680- Áđur fyrr á Samvinnuskólanum ađ Bifröst

Skólablađiđ á Samvinnuskólanum ađ Bifröst hét Vefarinn. Ţar var án efa veriđ ađ vísa til vefaranna í Rockdale sem stofnuđu fyrsta kaupfélagiđ í heiminum. Já, Samvinnuskólinn var menntadeild framsóknarflokksins, sambandsins og kaupfélaganna. Ţar stundađi ég nám árin 1959 til 1961. Samt varđ ég ekki meiri framsóknarmađur en svo ađ ég minnist ţess ekki ađ hafa kosiđ ţann flokk nema einu sinni um ćfina. Ég taldi mig fremur til svokallađra Möđruvellinga en ţađan kom Ólafur Ragnar Grímsson ef ég man rétt.

Ţó ég hafi ekki kosiđ framsóknarflokkinn nema einu sinni hef ég kosiđ flesta flokka ađra, nema sjálfstćđisflokkinn, öđru hvoru. Sjálfstćđisflokkinn hef ég aldrei kosiđ en veriđ hallur undir ný frambođ. Til dćmis kaus ég „frjálslynda og vinstri menn" á sínum tíma og leit á Magnús Torfa Ólafsson sem minn mann.

Baldur Óskarsson var sá af bekkjarbrćđrum mínum sem flestir bjuggust viđ ađ fćri í pólitík. Ţađ gerđi hann ţó ekki nema ađ takmörkuđu leyti. Aftur á móti hugsa ég ađ úr fáum bekkjum hafi komiđ jafnmargir kaupfélagsstjórar.

Á mínum skólaárum á Bifröst var svona ţrisvar eđa fjórum sinnum gefiđ út fjölritađa blađiđ „Ţefarinn". Nafniđ var auđvitađ stćling á nafni sjálfs skólablađsins og ţar létu menn gamminn geysa um ólíklegustu málefni og ţefuđu uppi allskyns hneykslismál. Held ađ ég eigi einhvers stađar í drasli hjá mér einhver eintök af ţessu merka blađi.

Á Bifröst var margt brallađ. Međal annars rákum viđ innanhúss útvarpsstöđ í hátalarakerfi ţví sem var ţar á herbergjunum. Bifröst var nefnilega fínasta hótel á sumrin og útvarpshátalari í hverju herbergi. Mér er minnisstćđ morgunleikfimislýsing Baldurs Óskarssonar ţar en ćtla ekki ađ fjölyrđa um hana hér.   

Í anda alvöru stéttaskiptingar voru tveir ljósmyndaklúbbar ađ Bifröst. Annars bekkingar voru ađ sjálfsögđu yfirstéttin. Ţeir höfđu á sínum snćrum ljósmyndaklúbbinn „Foto". Ţar réđi ríkjum sem formađur Kári Jónasson sem seinna varđ fréttastjóri ríkisútvarpsins og ritstjóri Fréttablađsins.

Öreigastéttin sem viđ fyrstubekkingar tilheyrđum hafđi ljósmyndaklúbbinn „Fókus". Ţar vildi svo til ađ ég var kosinn formađur vegna ţess ađ ég hafđi fiktađ viđ framköllun áđur og ţekkti muninn á framköllunarbađi og fixerbađi.

Ţetta međ stéttaskiptinguna missir kannski dálítiđ marks ţví ég man ómögulega hvernig starfsemi ljósmyndaklúbbanna var háttađ seinni veturinn minn ađ Bifröst. Ţá var ég samt í öđrum bekk og hefđi átt ađ vera í yfirstéttarklúbbnum „Foto", en man bara ekkert eftir ţví.

Og nokkrar myndir:

IMG 2411Auglýsing á Lćkjartorgi.

IMG 2413Allt á rúi og stúi.

IMG 2422Eitt stykki tónlistarhús í smíđum.

IMG 2432Gamalt hús viđ Grettisgötu eđa einhvers stađar ţar.

IMG 2434Rok viđ Rauđavatn.

IMG 2450Pálmatré í Reykjavík.

IMG 2451Glađlegir garđálfar.

IMG 2458Falleg blóm.

IMG 2459Ţykkskinnungur í Garđheimum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrđu, Sćmundur. Einhvernveginn finnst mér ađ ţetta stéttaskiptingafyrirkomulagi hafi veriđ aflagt ţennan vetur, sem viđ vorum samtíđa. Gćti nefnilega ímyndađ mér, ađ ţessi lýđrćđislega sinnađi bekkur, sem ţú tilheyrđir, hafi tekiđ ţá ákvörđun ađ klúbburinn yrđi bara einn. Ég kom lítiđ ţar viđ sögu en samt eitthvađ smávegis. Annađ apparat var ţađ ţarna uppfrá, sem fór alltaf í taugarnar á mér. Ţađ var akademían, sem mér skilst ađ Guđmundur skólameistari hafi komiđ á fót. Svoleiđis snobbfyrirbrigđi fannst mér ţá og finnst ekki enn ađ hafi falliđ inn í íslenskan hugsunarhátt sem félagslegt fyrirbrigđi. Ţađ er ekki fyrr en síđustu 10 - 15 árin eđa svo sem manni ţykir trúlegt ađ ţađ hefđi átt tilverugrunn og hafi svo veriđ, er sá tími liđinn nú - vona ég.

Ellismellur 10.5.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Já, mig rámar í ţetta Akademíumál. Held ađ einhverjir af mínum bekkjarbrćđrum hafi komist í hana. Gott ef Árni Reynisson, Baldur Óskarsson og Jón Eđvald voru ekki allir í henni. Ég er ţó ekki viss um ţađ. Ég er ekki viss um ađ ţessi klúbbaskipting hafi veriđ nema í ljósmyndaklúbbunum.

Sćmundur Bjarnason, 10.5.2009 kl. 21:40

3 Smámynd: Rebekka

Vođalega er nú heimurinn lítill.  Ég ramba inn á bloggiđ ţitt af rćlni, og sé hérna mynd af húsi frćnku minnar á Grettisgötunni!  

Rebekka, 14.5.2009 kl. 20:26

4 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Já, mér finnst húsiđ flott og fallegt á litinn.

Sćmundur Bjarnason, 14.5.2009 kl. 20:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband