675- Hvers vegna sprakk stóra alheims fjármálabólan?

Hrunið hér á Íslandi stafaði aðallega af einkavæðingu bankanna. Þar voru illa rekin tryppin og hlutirnir alls ekki gerðir eins og átt hefði átt að gera þá. Þetta er auðvelt að sjá núna í fullkominni baksjón. En einkavæðing banka á Íslandi og hrunið hér hafði engin eða að minnst kosti afar lítil áhrif á heimsbóluna. Hún sprakk samt líka og varð til þess að ekki var hægt að halda lönguvitleysunni hér á landi áfram svolítið lengur. 

En hvers vegna sprakk heimsbólan? Fasteignalán í Bandaríkjunum voru ekki nærri eins góð og haldið var. Þar hafði húsnæði hækkað mjög mikið og öllum verið gert kleift að kaupa sér húsnæði með því að fá hagstæð lán. Og svo var byggt og byggt sem allra mest. Byggingafélög óðu í peningum og gátu sífellt byggt meira og hraðar.

Þeir sem veittu þessi hagstæðu lán reiknuðu með því að hvað sem öllum þrengingum liði þá héldi fólk áfram að borga af húsnæðinu sínu. Auðvitað vissu þeir að einhverjir mundu lenda í vandræðum og verða gjaldþrota. Þá mundi bankinn sem upphaflega lánaði til húsnæðiskaupanna eða einhver annar kaupa húsið á góðu verði og selja aftur með hagnaði. Á skýrslum mátti sjá að það yrði ekki nema lítið hlutfall íbúðareiganda sem yrði gjaldþrota og vandræðin yrðu ekki mjög mikil.

Hvað var það þá sem klikkaði? Margir hættu að greiða af lánum sínum. Ákváðu að fara frekar á hausinn og verða gjaldþrota en að ströggla við að borga. Áherslan var ekki á að halda húsnæðinu heldur að hafa í sig og á. Þarna varð mönnum á í messunni. Sú skoðun að fólk héldi áfram að borga af húsnæðislánunum hvað sem á gengi var bara ekki rétt.

Þetta olli verulegum vandræðum og varð upphafið að því að margt breyttist. Smátt og smátt fór að harðna á dalnum hjá þeim sem áður höfðu haft meira en nóg. Gjaldþrotum fjölgaði svo mikið að bankarnir sjálfir fóru á hausinn á endanum og svo varð fjandinn laus.

Það sem kallað er hagfræði byggist oft á skoðunum manna á mannlegu eðli sem reynast við nánari athugun eða þegar út í raunveruleikann kemur vera rangar. Þegar hagfræðin byggist á því að fólk hagi sér á ákveðinn hátt í aðstæðum sem aldrei hafa komið upp áður er lítið að marka hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Fyrst þú ert að fjalla um hina óskiljanlegu hagfræði sem engir tveir hagfræðingar virðast skilja eins... fylgstu með annað kvöld:

http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/870411/

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.5.2009 kl. 03:13

2 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

"Áherslan var ekki á að halda húsnæðinu heldur að hafa í sig og á."
Reiknuðu hagfræðingar virkilega út að fólk myndi ekki þurfa að borða?

Margrét Sigurðardóttir, 5.5.2009 kl. 07:16

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Lára Hanna, ég reyni það. Sá einmitt seint í gærkvöldi sagt frá þessu á blogginu þínu. Verst hvað mér hættir til að missa þráðinn þegar mál gerast flókin.

Margrét, ég býst við að þetta hafi kannski snúist um hvað átti að borða, hvar og hvenær. Sama má kannski segja um klæðnaðinn. Fólk getur oft sokkið ansi djúpt án þess að gefast upp.

Sæmundur Bjarnason, 5.5.2009 kl. 09:43

4 identicon

Nokkuð skemmtilegar pælingar, Sæmundur. Maður er farinn að velta fyrir sér í alvöru, að þegar íslenskur almenningur hættir að borga af húsnæðislánunum sínum, hvort bankarnir fari þá ekki aftur á hausinn og hver bjargar þá? Það er hægt að gera upptækt það fé, sem er í lífeyrissjóðunum, þeir eru í djúpum skít hvort sem er og geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. Eitthvað er af innstæðum almennings í bönkum, innstæðurnar þar eru nær eingöngu í eigu venjulegs fólks, kvótakóngar og aðrir fjármálaberserkir geyma sína peninga ekki í íslenskum bönkum. Þetta fé er trúlega þegar glatað. Fári virðast gera sér grein fyrir að við eigum ekkert val varðandi Evrópusambandið, Evrópa er búin að ákveða að gera það sem er einhvers virði á Íslandi upptækt, þar á meðal orkulindir og fiskimið, hvað sem okkur finnst um það. Það hefur bara enginn þorað að segja það upphátt enn. Það verður auðvitað kallað það að við göngum í EU, en í raun verður þetta ekkert annað en fjárnám.

Ellismellurinn 5.5.2009 kl. 10:58

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Ellismellur. Ef út í það er farið er þá ekki nokkuð sama hver stelur frá okkur?

Sæmundur Bjarnason, 5.5.2009 kl. 11:21

6 identicon

Góðir punktar um gjaldþrot banka, Sæmundur.  Hefurðu lesið þetta?:

http://kritor.blog.is/blog/kritor/entry/869802/

http://audurha.blog.is/blog/audurha/entry/868654/

EE elle

. 5.5.2009 kl. 22:27

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, ég kíkti á þetta en þykir greiðsluverkfall dálítið drastísk aðgerð þó hún sé kannski réttlætanleg.

Sæmundur Bjarnason, 6.5.2009 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband