590. - Mikill er máttur íþróttanna. Rekum dagskrárstjórann

Eins og fleiri settist ég niður til að horfa á beina útsendingu með forsvarsmönnum nýrrar ríkisstjórnar. Ég hafði heyrt þess getið að til stæði að sýna beint í sjónvarpinu frá úrslitaleik í heimsmeistarakeppninni í handbolta. Svo kom lítil handboltamynd í hornið á skjánum og ég hélt satt að segja að það yrði látið nægja til að friða þá sem hafa meiri áhuga á boltaleikjum en stjórn landsins. En svo var útsendingin frá blaðamannafundinum bara rofin og handboltinn tók yfir. 

Ég var búinn að heyra um nýja ráðherra svo ég lét ofbeldið yfir mig ganga. Fylgdist síðan með handboltanum og þeim hluta blaðamannafundarins sem rausnast var til að sýna í hálfleik án þess að forvitnast frekar um ríkisstjórnarmyndunina í bili.

Auðvitað ber dagskrárstjóri ábyrgð á þessu. Þetta eru engar náttúruhamfarir. Þó tímasetningar raskist er um forgangsröðun mála að ræða. Fréttum hefur oft verið hent út í hafsauga vegna boltaleikja en hér tekur steininn úr. Sá sem ábyrgð ber á þessu hefur engan rétt til að segja að það hafi verið eitthvert kjaftæði sem fram fór á blaðamannafundinum, jafnvel þó honum hafi fundist það.

Það á að sjálfsögðu að reka þann afglapa sem réði þessu.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sæll Sæmundur.

Er ekki kominn tími á sérstaka íþróttarás, eða réttara sagt boltarás ?

Það víkur allt fyrir þessum fjanda meira segja náttúruhamfarir.

Hvers eigum við að gjald sem viljum hafa okkar fréttir í friði ásínum auglýsta tíma ?

Kveðja.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 1.2.2009 kl. 21:19

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Jú, kannski væri það best. Ef sá sem réði þessu hefur haldið að hann yki líkur á að svo verði gert fer hann samt villur vegar. Þeir sem geta ekki án íþrótta verið geta keypt sér aðgang að slíku. Við með okkar skylduáskrift eða nefgjöld eigum ekki að þurfa að sæta þessu.

Sæmundur Bjarnason, 1.2.2009 kl. 21:30

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það var nákvæmlega ekkert ða gerast á þessum blaðamannafundi..  leikur Frakka og Króata var aftur á móti afbragðsgóður ;)

Óskar Þorkelsson, 1.2.2009 kl. 21:33

4 identicon

Verð að vera algerlega ósammála. Úrslitaleikurinn var auglýst dagskrá,  þannig að ef eitthvað var þá var hann látinn víkja en ekki öfugt.

Það var reyndar fyrirfram vitað að hvorki Jóhanna, Steingrímur, Katrín né Solla myndu segja neitt af viti.

Og hvað sögðu þau svo ?    Akkúrat ekkert, en í rosalega mörgum orðum eins og þeirra er vani. Leggjast á árarnar, snúa bökum saman. Þvílíkt kjaftæði. Ekkert sem hönd á festir annað en lýðskrum. Má ég þá heldur biðja um almennilegan handbolta.

Árni Árnason 1.2.2009 kl. 22:10

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Óskar, ég horfði á boltann og fannst hann ágætur. Þú segir að ekkert hafi verið að gerast á blaðamannafundinum. Mörgum finnst ekkert vera að gerast þó fullorðnir karlmenn séu að henda bolta á milli sín.

Árni, ef auglýst dagskrá á að ráða þá á hún alltaf að ráða. Ekki bara stundum. Íþróttum getur líka seinkað. Auglýst dagskrá ætti þá að hefjast á ætluðum tíma þó svo fáeinar sekúndur væru eftir af einhverri íþróttakeppni.

Sæmundur Bjarnason, 1.2.2009 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband