686- Alvörublogg með myndum

Mest virðist lesendum fjölga hjá mér ef ég leyfi mér að skrifa um dauðarefsingar eða sportveiðar. Gott að vita það. Þetta eru samt ekki mín helstu áhugamál. Mest er auðvitað gaman að skrifa um allt og ekkert. 

Það er að segja Alla og Eggert. Ég man vel eftir Alla Steindórs. Vann með honum í heilt sumar og kynntist honum vel. Hann var skemmtilegur. Eggert á Sunnuhvoli þekkti ég líka. En ekki eins vel. Nú er hún Snorrabúð stekkur. Það er að segja það er víst búið að rífa öll gróðurhúsin í Álfafelli og íbúðarhúsið líka. Svo er mér sagt. Hef ekki gengið úr skugga um það sjálfur.

Nú byrjar ballið á Alþingi. Þar verður mikið jagast í sumar. Klukkan verður kannski svo margt áður en menn átta sig að ekki þýðir annað en að drífa sig í sumarfrí. Svo byrjar sama sagan aftur í haust. Búsáhaldabyltingin verður ekki endurtekin.

Utarlega á Kársnesinu í Kópavoginum er fiskbúðin Freyja. Það er ein af fáum alvöru fiskbúðum hér um slóðir. Fiskurinn þar er bæði glænýr og ódýr.

IMG 2541Skyggnst til sólar.

IMG 2547Í Elliðaárdal er gott að vera.

IMG 2553Beðið eftir strætó.

IMG 2556Beðið eftir einhverju.

IMG 2558Bekkur í Reykjavík.

IMG 2566Greinar og vatn.

IMG 2570Lygn pollur í hraungjótu.

IMG 2571Mýrarrauði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Fífillinn er eitt af mínum uppáhaldsblómum og er friðaður í garðinum hjá mér. Hann er bæði fallegur og kurteis. Hvernig sem menn fara með hann og bölva honum kemur hann alltaf aftur.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 16.5.2009 kl. 14:39

2 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Stórkostlegar myndir hjá þér Sæmundur minn,landið okkar er stórkostlegt og mjög fallegt,frábærar myndatökumaður, kær kveðja,konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 16.5.2009 kl. 16:12

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ben.Ax. Já myndin af fíflunum er ágæt og ekkert fíflaleg.

Jóhannes: Takk fyrir það. Mér finnst myndirnar ágætar og allar eru þær teknar í Elliðaárdalnum skammt frá Rafstöðinni.

Sæmundur Bjarnason, 16.5.2009 kl. 17:39

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þetta eru skemmtilegar myndir.

Hilmar Gunnlaugsson, 16.5.2009 kl. 21:02

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Hilmar. Mér finnst líka gaman að taka myndir. Einkum þegar veðrið er eins og núna.

Sæmundur Bjarnason, 16.5.2009 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband