674- Um blogg og bloggnáttúru. Einnig nokkrar myndir

Kommentum hjá mér er að fjölga. Mest held ég að það sé vegna þess að ég svara oftar athugasemdum nú en áður. Blogg eru á margan hátt markverður miðill. Það hefur tíðkast lengi hjá fólki að tala illa um blogg. Mest vegna þess að það bloggar ekki sjálft. Margir viðurkenna tregleg að þeir lesi blogg jafnvel þó þeir geri það í nokkrum mæli.

Kommentin eða athugasemdirnar eru sér kapítuli. Margir hljóta að missa af þeim að mestu eða öllu leyti. Þessvegna er það sem þar er skrifað mun ómarkvissara en bloggin sjálf. Samt eru þau samskipti sem þannig skapast mikils virði.

Þeir sem læsa sínu bloggi mega það mín vegna. Ég get ekki haft áhuga á að lesa slík blogg. Þeir sem banna komment eða vilja fá að lesa þau yfir áður en þau eru birt mega það mín vegna en ég er samt á móti því að það sé gert.

Bloggið er hluti af hinu nýja netsamfélagi. Auðvitað hentar það ekki öllum að skrifa eða lesa blogg. Aðrar leiðir eru færar og líka vinsælar. Bloggið kemst þó á margan hátt næst því að vera einskonar fjölmiðlun. Þegar vel tekst til lesa allmargir sæmilega vel skrifuð blogg.

Vinsældasóknin truflar marga. Þeir skrifa kannski mörgum sinnum á dag og linka óspart í fréttir eða setja á bloggið myndir eða eitthvað annað sem þeir hafa fundið á flakki sínu um Netið. Oft er það góðra gjalda vert og margt skemmtilegt hef ég rekist á með því að fylgjast sæmilega með bloggum bloggvina minna á Moggablogginu og víðar.

Sumir hafa talið að Moggabloggið sé að deyja. Ég held að svo sé ekki. Tvennt hef ég einkum til marks um það. Annars vegar fjölda nýskráninga og hinsvegar hve margar vikuflettingar þarf til að komast á 400 listann.

Stundum þegar ég er að velta því fyrir mér hvað ég eigi að blogga um kemst ég að því með að gúgla einhver ákveðin orð að ég hef bloggað um það sama áður. Oft hefur það þau áhrif á mig að ég hætti við málið en auðvitað er engin ástæða til þess. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Örugglega verður umfjöllunin ekki eins og líklegt er að lesendurnir verði það ekki heldur. Gallinn er bara sá að mér hættir til að vera full langorður.

Í lokin eru svo fáeinar myndir. Sumar þeirra er ég búinn að doktora svolítið til en ekki mikið.

IMG 2340Tré og gömul girðing.

IMG 2348Gröfustjórinn hefur líklega skroppið í kaffi.

IMG 2352Tréð var sagað niður en nær sér líklega alveg.

IMG 2353Glæsileg grjóthleðsla nálægt Hamraborginni í Kópavogi.

IMG 2356Veit ekki hvað þetta blóm heitir.

IMG 2359Einskonar auglýsing frá Landsbankanum.

IMG 2362Listaverk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Gaman að þessum myndum. Sem Kópavogsbúi til 60 ára, langar mig að vita hvar þessi grjóthleðsla er við Hamraborgina.  : )

Eygló, 4.5.2009 kl. 09:05

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, grjóthleðslan. Hún er svolítið fyrir neðan Hamraborgina, þar sem Auðbrekkan beygir inn á Skeljabrekkuna að mig minnir.

Sæmundur Bjarnason, 4.5.2009 kl. 10:18

3 Smámynd: Eygló

Fer í "sight seeing".  Þegar maður hættir að hjóla og fara í "spássitúra" sér maður andsk.... ekkert markvert.

Eygló, 4.5.2009 kl. 13:34

4 identicon

Flottar myndir. Blómið líkist krókusi.

Kolla 5.5.2009 kl. 00:10

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hef sagt að kommentin séu lífæð bloggsins. Án þeirra væri ekkert í þetta varið. Það er líka gaman að vera í góðu spjallsambandi við þá sem kommenta hjá manni. Það skapar kósí stemningu.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.5.2009 kl. 17:38

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, en það eru oft kommentin sem koma seint sem eru skemmtilegust og ekki getur maður fylgst með kommentum á öllum bloggum.

Sæmundur Bjarnason, 5.5.2009 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband