592. - Meira um dýradráp

Blogg mitt frá í gær virðist hafa vakið athygli. Heimsóknir eru með meira móti segir teljarinn. Kannski er það einkum fyrirsögnin og fyrstu línurnar sem fólk tekur eftir. Hvað veit ég?

Mín grundvallarafstaða til allra veiða er sú að aldrei skuli taka líf að ástæðulausu. Sú ástæða að skemmtilegt sé að drepa finnst mér ótæk. Við drepum flugur og önnur kvikindi af því að þau pirra okkur og valda óþægindum. Húsdýr af ýmsu tagi eru einnig drepin til matar. Sumum finnst sú ástæða ekki merkileg en mun betra er að sætta sig við hana en skemmtanagildið eitt.

Það má endalaust deila um dýravernd. Mörg sjónarmið eru uppi. Þegar konur kasta klæðum í nafni dýraverndar er verið að rugla saman sjónarmiðum og vekja athygli á einu máli með allt öðru.

Einn af þeim sem gerði athugasemd við grein mína í gær taldi að auka mætti veiðar til matar og það getur vel átt við hér á Íslandi. Ég vil hinsvegar gjarnan horfa hnattrænt á málin og tel að svo geti alls ekki verið í heiminum sem heild. Mannkynið væri miklu betur á vegi statt hvað fæðu snertir ef menn legðu sér almennt ekki kjöt til munns. Alltof stór hluti ræktanlegs lands er notaður til að framleiða gras fyrir grasbíta sem síðan eru étnir.

Fiskveiðar í sjónum eru okkur Íslendingum mikilvægar. Veiðar á landi hafa núorðið takmarkaða efnahagslega þýðingu. Svo mun einhverntíma einnig fara með sjóinn. Hann mun samt lengi taka við og ástæðulaust er vonandi fyrir okkur Íslendinga að hafa áhyggjur af framtíð fiskveiða. Þó verðum við að einhverju leyti að taka tillit til umheimsins og eru hvalveiðar dæmi um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæmundur! "Húsdýr" eiga ekki að vera til. Það er vesturlenskur og evrópskur hugsunarháttur, þessi gæludýrakúltur. Það kallast sóðaskapur að hafa hunda, ketti og fugla inn í mannabústöðum.

Það er full ástæða að hafa áhyggjur af nytjafiski kringum Ísland meðan 100 þúsund hvalir meiga éta kvótalaust eins og þeim langar til.

Ef nýji sjávarútvegsmálaráðherrann dregur hvalveiðikvótan tilbaka, er hann heimskari enn allt sem heimst er. Þetta er öflugasta fiskivernd sem til er.

Ég mæli með því að hvalveðikvóta verði seldir til Japans og Rússlands svo efnahagur geti rétt sig við á Íslandi. Okurvextir bankana eru búnir að aflífa mig efnahagslega, eins og marga fleiri.

Enn þeir sem eiga til hnífs og skeiðar varðar ekkert um svoleiðis fólk. Alvarleg félagsleg fötlun hrjáir Íslenska ráðamenn enn þann dag í dag. Sama hver er.

Hvaða hænsnabóndi myndi ekki hlaða haglabyssuna ef hann vissi af friðuðum ref í hænsna búinu sínu? Allir! Ég myndi skjóta og ekki hlusta á neina ráðherra. Enda eru þeir "bara" ráðherrar og ekkert meira enn það. Ekkert merkilegra fólk enn hver annar.

Sama á um fiskibændur. Mitt álit er að Íslendingar kunna EKKERT um fiskivernd!Ekkert frekar enn efnahagsmál. Við skulum vona að nýja Ríkisstjórnin verði ekki eins veruleukafyrrt og sú gamla var. Og þá á ég sérstaklega við um hvalveiðar í eins miklum mæli og hægt er að koma við.

Óskar Arnórsson, 3.2.2009 kl. 02:41

2 identicon

Ég var í Skáleyjum á Breiðafirði á yngri árum. Og þvílík lífsreynsla í raunverulegu lífi. Þar var tekinn selur og étinn, teista lundi og skarfur.

En ég er aldeilis gáttaður á vitleysunni í þér! Að lifa á landgæðunum heldur lífi í fólkinu.

Mannskepnan er skemmtilega aðlagandi að aðstæðum. Ef Íslendingar ættu að vera "grænmetisætur" væru væntanlega miklar veislur á vor og sumarmánuðum, en löng fasta þar á milli. Þvílíkur brandari.

Það er í lagi fyrir aldraða að éta trefjaríka fæðu og deyja hægt sínum drottni, en það er háalvalegt mál að yfirfæra slíkt á börn og unglinga sem þurfa næringarríka fæðu til að verða framleiðandi einstaklingar í samfélaginu. Kjöt er helsta uppspretta eggjahvítuefna sem líkaminn samanstendur af. Það er ekki til sú fruma í líkamanum sem ekki inniheldur eggjahvítuefni.

Að lifa á gænmeti einu saman er krafa til almennings um þekkingu. Það er til of mikils að krefjast. Slepptu næringunni og framleiddu zombies og glæpamenn.

nicejerk 3.2.2009 kl. 03:22

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gott komment nicejerk! Fór með kindur til Skáleyjar á einhverjum rolluprömmum þegar ég var í sveit í Austur-Barðastrandasýslu. Man ekki af hverju þær voru sendar þangað ufir sumartíman.

Ætli það sé nokkur sem skýtur rjúpu með sandhleðslu svo hún rotist bara og sleppi henni svo?

Ég var alla vega í því að hlaupa uppi rjúpuunga og setja eitthvað merki á aðra löppina á þeim. Hef aldrei skilið hvaða rannsóknir voru þarna í gangi.

Breiðafjarðareyjar er eiginlega eini hluti Vestfjarða sem ég á virkilega góðar minningar um.

Synd að selurinn skuli vera búin að éta upp allan fisk sem var þar í Breiðafjarðareyjum...

...og í sláturhúsinu í Króksfjarðarnesi, þegar skotin voru búin í miðri slátrun, og þurfti til Akranes til að sækja skot, það stoppaði ekki slátrun.  

Lömb voru bara skornar og haldið áfram að vinna. Svona eftirá, get ég hugsað mér að það hefði nú má dangla í hausin á þeim með hamri áður enn þær voru skornar.

Enn það var aldrei neitt ómannúðlegt við þetta. Skemmtilegast þótti mér dýnamítveiðar á sel..og svo kom upp einn og ein fiskur, enn óskaplega fáir.

Skemmtilegir tímar.

Núna veiði ég mér til skemmtunar og tel mig vita alla siðfræði í kringum veiðar. Það er ástríða frekar enn sport, því ég tel mig ekki hafa neinn áhuga á sporti, nema skautadansi. Falleg íþrótt.

Óskar Arnórsson, 3.2.2009 kl. 09:31

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk fyrir kommentin.

Óskar: Af því að Íslendingar kunna ekkert í fiskvernd eða öðru ættu þeir kannski betur heima í Evrópusambandinu. Húsdýr og gæludýr eru sitthvað í mínum huga.

nicejerk: Ég er ekki næringarfræðingur en held samt að eggjahvítuefni sé að finna víðar en í kjöti of fiski.

Kristinn: Hvað veiðar snertir eru fámennar þjóðir í stórum löndum allt öðruvísi settar en þær sem fjölmennari eru.

Sæmundur Bjarnason, 3.2.2009 kl. 11:45

5 identicon

Aflífun með skoti er fljótlegri og kvalaminni dauðdagi en náttúrulegur. Hvergi í náttúrunni dettur dýr niður dautt á sekúndu eftir að hafa verið í fullu fjöri og við góða líðan, sekúndunni áður. Og þó dýrið detti ekki samstundis, þá vankast það svo mikið við höggið að það deyfir bæði tilfinningu og meðvitund. Þess vegna var mjög vafasamt í einni mynd sem Greenpeace gerði þar sem fullyrt var að hvalur hafi verið lifandi tiltekinn mínútufjölda eftir að hann var skotinn. Þá tóku þeir tímann meðan einhver minnsta hreyfing sást á hvalnum. Ég tel hins vegar að hvalurinn hafi misst meðvitund við skotið þó að hreyfing hafi sést á honum á eftir.

Þegar frjáls dýr í náttúrunni verða veikburða fyrir aldurs sakir, þá veslast þau upp á löngum tíma og á flótta undan rándýrum sem oft eru lengi að bíta og tæta svo að bráðin falli. Undantekning er til dæmis Fálkinn, sem verður að rota práðina í fyrsta höggi svo hún sleppi ekki.

Annars er þetta hin skemmtilegasta umræða, svo lengi sem menn gæta velsæmis í orðavali.

Húnbogi Valsson 3.2.2009 kl. 19:17

6 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Takk fyrir frábæra grein Sæmundur!

Það er ljóst - að guð á margan gimsteinn þann, sem glóir í mannsorpinu - :-)

~ kærleikskveðja bróðir, vilborg~

Vilborg Eggertsdóttir, 3.2.2009 kl. 19:47

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk, Vilborg. Mér finnst þetta markverð umræða og gaman að geta stjórnað henni svolítið.

Húnbogi: Þetta er athyglisvert sem þú nefnir. Get ekki séð að það sé í mótsögn við það sem ég hef haldið fram. Ástæða til að drepa dýr getur vel verið að forða því frá frekari kvölum. Held að það sé samt ekki mikilvæg ástæða sportveiðimanna. Þó grunar mig að við veiðar stórra dýra skipti rök af þessu tagi oft máli.

Sæmundur Bjarnason, 3.2.2009 kl. 20:24

8 Smámynd: Brattur

Ég hef alltaf haldið að hvalkjöt væri gjörsamlega næringarlaust.

En ég er sammála þér Sæmundur um að veiðar í sjónum munu lognast út af með tímanum... að ég tali nú ekki um á stórum skepnum eins og hvalnum... finnst hvalveiðar vera algjör tímaskekkja...

Brattur, 3.2.2009 kl. 20:56

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

"En ég er sammála þér Sæmundur um að veiðar í sjónum munu lognast út af með tímanum... að ég tali nú ekki um á stórum skepnum eins og hvalnum... finnst hvalveiðar vera algjör tímaskekkja..."

bíddu vaá. hversu hrykalega mikil borgarfyrring er hérna í gangi? Brattur. ég er með fréttir fyrir þig. maturinn verður ekki til út í Bónus. 

jújú. við getum alveg öll lifað bara á grænmeti og korni. ef við ryðjum alla skóga og ræktum öll lönd sem hægt er að rækta á í botn. svona svipað og gert er á hrísgrjóna ökrunum í kína. reyndar hafa þeir fisk og fugl með til að auka næringuna. 

það er nú ekki langt síðan að par var dæmt fyrir manndráp vegna þess að þau gáfu barninu sínu bara grænfóður og slepptu alveg öllu kjöti. þau sögðust nefnilega vera grænmetisætur. síðan kom á daginn að barnið þarf lífsnausinlega á kjötimeti á að halda í uppvexti. 

Sæmundur og Brattur. við mannkynið erum rándýr. kjötið er okkur nauðsynlegt. þróunarlega er kjötát ástæða þess að við höfum getuna til hugsa óhlutbundið. kjötið er orku meira en gras og eitthvað grænfóður. veiti frummönnunum orku til þess að auka heilastarfsemi sína. 

hættið núna þessu helvítis rugli og komið ykkur niður á jörðina. kaffi drykkjan og borgarfyrringin er alveg búinn að keyra ykkur um koll. 

Fannar frá Rifi, 3.2.2009 kl. 22:58

10 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Brattur mér finnst hvalkjöt gott og er hlynntur hvaðveiðum. Mér finnst að samt eigi að virða sjónarmið annarra. Ekki étum við hunda þó aðrir geri það. Þó veiðar í sjó leggist af verður fiskur samt framleiddur áfram og borðaður.

Fannar frá Rifi ég er ekki sammála þér um það að kjöt sé nauðsynlegt þó einhæft grænmetisfæði geti eflaust verið skaðlegt. Næringarfræðingar gætu samt skorið úr þessu. Auk þess væri hægt að rækta kjöt án lífs. En hvað er líf annars?

Sæmundur Bjarnason, 3.2.2009 kl. 23:53

11 identicon

Auk þess er hægt að rækta kjöt án lífs? Hvað í helvítinu eru að meina? Hvað heldurðu að það þyrfti mikið af kvíum til þess að rækta jafn mikið af fiski og íslendingar veiða. Allir firðir þyrftu að vera yfirfullir að kvíum og þá yrðu firðirnir gersamlega súrefnislausir og allt myndi drepas, ekki bara fiskurinn í kvíunum heldur einnig gróður og aðrir villtir fiskar. Það væri of dýrt að hafa kvíarnar dreifðar og langt úti á sjó auk þess sem að veður og vindar myndi granda þeim líka.

Verð þó að vera sammál þér með hvalveiðarnar. Um að gera að veiða nokkur þúsund hvali á ári og selja út. Einnig sniðugt sem einhver sagði hérna fyrir ofan að selja hvalveiðikvóta við Íslandsstrendur til annarra hvalveiðiþjóð og skapa gjaldeyristekjur og vernda fiskinn okkar í leiðinni.

Sigurður Kr. Guðmundsson 4.2.2009 kl. 15:44

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er ekkert að því að éta ákveðnar tegundur af hundum. Íslenskur hundur er t.d. á bragðið eins og besta ungkálfakjöt sagði faðir minn alla vega. Hann var bóndi á Vestfjörðum.

Þú myndir éta hann líka Sæmundur ef þú yrðir nógu svangur. Engin vafi á því. Það veldur jákvæðum hugarfarsbreytingum að lenda í svolitlu basli í lífinu, oftast til góðs.

Íslendingar taka lán til að gefa hvölum að éta í stað þess að veiða þá. Það þarf að veiða ALLA hvali af landgrunninu og við myndum stórgræða þó ekki væri hægt að selja eitt einasta kíló. Kallað að vernda og stækka stofn nytjafisks.

Það er víst búið að friða tófu á Vestfjörðum heyrði ég þegar ég var á Íslandi. Ég er ekki búin að samþykkja það og drep hana hvenær sem ég get komið því við. Og ét hana ekki.

Það er alltof mikið af arfarugluðu fólki sem heimtar að láta taka sig alvarlega. T.d. sá ráðherra sem samþykkti bara það rugl.  

Þeir sem hafa alist upp liggjandi í bómull alla sína æfi, er gjörsneiddir lögum um náttúruna. Ég hef að vísu aldrei smakkað íslenskan hund eða grænlenskan sem á víst að vera enn betri, enn það er ekkert af því að éta hund á flestum stöðum í Asíu. Nema Múslima gera það ekki frekar enn við svín.

Ýsa er rottan í sjónum. Hún er hrææta og margur druknaður sjómaðurinn hefur ábyggilega verið étin upp af ýsu. Gerir það úsu nokkuð verri mat? Nei það gerir það ekki.

Fiskveiðar leggjast niður á Íslandi um svipað leyti og eyjan leggst í eyði.

Kjöt án lífs hef ég bara heyrt Sæmund segja og aldrei neinn annan. Maður verður pínu ruglaður með aldrinum segja menn. Enn ekki allir. Sæmundur myndi hafa gott af því að hlusta á aðra um svona mál.

Vilborg minntist á Guð og gimsteina. Ég var komin með hlaupasting sitjandi af hlátri af hennar kommenti. Sjálfasagt besta skinn.

Þetta er svona "plankastrekkjarafærsla". Þegar planki var of stuttur var nýliðum oft strít með því að fara og leyta að plankastrekkjaranum. Það er svona verkfæri sem sem teygir á of stuttum plönkum og spýtum.

Sæmundur er einmitt að útskýra svona verkfæri ef ég má leyfa mér að koma með samlíkingu. Þetta er með fyndnari umræðu sem ég hef séð.

Og hláturinn lengir lífið. Svo hef ég ekki tíma til að skrifa meira. Þarf út úr húsinu og skjóta hundhelvíti sem er að halda fyrir mér vöku með endalausu spangóli. Ég á 7 hunda hérna til að halda slömgum frá húsinu. Þær geta fengið þá eitthvað í svangin.

Mig vantar bara betri næturkíkir á riffilinn.

Óskar Arnórsson, 4.2.2009 kl. 16:41

13 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sigurður: Ég hef lesið einhvers staðar að hægt sé að rækta kjöt í tilraunaglösum. Það er samt eflaust dýrt. Þó ekki verði veiðar með sama hætti í sjónum í framtíðinni sé ég ekkert endilega fyrir mér kvíar nákvæmlega eins og nú eru notaðar.

Óskar: Mér finnst skrif þín svolítið ruglingsleg. Plankastrekkjarar eru ekkert merkilegra fyrirbæri en kjölsvín. Í frystihúsum eru menn líka beðnir að rugla ekki saman hrognum og gotu. Gaman væri að bregðast við fleiru í grein þinni en þú kemur bara svo víða við. Ég er andvígur mörgu af því sem þú segir.

Sæmundur Bjarnason, 4.2.2009 kl. 18:15

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þá erum við líkir að því leyti. Þú kemur víða við og ég líka. 'onauðsunlegt dráp staðhæfir þú að þú hafir vit á.

Ekki er ég sammála því.

Ruglingsleg skrif?? Ekki sammála enn spurðu bar um það sem þú skilur ekki.

Ræktun á kjöti án lífs! Þar fórstu alveg með mig. Er ágætlega lesin, og ef það er ekki ruglingslegt veit ég ekki neitt hvað rugl er. Því miður.

Ég myndi líka vilja skrifa meira, hefur meira að segja dottið í húg að þú sért bara að atast í fólki með þessum dýradrápafærslum þínum. Þær eru algjör andstæða annarra pistla sem ég hef lesið eftir þig, og sem er bæði vit og viska í.

Ertu bara ekki að skrifa á móti betri vitund? Kanski er þetta þín tegund af húmor það myndi ég kaupa.

Um fiskiveiðar: Norðmenn eru búnir að vera að byggja árum saman og verða tilbúnir með þorkeldi í fjörðu eftir nokkur ár. Þorskeldið verður tvöfaldur á við allar veiða á þorski og ýsu á Íslandi þegar þar að kemur.

Þeir munu bjóða þennan fisk á sömu mörkuðum og Ísland er með. Þarf varla að skýra út áhrifin af þessu. Þeir eru færastir allra Norðurlanda í fiskeldi.

Þá hættir Ísland að vera samkeppnisfært á flestum fiskimörkuðum í heiminum. Svo skilst mér að þeir ætli ekki að hafa hvali og seli í búrum sínum.

Enn og aftur: Ef það er eitthvað sem þú skilur ekki, þá er bara að spyrja. Þú veist að fólk er ekki sammála þér að megninu til í þessum tveimur færslum þínum. Enn það gerir ekkert til.

Bendi á að það kjöt sem framleitt er í tilraunaglösum er bara hægt að rækta vegna þess að það er lifandi. Bara ábending. 

Óskar Arnórsson, 5.2.2009 kl. 00:43

15 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, þetta með ónauðsynleg dráp er mér dálítið hjartans mál. Ég er ekkert að halda þessu fram gegn betri vitund. Ég er líka viss um að margir eru sama sinnis og ég. Auðvitað alls ekki allir þó. Kommentin segja ekkert. Fékk meira að segja tölvupóst til stuðnings mínum sjónarmiðum og varð alveg hissa.

Þetta með kjötið, fiskiræktina og allt það leiddi eiginlega bara af því sem áður var skrifað. Ég er samt viss um að ég hef lesið einhvern staðar að hægt sé að rækta kjöt í tilraunaglösum. Stofnfrumur - eru þær lifandi? Prófaðu að gúgla: meat necessary - eg þú hefur áhuga á þessu. Ég hef það eiginlega ekki.

Ég er talsvert sammála þér um það að Ísland geti orðið ósamkeppnisfært á fiskmörkuðum áður en mjög langt um líður. Þess vegna meðal annars hef ég lengi verið stuðningsmaður þess að ganga í EU.

Sæmundur Bjarnason, 5.2.2009 kl. 01:10

16 identicon

Ég er nemi á háskólastigi ég það er gaman að segja frá því að bara síðast í gær var ég er skila af mér langri skýrslu um fasa baktería. þær hafa 4 fasa og þar með einn sem nefnist dauðafasi (death phase). Hvernig getur stofnbaktería haft dauðafasa án þess að vera lifandi. Allt sem vex eða verður til er lifandi? Ég myndi persónulegra aldrei fara út í stórmarkað og kaupa mér steik sem var ræktuð á tilraunastofu. en þið? Það er einnig skemmtilegra að fara út á mörkina og veiða sína steik sjálfur. En það er bara persónulegt mat.

Verð að gefa Óskari klapp á bakið fyrir skrif sín.

Sigurður Kr. Guðmundsson 5.2.2009 kl. 21:30

17 Smámynd: Brattur

... ég er ekkert á móti því að drepa dýr og borða... ég hefur sjálfur veitt mikið af silung og borðað og finnst það herramannsmatur...  það sem ég set mest út á hvalveiðar er þetta að við getum ekki með góðu móti selt kjötið... við íslendingar borðum sjálfir lítið af því og mjög er loðið hvort að hægt sé að selja kjötið til Japans... menn tala þá gjarnan um að veiða hvalinn vegna þess að hann borði svo mikinn fisk frá okkur. Vilja halda stofninum niðri með veiðum svo við getum sjálfir veitt meira... þarna finnst mér við vera komin á hálan ís, að fara að stjórna nátturunni með þessum hætti.

Brattur, 5.2.2009 kl. 21:55

18 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þetta byrjaði allt með Því að ég gagnrýndi sportveiðar harkalega. Reyndar var ég aðallega að gagnrýna það sem ég kalla ónauðsynleg dráp á dýrum og það á heimspekilegum forsendum. Auðvitað veit ég að það fylgir sportveiðum margt fleira en bara að drepa.

Umræðurnar hafa síðan farið í ýmsar áttir og ég hef tekið þátt í þeim. Líf og dauði blandast óhjákvæmilega í málið og þá verður um margt að ræða. Hvalveiðar bar líka á góma og svo er að sjá að enn séu einhverjir að lesa þetta.

Hvernig getur stofnbaktería  haft dauðafasa án þess að vera lifandi spyr Sigurður Kr. Guðmundsson. Líf og dauða er hægt að skilgreina á ýmsan hátt. Ég efast ekkert um að samkvæmt einhverri skilgreiningu eru stofnbakteríur lifandi. Ég bara þekki þær ekki nógu vel til að mæla þær með mínum skilgreiningum. Svo geta þær alltaf breyst (skilgreiningarnar ekki bakteríurnar) og þá erum við hugsanlega komin að tilganginum með þessum skrifum og öðrum.

Sæmundur Bjarnason, 5.2.2009 kl. 23:04

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er hægt að stofna "kindavinasamtökinn" og fá keyptar röksemdarfærslur fyrir að ekki er nauðsynlegt að drepa kindur, nema í alggjörum undantekningartilfellum.

Það er vitað að hrðsla lamba þegar þær eru dregnar til skotmanns í sláturhúsi býr til vissar tegundur á eitri í kjötinu. Ísland yrði með fleiri kindur og væri hægt að fá flesta trúflokka til liðs við sig, því mikið að myndum af jésú eru til þar sem hann situr með lamb í fanginu.

Algjör friðun á kindum á Íslandi. Þar sem vetrar eru harðir verður að setja sérstök lög um bændur sem verða þar með eftirlitsmenn kindanna. Ríkið myndi taka erlend lán þar sem fjölga þyrfti fjárhúsum um allt land í þúsundavís. Við myndum fordæma kindadráp í öllum heiminum.

Ef upp kæmist að einhver myrti lamb eða kind, yrði hann undir hegningarlögum og dæmdur samkvæmt því. Sama yrði um kjúklinga og allt lifandi sem er á landi. Fisk mætti hinsvegar veiða. Hvalur er t.d. fiskur og það vill svo till að það myndi stórauka tekjurþjóðarinnar ef hver einasi hvalur á landgrunninu, 100 þús stykki yrðu skotnir og þeir látnir sökkva.

Já, Sæmundur, það er hægt að "búa til" lönguvitleysu með að misnota röksemdarfærslur. Ég skaut hund um dagin af því hann hélt fyrir mér vöku með spangóli. Þar var um nauðsynlegt dráp að ræða. Hann átti að þegja á nóttunni og passa að slöngur komi ekki inn á lóðina. Sveninn minn er dýrmætari enn einn hundur.

Nauðsynlegt dráp á dýrum eða ónauðsynlegt er ekki mikil "heimsspeki" í. Enn það vekur athygli.

Ég er aftur á móti hlyntur "drápi" á rökleysum, ónauðsynulegu blaðri og bulli sem skilur ekkert eftir sig nema eins og þegar talað er um "veður og vind".

Þú ert stórskemmtilegur kall, verð bara að hæla þér fyrir þessa "provocation" færslur tvær sem þú snérir heilanum á mér í marga hringi í fyrstu.

Ég er meðmæltur að gefa veiðileyfi á vissar tegundir af mönnum líka. Í USA er enn notuð "manhunters fyrirtæki" sem elta menn  og er þá stundu notaður frasinn, "Wanted Dead or Alive" og sé ég ekkert athugavert við það.

Sá sem nær viðkomandi fær greitt fyrir hvern svoleiðis mann, háar greiðslur frá Ríkinu. Eru þessar "veiðar" hafðar í gangi til verdar venjulegu fólki. Þarf sérstök leyfi til að fá að stunda þannig veiðar.

Umræðurnar hafa vissulega farið í allar áttir og þær gera það hjá flestum bloggurum. Nú er ég farin að hafa gaman af þessum dýramorðsfærslum. Tók þig bara of alvarlega til að byrja með enn það er liðið hjá. Þú er góður í að vekja athygli. Búin að sanna það með þessum færslum. Gott hjá þér!

Ps. Takk fyrir hólið Sigurður Kr. ... Gerðu mig samt ekki of feimin. Það eru til hlutir sem ég er viðkvæmur fyrir...ehhumm..

Óskar Arnórsson, 8.2.2009 kl. 08:59

20 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sæll Óskar og takk fyrir Skemmtilegt bréf.

Fyrst að lömbunum: Ég held að það séu til samtök sem heita "Sauðfjárverndin". Hef heyrt auðlýsingar frá þeim en þekki þau lítið.

Ég er að hugsa um að taka ummæli frá þér í bréfinu og setja í gæsalappir og svara þeim svo eins og mér finnst liggja beinast við.

"Hvalur er t.d. fiskur og það vill svo till að það myndi stórauka tekjurþjóðarinnar ef hver einasi hvalur á landgrunninu, 100 þús stykki yrðu skotnir og þeir látnir sökkva."

Ég hélt að hvalir væru spendýr en líst ekkert illa á þessa hugmynd. Einu sinni voru verndararnir á Miðnesheiði fengnir til að drepa háhyrninga (killer whale) en gekk illa.

"Ég skaut hund um dagin af því hann hélt fyrir mér vöku með spangóli. Þar var um nauðsynlegt dráp að ræða."

Já, alveg rétt. Hver og einn getur sett sér sínar eigin reglur um hvað er nauðsynlegt og metið hlutina á sinn hátt.

"Ég er aftur á móti hlyntur "drápi" á rökleysum, ónauðsynulegu blaðri og bulli sem skilur ekkert eftir sig nema eins og þegar talað er um "veður og vind"."

Þó það nú væri. Vonandi ertu samt ekki á móti eigin athugasemdum.

Ég er meðmæltur að gefa veiðileyfi á vissar tegundir af mönnum líka. Í USA er enn notuð "manhunters fyrirtæki" sem elta menn  og er þá stundu notaður frasinn, "Wanted Dead or Alive" og sé ég ekkert athugavert við það.

Þetta held ég nú að sé tóm tjara hjá þér. Þori samt ekki að mótmæla því mjög harkalega því ég gæti þá lent á röngum lista einhvers staðar.

Ég er ekki viss um að þessi skrif okkar vekji mikla athygli. Séu sokkin í athugasemdapyttinn og aðeins þeir hörðustu skoði.

Kært kvaddir samt allir sem hingað hafið komist og Óskar þú ert engum líkur.

Sæmundur Bjarnason, 8.2.2009 kl. 11:41

21 Smámynd: Brattur

... vil bæta því hér við í lokin að mér finnst ljótt að "skjóta stelk í bringu"... og hana nú...

Brattur, 8.2.2009 kl. 14:21

22 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú ert þrælgóður Sæmundur! Og líklegast góðmenni.

Þetta um rökleysudráp var almenns eðlis. Auðvitað var ég að koma með rökleysu um kindavinasamtök.  Skiptir engu máli hvort hvalir séu spendýr. Þeir eru fiskur.

Drap ég ekki í lönguvitlausunni minni sjálfur með að krítisera "kindavinafélagið"?? Það var alla vega ætluninn.  Jú jú, ég hef dauðséð eftir mörgum athugasemdum, þurft að fara og biðjast afsökunar á orðum mínum við allskonar fólk og tel það vera rétt að gera það, þegar það á við.

Blaðra og bulla i konunni minni meira að segja, enn hún sér bara alltaf í gegnum mig. Henni er svo illa við bloggáráttu mína, að hún kemur stundum með kaffi og brauð, og DREPUR 'A TÖLVUNNI!! Enn það er ekki hægt að verða reiður við hana.

Hún er vitrari enn ég og miklu vitrari og skynsamari.  

" Manhuntersfyrirtækin" eru staðreynd. Oftast gamla löggur sem vinna, og þetta eru oft dótturfyrirtæki einkarekna fangelsa í USA. Það er ekkert bull, í alvöru.

Og þú ert algjörlega óhæfur á neinn svona lista. Osama Bin Laden er draumaveiðin hjá öllum svona fyrirtækjum, enda engin smá summa sem á að borga fyrir hann, dauðan eða lifandi. Yfirvöldum er nákvæmlega sama hvort heldur er. Og jafnmikið borgað!

Eitt svona Manhuntersfyrirtæki gerði einu sinni mjög flott trix. Þerir fengu helling af "ódýrum" eftirlýstum og sendu þeim öllum bréf að þeir hefðu unnið lúxussiglingu með skemmtiferða skipi. Svo var gefin upp ákveðin tími á hvern, hvenær hann eða hún ætti að mæta til að sækja vinninginn og það yrði smá Kampavín og þeir mættu bjóða með sér einni manneskju, maka eiginkonu, kærustu eða kærasta eða góðum vini.

Síðan voru þeir bara handteknir og farið með þá í járnum bakdyramegin og settir í rút. Þeir fylltu 2 stórar rútur af smákrimmum og þetta varð mikill peningur fyrir fyrirtækið. Svona gengur nú þetta fyrir sig í USA, og það varð sérlega mikil aukning á svona fyrirtækjum eftir að fangelsi urðu einkavædd. 

Ertu ekki viss um að þetta blogg sé skoðað? 'eg er viss um að þú getur séð það á reiknivélinni sem er tengd þessu. Enn það eru eflaust margir sem vilja ekki kommentera.

Fólk hefur gaman af svona.

Óskar Arnórsson, 8.2.2009 kl. 20:12

23 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sko! Á mínu eigin bloggi hlýt ég að geta átt síðasta orðið ef ég vil.

""Manhuntersfyrirtækin" eru staðreynd. Oftast gamla löggur sem vinna, og þetta eru oft dótturfyrirtæki einkarekna fangelsa í USA. Það er ekkert bull, í alvöru."

Þetta samþykki ég bara ekki. Menn eru eltir og teknir höndum það veit ég. En þeir eru ekki drepnir. Fidel Castro og Osama bin Laden eru undantekningar. Ég veit að því hefur verið haldið fram að reynt sé að ráða þá af dögum. Leyniþjónustur eru sagðar drepa en ég tek bara þín orð ekki trúanleg í þessu tilfelli. Sorry.

"Ertu ekki viss um að þetta blogg sé skoðað? 'eg er viss um að þú getur séð það á reiknivélinni sem er tengd þessu. Enn það eru eflaust margir sem vilja ekki kommentera."

Þetta skil ég nú ekki alveg. Ég veit að einhverjir lesa bloggið mitt. Fyrir því hef ég öruggari heimildir en Moggabloggsteljara. Ég hef sjálfur lesið blogg lengi og veit að fáir kafa eftir athugasemdum marga daga aftur í tímann. Ég held að Moggabloggs-stjórnendur séu lítið að skipta sér af hvað skrifað er sé ekki kvartað. Ekki trúi ég þér eða öðrum sem hér hafa skrifað til þess.

Sæmundur Bjarnason, 8.2.2009 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband