4.5.2009 | 06:27
674- Um blogg og bloggnáttúru. Einnig nokkrar myndir
Kommentin eða athugasemdirnar eru sér kapítuli. Margir hljóta að missa af þeim að mestu eða öllu leyti. Þessvegna er það sem þar er skrifað mun ómarkvissara en bloggin sjálf. Samt eru þau samskipti sem þannig skapast mikils virði.
Þeir sem læsa sínu bloggi mega það mín vegna. Ég get ekki haft áhuga á að lesa slík blogg. Þeir sem banna komment eða vilja fá að lesa þau yfir áður en þau eru birt mega það mín vegna en ég er samt á móti því að það sé gert.
Bloggið er hluti af hinu nýja netsamfélagi. Auðvitað hentar það ekki öllum að skrifa eða lesa blogg. Aðrar leiðir eru færar og líka vinsælar. Bloggið kemst þó á margan hátt næst því að vera einskonar fjölmiðlun. Þegar vel tekst til lesa allmargir sæmilega vel skrifuð blogg.
Vinsældasóknin truflar marga. Þeir skrifa kannski mörgum sinnum á dag og linka óspart í fréttir eða setja á bloggið myndir eða eitthvað annað sem þeir hafa fundið á flakki sínu um Netið. Oft er það góðra gjalda vert og margt skemmtilegt hef ég rekist á með því að fylgjast sæmilega með bloggum bloggvina minna á Moggablogginu og víðar.
Sumir hafa talið að Moggabloggið sé að deyja. Ég held að svo sé ekki. Tvennt hef ég einkum til marks um það. Annars vegar fjölda nýskráninga og hinsvegar hve margar vikuflettingar þarf til að komast á 400 listann.
Stundum þegar ég er að velta því fyrir mér hvað ég eigi að blogga um kemst ég að því með að gúgla einhver ákveðin orð að ég hef bloggað um það sama áður. Oft hefur það þau áhrif á mig að ég hætti við málið en auðvitað er engin ástæða til þess. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Örugglega verður umfjöllunin ekki eins og líklegt er að lesendurnir verði það ekki heldur. Gallinn er bara sá að mér hættir til að vera full langorður.
Í lokin eru svo fáeinar myndir. Sumar þeirra er ég búinn að doktora svolítið til en ekki mikið.
Gröfustjórinn hefur líklega skroppið í kaffi.
Tréð var sagað niður en nær sér líklega alveg.
Glæsileg grjóthleðsla nálægt Hamraborginni í Kópavogi.
Veit ekki hvað þetta blóm heitir.
Einskonar auglýsing frá Landsbankanum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Gaman að þessum myndum. Sem Kópavogsbúi til 60 ára, langar mig að vita hvar þessi grjóthleðsla er við Hamraborgina. : )
Eygló, 4.5.2009 kl. 09:05
Já, grjóthleðslan. Hún er svolítið fyrir neðan Hamraborgina, þar sem Auðbrekkan beygir inn á Skeljabrekkuna að mig minnir.
Sæmundur Bjarnason, 4.5.2009 kl. 10:18
Fer í "sight seeing". Þegar maður hættir að hjóla og fara í "spássitúra" sér maður andsk.... ekkert markvert.
Eygló, 4.5.2009 kl. 13:34
Flottar myndir. Blómið líkist krókusi.
Kolla 5.5.2009 kl. 00:10
Ég hef sagt að kommentin séu lífæð bloggsins. Án þeirra væri ekkert í þetta varið. Það er líka gaman að vera í góðu spjallsambandi við þá sem kommenta hjá manni. Það skapar kósí stemningu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.5.2009 kl. 17:38
Já, en það eru oft kommentin sem koma seint sem eru skemmtilegust og ekki getur maður fylgst með kommentum á öllum bloggum.
Sæmundur Bjarnason, 5.5.2009 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.