632. - Hundahreinsun sjálfstæðismanna

Hundahreinsun sjálfstæðismanna er sú að fyrrverandi ráðherrar þeirra og þingmenn fá slakari útkomu í prófkjörum en áður. Því taka þeir með þökkum í von um áframhaldandi setu við kjötkatlana. Með þessu hafa þeir líka kastað öllum sínum syndum bak við sig að hætti sannra hermanna hjálpræðisins og kjósendur þeirra geta nú óhræddir kosið þá aftur.

Já, ég er Evrópusinni. Tel samt skipta meira máli en aðild að Evrópusambandinu að komið verði í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé að vasast í stjórn landsins næstu árin. Vorkenni Samfylkingarfólki ekki vitund að bíða eftir Sovét-Evrópu. Þess vegna er alveg óhætt að lofa því að fara frekar í ríkisstjórn með Vinstri Grænum en Sjálfstæðisflokki.

Vildi að ég gæti hætt þessu pólitíska rausi. Finnst það leiðinlegt en þegar grannt er skoðað er auðvitað fátt sem skiptir meira máli.

Vil heldur ekki vera eins og Hannes Hólmsteinn segir að flestir sjálfstæðismenn séu og láta aðra hugsa um stjórnmál fyrir mig. Og samkvæmt Hannesi eru þessir fáu sjálfstæðismenn sem hugsa um stjórnmál einkum í því að græða á daginn en grilla á kvöldin.

Nei annars, það er ósanngjarnt að láta svona. Sjálfstæðismenn eru ekkert verri en aðrir. Þingmenn þeirra og helstu talsmenn eru samt dálítið misheppnaðir.

Ég hugsa oft um málshætti. Bæði afbakaða og aðra. Gallinn er bara sá að mér dettur oft í hug eitthvað rosalega dónalegt þegar sumir málshættir eru annars vegar. Sem dæmi má nefna málshættina „Að færa sig uppá skaftið." og „Eigi má sköpum renna."

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

svona er bara lífið, ef kreppir að þá fer fólk til vinstri í félagshyggjuna en þegar allt blómstrar fer fólk í frjálshyggjuna, við breytum þessu ekkert

haukur kristinsson 24.3.2009 kl. 03:05

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eða málshættir Sverris Stormsker, "Margir far yfir strikið í Kaupmannahöfn"   og "Oft slettist upp á vínskápinn" ,þetta er nú saklaust gaman.

Helga Kristjánsdóttir, 24.3.2009 kl. 04:01

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, það er hætt við að við höfum farið svolítið of langt til hægri undanfarið. Þetta sveiflast fram og aftur.

Stormskers-málshættirnir eru ágætir og ennþá betri ef maður prófar að leggja dónalega merkingu í þá.

Sæmundur Bjarnason, 24.3.2009 kl. 04:21

4 identicon

Munurinn á Hannesi Hólmsteini og Sverri Stormsker er sá að annar er svo orðÓheppinn ( HH ), að hann verður fyndinn fyrir slysni, en SS ætlar sér að vera fyndinn og tekst það bærilega í flestum tilfellum.

Stefán 24.3.2009 kl. 10:05

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þú hefur væntanlega ekkert á móti ísmeygilegum konum?

Sigurður Hreiðar, 24.3.2009 kl. 18:17

6 identicon

Hvað um árennilega karla?

Malína 24.3.2009 kl. 18:55

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mér finnst að konur geti verið árennilegar líka og karlar svosem ísmeygilegir ef útí það er farið.

Sæmundur Bjarnason, 24.3.2009 kl. 19:46

8 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Og áferðarfallegar, gleymdu því ekki.

Sigurður Sveinsson, 25.3.2009 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband