24.1.2009 | 01:32
580. - Hallgrímur barði bílinn
Fræg undirskrift á jólakort var svohljóðandi Ásta, Barði, Börnin." Nú má segja: Hallgrímur barði bílinn." Já, það er sagt að hann hafi danglað í rúðuna hjá Geir um daginn. Pólitísk tíðindi gerast nú svo hratt að það er næstum tilgangslaust að blogga um þau. Ég var að hugsa um að fara á Austurvöll á morgun (laugardag) en veit ekki hvað verður úr því. Hvers verður krafist? Verða kröfur ekki strax úreltar? Hallgrímur Helgason er að verða aðaltalsmaður mótmælenda og taka völdin af Herði. Hvar endar þetta eiginlega?
Kosningar eru á döfinni. Flokkarnir í uppnámi. Allt í hers höndum. Ómögulegt er að segja til um fylgi flokka fyrr en framboðslistar liggja fyrir. Gömlu þingmönnunum verður flestum hafnað. Þeir flokkar sem ekki skynja breytta tíma verða skildir eftir. Og ríkisstjórnin. Situr hún áfram? Er hún ekki löngu orðin ónýt með öllu?
Nýr ósiður er að ryðja sér til rúms hér á Moggablogginu. Það er ofnotkun á skilaboðakerfinu. Það er óþarfi að senda öllum sínum bloggvinum tilkynningu um að ný bloggfærsla hafi verið gerð. Til þess er bloggvinakerfið. Nýlegar blogg-greinar eiga að vísu til að birtast þar aftur og aftur að tilefnislausu. Veit ekki af hverju. Það ættu blogg-guðirnir að athuga. Mér finnst skilaboðakerfið eiga að vera til að senda bloggvinum sínum orðsendingu ef ástæða er til. Núna er engin leið að sjá hvort skilaboðin eru einstök eða í heildsölu.
Ég er alltaf að reyna að hætta að blogga um tíðindi dagsins. Hér er uppfærsla á listanum um afbökuð orðtök. (nokkur ný)
Hann kom eins og þjófur úr heiðskíru lofti.
Hann lenti milli steins og steggja.
Róm var ekki byggð á einni nóttu.
Það er ekki hundur í hættunni.
Betra er að hafa vaðið fyrir ofan sig.
Þar kom horn úr hljóði.
Þegar í harðfennið slær.
Þetta er nú ekkert til að hlaupa húrra yfir.
Þið eruð eitthvað svo spænskir á svipinn.
Ekki fyrr en eftir djúpan disk.
Láttu ekki slá um þig. Þú gætir forskalast.
Hann steig ekki feilnótu í leiknum.
Það þýðir ekkert að efna og efna, en lofa svo aldrei neinu.
Að hellast úr lestinni.
Svo lengist lærið sem lífið.
Að bera í blindfullan lækinn.
Að slá tvö högg með einni flugu.
Hann sendi mér augntotur.
Sjaldan launar kálfur ofbeldið.
Að slá sjö flugur í sama höfuðið.
Fyrir neðan allan þjófabálk.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:34 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það væri nú gaman að sjá framan í þig á Austurvelli á morgun, Sæmi. Enda full ástæða til að mótmæla - ekkert hefur breyst. Allir sitja límdir í sínum stólum og enginn hefur axlað ábyrgð. Það mætti halda endalaust áfram - því nákvæmlega ekkert hefur breyst.
Sjáumst vonandi!
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.1.2009 kl. 02:24
Það þýðir ekki að kenna gömlum hundi að skíta.
Sigurður Sveinsson, 24.1.2009 kl. 10:39
Þú mætir í dag Sæmi því ekkert hefur breyst, stjórnin er enn við völd, seðlabankastjórnin er enni í Svarthömrum, fjármálaeftirlitið er enn að dútla eitthvað...
Ekkert hefur breyst, ekki neitt.
Óskar Þorkelsson, 24.1.2009 kl. 12:19
Lára Hanna:
Ég er alveg sammála þér Lára Hanna að mótmælin hafa til þessa litlu skilað. Það má segja að undirliggjandi alda óánægja í grasrót Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi skilað mun meira en mótmælin og það er ekki að undra.
Þeir sem völdin hafa í flokkunum - og þó sérstaklega Sjálfstæðisflokknum - hafa löngu gleymt að þeir sækja umboð sitt sem forystufólk flokksins til okkar í grasrótinni. Á undanförnum dögum hefur Geir Hilmari Haarde orðið ljóst að krafan um breytingar á forystu flokksins var orðin svo mikil að undan henni var ekki hægt að víkja. Geir Hilmar og Þorgerður Katrín nutu einfaldlega ekki lengur stuðnings grasrótarinnar/landsfundarfulltrúa. Þegar við bættist að Geir hefði veikst alvarlega tók hann þá skynsamlegu ákvörðun fyrir sjálfan sig og flokkinn að bjóða sig ekki fram á Landsfundi flokksins.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og hennar stuðningsmenn áttuðu sig á því eftir fundinn í Þjóðleikhúskjallaranum að stuðningur grasrótar Samfylkingarinnar við þetta stjórnarsamstarf var ekki lengur fyrir hendi. Ég get hins vegar ekki annað séð en að Ingibjörg Sólrún njóti fulls stuðnings innan síns flokks enda um frábæran forystumann að ræða.
Ef við skoðum nánar hversvegna forusta Sjálfstæðisflokksins nýtur ekki stuðnings og hversvegna stuðningur við ríkisstjórnarsamstarfið er nær algjörlega horfinn innan Samfylkingarinnar, er ljóst að ástæður þessa eru nákvæmlega þær sömu, þ.e.a.s. aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar.
Hefði verið gripið til neðangreindra ráðstafana hefði stjórnin ekki einungis haldið, heldur að öllum líkindum notið stuðnings allrar þjóðarinnar:
Þar sem málin eru komin í algjöran hnút verður að slíta þessu stjórnarsamstarfi og boða til kosninga. Ekki ætla ég að tala fyrir Samfylkinguna - enda aðrir betri til þess - en fyrir hönd grasrótar Sjálfstæðisflokksins vil ég fullyrða að neðangreind atriði eru forsenda þess að við fáum sæmilega kosningu í næstu kosningum:
Besta ríkisstjórnin fyrir þetta land væri ríkisstjórn skynseminnar og það er ríkisstjórn endurnýjaðs Sjálfstæðisflokks og endurnýjaðs Framsóknarflokks.
Slík stjórn væri í sjálfu sér meiri miðjustjórn en hægri stjórn.
Það sem þjóðin ekki þarf er vinstri stjórn Samfylkingar og VG, því ríkti hér algjör stöðnun næstu árin, atvinnuleysi og eymd.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.1.2009 kl. 12:53
Sammála, sammála, sammála.
Og Sigurður ég tók þetta með hundinnn ekkert til mín þó það liggi nokkuð beint við í þessu samhengi.
Sæmundur Bjarnason, 24.1.2009 kl. 13:30
Það er mótmælahreyfingunni fjötur um fót að hafa í rauninni ekki sérlega góðan talsmann. Einhvern sem hrífur alla með sér með myndugleik og klárheitum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.1.2009 kl. 14:16
Betri eru ein stjórnarslit í hendi en Dabbi og Geir úti á túni!
Malína 24.1.2009 kl. 16:46
Fátt er svo með öllu illt að það geti ekki versnað!
Malína 24.1.2009 kl. 16:49
Sammála Guðbirni, þöggunin og einangrunin er það sem gerði mig brjálaða. Er ekki líka pyndingaraðferð að halda fanga í algjörri óvissu um stöðu sína og umhverfi. Eins og hvenær ljósin eru slökkt, hvernig viðmót fangavarðan er og þar fram eftir götunum. Svo það er hægt að halda fram að stjórnin sé búin að stunda pyndingar á þjóðinni með því að halda henni í algjörri óvissu um ástandið.
Anna 24.1.2009 kl. 18:08
Í þessum pistli er víða komið við að venju. En ástæðan fyrir því að nýlegar bloggfærslur birtast aftur og aftur er sennilega sú að þá er búið að vista færslu sem er í vinnslu. Þannig er þetta líka vísbending um að eitthvað nýtt sé á leiðinni frá viðkomandi. Sjálfur er ég æ oftar farinn að skrifa texta utan kerfisins enda er ég oft mjög lengi að koma bloggfærslum saman.
Emil Hannes Valgeirsson, 24.1.2009 kl. 21:40
Ef mótmælin eða eitthvað annað verða til þess að stjórnarfar breytist og batni og siðbót verði í stjórnmálum þá er til nokkurs unnið. Að Hallgrímur skuli lemja bíla og berja potta, Guðmundur Andri flytja fína ræðu á Austurvelli og fjöldinn þar fara vaxandi bendir til þess að eitthvað sé að skána. Svo er daginn farið að lengja. Ég reyni stundum að opna blogg allra minna bloggvina en það er til lítils því greinarnar birtast aftur og aftur.
Sæmundur Bjarnason, 24.1.2009 kl. 22:31
Úr þessu getur siðferði og fagmennska bara skánað í stjórnmálum og getur jafnvel orðið viðunandi ef aðhald almennings heldur áfram. En aftur að bloggvinagreinum, þá birtast þær líka aftur ef viðkomandi hefur gert breytingu á eldri færslu.
Emil Hannes Valgeirsson, 25.1.2009 kl. 11:55
Einn í viðbót,"Þarna liggur grafni hundurinn."
J.þ.A 25.1.2009 kl. 16:24
Flosi Ólafsson segir að betra sé að hafa vaðið fyrir neðan nefið og mætti ef til vill bæta því við orðtakalistann.
Atli 25.1.2009 kl. 20:07
Emil Hannes: Ég hélt lengi vel að þetta með bloggvinagreinarnar væri vegna breytinga eða athugasemda en ég held að það sé eitthvað meira að. Mér finnst líka að það ætti að vera vandalaust að hafa það þannig að þær hverfi þangað til ný grein kemur frá viðkomandi.
Sæmundur Bjarnason, 25.1.2009 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.