593. - Gengið í bloggbjörgin

Þegar ég hitti Bjögga bróðir síðast spurði hann mig hvort það væri ekki eins og að ganga í björg að ánetjast Netinu. Þetta er alveg rétt hjá honum. Það er vel hægt að verða of hugfanginn af þessu öllu saman. Sumir eru gagnteknir af blogginu, aðrir af Fésbókinni, Flickrinu eða einhverju öðru. 

Í tímans rás er ég búinn að sveiflast öfganna á milli í þessu. BBS, póstlistar, Usenet ráðstefnur, IRC, Veraldarvefurinn o.s.frv. o.s.frv. Bloggið er bara það nýjasta og á margan hátt það fullkomnasta. Bindur mann þó á margan hátt.

Þegar ég var að byrja að blogga fór mikill tími í það hjá mér og athugasemdirnar voru beinlínis fyrirkvíðanlegar. Svo harðnar skrápurinn og þetta verður manni svo eiginlegt að maður tekur varla eftir því. Verður líka sífellt fljótari með færslurnar. Þetta er fyrst og fremst þjálfun í því að orða hugsanir sínar og koma þeim orðum á blað.  

Athugasemdirnar eru sál bloggins og nauðsynlegt að sinna þeim. Ranglega er ég farinn að ímynda mér að ég þekki ýmsa af bloggvinum mínum. Í bloggheimum er maður sá sem maður vill vera. Veit þó ekki hvernig aðrir sjá mann.

Hvort skyldu stjórnmálin vera að yfirtaka bloggið eða bloggið að yfirtaka stjórnmálin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kreppustjórnmál eru búin að yfirtaka bloggið.

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.2.2009 kl. 00:37

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, hversu djúp verður kreppan og hve lengi mun hún standa. Óvissan fer verst með fólk.

Hvaða framboðslistar verða í kjöri í kosningunum í vor og hverjir verða á þeim. Það er spursmálið.

Efast um að af stjórnlagaþingi verði.

Sæmundur Bjarnason, 4.2.2009 kl. 01:28

3 identicon

Og kreppubloggið stjórnmálin.

EE 4.2.2009 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband