7.5.2009 | 00:30
677- Fótbolti og formúlufjandinn
Mér hundleiðast þessar sífelldu umræður um bankahrunið og mál sem því eru tengd. Til dæmis smáatriði eins og stjórnarmyndun. Það er allt svo flókið í sambandi við þetta að ég er alveg hættur að botna í hlutunum. Hagfræðingar virðast snarruglaðir líka og halda fram allskyns kenningum um málin. Er ekkert hissa þó fólk rugli saman milljónum og milljörðum. Það er bara eðlilegt.
Samt er ég alltaf að skrifa um þetta. Evrópumálin eru líka óþægilega flókin þó mér finnist það ekki. Langlokurnar um þessi mál öllsömul sem víða má finna eru alveg hættar að hafa áhrif á mig einfaldlega vegna þess að ég nenni ekki að lesa þær. Svona er ég nú afskiptalaus um þjóðarhag. Samt hef ég áhuga á ýmsu. Það finnst mér að minnsta kosti sjálfum.
Eftir fréttum að dæma er ekki erfitt að komast í elítuna. Nóg að styðja aðild að Evrópusambandinu. Meirihluti Íslendinga gæti semsagt komist í hana. Skyldi fólk almennt gera sér grein fyrir þessu? Verður elítan áfram elíta þegar þeim sem ekki komast í hana fækkar sífellt og verða að lokum í algerum minnihluta? Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör.
Einu sinni hafði ég ódrepandi áhuga á fótbolta. Það var þegar Íslendingar keyptu Stoke-liðið og gerðu Guðjón Þórðarson að knattspyrnustjóra. Það gekk svo langt að ég var farinn að skrifa greinar á ensku á Oatcake vefsetrið þeirra Stokeaðdáenda áður en ég vissi af.
Svo missti ég áhugann á fótbolta og fór að fylgjast með formúlu eitt. Vissi miklu meira um hana en aumingjarnir sem lýstu henni í sjónvarpinu eða það fannst mér. Svo missti ég áhugann á henni líka og nú hef ég einkum áhuga á bloggi. Blogga líka ótæpilega sjálfur. Helst daglega og um allan fjandann. Næst líklega um fótbolta eða formúlu eitt.
Fram um efni eyddi þjóð
aum er núna vörnin.
Dýrt er lánið sótt í sjóð
sukkið greiða börnin.
Forðum daga áttum auð
ortum dýrar stökur.
Þegar allt er búið brauð
borðað getum kökur.
Þessar tvær ferskeytlur fann ég í reiðileysi hjá mér. Eflaust hef ég skrifað þær hjá mér vegna þess að mér hefur fundist þær góðar. Hefur samt alveg láðst að skrá eftir hvern þær eru. Held samt að þær séu fremur nýlegar.
Svo eru hér nokkrar myndir af því að vorið er að koma. Þær eru teknar í dag og í gær.
Fiskurinn hífður uppá bryggju.
Þessi er annað hvort að fara á flot eða á flug.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Gæti nokkuð hugsast að þessar vísur væru eftir Sæmund Bjarnason?
Sigurður Hreiðar, 7.5.2009 kl. 11:11
Nei, alveg örugglega ekki. Ég gæti hins vegar trúað að Gísli Ásgeirsson og Már Högnason ættu hér einhvern hlut að máli.
Sæmundur Bjarnason, 7.5.2009 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.