668- Samfylkingin getur ekki endalaust veifað Evrópu-kortinu. Líka svolítið um málfar og fleira

Úrslit kosninganna er hvorki hægt að túlka sem sigur fyrir Evrópusinna eða Evrópuandstæðinga. Enda var ekkert um slíka afstöðu spurt. Aðildarviðræður með einum eða öðrum hætti hljóta þó að vera líklegri eftir en áður. Úrslit í stjórnarmyndunarviðræðum ráða þó miklu um það.

Samfylkingin hlýtur að berjast fyrir því að farið verði í viðræður. Ekki er hægt að veifa Evrópu-kortinu hvað eftir annað án þess að nota það.

Mér finnst ekki ólíklegt að þjóðin verði spurð á komandi kjörtímabili um afstöðu sína til Evrópusambandsins. Miklu máli skiptir þá hvernig spurningin verður og hvað verður í boði. Tvöföld atkvæðagreiðsla gagnast eingöngu Evrópusinnum nema hvað málin tefjast líklega eitthvað með því móti.

Annars finnst mér meira gaman að skrifa um málfar en pólitík. Baldur McQueen virðist álíta mig einhvern sérfræðing í íslensku. Svo er alls ekki. Eina aðferð nota ég oft. Ef ég er í vafa um rithátt eða annað þá segi ég hlutinn bara öðruvísi. Stundum læt ég samt vaða þó ég sé ekki viss. Kannski nýt ég þess þá ef fleiri en Baldur álíta mig einhvern sérfræðing í málfari.

Stundum fæ ég á mig málfarsgagnrýni í athugasemdum. Einkum fyrir óhóflega kommunotkun og mikla notkun á hvers kyns útlenskuslettum. Held að ég klikki sjaldan á einföldum málfræðiatriðum. Setningafræði er mér þó að mestu lokuð bók.

Við nánari athugun sé ég auðvitað að ég get notað aðrar aðferðir en að gagnrýna málfar beinlínis á blogginu. Ég get skrifað athugasemdir hjá viðkomandi eða haft beint samband við þá með tölvupósti eða á annan hátt. Það geri ég samt sjaldan. Forðast þó að gagnrýna aðra bloggara með nafni en þá sem ég er viss um að kippa sér ekki upp við það.

Las um daginn sögu sem heitir. „Viltu vinna milljarð?" Yfirleitt endist ég ekki til að lesa skáldsögur spjaldanna á milli hvort sem það eru krimmar eða eitthvað annað. Það gerði ég samt í þetta sinn. Það er eitthvað við þessa bók sem gerir manni erfitt að hætta . Í grunninn er þetta ósköp venjuleg spennusaga en frásögnin er svo óvenjuleg og sett í svo einkennilegt umhverfi að auðvelt er að hrífast með. Það er eiginlega ekki fyrr en í blálokin sem söguþráðurinn fer að verða svo fáránlegur að mann langar til að hætta en þá er hvort eð er svo lítið eftir af bókinni.

Hrannar Baldursson er gríðarlega afkastamikill og skemmtilegur bloggari. Slóðin hans er don.blog.is og ég hvet alla til þess að kynna sér bloggið hans.

Það er annars athyglisvert hve margir bloggarar aðhyllast Borgarahreyfinguna. Í athugasemd hjá mér var hún köllum Bloggarahreyfingin. Kannski verður hún kölluð Bloggaraflokkurinn eða einnhvað þess háttar í framtíðinni.

Ég held samt að hættan felist einmitt í því að þingmenn hennar fari að líta á sig sem flokk. Þau eru bara einstaklingar og sem slík kosin á þing. Rödd þeirra þarf að heyrast en við þurfum ekki eina flokksklíkuna til.

Tók eftir því áðan að í upptalningu Sjónvarpsins á nýjum þingmönnum var Margrétar Tryggvadóttur að engu getið. Það fannst mér klént.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, þeir geta ekki veifað þessu endalaust.  Það er löngu farið að vera pirrandi.

EE elle 30.4.2009 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband