12.5.2009 | 17:58
682- Um Evrópusambandið og ýmislegt fleira
Það kemur mér á óvart hve æstir menn verða við skrif um ESB. Um daginn las ég greinar eftir Jón Baldvin Hannibalsson annarsvegar og Egil Jóhannsson í Brimborg hinsvegar og báðir eru nokkuð ofstopafullir. Reyna samt að vera stilltir og málefnalegir.
Almenningur getur rætt þessi mál æsingalaust. Elítan jafnt sem einangrunarsinnar. Þeir sem hæst hafa um þessi mál eru eflaust að vona að þeir geti haft áhrif á pöpulinn. Þau áhrif eru mjög óbein. Flestir eru búnir að mynda sér skoðanir um þetta og aukin umræða sem þó getur verið skemmtileg bætir litlu við.
Evrópuandstæðingar hafa hátt um að verið sé að blekkja fólk með því að tala um viðræður um aðild. Þetta er í besta falli orðhengilsháttur. Þó sótt sé um aðild (með skilyrðum) er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að hætta við. Það hafa Norðmenn gert í tvígang sem frægt er.
Sumir eru alltaf æstir þegar þeir ræða þessi mál.
Evrópuandstæðingar hafa hátt um massívan áróður fyrir aðild. Einhver nefndi að Fréttablaðið agiteraði daglega á þann hátt. Ég les Fréttablaðið afar sjaldan. Mun oftar lít ég í Morgunblaðið eða DV. Í sambandi við mál af þessu tagi held ég að áhrif hefðbundinna fjölmiðla séu lítil.
Ég hef verið þeirrar skoðunar síðan 1972 að við munum fyrr eða síðar enda í Evrópubandalaginu. Það er ekkert hættulegt að vera aðili að því. Fannst Ragnari Arnalds vefjast tunga um höfuð þegar hann átti að útskýra hvað væri svona hættulegt við viðræður um aðild.
Ætlaði ekki að ræða pólitísk mál á blogginu mínu. Það er bara svo erfitt að stilla sig og svo eru öll mál pólitísk ef út í það er farið.
Merkilegt hvað ég er orðinn marktækur. Menn eru bara farnir að skattyrðast við mig. Þó þetta sé bara í athugasemdum í bloggi sem fáir sjá þá finnst mér þetta athyglisvert. Ómerkingurinn ég er bara farinn að rífast við ókunnuga.
Á sigmund.is eru tíu þúsund skopmyndir eftir Sigmund. Sjáið bara. Á blogg.gattin.is er líka flesta daga að finna myndasögu eftir Henry Þór. Þær eru oft ekkert slor.
Sameinuð svínfuglaflensa
Líklega endar þetta með því að flensuskrattinn kemur hingað. Kannski verður hún ekkert verri en venjuleg flensa. Mig minnir hún geti verið slæm.
Um daginn minntist einhver á í sjónvarpsumræðum að skynsamlegra væri að ganga í NAFTA samtökin amerísku en Evrópusambandið. Þessu er ég algerlega ósammála. Ísland er Evrópuþjóð bæði menningarlega og sögulega. Við erum búin að mæna of lengi í vesturátt ef eitthvað er. Miklu nær er að við þokumst nær Evrópu en Ameríku.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ekki gleyma Halldóri Baldurs, Sæmi... hann er hér.
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.5.2009 kl. 00:06
Sjálfur ritstjóri Mbl flaggar heima sér ESB fánanum
Við sem stundum atvinnurekstur og höfum fengið kynnast ESB aðeins í gegnum EES samningin lítur þetta hræðilega út. Hérna er sýnishorn af einni af mörgum reglugerðum sem ég ber að uppfylla að viðurlögðum starfsleyfissviptingum ef ég uppfylli ekki
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 13.5.2009 kl. 10:44
Svo var verið að óskapast yfir því hvað hættulegt væri að flytja inn kjöt frá Evrópusambandslöndum því svo mikil hætta væri á allskonar sýklum og öðrum ófögnuði. Það fannst mér ekki trúverðugt.
En vissulega þarf að huga að mörgu og Evrópusambandsaðild kemur misjafnlega við ýmsa hópa.
Sæmundur Bjarnason, 13.5.2009 kl. 11:06
Vandamálið er að koleggar okkar í Evrópu hlæja að þessu meðan við erum kaþólskari en páfinn.
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 14.5.2009 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.