657- Þá er þingstörfum lokið og hægt að snúa sér að kosningabaráttunni

Ekki tókst Alþingi að koma neinum markverðum umbótum á. Andstaða allra sem á Alþingi sitja við persónukjör og stjórnlagaþing var auðséð. Þó þingmenn allra flokka hafi lýst yfir stuðningi við lýðræðisumbætur er ekkert að marka það. Þeir ljúga allir og hugsa fyrst og síðast um eigin hag.

Komandi kosningar eru vafalaust mikilsverðar. Úrslit þeirra munu að mestu verða í samræmi við síðustu skoðanakannanir. Þó eru vonbrigði almennings meiri en gera mátti ráð fyrir. Ólíklegt er að þing það sem nú verður kosið sitji í fjögur ár.

Mér blöskrar oft hvernig Evrópuandstæðingar láta. Þegar allt um þrýtur hika þeir ekki við að kalla þá alla landráðamenn sem vilja ganga í Evrópusambandið. Slíkt er ekki til fagnaðar fallið. Þeim leiðist líka áreiðanlega að vera kallaðir einangrunarsinnar.

Í pólitík dagsins er það ekkert meginmál hvort sótt verður um Evrópusambandsaðild fljótt, nú eða strax. Það sem mestu máli skiptir er að jafna sig á bankahruninu og láta hlutina fara að rúlla aftur. Hlýða alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða segja honum að fara til fjandans. Ef við sækjum um aðild að EU núna hefur sambandið líklega mun betri spil á hendi en við. Einhver áhrif mundi það samt hafa ef næsta ríkisstjórn lýsti því yfir að sótt verði um aðild.

Í lokin eru svo sex myndir. Þrjár frá Þingvallavatni og þrjár frá Rauðavatni.

 
IMG 2304IMG 2308IMG 2309IMG 2323IMG 2324IMG 2326

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er einn einfaldur maður, enda byrja ég alltaf á því að kalla alla landráðasinna sem að vilja koma þjóðinni á Bruxxelz klafann.

Lífið er í lit, en fyrir mér er þessi afztaða ekki í 'gráskala'.

Steingrímur Helgason, 18.4.2009 kl. 01:23

2 identicon

Ég er Evrópusinni og ókei, ég get svosem alveg tekið á mig landráðastimpilinn án þess að kikna - ef það er það sem þarf til að koma okkur inn í ESB.

No problem! Bring it on!

Malína 18.4.2009 kl. 01:42

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Menn taka orð mismunandi hátíðlega og leggja mismunandi merkingu í þau. Víða er líflátshegning við landráðum. Steingrímur getur sagt að hann meini hvað sem er með Bruxxelz klafanum og ekki dettur mér í hug að hann vilji drepa hálfa þjóðina.

Sæmundur Bjarnason, 18.4.2009 kl. 02:34

4 identicon

Sumir þykjast líka vera lýðræðissinnar en eru samt svo logandi hræddir við lýðræðislegar aðferðir að þeir vilja neita þjóðinni um þann sjálfsagða lýðræðislega rétt að fá að kjósa um inngöngu í ESB.

Kannski megum við bara þakka fyrir að þetta sama fólk "leyfir" okkur þó ennþá að kjósa til Alþingis og sveitarstjórna...

Ugh.

Malína 18.4.2009 kl. 02:57

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég hef lýst því áður og segi enn. Mér finnst einfaldlega að þegar ríkisstjórn er mynduð þá geti hún ákveðið að sækja um EU aðild en að sjálfsögðu þurfi að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Hvort þetta er það mikilvægasta sem stjórnarflokkar þurfa að semja um veit ég ekki. Það ákveða forystumenn þeirra.

Sæmundur Bjarnason, 18.4.2009 kl. 03:35

6 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þeir, sem hafa tapað öllu, hafa engu lengur að tapa.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 18.4.2009 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband