677- Fótbolti og formúlufjandinn

Mér hundleiðast þessar sífelldu umræður um bankahrunið og mál sem því eru tengd. Til dæmis smáatriði eins og stjórnarmyndun. Það er allt svo flókið í sambandi við þetta að ég er alveg hættur að botna í hlutunum. Hagfræðingar virðast snarruglaðir líka og halda fram allskyns kenningum um málin. Er ekkert hissa þó fólk rugli saman milljónum og milljörðum. Það er bara eðlilegt.

Samt er ég alltaf að skrifa um þetta. Evrópumálin eru líka óþægilega flókin þó mér finnist það ekki. Langlokurnar um þessi mál öllsömul sem víða má finna eru alveg hættar að hafa áhrif á mig einfaldlega vegna þess að ég nenni ekki að lesa þær. Svona er ég nú afskiptalaus um þjóðarhag. Samt hef ég áhuga á ýmsu. Það finnst mér að minnsta kosti sjálfum.

Eftir fréttum að dæma er ekki erfitt að komast í elítuna. Nóg að styðja aðild að Evrópusambandinu. Meirihluti Íslendinga gæti semsagt komist í hana. Skyldi fólk almennt gera sér grein fyrir þessu? Verður elítan áfram elíta þegar þeim sem ekki komast í hana fækkar sífellt og verða að lokum í algerum minnihluta? Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör.

Einu sinni hafði ég ódrepandi áhuga á fótbolta. Það var þegar Íslendingar keyptu Stoke-liðið og gerðu Guðjón Þórðarson að knattspyrnustjóra. Það gekk svo langt að ég var farinn að skrifa greinar á ensku á Oatcake vefsetrið þeirra Stokeaðdáenda áður en ég vissi af.

Svo missti ég áhugann á fótbolta og fór að fylgjast með formúlu eitt. Vissi miklu meira um hana en aumingjarnir sem lýstu henni í sjónvarpinu eða það fannst mér. Svo missti ég áhugann á henni líka og nú hef ég einkum áhuga á bloggi. Blogga líka ótæpilega sjálfur. Helst daglega og um allan fjandann. Næst líklega um fótbolta eða formúlu eitt.

Fram um efni eyddi þjóð
aum er núna vörnin.
Dýrt er lánið sótt í sjóð
sukkið greiða börnin
.

Forðum daga áttum auð
ortum dýrar stökur.
Þegar allt er búið brauð
borðað getum kökur.

Þessar tvær ferskeytlur fann ég í reiðileysi hjá mér. Eflaust hef ég skrifað þær hjá mér vegna þess að mér hefur fundist þær góðar. Hefur samt alveg láðst að skrá eftir hvern þær eru. Held samt að þær séu fremur nýlegar.

Svo eru hér nokkrar myndir af því að vorið er að koma. Þær eru teknar í dag og í gær.

ast 2Ástarhreiðrið í Kópavogi.

IMG 2364Grjóthleðsla við Auðbrekkuna.

IMG 2367Veggskreyting.

IMG 2371Hluti af vegghleðslu.

IMG 2380Frá Kópavogshöfn.

IMG 2382Frá Kópavogshöfn.

IMG 2385Frá Kópavogshöfn.

IMG 2388Komið með fiskinn að landi.

IMG 2397Fiskurinn hífður uppá bryggju.

IMG 2391Olíubrák í Kópavogshöfn.

IMG 2393Smábátahöfnin í Kópavogi.

IMG 2396Þessi er annað hvort að fara á flot eða á flug.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gæti nokkuð hugsast að þessar vísur væru eftir Sæmund Bjarnason?

Sigurður Hreiðar, 7.5.2009 kl. 11:11

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Nei, alveg örugglega ekki. Ég gæti hins vegar trúað að Gísli Ásgeirsson og Már Högnason ættu hér einhvern hlut að máli.

Sæmundur Bjarnason, 7.5.2009 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband