4.4.2009 | 00:06
643. - Sjónvarpið frá Alþingi að verða aðalrásin
Gæti trúað að áhorf fari vaxandi á Alþingis-sjónvarpið. Nú má búast við öllu í þessu leikhúsi fáránleikans. Bölv, söngur, fylliríishjal og allt í beinni. Stendur langt fram á kvöld og getur hæglega komið í staðinn fyrir ýmislegt annað. En málþóf er málþóf hver sem beitir því og af hvaða ástæðu sem er. Kannski hætta þeir þessu ekki fyrr en líður að páskum. Á endanum verður samið um eitthvað. Virðing fyrir Alþingi eykst ekki.
Endalaust má velta fyrir sér niðurstöðum úr skoðanakönnunum. Þrjú atriði eru athyglisverðust. Tap sjálfstæðismanna virðist staðreynd. Litlu framboðin verða í óttalegu basli. Frjálslyndi flokkurinn sem hefði átt að leika sér að því að fá svona 10 - 15 % atkvæða hverfur líklega af þingi.
Farið er að kalla fjármálaeftirlitið fjölmiðlaeftirlitið. Menn þarna verða að gæta sín. Ef það á bara að taka í lurginn á litla Landsbankamanninum en láta Jóakima von And landsins eiga sig getur farið illa.
Veðurfræðingar eru ómissandi. Þó Trausti Jónsson sé ekki hávær var hann oft skemmtilegur í sjónvarpinu í gamla daga. Siggi stormur er ágætur þegar honum tekst upp. Þessir tveir eru þó ekki einir veðurfræðinga um að fara með gamanmál og vera skemmtilegir á að hlýða. Fyrir löngu síðan tíðkaðist þetta hjá útvarpinu og margir bændur kunnu vel að meta það. Einn bóndi skrifaði útvarpsstjóra bréf um ýmislegt og í lokin sagði hann eitthvað á þessa leið: Það er svosem gaman að veðurfræðingunum en í guðanna bænum hættið að láta þá trufla okkur svona um hásláttinn."
Samfylkingin heldur spilunum fast uppað sér. Þó Vinstri grænir hafi álpast til að sverja af sér allt samræði við djöfulinn (sjálfstæðisflokkinn) ætlar hún ekki að brenna sig á því sama. Eftir kosningar skal farið aftur í stjórn. Það var svo gaman síðast. Líklega er strax farið að rífast um ráðherrastólana. Samfylkingin gæti, ef úrslitin verða á þann veg, sem hægast farið í stjórn með annaðhvort sjálfstæðismönnum eða framsókn.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég er einn af veðurvitunum. Með veðurdellu eins og nafni minn Guðjónsson og hinn ágæti Einar Sveinbjörnsson. Mér kom alltí einu í hug gömul vísa um 2 liðna veðurfræðinga. Ég held örugglega að vísan sé eftir Egil Jónsson kenndan við Húsavík. Veðurfræðingarnir sem ort er um eru Jón Eyþórsson og Theresía Guðmundsdóttir.
Þar sem þau bauka bæði
er blautt og úrkomugnægð.
Hann er með háþrýstisvæði
en hún er með djúpa lægð.
Mér finnst þessi staka vera hin tæra snilld.
Sigurður Sveinsson, 4.4.2009 kl. 07:19
Ég lærði þessa vísu svona:
Að veðurspá vinna þau bæði
veðrið er rigning með hægð.
Hann er með háþrýstisvæði
en hún er með djúpa lægð.
Óli Ágústar 4.4.2009 kl. 09:00
Ég kann margar vísur eftir Egil en ekki þessa og veit því ekki hvor er rétt. En til gamans má geta þess að Egill fékk skáldastyrk forðum en gaf aldrei neitt út. Þá var ort:
Egill margan kvað í kút,
kannski ætti að virkja'nn.
Fyrir að gefa ekki út
eru þeir að styrkja'nn.
P.s. Til að vísur verði með einu stafabili er ýtt á shift og enter.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 4.4.2009 kl. 17:07
Og ég sem hélt að ég hefði slegið met í dónaskap hérna!
Malína 4.4.2009 kl. 19:41
Egill var Jónasson, ekki Jónsson.
S.H. 4.4.2009 kl. 21:08
Takk. Vísur um tíðarfar eru oft skemmtilegar.
Harðna tekur tíðarfar
Teresía spáir byl.
Hver sem verður tittlings var
veiti honum skjól og yl.
Þetta er sú veðurvísa sem ég man best eftir. Gæti vel verið eftir Húsavíkur-Egil.
Sæmundur Bjarnason, 4.4.2009 kl. 23:20
Vísuna las ég fyrir fyrir margt löngu í "Íslenskri fyndni" og er næstum viss að sé svona.
Tökin herðir tíðarfar
Teresía spáir byl.
Hver sem tittlings verði var
veiti honum skjól og yl.
Sverrir Hjaltason 5.4.2009 kl. 06:55
Sverrir: Varðandi seinnipartinn hefurðu örugglega rétt fyrir þér því þar eru ljóðstafirnir ekki einu sinni réttir eins og ég tilfæri hana. Þó er það svo að mér finnst að vera eigi "verður" en ekki "verði". Ég man núna að ég hef heyrt upphafið sem þú nefnir og líka með fyrstu tvö orðin víxluð. Upphafið sem ég tilfæri finnst mér eins og ég lærði vísuna fyrst. Vinsælar vísur eru oft til í mörgum útgáfum.
Sæmundur Bjarnason, 5.4.2009 kl. 11:26
Eftirfarandi vísa var eitt sinn kvedin ( NB ekki af Davíd Oddssyni!). En ég held ad tildrögin hafi verid thau, ad Jón frá Pálmholti hafi komid vísum Egils Jónassonar á prent eda framfaeri og öllu fremur theim vísum sem voru í klúrari kantinum. Undu sumir thessu illa og kvad thá skáldid, sem vel gaeti hafa verid Egill sjálfur:
Jón minn frá Pálmholti skadlegar skyssur henda
skrítin og lítil eru hans fródleikskorn.
Bövadur ratinn ad fara í öfugan enda
á Agli til thess ad velja sýnishorn.
Bid ég svo alla vísnavini afsökunar ef ég fer rangt med vísuna.
S.H. 5.4.2009 kl. 12:06
æ,æ! Á ad vera bölvadur, alveg taepitungulaust.
S.H. 5.4.2009 kl. 12:17
Ben.Ax., gott að vita þetta með shift og enter. Það vafðist fyrir manni þó það væri ekki voða flókið.
EE elle 5.4.2009 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.