617. - Pólitískar pælingar og vísukorn um Dabba

Það var áhugavert að heyra það um daginn að sjálfstæðisþingmenn allir með tölu og að minnsta kosti flestir framsóknarþingmenn biðu með óþreyju eftir línunni frá Brussel. Öðru vísi mér áður brá. Hvernig skyldu Evrópumálin fara á landsfundinum Sjálfstæðismanna? Bara að þeir gleymi þeim ekki.

Svo var Álfheiður Ingadóttir ekkert voðalega óhress með álit þeirra EU-manna og þó er hún vinstri græn. Hvar ætlar þetta að enda? Einhverjir eru samt á móti þessu. Bjarni frændi virðist hafa mikinn áhuga á að koma í veg fyrir að Íslendingar álpist í Evrópusambandið og er að undirbúa framboð í þá veru.

Vel getur verið að áhugaverðar niðurstöður verði í prófkjörum á næstunni. Komandi kosningar geta líka orðið einhverjar þær mikilvægustu í háa herrans tíð. Samkvæmt fréttum er Ingibjörg Sólrún að íhuga hvort hún eigi að gefa kost á sér í prófkjöri innan Samfylkingarinnar. Ég mundi ráðleggja henni að gera það ekki. Hún gæti orðið fyrir óskaplegum vonbrigðum.

Jóhanna ætti hins vegar að íhuga vandlega að halda áfram. Þó held ég að hún geri það ekki. Annars ætti ég ekki að vera að ráðleggja mönnum eitt eða neitt í sambandi við prófkjör. Vafasamt er að mér finnist taka því að kjósa í þessháttar uppákomu.

Það eru aðallega andstæðingar Evrópuaðildar sem hafa búið til þá þjóðsögu að stuðningsmenn aðildar haldi því flestir fram að slík aðild sé allra meina bót í þeim efnahagsþrenginum sem nú ganga yfir. Ég hef fáa heyrt halda slíkri vitleysu fram og það er alveg óþarfi að láta slíkar pælingar trufla sig.

Og þá er Davíð víst bara farinn.

Víkingana sönnu
sendi hún í sturtu.
Gufustíll Jóhönnu
galdraði þá burtu.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, Bláa Krumlan bara farin - og leiftursnögga reglustikan með.  Og þurfti nokkur bankahrun til. 

Hluti þjóðarinnar verður auðvitað í fráhvarfi á næstunni - en ég ætla að vera nasty og segja:  Oft er bankahrun lán í óláni.

Malína 27.2.2009 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband