610. - Töpuðu einhverjir á bankahruninu?

A: Sko, þó við höfum verið með alls kyns æfingar og loftfimleika í sambandi við hlutabréfin í bankanum þá var það bara til að halda uppi verðinu á þeim. Enginn tapaði neinu og engir sköðuðust á endanum nema þá kannski við sjálfir.

B: Nú, af hverju voruð þið þá að þessu?

A: Kannski bara til að gera eitthvað.

B: Er hugsanlegt að einhverjir hafi grætt á þessu?

A: Örugglega ekkert að ráði. Mönnum leið bara betur ef hlutabréfaverðið hélst hátt.

B: Mér finnst sá möguleiki vera fyrir hendi að einhverjir hafi grætt á því að hlutabréfaverðið héldist hátt.

A: Ja, einhverjir kannski. Svona smávegis.

B: Græddu einhverjir á þessu?

A: Ja, kannski.

B: Ef einhverjir hafa grætt á þessu þá hafa einhverjir tapað.

A: Nei, alls ekki.

B: Jú, það er einfaldasti útreikningur í heimi.

A: Tapið, ef eitthvað var, dreifðist á svo marga að það voru bara einhverjir aurar á hvern.

B: Tap samt. Og það er ólöglegt að hafa áhrif á markaðinn á þennan hátt.

Einhvern vegin svona finnst mér vera að ætla sér að rökræða um bankahrunið. Menn tala bara í austur og vestur og vilja ekki skilja hvern annan. Og yfirvöld sitja bara á sínum feita rassi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hér mun enginn verð sakfelldur.. ekki einn einasti.

Óskar Þorkelsson, 22.2.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband