5.5.2009 | 01:03
675- Hvers vegna sprakk stóra alheims fjármálabólan?
Hrunið hér á Íslandi stafaði aðallega af einkavæðingu bankanna. Þar voru illa rekin tryppin og hlutirnir alls ekki gerðir eins og átt hefði átt að gera þá. Þetta er auðvelt að sjá núna í fullkominni baksjón. En einkavæðing banka á Íslandi og hrunið hér hafði engin eða að minnst kosti afar lítil áhrif á heimsbóluna. Hún sprakk samt líka og varð til þess að ekki var hægt að halda lönguvitleysunni hér á landi áfram svolítið lengur.
En hvers vegna sprakk heimsbólan? Fasteignalán í Bandaríkjunum voru ekki nærri eins góð og haldið var. Þar hafði húsnæði hækkað mjög mikið og öllum verið gert kleift að kaupa sér húsnæði með því að fá hagstæð lán. Og svo var byggt og byggt sem allra mest. Byggingafélög óðu í peningum og gátu sífellt byggt meira og hraðar.
Þeir sem veittu þessi hagstæðu lán reiknuðu með því að hvað sem öllum þrengingum liði þá héldi fólk áfram að borga af húsnæðinu sínu. Auðvitað vissu þeir að einhverjir mundu lenda í vandræðum og verða gjaldþrota. Þá mundi bankinn sem upphaflega lánaði til húsnæðiskaupanna eða einhver annar kaupa húsið á góðu verði og selja aftur með hagnaði. Á skýrslum mátti sjá að það yrði ekki nema lítið hlutfall íbúðareiganda sem yrði gjaldþrota og vandræðin yrðu ekki mjög mikil.
Hvað var það þá sem klikkaði? Margir hættu að greiða af lánum sínum. Ákváðu að fara frekar á hausinn og verða gjaldþrota en að ströggla við að borga. Áherslan var ekki á að halda húsnæðinu heldur að hafa í sig og á. Þarna varð mönnum á í messunni. Sú skoðun að fólk héldi áfram að borga af húsnæðislánunum hvað sem á gengi var bara ekki rétt.
Þetta olli verulegum vandræðum og varð upphafið að því að margt breyttist. Smátt og smátt fór að harðna á dalnum hjá þeim sem áður höfðu haft meira en nóg. Gjaldþrotum fjölgaði svo mikið að bankarnir sjálfir fóru á hausinn á endanum og svo varð fjandinn laus.
Það sem kallað er hagfræði byggist oft á skoðunum manna á mannlegu eðli sem reynast við nánari athugun eða þegar út í raunveruleikann kemur vera rangar. Þegar hagfræðin byggist á því að fólk hagi sér á ákveðinn hátt í aðstæðum sem aldrei hafa komið upp áður er lítið að marka hana.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Fyrst þú ert að fjalla um hina óskiljanlegu hagfræði sem engir tveir hagfræðingar virðast skilja eins... fylgstu með annað kvöld:
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/870411/
Lára Hanna Einarsdóttir, 5.5.2009 kl. 03:13
"Áherslan var ekki á að halda húsnæðinu heldur að hafa í sig og á."
Reiknuðu hagfræðingar virkilega út að fólk myndi ekki þurfa að borða?
Margrét Sigurðardóttir, 5.5.2009 kl. 07:16
Lára Hanna, ég reyni það. Sá einmitt seint í gærkvöldi sagt frá þessu á blogginu þínu. Verst hvað mér hættir til að missa þráðinn þegar mál gerast flókin.
Margrét, ég býst við að þetta hafi kannski snúist um hvað átti að borða, hvar og hvenær. Sama má kannski segja um klæðnaðinn. Fólk getur oft sokkið ansi djúpt án þess að gefast upp.
Sæmundur Bjarnason, 5.5.2009 kl. 09:43
Nokkuð skemmtilegar pælingar, Sæmundur. Maður er farinn að velta fyrir sér í alvöru, að þegar íslenskur almenningur hættir að borga af húsnæðislánunum sínum, hvort bankarnir fari þá ekki aftur á hausinn og hver bjargar þá? Það er hægt að gera upptækt það fé, sem er í lífeyrissjóðunum, þeir eru í djúpum skít hvort sem er og geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. Eitthvað er af innstæðum almennings í bönkum, innstæðurnar þar eru nær eingöngu í eigu venjulegs fólks, kvótakóngar og aðrir fjármálaberserkir geyma sína peninga ekki í íslenskum bönkum. Þetta fé er trúlega þegar glatað. Fári virðast gera sér grein fyrir að við eigum ekkert val varðandi Evrópusambandið, Evrópa er búin að ákveða að gera það sem er einhvers virði á Íslandi upptækt, þar á meðal orkulindir og fiskimið, hvað sem okkur finnst um það. Það hefur bara enginn þorað að segja það upphátt enn. Það verður auðvitað kallað það að við göngum í EU, en í raun verður þetta ekkert annað en fjárnám.
Ellismellurinn 5.5.2009 kl. 10:58
Takk Ellismellur. Ef út í það er farið er þá ekki nokkuð sama hver stelur frá okkur?
Sæmundur Bjarnason, 5.5.2009 kl. 11:21
Góðir punktar um gjaldþrot banka, Sæmundur. Hefurðu lesið þetta?:
http://kritor.blog.is/blog/kritor/entry/869802/
http://audurha.blog.is/blog/audurha/entry/868654/
EE elle
. 5.5.2009 kl. 22:27
Já, ég kíkti á þetta en þykir greiðsluverkfall dálítið drastísk aðgerð þó hún sé kannski réttlætanleg.
Sæmundur Bjarnason, 6.5.2009 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.