2.4.2009 | 00:33
641.- Margeir og meirafíflskenningin
Andleg hrörnun er sögð hefjast við tuttugogfimm ára aldurinn. En hvenær lýkur henni eiginlega? Aldrei eða hvað? Mér finnst ég vera jafngáfaður núna og fyrir fimmtíu árum.
Þegar ég var ungur stökk ég næstum fimm metra í langstökki og hundrað og fimmtíu sentimetra í hástökki. Ekki gæti ég það núna. En ég er viss um að ég hefði ekki bloggað af neinu viti þegar ég var tvítugur.
Skyldi Margeir Pétursson skákmaður verða eini fjáraflamaðurinn sem kemur standandi niður úr þeim hremmingum sem skekið hafa skerið að undanförnu. Varkárnina og seigluna hefur hann örugglega. Kannski SPRON verði eini einkabankinn sem blaktir hér á næstunni. Margeir heyrði ég fyrstan manna tala um meirafíflskenninguna".
Nú verða víst ekki fleiri landsþing á næstunni og lítið drukkið af öli. Aðrar skemmtanir verða samt nægar og einhverjir munu kætast að loknum næstu kosningum. Varla þó sjálfstæðismenn. Bjarni Benediktsson líkist mun meira Þorsteini Pálssyni en Davíð Oddssyni. Þessvegna verður hann varla lengi formaður flokksins.
Síst af öllu eru íslensk stjórnmál upphaf og endir alls. Eiginlega mannskemmandi. Vorkenni þeim bloggurum sem ekki geta skrifað um annað. Samt verður maður víst að kjósa. Samkvæmt útilokunaraðferðinni eru einkum tveir möguleikar hæst skrifaðir hjá mér um þessar mundir.
Annars vegar að kjósa einfaldlega Samfylkinguna aftur. Þróunin í átt til tveggja flokka kerfis er góðra gjalda verð. Skil Ómar Ragnarsson vel að hafa gefist upp á þessu bardúsi. Hann er samt enginn vinstri maður. Hinn möguleikinn er að kjósa O-flokkinn. Þar er eitthvað af góðum mönnum en hætt er við að þeir fái engan mann kjörinn og þá er verr af stað farið en heima setið.
Ef mikilvægast af öllu var að tryggja áframhaldandi sérréttindastöðu Íslands í samfélagi þjóðanna, venjubundna starfsemi í landinu og inneignir fólks í bönkunum þegar þeir hrundu voru neyðarlögin kannski þörf og eðlileg. Að öllu öðru leyti voru þau hrikaleg mistök sem á endanum geta orðið dýr. Satt að segja alveg óskaplega dýr.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
"Mér finnst ég vera jafngáfaður núna og fyrir fimmtíu árum." Sæmundur ÞETTA er dæmi um hrörnun!
Ég á næstum fertugan afkomanda en tala og hegða mér..... allt niður í 5 ára. Skríð eftir gólfinu og leik krókódíl fyrir ömmubörnin, en þarf svo hjálp við að standa upp - gigtin. Svo finnst mér ég vera ívið GÁFAÐRI en fyrir fimmtíu árum! Sæll, bróðir.
Eygló, 2.4.2009 kl. 01:17
Það getur vel verið að það SÉ MERKI um eitthvað slíkt, en við eigum aldrei að viðurkenna það. Í mesta lagi að við eigum vont með að hoppa eins hátt og áður og hugsum stundum aðeins hægar og séum lengur að átta okkur á hlutunum.
Sæmundur Bjarnason, 2.4.2009 kl. 08:25
Nei, óþarfi að viðurkenna það. Næsta víst er að þú ert vitrari núna en fyrir 50 árum. Það finnst mér nú líklegt.
EE elle 2.4.2009 kl. 08:39
Ég er sem betur fer orðinn svo fattlaus að ég fatta ekki hvað ég er vitlaus.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 2.4.2009 kl. 08:51
EE elle 2.4.2009 kl. 09:37
Ég er nú meira fíflið - ég fatta ekki einu sinni hver "meirafíflskenningin" er.
Er ég þá mesta fíflið hérna?
Er mestafífl meira fífl heldur en meirafífl?...
Skák og mát!
Malína 2.4.2009 kl. 17:52
Mig minnir að það hafi verið í silfri Egils sem ég heyrði Margeir tala um meirafíflskenninguna. Hún gekk að ég held út á að það væri í lagi að borga óheyrilegt verð fyrir hlutabréf og þess háttar ef hægt væri að ganga út frá að einhver fyndist sem væri meira fífl.
Kannski var bankahrunið því að kenna að meirafíflskenningin brást!!
Sæmundur Bjarnason, 2.4.2009 kl. 18:22
Nú fattaði ég það sem þau föttuðu ekki, yes.
EE elle 2.4.2009 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.