24.4.2009 | 00:46
663- Nú elskum við friðinn og strjúkum kviðinn
Erfitt er að stilla sig um að skrifa um pólitísk mál þegar örfáir dagar eru til kosninga. Svo eru öll mál pólitísk í eðli sínu ef vel er að gáð. Útrásarvíkingarnir eru ekki fordæmdir fyrir siðferðisafglöp sín. Miklu fremur fyrir að hafa mistekist ætlunarverk sitt. Það er betra að vera ánægt svín en óánægður Sókrates. Yngvi Högnason kommentar stundum á mitt blogg og les það líklega oft. Hann segir eftirfarandi í athugasemd við grein Hrannars Baldurssonar sem ég skrifaði um í gær: Ef fer sem horfir þá verður Borgarahreyfingin ekki í stjórn eftir kosningar og því ekki álitlegur kostur að kjósa nema það sé verið að kjósa í stjórnarandstöðu. Þáttaka þessa fólks í kosningaþáttum sjónvarps hefur ekki verið til að auka álit á því til starfa fyrir almenning. Stjórnmál og störf á Alþingi fara eftir ákveðnum reglum og ef einhver segist ætla að breyta því í næstu viku eða síðar,þá er hann ekki trúverðugur. En það er alltaf til fólk sem er til í að kaupa plástur sem læknar heilaskemmdir og græðir á afskorna limi. Reynum alltaf að vera í sigurliðinu. Hvort sem við þurfum að ganga gegn sannfæringu okkar eða ekki. Það gætu hrokkið brauðmolar af borðum hinna ríku til okkar smælingjanna. Glory hunters" eru svona menn kallaðir á engelsku. Kannski meinar Yngvi þetta ekki svona og þá getur hann leiðrétt það. Áhugaverða grein um Evrópubandalagið las ég í dag. Hún er á vefritinu Nei og er eftir Hauk Má Helgason. Höfundur leitast við að gera vinstri mönnum það ljóst að með því að kjósa Vinstri græna stuðli þeir að inngöngu í Evrópubandalagið. Á þessu er einkum sá galli að samþykktir á flokksþingum Vinstri grænna ganga í aðra átt. Pælingar höfundar um svonefndan singularisma" og universalisma" í upphafi greinarinnar eru áhugaverðar. Einnig sýn hans á Ísland á fyrri tíð. Grunnurinn að þeirri tvöfeldni sem viðgengist hefur lengi hér á Íslandi og er forsenda allrar stjórnmálastafsemi á skerinu var lagður þegar Þorgeir Ljósvetningagoði skreið undan feldinum fyrir margt löngu og sagði: Við skulum þykjast vera kristnir en halda samt áfram að vera heiðnir ef okkur sýnist svo. Það er hagstæðast." |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll Sæmundur.
Kannski veit ég ekki sjálfur hvað ég var að meina. En ég fór að fylgjast með pólitík árið 1963 (ekki sjálfviljugur) og hef fá kosningaloforð séð efnd á sama hátt og að var stefnt fyrir kosningar. Nokkur sérframboð hafa litið dagsins ljós á þessum árum og man ég ekki eftir því að eitthvert þeirra hafi breytt gangi mála.Flestir þessara sérhópa lognuðust fljótlega út af án þess að þeirra sé saknað. Þessar nýju hreyfingar í dag hafa ekkert nýtt fram að færa fremur en hinar fyrri. Minn pirringur í umræddri athugasemd er að mestu vegna auðtrúa fólks sem heldur að eitthvað nýtt sé á ferðinni og kokgleypir það sem þessir frambjóðendur segja um bjarta framtíð öllum til handa. Og það verði þeim að þakka.
En ekki verð ég í sigurliðinu þetta árið og er ekki viss um að mitt lið sé það besta, það býðst bara ekkert betra.
Yngvi Högnason, 24.4.2009 kl. 20:36
Yngvi. Í fyrri hluta athugasemdar þinnar er að skilja að eina ástæðan til að kjósa ekki Borgarahreyfinguna sé að hún verði sennilega í stjórnarandstöðu. Það finnst mér alls ekki nógu góð ástæða. Margt má auðvitað um þessi mál segja og ef til vill er ósanngjarnt að taka athugasemd og setja hana í blogg. Mér finnst bara athugasemdirnar oft lítt marktækar því óvíst er hverjir sjá þær af þeim sem eru þó fastir lesendur viðkomandi bloggs.
Sæmundur Bjarnason, 24.4.2009 kl. 23:34
Eina ástæða mín til að kjósa ekki Borgarahreyfinguna er fólkið þar á lista.
Í dag verður kosið og á morgun þá sættir maður sig við úrslitin hver sem þau verða, unir glaður við sitt sem fyrrum. Aldrei að vita nema hrökkvi til manns moli. Góða skemmtun á kosningadegi og nótt.
Yngvi Högnason, 25.4.2009 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.