6.4.2009 | 00:24
645. - Við borgum ekki. Að minnsta kosti helst ekki
Hlustaði á silfur Egils í morgun og tilfinningin var sú að við Íslendingar ættum í rauninni bara um tvær leiðir að velja. Höfum raunar átt þess kost allt frá bankahruninu mikla síðastliðið haust að segja annarsvegar: Við borgum ekki". Eða: Við borgum ef við mögulega getum. Hvað sem það kostar."
Mér finnst allt hafa stefnt í það undanfarið að fara eftir seinni setningunni. Það er það sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill. Fjórflokkurinn og þar með stjórnvöld einnig. Búsáhaldabyltingin ekki. En fáum við vesæll almúginn rönd við reist? Ég held ekki.
Auðvitað yrði þungbært og erfitt um tíma að borga ekki. Það vita þeir sem stjórna. Allt yrði gert til að láta hlutina líta sem verst út. Völd stjórnvalda og fjármálastofnana eru mikil. Fjölmiðlarnir hálfónýtir. Bloggið frjálst en máttvana.
Inn í þetta blandast verðtrygging og lífeyrissjóðir. Það er bara það sem fjölþjóðafyrirtækin vilja. Allt á að vera svo flókið að venjulegt fólk skilji málin ekki. Það á bara að þræla og helst að skulda sem mest. Það má lappa svolítið uppá lífskjörin ef þess er gætt að auka skuldirnar um leið.
Ísland er áhugaverð tilraun. Obama vill koma. Allir vilja kynna sér málin hér. Hér ætlar hið alþjóðlega peningavald að leggja vestræna þjóð að velli í fyrsta sinn. Komið og sjáið hvernig farið er að því.
Tuttugu prósentin framsóknar eru bara kosningabrella. Peningar eða verðmæti verða ekki til úr engu. Eignatilfærsla er þetta líka í stórum stíl. Auðvitað var rán útrásarvíkinganna líka eignatilfærsla á sinn hátt. Ein vitleysa verður þó ekki lagfærð með annarri.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég er búin að vera í losti eftir þáttinn (endursýninguna)
Steingrímur J, var atyrtur og rakkaður niður þegar hann (einn manna?) vildi að AGS-lánið yrði afþakkað. Hann var/er kannski ekki svo vitlaus.
Eygló, 6.4.2009 kl. 01:53
Sammála. Mér finns eins og ég hafi verid einfalt barn. Og nú hafi ég vaknad.
Sammt hafdi ég heyrt af komu hrægammana (sem hittust á fundi á hotel 1919) í janúar 2008, og velt fyrir mér tilgangi pess fundar. Ég skoda nú allt í nýju ljósi.
Matthildur Jóhannsdóttir, 6.4.2009 kl. 03:37
Oft var þörf, er nú ekki nauðsyn að blása í lúðra og berja bumbur til að losa okkur við náæturnar.
Vona bara til almættisins að frammámenn taki tilmælum og hlusti á varúðarorðin.
Eygló, 6.4.2009 kl. 03:48
Bendi á að við eigum matarbirgðir í tvo mánuði eftir að það félli niður innflutningur til landsins. Ég hugsa að við þurfum að leika einhverja biðleiki gagnvart útlöndum meðan við komum okkur upp meiri matvælaframleiðslu sem og matvæla og eldsneytisbirgðar. Þá er hægt að fara að semja við útlönd af einhverju viti.
Héðinn Björnsson, 6.4.2009 kl. 11:57
Sæll Sæmundur.
Af hverju myndi það ekki bæta ástandið að færa eignir frá aðilum sem eignuðust þær ranglega Sæmundur? Það er bara verið að taka þýfið frá þjófinum og færa það til eigandans!
NN 6.4.2009 kl. 12:23
Það er eins og venjulega, að það dugir lítt að segja; Sagði ég ykkur ekki? Við erum nokkur, sem höfum verið að segja fólki það, sem þessir tveir ameríkanar voru að segja okkur á sunnudaginn og núna fyrst virðist fólk vera að opna augun, þó ekki nándar nærri allir. Fjöldinn grefur hausinn í sandinn. Okkur er ekki einu sinni sagt frá skilyrðum IMF, en eitt þeirra var að Landsvirkjun yrði afhent skuldheimtumönnum ríkisins. Það verður bara ekki gert fyrr en eftir kosningar. Veiðiréttur á miðunum er í höndum erlendra lánastofnana, því öll útgerð á landinu er skuldsett upp fyrir masturstoppa. Ingibjörg Sólrún gerði samning við Jonas Gahr - Störe í haust um "gagnkvæma nýtingu á Drekasvæðinu". Hvað þýðir það á mannamáli nema að það er búið að afhenda Norðmönnum nýtingarréttinn? Þið sáuð þáttinn á Stöð tvö um Drekasvæðið. Við hverja var talað? Íslendinga? Nei, ekki nú aldeilis. Það eru norskir sérfræðingar, sem hafa skoðað þetta, enda verða það þeir, sem koma til með að ráðstafa þessum auðlindum. Það er þegar búið að ráðstafa öllu, sem til ráðstöfunar er og eitthvert verðmæti er í hér á landi. - Svo við nefnum allt annað en auðlindir; það er enn verið að telja fólki trú um að það sé til eitthvað, sem heitir lífeyrissjóðir! Heyr á endemi! Þeir eru löngu búnir, Björgúlfur Thór situr í lögheimili sínu á Kýpur og hlær að þessari firru, hann er löngu búinn að eyða þessum aurum. Þar er enn verið að bögglast við að kalla eignir, sem eru í raun verðlausir pappírar. Nei, gott fólk, flýið land sem hafið eitthvað að selja, einhverja þekkingu sem einhver vill kaupa. Allir undir fertugu eiga að koma sér í til siðaðra landa eins fljótt og hægt er, fáist ekkert um hvort og hvað er skilið eftir. Hugsið um ykkur sjálf og börnin ykkar, látið gömlu fíflin, sem geta ekki farið, rífast áfram um ekki neitt nema þrjósku sína og heimsku.
Ellismellurinn 6.4.2009 kl. 13:23
Ég skil ekki athugasemd NN. Það sem stolið var af þjóðinni er að mestu leyti horfið í glatkistuna gaflalausu. Ég hef ekki skilið það þannig að Sigmundur Davíð ætli að sækja þá peninga. Þó til hægðarauka hafi verið ákveðið að afskrifa eitthvað og skipta hlutum er það ekkert heilagt sem þar er fram sett og vel má búast við áratugalöngum málaferlum um mörg mál. Svo er ekkert síður verið að tala um hvernig eigi að skipta 20 prósent fengnum.
Sæmundur Bjarnason, 6.4.2009 kl. 13:34
það er ekki hægt að borga þetta þott viljinn hafði verið fyrir hendi. Upphæðirnar eru svo háar að deild niður á öllum jarðarbúum, verður það 2000 kr á mann.
það er ekki spurning hvort kröfuhafarnir hirði hér upp allt, heldur hvernig og hvenær Við verðum að gera allt til þess að þetta mun ekki gerast
Heidi Strand, 6.4.2009 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.