689- Ríkisstjórnin þarf á stuðningi að halda. Það er ekki völ á annarri skárri í bili

Nú er um að gera að vera gáfulegur. Gáfulegast er að segja að ríkisstjórnin hafi enga stefnu. Er bara ekki nógu gáfaður til þess. Búinn að fá leið á stjórnmálum. Þau eru bara stjórnmal. Tómt mal. Kattarmal er betra. Veðrið er líka svo gott. Alveg sama þó Sigurður Þór segi að það sé bara venjulegt. Ef sæmilega hlýtt er úti og ekki rigning þá finnst mér gott veður. Geri ekki meiri kröfur. 

Las um daginn bókina um flugdrekahlauparann. Hún er nokkuð góð. Æðislega væmin samt en höfundurinn fer vel með það. Umhverfið líka nokkuð óvæmið. Sérstaklega af því maður er ekki vanur því. Væri skelfileg vella ef sögusviðið hefði verið vestrænt.

Fór á tvö bókasöfn í dag og allt gekk eins og smurt. Talaði ekki við nokkurn mann. Skilaði mínum bókum og tók nýjar. Afgreiddi mig sjálfur og ekkert vesen. Svoleiðis á það víst að vera. Eina sem maður þarf að segja er hvort maður vill einn eða tvo poka í Bónus og svo að bjóða góðan daginn öðru hvoru. Ekki flókið að lifa. Kannski svolítið leiðinlegt samt.

Nú er ísbjarnartíminn að renna upp. Kannski koma ísbirnir í heimsókn. Þegar strákarnir voru litlir þýfguðu þeir mig mikið um líkurnar á því að ísbirnir kæmu á Snæfellsnesið. Ísbjarnarsögurnar í Nonnabókunum eru ógleymanlegar. Ég lifði mig algerlega inn í þær. Man líka vel eftir því þegar Nonni og Manni tóku bátinn og fóru út á fjörðinn. Ég var með þeim í huganum.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég sá myndina um flugdrekahlauparann fyrir nokkru og get sagt eins og geiturnar á öskuhaugunum sem voru að éta kvikmyndafilmur. Mikið skratti er þessi góð, sagði önnur og þá sagði hin: Já, en mér fannst nú bókin samt betri.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 19.5.2009 kl. 13:11

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Kattarmal er betra !

Viltu kannski kettling eða tvo ? 

Anna Einarsdóttir, 19.5.2009 kl. 21:31

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Eins og kettir geta verið skemmtilegir Þá eru neikvæðar hliðar á því líka að eiga kött svo ég verð víst að segja: Ekki núna. Kannski seinna.

Sæmundur Bjarnason, 19.5.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband