14.3.2009 | 10:55
624. - Ekki veit ég hvernig best er að hafa þessa fyrirsögn
Það hlaut að koma að því. Blogglystin, þessi undarlega þörf og löngun til þess að skrifa og skrifa og birta sín skrif á Moggablogginu, er að mestu horfin. Það getur vel verið að hún komi aftur af endurnýjuðum krafti en þangað til mun ég bara skrifa öðru hvoru og ekki mikið.
Það er skiljanlegt að þeir skrifi eins og hestar sem annaðhvort þykjast allt vita eða eru í einhverskonar framboði. Enginn hefur boðið mér í framboð, enda hefði það verið tilgangslaust, og í sívaxandi mæli hef ég fundið að ég veit ekki nærri allt. Ég hef þá reynt að hugga mig við að ég sé svo flinkur að skrifa að aðrir eigi að njóta þess. Það gengur ekki nógu vel lengur enda eru þeir svo hrikalega margir sem skrifa og skrifa.
Helgin sem nú er að líða er prófkjörshelgin mikla. Nú kemur væntanlega í ljós að þrátt fyrir allar búsáhaldabyltingar og antipata á stjórnmálum munu flestir kjósa fjórflokkinn áfram. Það er bara svo ríkt í okkur flestum að gera eins og við erum vön. Hugarfar almennings er þó breytt. Stjórnmálaflokkarnir eru líka breyttir. Ekkert er eins og það var. Mér finnst næstum eins og flest hafi gerst annað hvort fyrir eða eftir bankahrun. Mikilvægast er að sætta sig við orðinn hlut og lifa sínu lífi. Áhyggjurnar éta mann upp að innan.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll Sæmundur.
Láttu ekki þetta stjórnmálakjaftæðisflóð fara svona mikið í taugarnar á þér. Og í öllum bænum haltu þínu striki hér á blogginu með þínum skemmtilega Sæmundarhætti.
Ég held að hvorki hugarfar fólks upp til hópa né flokkarnir hafi nokkuð breyst. Jakkafataplebbarnir reyna hvað þeir geta til að breyta ímynd sinni og láta mynda sig í lopapeisum og stutthærðu frekjudollurnar láta lýsa aðeins hárið og brosa aðeins gleiðara á myndunum, en allt kemur fyrir ekki, því ekkert hefur í raun og veru reyst.
Og fólkið upp til hópa kýs eins og áður sem segir manni að það hugsar eins.
Svanur Gísli Þorkelsson, 14.3.2009 kl. 11:24
Takk Gísli.
Jú, mér finnst margt hafa breyst. Kannski er það samt vitleysa og kemur það þá í ljós seinna.
Kosningahegðun fólks mun kannski breytast eitthvað en ekki mikið. Vinstrisveifla gæti orðið merkjanleg.
Ég hugsa að ég bloggi minna á næstunni en undanfarið.
Sæmundur Bjarnason, 14.3.2009 kl. 13:01
Sæmundur, þú ert þeim kostum búinn að þykjast ekki vita meira en þú veist og vera ekki í framapoti. Það er einmitt fólk eins og þú sem við verðum að heyra í, fólk með heilbrigða skynsemi og fæturna á jörðinni.
Það getur verið gott að taka sér hvíld frá skrifum öðru hverju, en ef þú ert eins og er, þá sprettur þessi löngun aftur fram og 1000 brjálaðir hestar geta ekki hamið mig frá því að komast að lyklaborðinu, skrifa einhvern texta og smella á Senda.
Stjórnmál og kreppan er því miður leiðinleg nauðsyn, og gaman væri ef hægt væri að leiða hugann að málum sem hafa dýpri þýðingu.
Hrannar Baldursson, 14.3.2009 kl. 18:02
Hrannar! Þú ert bara búinn að láta mig blekkja þig. Ég er ekkert betri en aðrir þó ég þykist vera það.
Þetta með framapotið er samt kannski rétt en bara vegna þess að ég er orðinn of gamall til að standa í slíku.
Sæmundur Bjarnason, 15.3.2009 kl. 16:16
Hrannar Baldursson, 15.3.2009 kl. 16:56
Þú ert nú víst miklu betri en ansi margir aðrir, Sæmi!
Lára Hanna Einarsdóttir, 15.3.2009 kl. 21:56
Vitleysa er þetta. Ég er bara sá sem ég er og blogga þegar mér sýnist. Hættur að mæna á vinsældalistana. Fjölmiðlaneysla mín er að mestöll rafræn (útvarp - sjónvarp- Net). Pólitískur þegar mér finnst þess þurfa o.s.frv.
Sæmundur Bjarnason, 16.3.2009 kl. 10:35
Ekki vera að blekkja okkur svona, Sæmundur. Nei, nei, við þurfum jarðbundið fólk eins og þig innan um.
EE elle 17.3.2009 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.