28.3.2009 | 00:06
636. - Árný Filippusdóttir á Hverabökkum
Árný Filippusdóttir á Hverabökkum kallaði mig jafnan litla frænda." Ekki veit ég hvernig ég átti að vera skyldur henni. Ég kunni þessu fremur illa og þótti enginn heiður að því að vera skyldur Árnýju. Svo var ég alls ekkert lítill. Frekar að ég þætti í stærra lagi og leiddist mér einnig þegar fjölyrt var um það. Árný stofnsetti og stjórnaði frægum kvennaskóla í Hveragerði og ég man vel eftir henni þaðan. Hún var einn af þeim Hvergerðingum í gamla daga sem munaði um. Þegar hún hætti sem skólastjóri kvennaskólans einbeitti hún sér að uppeldi þeirra Harðar og Kúts. Einnig var Herbert sem stundum var kallaður borgarstjóri á hennar vegum og bjó með henni í stórhýsinu sem áður var kvennaskólinn. Hörður var talsvert drykkfelldur og bjó jafnan í kjallara kvennaskólans en stundaði oft vinnu ágætlega. Við krakkarnir höfðum gaman af að stríða honum og kalla hann Hörð fyllibyttu og þá hljóp hann gjarnan á eftir okkur en hefði sjálfsagt ekki gert okkur neitt þó hann hefði náð okkur. Kútur var talsvert yngri en Hörður og ég kann lítið frá honum að segja. Þegar Taflfélag Hveragerðis var stofnað tefldum við að minnsta kosti fyrsta veturinn í kvennaskólanum. Seinna vorum við svo í Laugaskarði eftir að Hjörtur flutti þaðan og í húsið sem hann byggði skammt frá. Þegar við tefldum í kvennaskólanum fylgdist Árný stundum með og hafði gaman af. Hún var mikil hannyrðakona og ég man eftir einu veggteppi sem hún hafði saumað og náði veggjanna á milli í stóru stofunni. Seinna þegar ég vann í kaupfélaginu kom hún stundum út í kaupfélag á inniskónum og með sokkana upprúllaða um öklana. Eitt sinn bauð hún okkur Bjarna Sigurðssyni að smakka á hrosshaus sem hún sagðist vera að sjóða en við vildum ekki þiggja það. Árný var dálítið smámælt. Sagt var að hún hafi einhverju sinni hringt til Magdalenu handavinnukennara og sagt við hana: Er þikkþakk á þinni? Það er nefnilega ekkert þikkþakk á minni." Þarna var hún að sjálfsögðu að spyrja hvort zikkzakk væri á hennar saumavél. Árný byggði sér íbúðarhús austarlega í þorpinu. Var það mikið hús og vandað. Ekki man ég hvort hún flutti nokkurn tíma í það en Árnýjarhús var það jafnan kallað. Ingibjörg systir mín og Hörður Vignir Sigurðsson maðurinn hennar bjuggu þar eitt sinn um tíma. Þar fæddist Bjarni Harðarson systursonur minn og fyrrverandi Alþingismaður. Það var Hulda á Mel sem tók á móti honum. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það er akkurat það. Þetta var gaman að lesa. Haf þökk fyrir.
Sigurður Rúnar Sæmundsson, 28.3.2009 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.