. Ef einhver er með hroka þá er það þú Jón, sem að ósekju fer með dylgjur og niðrandi orð um þá sem ekki eru þér sammála og hafa annan bakgrunn. Þér er frjálst að vera ósammála mér og hundsa algjörlega það sem ég segi en þér ber engin skylda til að greina okkur frá nákvæmlega öllu því sem fer í gegnum þinn huga á meðan þú kemst að þeirri niðurstöðu. Yfirlæti og skætingur er letjandi til frekari samskipta við þig.
Mér sýnist að auki ljóst af skrifum þínum að þú vitir ekki mikið um dómsmál þau sem S.H. vitnaði í. Athygli mína vekur þó sú staðreynd að þú grípur skrif S.H. engu síður á lofti og heldur uppi sem afgerandi rökum sem þú virðist algjörlega sammála. Er grundvöllur þeirrar sannfæringar eingöngu sá að S.H. er ekki sammála mér og notar lögfræðimál? Maður veltir því fyrir sér hvort hægt sé að skrifa hvaða faglega-hljómandi steypu sem er t.a.m. undir fölsku nafni og þú myndir klippa og skera hana inn í bloggfærslur þínar án nánari skoðunar eða staðfestingar, svo lengi sem hún væri ESB-sinnuð. Þú neitar jú ítrekað að nálgast nokkrar þær evrópuréttar-fræðibækur sem myndu gera þig samræðuhæfan á þessu plani og gerðu þér t.d. kleyft að fræðast um þessi dómsmál. Hér dugar ekki Google eða Wikipedia - ef svo væri hefði ég aldrei keypt þessar bækur til að byrja með enda rándýrir doðrantar sem óskemmtilegt og kostnaðarsamt hefur verið að dröslast með milli landa.
Góðar stundir
Valan, 6.6.2009 kl. 10:08
Enn er mikið fjör hér, og gaman að lesa yfir. Ég ætla ekki að fara í rökræður við nokkurn mann núna, enda er það ekki efst í huga manns þegar maður liggur upp í rúmi með þrem malandi köttum. En skrif Völu þótti mér það góð að ef ég væri ekki giftur myndi ég hugsa um að taka næstu vél til Nýju Jórvíkur og sjá hvort ég gæti ekki unnið hennar hönd.
Axel Þór Kolbeinsson, 6.6.2009 kl. 10:12
Malína - Íslendingar, þó illa stæðir séu í augnablikinu, eiga ekki að hlaupa í fangið á ESB neitt frekar en að fullorðnir gjaldþrota einstaklingar eigi að afsala sér sjálfræði og flytja aftur til föðurhúsanna svo að mamma og pabbi getið haldið um tékkheftið, slíkt leysir engan vanda til langframa. Við þurfum að leysa vandann eins og fullorðið fólk. Við erum fullvalda þjóð og þurfum að vinna í okkar málum sem slík, þó það geti tekið á. Okkar helsti óvinur er hræðsla og uppgjöf.
Búsáhaldabyltingin var góð byrjun en hún var ekki nóg til að uppræta þá djúpu og fúlu pytti sem mynduðust í skjóli góðærisins, stutt af þeim valdaskotgröfum sem flokkarnir hafa grafið sér frá upphafi lýðveldisins (í skjóli gagnslítillar stjórnarskrár). Það er nóg til af heiðarlegu fólki á Íslandi sem aldrei hefur komið nálægt stjórnmálum vegna skítalyktarinnar sem af þeim er. Þetta fólk væri fullfært um að reka ríkið þannig að ríkið uppræti óréttlæti frekar en að standa fyrir því ef það bara fengi til þess tækifæri. Það finnast ennþá heiðarlegir Íslendingar og það er okkar ábyrgð að finna þá og hvetja og veita þeim stuðning til áhrifa. Í Brussell er ekki að finna neitt siðferðispostulasafn sem öllu mun bjarga.
Bandaríkjamenn leystu sinn brýna vanda árið 1787 með öflugu lýðveldi með nýrri og sterkri stjórnarskrá. Íslendingar hafa tækifæri til þess að gera það sama á komandi stjórnlagaþingi.
Valan, 6.6.2009 kl. 10:25
Valdnýðsla ESB gangvart íslendingum í gegnum alþjóða gjaldeyrissjóðinn er viðbjóðsleg. Hún speglast m.a. í því að AGS neitar að greiða út lánið fyrr en að Ríkisstjórnin samþykkir ICEsave skilmálana, og svo til að svínbeygja Íslendinga er skilyrði AGS að halda stýrivöxtum alltof háum.
Ætlar fólk að mæra ESB áfram?
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.6.2009 kl. 11:45
Guðrún hvað kemur AGS ESB við ? AGS er að mestu stjórnað af bandaríkjamönnum og bretum..
Óskar Þorkelsson, 6.6.2009 kl. 11:58
Ég var nú reyndar ekki að fjalla um skrif Jón Vals sjálfs um Dalai Lama, sem eru mér að skapi, heldur athugasemd annars manns sem kom inn á síðuna hans. En til hamingju með þennan langhala Sæmundur!
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.6.2009 kl. 13:26
Og nú vil ég þakka Jóni Val Jenssyni fyrir óbilandi baráttu hans í þágu fullveldis þjóðar okkar öfgamannanna. Ég vil líka þakka Axel Kolbeinssyni, Völu í Vestrinu sem og öðrum sem hafa lagt hér inn orð í sömu veru.
Það þarf enginn að bera mér það á brýn að ég sé öfgamaður. Ég er nefnilega öfgamaður og nokkuð sáttur við að vera það. Þegar kemur að umræðu um barnaníð, ofbeldi gegn minni máttar og mannréttindabrot af öllum toga þá er ég öfgamaður. Ég held líka að flestir Íslandingar séu öfgamenn í þeirri grunnu og þröngu skilgreiningu sem það orð hefur í okkar öfgafullu umræðu.
Ég er öfgamaður þegar kemur að öllu því sem rýrir aldagamla baráttu þjóðarinnar fyrir eigin frelsi í öllum þess myndum. Og þar gef ég engan afslátt.
Óskar Helgi. Þú talar það tungumál flestum betur sem hæfir þeirri niðurlægingu sem nokkur hluti þjóðarinnar hefur gert að sínu helsta baráttumáli.
Árni Gunnarsson, 6.6.2009 kl. 13:47
Sigurður Þór: Takk. Það er samt engin sérstök hamingja fólgin í löngum svarhala. Ég er samt búinn að lesa hann allan og er fróðari um margt eftir það. Eftir á að hyggja þá hef ég kannski einmitt í undirmeðvitundinni nefnt Jón Val til að fá hann og hugsanlega fleiri hingað. Mér líka ekki skrif Jóns Vals og þau höfða ekki til mín á sama hátt og skrif Völu og Árna Gunnarssonar.
Sæmundur Bjarnason, 6.6.2009 kl. 14:22
Óskar, Gordon Brown missti nú útúr sér að hann hygðist pressa á íslendingana gegnum alþjóða gjaldeyrissjóðinn, ESB hefur sterk völd innan AGS. það ættu allir alvöru kjötiðnaðarmenn að vita!
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.6.2009 kl. 14:54
ég skelli hér inn pistli dagsins:
AGS/ESB þumalskrúfan
Í gegnum alþjóðlega gjaldeyrissjóðinn drottna ESB herrarnir Gordon Brown og félagar yfir íslendingum. Núna fá íslendingar ekki greitt út annan hluta láns AGS, fyrr en þeir gangast við því að undirgangast ICEsave klafann. Völd AGS/ESB eru mikil hérlendis og til að herða þumalskrúfuna enn frekar banna þeir stýrivaxtalækkun.
Hvað ætlum við að láta bjóða okkur þetta lengi? Til að leysa ICEsave deiluna er eina ráðið að bjóða kröfuhöfum eignir Landsbankans erlendis, sem að Jóhanna Sig. heldur fram að dekki 95% af skuldunum, það væri síðan kröfuhafanna að koma eignunum í verð.
Losum okkur undan AGS/ESB pyntingum og komum þjóðlífinu í gang með lækkun á stýrivöxtum, brettum upp ermar og spýtum í lófana, við höfum fullt af tækifærum til að rétta okkur við og hér nefni ég nokkur.
Fyrir um þremur áratugum keyptum við olíu af Rússum fyrir síld. Vöruviðskipti væri góð leið núna á meðan að við erum að vinna okkur uppúr kreppunni. þar eru möguleikar á að nýta okkar vel menntaða og reynslumikla banka/viðskiptafólk í að afla alls innflutnings í vöruviðskiptum. Þau hagnast með því að stofna greiðslumiðlunarfyrirtæki sem tekur prósentur af viðskiptunum. Ríkið getur hvatt til vöruviðskipta með því að lækka innflutningsgjöld á öllum innflutningi sem greiddur er með íslenskum vörum.
Við getum hæglega stundað vöruviðskipti t.d. með því að kaupa allan pappír bæði WC og skrifstofupappír fyrir sjúkrahús skóla og stjórnsýsluna af Svíum eða Finnum í skiptum fyrir fisk og ylræktarmatvæli sem þeir gætu síðan nýtt á sínum sjúkrahúsum og skólum. Pappírsútflutningur er Svíum og Finnum mjög mikilvæg útflutningsgrein og núna í kreppunni yrðu þeir fegnir að geta tryggt sér með þessum hætti íslensk pappírsviðskipti.
Einnig gætum við fengið öll lyf frá norðurlandaþjóðum fyrir heilbrigðisstofnanir og tryggingaþega í samskonar vöruviðskiptum við Dani, Svía og Finna. Með þessu móti myndum við bæta rekstur ríkisspítalanna sem og efla atvinnu og verðmætasköpun hérlendis.
Nú og svo má nýta það hvalkjöt sem ekki selst fyrir peninga, í vöruviðskiptum við Japani. Það væri fínt að fá þaðan bíla og tæknivörur fyrir hvalkjöt.
Við eigum einnig að pakka vatni í neytendaumbúðir fyrir arabalöndin og Kína. Við getum leitað samstarfs við þarlend fyrirtæki um að pakka undir þeirra merkjum eða þá að fá þarlenda markaðssérfræðinga til að hanna vatnsumbúðir, en Arabar og Kínverjar hafa aðrar ímynd af fersku vatni heldur en jökla og blá fjöll, einsog við höfum hingað til nýtt við markaðssetningu vatns. Við vatnspökkunina gætum við jafnvel nýtt aflögð frystihús og mjólkurvinnslur ásamt gosverksmiðjum til að byrja með. Vatnsútflutningur til Kína og Arabalandanna myndi til viðbótar pökkunarstörfunum skapa mörg hundruð störf vegna umsýslu við flutninga og hafnarvinnu, ásamt störfum við viðskipta og fjármálahlið þessa útflutnings.
Samkvæmt upplýsingum frá Eimskip er flutningskostnaður á einum lítra af vatni til Sameinuðu Furstadæmanna kr. 6.60 ef við slyppum við markaðssetningu með því að pakka undir arabískum merkjum værum við ábyggilega með áhugavert "konsept" .
Einn lítri af Evian vatni kostar 60 krónur útúr búð í Kína. Í vatninu felast miklir möguleikar og ætti að vera frumkvöðlum tilefni til að vinna viðskiptaáætlun og fá inn fjárfesta.
Á meðan að við erum utan ESB megum við niðurgreiða orku til gróðurhúsanna og iðnfyrirtækja þeim tengdum. Við gætum framleitt allt hráefni í pakkasúpur og sósur til útflutnings, t.d. tómatduft þurrkað grænmeti eins og lauk gulrætur sveppi aspas og einnig þurrkaða ávexti eins og rúsínur og sveskjur. Súpa er sannkölluð kreppufæða og það væri athugandi að framleiða hráefni fyrir Maggi, Toro og Knorr.
Vínberjaræktun gæfi skemmtilega möguleika í rauð og hvítvínsgerð, þá ættum við að vera orðin sjálfbær með nánast allt áfengi. En nú þegar framleiðum við vodka og bjór hérlendis.
Nýleg sænsk rannsókn sýnir að 70% vínberja á ESB svæðinu eru menguð af skordýra/illgresiseitri. Hvaða áhrif hefur slíkt eitur á heilsu okkar og barnanna okkar? Allt innflutt grænmeti og ávextir er mengað af þessu. Er þetta eitur krabbameinsvaldandi? Auðvelt er að rækta vínber í gróðurhúsum ásamt kivi, bönunum og jarðaberjum. Síðan væri hægt væri að nýta aflögð frystihús til vinnslu eða frystingu ávaxta og grænmetis.
Núna verðum við að taka höndum saman og rífa okkur uppúr þessari kreppu!
Áfram Ísland!
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.6.2009 kl. 14:59
Ég skelli hér inn pistli dagsins segir Guðrún Sæmundsdóttir.
Það er misnotkun að nota kommentakerfi annarra sem einhverja copy-paste-ruslafötu. Ef ég hef áhuga á að lesa blogg Guðrúnar þá geri ég það.
Sæmundur Bjarnason, 6.6.2009 kl. 15:46
Sæmundur segir: "....Mér líka ekki skrif Jóns Vals og þau höfða ekki til mín á sama hátt og skrif Völu og Árna Gunnarssonar."
Mikið er ég sammála þessu.
JVJ valtar alltaf yfir fólk sem er honum ósammála - nánast leggur það í einelti og kaffærir það í langlokum máli sínu til "stuðnings". Bregst venjulega við rökum annarra með vanstillingu á hæsta stigi - eins og smákrakki í sælgætisverslun sem fær ekki það sem hann vill. Það er ómögulegt að rökræða við þannig fólk. Hann vekur upp þau viðbrögð hjá öðrum að þeir fara annaðhvort að gera grín að honum eða hundsa hann algjörlega.
JVJ er því ekki góður talsmaður fyrir eitt né neitt.
Malína 6.6.2009 kl. 15:53
Sæmundur þú getur hæglega eytt mínu innleggi ef þér líkar ekki við það. mitt innlegg er til þess fallið að sýna aðra möguleika en inngöngu í ESB.
Og það væri fróðlegt að heyra hvað kjötiðnaðarmaðurinn Óskar segði við þeirri staðreynd að atvinna fjölda fólks í kjötvinnslu hér á landi er í hættu ef við gerumst aðilar að ESB. hvernig eiga fyrirtæki einsog SS Norðlenska Ali Kjarnafæði Holtakjúklingar Móakjúklingar að höndla samkeppni við innfluttar pylsur álegg og kjöt?
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.6.2009 kl. 16:13
Guðrún. Ég geri mér grein fyrir því að Evrópusambandsaðild kemur sér illa fyrir sumar atvinnugreinar en vel fyrir aðrar. Líka misvel fyrir landshluta og jafnvel stéttir. Það eru heildarhagsmunirnir og hugsanleg þróun sem einkum skiptir máli. Um staðreyndir þarf ekki að deila. Auðvitað meta menn ekki hagsmuni á sama hátt. Hagsmunir eru líka fleira en krónur og aurar (eða evrur).
Sæmundur Bjarnason, 6.6.2009 kl. 16:48
Guðrún þú getur leitað í mínu eigin bloggi hvað mér finnst um innflutning á unnum matvælum.. Það var sjálfstæðismaðurinn og sjávarútvegs og landbúnaðarráðhera sem skrifaði undir þau innflutningslög.. Ég er ekkert sérlega hlynntur óheftum innflutningi á neytendavörum ala Bónus.. þessi stefna hefur sett ótal íslensk matvælafyrirtæki á hausinn í nafni frelsisins.
Ég bjó lengi í svíþjóð og ég gat ekki séð að svíar væru að drukkna í innflutningi því innlend framleiðsla aðlagaðist aðstæðum.. sama mun gerast hér. Sjáðu danmörk td líka.. ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu við inngöngu í ESB því þetta mun einnig laga samkeppnisstöðu íslensk matvælaiðnaðar.
Ég sem sölumaður í þessum geira veit vel hvað innflutningurinn kostar íslenskan matvælaiðnað vegna tolla.. þessir tollar munu hverfa og um leið.. samkeppnisstaðan batna..
Þetta veit hver heilvita kjötiðnaðarmaður Guðrún.. ;)
Óskar Þorkelsson, 6.6.2009 kl. 17:16
tjah heldur kjötiðnaðarmaðurinn virkilega að fyrirtækin í íslenskum matvælageiranum standist samkeppnina til lengdar? Við skulum átta okkur á því að erlendir framleiðendur munu undirbjóða markaðinn til að komast inná hann, og hvaða neitandi mun ekki falla fyrir því að fá innflutta osta pylsur álegg egg kjúklinga og kjöt á lægra verði en það innflutta? Evrópa er rétt svo að byrja heimskreppuna, íslensk matvæli munu ekki eiga séns á ESB mörkuðum, því að Evrópubúar kaupa bara ódýrari matvæli, það sjáum við greinilega á fiskinum okkar. Hvernig á þjóðfélagið að bera hugsanlegt þrot íslenskra matvælafyrirtækja? Hvaða áhrif hefði slíkt þrot á byggðir einsog Akureyri Selfoss Borgarnes Hellu og Hvolsvöll þar sem vinnsla á kjötvörum ostum og öðrum mjólkurafurðum heldur uppi atvinnu? Hvaða störf á væntanleg ESB aðild að færa íslendingum? Eru þau störf merkilegri en störf þeirra sem fórnað verður?
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.6.2009 kl. 17:31
jah heldur kjötiðnaðarmaðurinn virkilega að fyrirtækin í íslenskum matvælageiranum standist samkeppnina til lengdar? Við skulum átta okkur á því að erlendir framleiðendur munu undirbjóða markaðinn til að komast inná hann,
hættu þessu bulli kona.. afhverju gerðist þetta ekki á markaði sem er 40 sinnum stærri en ísland ? Svíþjóð
Óskar Þorkelsson, 6.6.2009 kl. 17:47
Jón Frímann, ég hef starfað alltof lengi í viðskiptum til að gleypa við því að undirboð séu bönnuð. Það eru ýmsar leiðir farnar sem erfitt er að henda reiður á.
Nú og svo munu stöf við ferðaþjónustu vera í hættu við upptöku Evru eins og t.d. Spánn hefur heldur betur lent í.
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.6.2009 kl. 17:49
Eitt veit ég um Jón Val og það er að á föstudögum dettur öll hlustun á útvarp sögu niður á þeim tíma þegar hann viðrar öfgar sínar og þvaður um allskyns hluti sem hann hefur ekki hundsvit á. Maðurinn er ekkert annað en plága og sama hvað fjölmiðil maður reynir að skipta yfir á ,þar er hann þvaðrandi þvælu sína. Hann er samt eins og þú segir alveg frábært vopn okkar evrópusinna því að það tekur engin maður með réttu ráði eða meðvitund mark á þvættingnum. Það koma vonandi lyf gegn athyglissýki fljótlega á markaðinn,ég skal gefa honum ársskammt um leið!
Ragnar Örn Eiríksson 6.6.2009 kl. 18:33
Efnahagkerfi Lettlands hugsanlega að hrynja þrátt fyrir að þeir hafi verið í ESB síðan 1. maí 2004 eða í 5 ár og allan þann tíma unnið að því að taka upp evruna. Gjaldmiðill Letta, latið, er tengt við gengi evrunnar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var beðinn um að aðstoða landið um svipað leyti og Ísland. Það sem er helzt að drepa Letta núna er tengingin við evruna sem þýðir að latið er alltof hátt skráð. Þeir þurfa að fella gengið og slíta á tenginguna en Evrópusambandið er á móti því enda óttast það þá að önnur ríki sambandsins fari að hugsa sinn gang. En efnahagsástand Lettlands er orðið það alvarlegt að hrun þar gæti hæglega haft keðjuverkun um allt Evrópusambandið.
Er ekki áróður Evrópusambandssinna að ef við hefðum verið í ESB hefðum við ekki lent í bankahruninu sl. haust??
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.6.2009 kl. 18:40
Bretar eru í uppnámi vegna þess að þeir áttu að fá þjóðaratkvæðagreiðslu um Lisbon (stjórnarskrár) sáttmálan, en Gordon Brown sveik almenning um það loforð og keyrði sáttmálann einfaldlega í gegnum þingið þess í stað. Enda hefur hann góða ástæðu til þess að óttast að sáttmálinn falli ef þjóðin fái að segja sinn hug, margir Bretar eru (eftir rúmlega 30 ára aðild sem lykilríki) gallhart á móti ESB.
Árni Gunnarsson: Ég þakka vinaleg orð í minn garð. Ég held reyndar þú hafir viljað meina öfga í þeim breiða skilningi sem hér er lagður í það orð. Margt sem ekki telst hreinlega til miðjumoðs virðst geta verið kallað öfgar. Annars er undarlegt að orðið "öfgar" sé stimplað sjálfkrafa sem mjög neikvætt hjá sumum, þetta er eins og þú gefur í skyn tvíeggja sverð eins og svo mörg önnur orð. Það er jú hægt að vera öfgakenndur í bæði illu og góðu eins og þú bendir á.
Jón Frímann: Ég svaraði þér í öllu, líka þegar þú skeyttir inn með copy-paste heilu síðunum annarstaðar frá inn á síðuna mína, flestum á ensku og sumum í ALL CAPS og mörgum vart málinu við komandi. Annars verð ég að segja að það að mínar skoðanir standa ekki og falla með því hvort ég uppfylli þínar persónulegu svarkröfur og duttlunga sem, eins og ég nefni hér að ofan, hafa m.a. falist í fáránlegum kröfum á borð við það að lesa nánast allan vef evrópusambandsins. Það er ekki talin sigur í rökræðu í mínum bókum að fæla alla aðra frá umræðunni. Ég skil vel að Jón Valur og aðrir sem við þig hafa rætt hafi á tímum látið leiða sig út í kröftug orðaskipti og lái ég þeim það ekki, ég skil vel sjálf hversu langþreyttur maður verður af því að eiga við þig samskipti, enda hef ég engin áform uppi um að svara þér frekar á þessari síðu. Ég efast þó ekki um að þú setjir hér inn meiri skæting í minn garð og teljir það í þínum huga síðar merki um einhverskonar "sigur". Þannig telur þú greinilega best að höndla mig a.m.k. þangað til þú lest Craig og De Búrca eða einhverja aðra Evrópuspekinga- þá gæti umræðan við þig aftur orðið áhugaverð.
Í sambandi við bækur þá bendi ég á bókasöfn landsins. Ég hef nefninlega meira en fulla samúð með þeim kostnaði sem bókakaupum fylgir. Í sambandi við það að ég hafi sagt að þú neitaðir að lesa bókina þá sagði ég að þú neitaðir að útvega þér bókina og sagði ekkert um ástæður þess. Þú mátt hengja þig í einstök orð ef þú vilt en ég held því fram að þú vitir vel ég er að segja enda tel ég þessar hártoganir einfaldlega vera þína aðferð við að forðast þá gagnrýni sem ég hef komið með á vinnubrögð þín. Þú styður jú rök S.H. (og hérna væri hægt að segja inn langar tilvitnanir) án þess að vita neitt um viðkomandi dómsmál og neitar því að trúa að evrópumenntaður lögfræðingur viti nokkurn skapaðan hlut um stærstu dómsmál Evrópu án þess að styðja það fræðilegri langloku. Það er ljóst að þú styður einfaldlega það sem er talar með ESB og ert á móti því sem mælir gegn ESB og það gerir rökræður við þig gagnslitlar og óskemmtilegar.
Þegar kemur að Bandaríkjunum þá skapaði stjórnarskrá BNA ekki "forsetaræði", langt í frá, og vandamál þeirra stjórnkerfis eru að mörgu leyti runnin undan rifjum þess að fara ekki eftir sinni gömlu góðu stjórnarskrá. Kerfi þeirra "bíður ekki upp á" spillingu, þvert á móti það tók tugi og hundruði ára að spilla þeim lykilhlutum stjórnarskrárinnar sem lengi vel gerðu Bandaríkin að einstaklega frjálsu og hagsælu landi. Ég hef enda aldrei talað fyrir því að taka Bandaríki nútímans til fyrirmyndar, en margt í uppruna Bandaríkjanna er vert til eftirbreytni, enda hafa 160 lönd tekið sér þeirra stjórnarskrá til fyrirmyndar að einhverju leyti eða hluta.
Þetta eru mín lokaorð í þessum ofurlanga svarahala sem Sæmundur hefur svo göfuglega leyft mér og öðrum að taka þátt í að smíða, en afgangi míns sólríka ameríkudags verður eytt á hafnaboltaleik með fjölskyldu og vinum. Ég vil þakka öllum sem lásu.
Góðar stundir,
Valan, 6.6.2009 kl. 18:45
Jón Frímann, vissulega skyldi ég aldrei þessi svokölluðu "viðskipti" sem tíðkuðust hér í tíð útrásarinnar. En viðskipti og hagfræði hefur lotið sömu lögmálum um aldir og þau skil ég mætavel, en þú?
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.6.2009 kl. 19:02
Varðandi athugasemdir, hér að framan, um útvarpsþátt Jóns Vals á Útvarpi Sögu vil ég benda á bloggfærslu um hugmynd hvernig nota mætti þætti Jóns til að spara í ríkisrekstrinum.
Færslan er hér.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.6.2009 kl. 20:28
Axel Jóhann góður!!
Malína 6.6.2009 kl. 20:39
Ég verð að segja það að þegar að athugasemdirnar eru farnar að fjalla eingöngu um persónu eins manns, er þetta farið að líkjast einelti. Ég legg til að þú klippir á þennan hala Sæmundur.
Svanur Gísli Þorkelsson, 6.6.2009 kl. 20:48
Já, ég viðurkenni það - við erum líklega farin að verða einum of nasty hérna. Erum kannski á leiðinni yfir strikið...
Malína 6.6.2009 kl. 20:58
Nei, ég vil ekki loka þessu. Kann það heldur ekki. Þetta lokast sjálfkrafa eftir nokkra daga held ég. Það getur vel verið að ég beri ábyrgð á þessu tæknilega séð. Ég byrjaði líka að ráðast að Jóni Vali og hann svaraði fyrir sig og er fullfær um það. Ef stjórnendur bloggsins biðja um leyfi til að loka þessum þræði mun ég þó að sjálfsögðu samþykkja það.
Sæmundur Bjarnason, 6.6.2009 kl. 21:41
Vonandi verður hægt að lækna Jón Val af ESB-, homma- og múslimafóbíunni einhvern dag.
Skúffustrumpurinn 6.6.2009 kl. 22:36
Sæmundur, Jón Valur er, eins og þú segir, fullfær að svara fyrir sig. Hann sjálfur dregur ekki af sér í gagnrýni á menn og málefni ef því er að skipta og er á köflum bæði hvassyrtur og beinskeyttur.
Ég get ekki séð að það hafi verið skrifað hér um Jón umfram tilefni. Þeir sem skrifa á bloggið verða vera við því búnir að um þá sjálfa sé fjallað og menn verða að hafa fyrir því maga. Mér segir svo hugur um að Jóni þætti það miður, væri hann látinn afskiptalaus.
Að sjálfsögðu er eðlilegt að athugasemdir sem eru meiðandi í garð einhvers eða bera í sér ásakanir um saknæmt atferli séu þurrkaðar út.Ég og enginn annar ber ábyrgð á því sem ég skrifa þótt það sé á þínu bloggi. Þú getur varla Sæmundur, frekar en Mogginn borið ábyrgð á skrifum annara.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.6.2009 kl. 23:31
Ég gjörsamlega veinaði úr hlátri yfir þessari færslu Axels enda snilldarlega sett fram.
Og talandi um einelti. Það er ekki einelti að reka rakalaust bullið ofan í kokið á bullarnum, sérstaklega þegar það eru jafn miklir hagsmunir í húfi og núna hjá þjóðinni. Jón Valur kallar þetta algerlega yfir sig sjálfur einn og hjálparlaust.
Jack Daniel's, 7.6.2009 kl. 10:41
Gerir þú engan greinarmun á athugasemdum sem fjalla eingöngu um persónuna og athugasemdum sem sem fjalla um skoðanir hennar Jack? - Að takast á um málefnin og málflutninginn er ekki það sama og að hæðast að persónunni sjálfri.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2009 kl. 11:43
Komið þið sæl; að nýju !
Sæmundur; og þið reyndar öll, önnur !
Að meginefni; umræðu þessarrar slepptu, langar mig að rifja upp fyrir ykkur, Jóni Val Jenssyni til sæmdar og verðugs fulltingis, að þá ég; óharðnaður 14 ára nýfermdur, austan frá Selfossi, og ómannblendinn; hóf störf hjá Hraðfrystistöð Gerðabátanna hf, suður í Garði, sumarið 1972 - tóku ýmsir gárungar að skimpast að mér; og hugsanlegu fráviki mínu, frá hópi annarra starfsmanna, alla vega í yngri kantinum.
Þá var mér; ætíð, til varnar og liðs, Guðfræðineminn Jón Valur Jensson, og tók þannig á málum, að engum fannst hann komast óvígur, frá snerpu og skeytum Jóns Vals - heldur; miklu fremur, gerði Jón Valur gott, úr öllum málum, og mun ég ætíð minnast hans fölskvalausu og óumbeðnu liðveizlu, þaðan í frá.
Víst; erum við Jón Valur, á öndverðum meiði, í mörgum mála, en,, ég fæ honum seint fullþakkað, þá hann tók upp þykkjuna fyrir mig, óharðnaðan, á sínum tíma, gott fólk. Það lýsir aðeins; einum, hans mörgu mannkosta, þá á bjátar, hjá fólki, hvert höllum fæti stendur - hverju sinni.
Með; ágætum kveðjum, að þessu sinni /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason 7.6.2009 kl. 15:13
Ofanverðar umræður voru orðnar eineltislegar og óþolandi gegn einum manni. Hann hefur fastar skoðanir á vissum hlutum og þó ekki endilega öllum. Hafið þið hin ekki líka ansi fastar skoðanir á ýmsum hlutum? Það held ég nú. Munurinn á Jóni Val og ýmsum öðrum er þó að hann er ekki ruddalegur, hann svarar öllu (og fyrirgefið, það finnst mér kostur frekar en það að hann þurfi endilega að hafa síðasta orðið eins og kom fram að ofan) og hann er rökfastur. Það er ógnarmunur á að leggja persónu manns í einelti, sem er skammarlegt, og að vera með skoðanir gagnstæðar hans. Munið að einelti er brot á mannréttindum og ólöglegt.
EE elle 7.6.2009 kl. 15:58
" Ég skil vel að Jón Valur og aðrir sem við þig hafa rætt hafi á tímum látið leiða sig út í kröftug orðaskipti og lái ég þeim það ekki, ég skil vel sjálf hversu langþreyttur maður verður af því að eiga við þig samskipti, enda hef ég engin áform uppi um að svara þér frekar á þessari síðu." Það skil ég líka vel.
EE elle 7.6.2009 kl. 16:09
Jón F, það sem kom fram að ofan er einelti.
EE elle 7.6.2009 kl. 16:10
Jón Frímann. Þú hlýtur að gera þér grein fyrir muninum á persónugagnrýni og málefnagagnrýni. Þú gerir þér far um að vera rökfastur en segir svo í lagi að "gagnrýna mann". Það er þekktasta rökvilla í heimi Jón.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2009 kl. 16:28
Persóna manns ER hafin yfir ÓVIÐKOMANDI gagnrýni hafi hann ekki beðið um það.
EE elle 7.6.2009 kl. 17:09
Einmitt, Jón Frímann, en ég var ekki að efst um getu þína til persónuárása.
Þú tóks þannig til orða að mér fannst þú vera að verja þær almennt með því að segja að "það er ekki einelti að gagnrýna mann" í stað þess að taka undir að málefnin væru það sem fjalla ætti um.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2009 kl. 17:16
Ég man ekki hvort það var aspargus eða asberger sem kom þér á forsíðu DV en annað hvort var það.
Tumi 14.6.2009 kl. 22:37
Tumi, hver var það sem komst á forsíðu DV?
Sæmundur Bjarnason, 15.6.2009 kl. 07:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.