631. - Sitt af hverju tagi. Pólitík, myndir og annað

Seta í skilanefnd er feitasti bitlingurinn sem völ er á um þessar mundir. Alltaf nóg að gera og enginn hörgull á verkefnum.

Þegar kosningalögunum verður breytt (ef þeim verður breytt) verður kosningaréttur kannski jafnaður svolítið. Hingað til hafa allar breytingar verið gerðar útfrá hagsmunum fjórflokksins. Þingmenn munu margir reyna að hanga á óréttlætinu enn um sinn. Þeir eru því vanastir að þurfa ekki að sleikja sig upp við aðra en valdamenn í eigin flokki til að tryggja sér áframhaldandi þingmennsku. Að þurfa að eiga framtíð sína að mestu eða öllu leyti undir duttlungum kjósenda er afleitt í þeirra augum.

Stefán Friðrik Stefánsson skrifar mikið og bloggar á við marga. Því miður er sjaldan mikið að marka það sem hann segir. Hann má þó eiga það að hann er fljótur til og segir það sem hann hugsar. Ómar Ragnarsson er annar bloggari sem lætur sér fátt óviðkomandi. Á sumum sviðum er hann óþolandi besservisser en veit samt ótrúlega margt.

Svo eru hérna nokkrar myndir.

IMG 2130„Já, en hvaða bílar eru réttir?" Eða á kannski að segja: „Hvaða bíla er búið að rétta?"

IMG 2134Svona skrautlegir strætisvagnar sjást sjaldan á götunum.

IMG 2155Skrautlegur skúr.

IMG 2161Sveit í borg. Þessi mynd er tekin í Fossvoginum.

IMG 2166Búið að leggja gömlu farartækjunum.

IMG 2178Þegar snjórinn fer kemur ruslið í ljós.

IMG 2189Gamli og nýi tíminn.

IMG 2192„Út vil ek," segja sprotarnir.

IMG 2198Trjábörkur.

IMG 2199Málningarslettur.

IMG 2200Hingað fer sko enginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband