624. - Ekki veit ég hvernig best er að hafa þessa fyrirsögn

Það hlaut að koma að því. Blogglystin, þessi undarlega þörf og löngun til þess að skrifa og skrifa og birta sín skrif á Moggablogginu, er að mestu horfin. Það getur vel verið að hún komi aftur af endurnýjuðum krafti en þangað til mun ég bara skrifa öðru hvoru og ekki mikið.

Það er skiljanlegt að þeir skrifi eins og hestar sem annaðhvort þykjast allt vita eða eru í einhverskonar framboði. Enginn hefur boðið mér í framboð, enda hefði það verið tilgangslaust, og í sívaxandi mæli hef ég fundið að ég veit ekki nærri allt. Ég hef þá reynt að hugga mig við að ég sé svo flinkur að skrifa að aðrir eigi að njóta þess. Það gengur ekki nógu vel lengur enda eru þeir svo hrikalega margir sem skrifa og skrifa.

Helgin sem nú er að líða er prófkjörshelgin mikla. Nú kemur væntanlega í ljós að þrátt fyrir allar búsáhaldabyltingar og antipata á stjórnmálum munu flestir kjósa fjórflokkinn áfram. Það er bara svo ríkt í okkur flestum að gera eins og við erum vön. Hugarfar almennings er þó breytt. Stjórnmálaflokkarnir eru líka breyttir. Ekkert er eins og það var. Mér finnst næstum eins og flest hafi gerst annað hvort fyrir eða eftir bankahrun. Mikilvægast er að sætta sig við orðinn hlut og lifa sínu lífi. Áhyggjurnar éta mann upp að innan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Sæmundur.

Láttu ekki þetta stjórnmálakjaftæðisflóð fara svona mikið í taugarnar á þér. Og í öllum bænum haltu þínu striki hér á blogginu með þínum skemmtilega Sæmundarhætti.

Ég held að hvorki hugarfar fólks upp til hópa né flokkarnir hafi nokkuð breyst. Jakkafataplebbarnir reyna hvað þeir geta til að breyta ímynd sinni og láta mynda sig í lopapeisum og stutthærðu frekjudollurnar láta lýsa aðeins hárið og brosa aðeins gleiðara á myndunum, en allt kemur fyrir ekki, því ekkert hefur í raun og veru reyst.

Og fólkið upp til hópa kýs eins og áður sem segir manni að það hugsar eins. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.3.2009 kl. 11:24

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Gísli.

Jú, mér finnst margt hafa breyst. Kannski er það samt vitleysa og kemur það þá í ljós seinna.

Kosningahegðun fólks mun kannski breytast eitthvað en ekki mikið. Vinstrisveifla gæti orðið merkjanleg.

Ég hugsa að ég bloggi minna á næstunni en undanfarið.

Sæmundur Bjarnason, 14.3.2009 kl. 13:01

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sæmundur, þú ert þeim kostum búinn að þykjast ekki vita meira en þú veist og vera ekki í framapoti. Það er einmitt fólk eins og þú sem við verðum að heyra í, fólk með heilbrigða skynsemi og fæturna á jörðinni.

Það getur verið gott að taka sér hvíld frá skrifum öðru hverju, en ef þú ert eins og er, þá sprettur þessi löngun aftur fram og 1000 brjálaðir hestar geta ekki hamið mig frá því að komast að lyklaborðinu, skrifa einhvern texta og smella á Senda. 

Stjórnmál og kreppan er því miður leiðinleg nauðsyn, og gaman væri ef hægt væri að leiða hugann að málum sem hafa dýpri þýðingu.

Hrannar Baldursson, 14.3.2009 kl. 18:02

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hrannar! Þú ert bara búinn að láta mig blekkja þig. Ég er ekkert betri en aðrir þó ég þykist vera það.

Þetta með framapotið er samt kannski rétt en bara vegna þess að ég er orðinn of gamall til að standa í slíku.

Sæmundur Bjarnason, 15.3.2009 kl. 16:16

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hrannar Baldursson, 15.3.2009 kl. 16:56

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú ert nú víst miklu betri en ansi margir aðrir, Sæmi!  

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.3.2009 kl. 21:56

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Vitleysa er þetta. Ég er bara sá sem ég er og blogga þegar mér sýnist. Hættur að mæna á vinsældalistana. Fjölmiðlaneysla mín er að mestöll rafræn (útvarp - sjónvarp- Net). Pólitískur þegar mér finnst þess þurfa o.s.frv.

Sæmundur Bjarnason, 16.3.2009 kl. 10:35

8 identicon

Ekki vera að blekkja okkur svona, Sæmundur.  Nei, nei, við þurfum jarðbundið fólk eins og þig innan um.

EE elle 17.3.2009 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband