630. - Milljarðarnir margfaldast og auka kyn sitt

Í morgun var Arnþrúður á Sögu að æsa sig yfir því að skuldir hvers heimilis í landinu væru að meðaltali yfir 200 milljarðar. Þetta er nú áreiðanlega ofreiknað hjá henni en heimsendaspámenn sem vaða uppi þegar eitthvað mikið bjátar á minna mig oft á Sölva Helgason.

Sölvi sagði frá því að eitt sinn lenti hann í reikningskeppni við annan snilling. Sá ætlaði að fara illa með Sölva og reiknaði barn í svertingjakerlingu suður í Afríku. Sölvi tók nú til verka og reiknaði og reiknaði svo svitinn bogaði af honum og tókst eftir mikið strit að reikna barnið úr kerlingunni aftur og sagðist ekki hafa komist í harðari raun.

Sendiboðar djöfulsins eru margir. Heyrt hef ég að allir sem skráðir eru á fésbókina séu það. Biskupinn líka. Veit ekki einu sinni hvort ég slepp sjálfur þó ég hafi aldrei skráð mig á nefnda bók. Að minnsta kosti ekki með fullri meðvitund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru ár og dagar síðan ég hætti að nenna að hlusta á málflutning blaðurskjóðunnar Arnþrúðar Karlsdóttur.  Útvarp Saga er sérdeilis og ÁKAFLEGA óheppin með útvarpsstjóra - svo vægt sé til orða tekið.  Svo er stöðin að verða eins konar miðstöð fyrir alls kyns rugludalla - spákalla og -kellingar og gervivísindamenn af ýmsum toga sem hafa það eitt að markmiði að plokka fé út úr auðtrúa, saklausu fólki með sínum svikamillum.

Malína 22.3.2009 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband