627. - Kemur ekki á óvart

Lyfjaiðnaðurinn notar hverja smugu til að koma sinni framleiðslu að. Eins og aðrir. Ég skil ekkert í því að næringarfræðingar skuli ekki velta fyrir sér næringargildinu í öllum þessum pillum. Einu sinni voru flest meðöl vætlandi. Nú eru flest í pilluformi. Með sykurhúð ef þau eru mjög vond á bragðið.

Og ekki nóg með það. Læknamafían herðir sífellt tökin. Ég er kominn á þann aldur að sérfræðingar af öllu tagi sækjast eftir að gera á mér allskyns óþarfar prófanir og athuganir. Auðvitað eru þær rándýrar. En mikill vill meira og sífellt er verið að finna upp nýjar og nýjar aðgerðir sem hægt er að græða á. Þetta er tilfinningin sem ég fæ, en auðvitað gerir þetta eitthvað gagn.


mbl.is Mikill kynjamunur á lyfjatöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu viss? Eða er þekkingin orðin meiri og bjargráðin. Ég hefði ekki fúlsað við þessari þekkingu sem barn það get ég sagt þér. Þú hefur marga fjöruna sopið eins og ég, mér sýnist það á myndinni af þér.

Höfum við ekki gengið veginn til góðs þarna eins og á svo mörgum sviðum. Mér finnst svona þér að segja vænisýki einkenna þessa umræðu oft á tíðum.

Hallgerður Pétursdóttir 18.3.2009 kl. 09:37

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Auðvitað eru tvær hliðar á öllum málum. Sjúkdómavæðingin og yfirgangur lyfjaiðnaðarins blasir þó óneitanlega við á stundum. Um þetta má margt segja og framfarirnar hafa vissulega verið gríðarlegar.

Sæmundur Bjarnason, 18.3.2009 kl. 10:42

3 Smámynd: Eygló

Lyfin eru dásamleg þegar þannig ber undir, en... það er ekki allt vitað um afleiðingar í lengd og bráð. Og sumt sem þó er vitað fá notendur ekki að vita.

Svona með næringargildið eins og þú nefndir - ég tek svo margar tegundir og fleiri en eina af hverri, að í morgunmat dygðu mér pillurnar með smá sykri yfir og mjólk út'á

Eygló, 18.3.2009 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband