5.2.2009 | 01:20
594. - Enn um afbakaða málshætti og þessháttar
Í þetta skipti ætla ég að skýra þá pínulítið og segja hvernig ég held að þeir eigi að vera. Tólf síðustu eru nýir.
Hann kom eins og þjófur úr heiðskíru lofti.
Þarna er tveimur málsháttum slegið saman. Hann kom eins og þjófur á nóttu og eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Hann lenti milli steins og steggja.
Milli steins og sleggju (eða skips og bryggju)
Róm var ekki byggð á einni nóttu.
Róm var ekki byggð á einum degi. (Held ég. Nota sjaldan sjálfur)
Það er ekki hundur í hættunni.
Það er ekki hundrað í hættunni. (En hvaða hundrað er þetta?)
Betra er að hafa vaðið fyrir ofan sig.
Betra er að hafa vaðið fyrir neðan sig. (Að sjálfsögðu)
Þar kom horn úr hljóði.
Þar kom hljóð úr horni.
Þegar í harðfennið slær.
Þegar í harðbakkann slær.
Þetta er nú ekkert til að hlaupa húrra yfir.
Þetta er nú ekkert til að hrópa húrra yfir.
Þið eruð eitthvað svo spænskir á svipinn.
Þið eruð eitthvað svo sposkir á svipinn.
Ekki fyrr en eftir djúpan disk.
Ekki fyrr en eftir dúk og disk.
Láttu ekki slá um þig. Þú gætir forskalast.
Láttu ekki slá að þér. Þú gætir forkulast.
Hann steig ekki feilnótu í leiknum.
Hann steig ekki feilspor í leiknum.
Það þýðir ekkert að efna og efna, en lofa svo aldrei neinu.
Það þýðir ekkert að lofa og lofa, en efna svo aldrei neitt.
Að hellast úr lestinni.
Að heltast úr lestinni. (Hestur úr heybandslest)
Svo lengist lærið sem lífið.
Svo lengi lærist sem lifir.
Að bera í blindfullan lækinn.
Að bera í bakkafullan lækinn.
Að slá tvö högg með einni flugu.
Að slá tvær flugur í einu höggi.
Hann sendi mér augntotur.
Hann sendi mér augnagotur.
Sjaldan launar kálfurinn ofbeldið.
Sjaldan launar kálfur ofeldið.
Að slá sjö flugur í sama höfuðið.
(Kann ekki að skýra þennan).
Fyrir neðan allan þjófabálk.
Út yfir allan þjófabálk.
Illt er að kenna gömlum hundi að skíta.
Illt er að kenna gömlum hundi að sitja.
Punktur og pasta.
Punktur og basta.
Fátt er svo með öllu illt að ekki geti versnað.
Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.
Að hafa vaðið fyrir neðan nefið.
Að hafa munninn fyrir neðan nefið. (Og að hafa vaðið fyrir neðan sig.)
Það verður að taka þetta með almennilegum vettlingatökum. (Höskuldur Þórhallsson ruglaðist á þessu í þingræðu en komst kannski ekki nákvæmlega svona að orði.)
Það duga engin vettlingatök á þetta.
Það er ekki hægt að koma þessum ketti í nös.
Þetta er ekki upp í nös á ketti.
Staður konunnar er á bak við eldavélina.
Staður konunnar er við eldavélina. (Mjög umdeilanlegt - vægast sagt - þessi afbökun er oft eignuð Guðna Ágústssyni)
Að láta ekki deigið síga.
Að láta ekki deigan síga.
Oft má saltkjöt liggja.
Oft má satt kyrrt liggja.
Nú er komið annað hljóð í skrokkinn.
Nú er komið annað hljóð í strokkinn.
Öl er annar maður.
Öl er innri maður.
Gera býflugu úr úlvaldanum.
Gera úlvalda úr mýflugu.
Vil gjarnan heyra um meira svona. Afbakaðir málshættir og orðtök geta verið bráðskemmtileg tilbreyting. Líka ruglað suma í ríminu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
"Þegar ein báran rís er önnur stök" (þegar ein bára rís er önnur vís - og - sjaldan er ein báran stök). "Hríðin var svo dimm að það sást ekki milli augna". (líklega sá maðurinn ekki út úr augum).
Ellismellur 5.2.2009 kl. 06:56
sjö í einu höggi kemur frá ævintýri um skraddara sem drap 7 flugur í einu höggi og bróderaði "sjö í einu höggi" á beltið sitt, þetta olli miskilningi og allir héldu að það voru sjö menn í einu svo hann varð hetja og fékk prinssessuna :P
Haraldur Jóhannesson 5.2.2009 kl. 07:34
Svona ambögur er ekki gaman að heyra eða sjá en öllu skemmtilegra er að sjá svip fólks, sem heldur að það sé gáfumerki að sletta með málshætti, þegar bent er á hve heimskulegt er að segja "eitthvað sé út í hróa" eða "út úr kú" og þ.h.. Því mörg þessara rangmæla eru orðin fólki það töm að maður fær bágt fyrir leiðréttingar og hina gullvægu setningu í ofanálag: "þú veist hvað ég meina".
Yngvi Högnason, 5.2.2009 kl. 09:11
Þessir tveir eru nú alveg á mörkunum en ég læt þá samt flakka:
Eftir limnum dansa karlarnir.
______________________________
Margri nunnu er "ábótavant".
Malína 5.2.2009 kl. 09:22
Eða Oft er holdsveikum laus höndina ( Sverrir Stormsker).
Þetta með hann Hróa á sér sínar skýringar. Oft talar eldra fólk í hneykslan um að eitthvað sé "alveg út í hött"..... og unglingarnir notuðu þetta líka....þetta er sko alveg út í hött jafnvel Hróa hött síðan varð þetta mállýska meðal þeirra ef mikið lá við og áherslu orð vantaði að eitthvað væri sko alveg út í Hróa hött....sem síðan var auðvitað stytt í að eitthvað væri sko alveg út í hróa.
Einn góðan eiga einhverjir graffarar. Þeir spreyuðu á strætóskýli við Suðurgötuna
"Oft stoppar Strætó á Hlemmi".........sem er ekki verra en hvað annað.
Svo lengi lærir sem lifir, jú satt er það.
Sverrir Einarsson, 5.2.2009 kl. 10:15
Margir tala nú um að sjá sæng sína útbreidda (en ekki upp reidda) og ég hef alltaf gaman af auglýsingum gististaða um að þar sé hægt að fá uppábúin (en ekki uppbúin) rúm. Hver vill ekki borga aðeins meira fyrir rúm í sparifötum?
Góður kunningi minn fékk eitt sinn útigangspest - og veit ég ekki um önnur dæmi slíks. Honum þótti líka gott að komast inn úr kuldanum og geta velgt sér undir uggum.
Helgi Már Barðason, 5.2.2009 kl. 10:42
Ég veit um stúlku sem bað mann að „vera sér innan fótar" (innan handar).
Jakki er ekki frakki, nema síður sé.
Eftir að kynslóðaskipti urðu á blöðunum má oft lesa þar góðar útgáfur. Í gær var sagt í Fréttablaðinu frá manni, Davíð að nafni, sem fæddi barn við bensínstöð í Reykjavík. Sú frétt verðskuldar auðvitað heimsathygli. Við nánari lestur kom þó í ljós að manngreyið hafði eingöngu tekið á móti barninu, en kona sá um fæðinguna.
Hörður Björgvinsson 5.2.2009 kl. 11:02
Takk öll. Hér er margt vel sagt. Sumir gera sér leik að því að afbaka málshætti (Bibbiska) og þá hætta þeir stundum að vera fyndnir. Misskilningur fólks er oft það skemmtilegasta.
Það er auðvitað ekki hægt að ætlast til að allir þekki öll orðtök. Íslenskan er auðug af svona löguðu og málið breytist að sjálfsögðu. Sjö í einu höggi söguna sem hér er minnst á rámar mig í að hafa heyrt sem "hundrað í höggi". Sum orðtök eru sjaldgæf og þeir sem ekki þekkja þau nota þau sjaldan. Mismæli og misritanir eru oft ótrúlega skemmtileg.
Sæmundur Bjarnason, 5.2.2009 kl. 11:04
Ég held að það sé "þjófur að nóttu", ekki "þjófur á nóttu".
Sigrún 5.2.2009 kl. 14:59
"Það liggur í augarins eðli" skrifaði þjóðþekktur maður í umsókn til sjóðs nokkurs sem styrkir atvinnuuppbygginu.
Anna Einarsdóttir, 5.2.2009 kl. 22:08
Haft eftir Ingibjörgu fyrrum framsóknarráðherra af Skaganum á merkum tímamótum: "Samvinnuháskólinn hefur ætíð verið í takt við tímans tönn"
Annað sem er stundum sagt: "Hann gekk á milli Pontíusar og Pílatusar til að fá lausn mála sinna."
Og svo: "Hann birtist eins og skrattinn úr sauðalæknum"
Jóhannes B. 5.2.2009 kl. 22:40
3 ára strákur: "Það er nú ekki upp´í köttinös".
EE elle
EE 5.2.2009 kl. 23:50
Náungi sem ég þekki, bað annan að tala við sig milli tveggja augna. (Undir fjögur augu)
Ottó 6.2.2009 kl. 00:00
"Hann birtist eins og skrattinn frá Sauðárkróki" og
"Hann var ekkert að tvítóna við þetta"
Bjarni Sæmundsson 6.2.2009 kl. 14:11
Takk. Mange tak. Ég safna þessu saman og svo heyri ég alltaf öðru hvoru skemmtilegan ruglanda. Ef ég er á ekki ruglaður sjálfur. Þetta með þjófur á nóttu eða að nóttu held ég að sé hvorutvegga nokkurn vegin jafngilt. Sjálfur segi ég frekar á nóttu í þessu tilfelli.
Sæmundur Bjarnason, 6.2.2009 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.