19.3.2009 | 10:43
628. - Bókmenntarugl og pólitískar hugleiðingar í lokin
Fáir hafa komist með tærnar þar sem Guðmundur Daníelsson hefur hælana í tilgangslausum skrifum. Bloggaði í heilt ár um tilurð einhverrar hundómerkilegrar skáldsögu og skrifaði heila bók um heimsmeistaraeinvígið sem háð var árið 1972 án þess að hafa hundsvit á skák. Samt átti stíll Guðmundar vel við mig og ég hef lesið margt eftir hann. Greinar hans í Suðurlandi og viðtalsbækurnar sumar eru stórfróðlegar.
Ég er óhefðbundinn í bókmenntasmekk. Hef til dæmis aldrei lesið neitt eftir Tolkien og er sannfærður um að flestar bóka hans séu bæði leiðinlegar og ómerkilegar. Reyndi um daginn að lesa bók Elísabetar Jökulsdóttur sem byrjar á krassandi frásögn um samfarir í Central Park en gafst upp á henni eftir nokkrar blaðsíður. Mér fannst hún rembast svo mikið við að vera skáldleg. Það fer alveg öfugt í mig. Hef samt lesið margt eftir mömmu hennar og líkað vel. Sá eini af þeim sem ég hef lesið eitthvað eftir nýlega og má alveg rembast við að vera skáldlegur án þess að verða leiðinlegur er Jón Kalman Stefánsson.
Á sínum tíma las ég Sjálfstætt fólk" eftir Kiljan og fannst hún nokkuð góð. Flest annað frá hans hendi er bölvað rusl. Hella" eftir Hallgrím Helgason er ágæt bók en síðan hefur honum stöðugt farið aftur. Sífelldir orðaleikir hans eru fyrir löngu orðnir hundleiðinlegir. Gat aldrei klárað 101 Reykjavík því mér þótti hún svo léleg. Hallgrímur er samt ágætur í að dangla í bílinn Geirs Haarde.
Hef alltaf haft dálítið álit á Einari Kárasyni sem sögumanni. Las á sínum tíma bækur hans um Camp Knox og svo hef ég lesið báðar bækurnar hans um Sturlungu og finnst góðar.
Las um daginn bók eftir Hildi Helgadóttur sem heitir Í felulitum." Ekki verður Hildur sökuð um að rembast við að vera skáldleg. Hún segir frá verunni í breskri friðargæslusveit í Bosníu og bókin er á margan hátt lipurlega skrifuð og eftirminnileg. Ekki samt svo að ég fari að endursegja hana hér.
Fátt er eins líklegt til að auka lýðræði í landinu og persónukjör. Langlíklegast er þó að fjórflokknum takist einu sinni enn að drepa slíkar nýmóðins hugleiðingar. Þó einhvers konar stjórnlagaþing verði samþykkt má alltaf drepa niður þann árangur af því sem kann að vinna gegn fjórflokknum. Valdamiklir þingmenn og flokksleiðtogar munu sameinast um að persónukjör sé stórhættulegt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég er eiginlega sammála öllu sem þú segir hér nema þessu í sambandi við Tolkien. Maður sem stelur öllu því bitastæðasta úr Snorra Eddu til að setja í eigin bækur, getur ekki verið alslæmur.
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.3.2009 kl. 17:37
Sæmundur: Haltu áfram að skrifa. Það er eins og að borða gott saltkjöt að lesa skrifin þín.
Bergur Thorberg, 19.3.2009 kl. 19:30
Mér ferst að vera að gagnrýna Tolkien án þess að hafa lesið hann. Mér finnst aðferðin bara ekki áhugaverð þó mér líki ágætlega við íslensk fornrit. Að taka munnmæli og minni frá miðöldum og sjóða upp úr þeim sögu finnst mér ekkert sniðugt. En sögur hans hafa verið mjög í tísku lengi og kannski er það mest þessvegna sem ég er á móti þeim.
Sæmundur Bjarnason, 19.3.2009 kl. 20:36
Mér fannst Punktur, punktur, komma, strik svo skemmtileg bók á sínum tíma að ég las hana tvisvar sama daginn. Laxnes er það mikill rithöfundur að manni getur fundist sumt eftir hann bæði lélegt og leiðinlegt. Nú virðist mér þeim einna mest hampað sem síst eiga það skilið.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 20.3.2009 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.