16.1.2009 | 00:08
573. - Fjöldi fólks er illa staddur þegar kemur að málfari. Hugleiðingar um það og minningar frá Borgarnesi
Um daginn gagnrýndi ég Sigmund Erni Rúnarsson fyrir málfar í fréttum Stöðvar 2. (Blogg nr. 571) Nokkuð var fjallað um þetta í kommentum við þá færslu og voru menn bæði með og á móti því sem ég sagði. Ég er enn sömu skoðunar og þá. Mér finnst þetta skipta máli þó margir vilji fremur tala um annað. Þegar ég var verslunarstjóri í byggingavörudeild Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi fór ég öðru hvoru til Reykjavíkur til innkaupa. Þá var meira mál en nú að skreppa í höfuðstaðinn. Venjulega fóru í þetta tveir dagar. Oftast gisti ég á Hótel Esju. Stundum sofnaði ég útfrá útvarpinu og ég man eftir að í tvö skipti heyrði ég í svefnrofunum minnst á það í fyrstu fréttum að páfinn í Róm væri dauður. Í seinna skiptið hélt ég í alvöru að ég væri að upplifa eitthvert meiriháttar Deja Vu og varð heltekinn af þeirri hugsun. Auðvitað stóðst það ekki nánari skoðun. Aumingja páfinn hafði bara lifað svona stutt í embætti. Einhvern tíma var ég í Holtagörðum í ferð af þessu tagi og fékk mér að borða þar með Gísla Sumarliðasyni. Þá var frá því sagt í hádegisfréttunum að einhver Sovétleiðtogi hefði hrokkið upp af. Um þetta ræddum við Gísli og ég spáði því að Andropov mundi taka við. Það var reyndar eina rússneska nafnið sem ég mundi eftir í svipinn. Mikil varð svo undrun mín nokkrum dögum seinna þegar frá því var sagt í fréttum að Andropov þessi hefði tekið við sem Sovétleiðtogi. Egils saga er eflaust skyldulesning fyrir alla Borgnesina. Þegar dóttir mín var svona fjögurra eða fimm ára las ég fyrir hana kafla úr Egilssögu. Ég man að minnst er á Sandvík í sögunni og að hún sagði undrandi: "Ha. Niðri í Sandvík? Hér?" Hún lifði sig inn í frásagnirnar af Agli og þegar hún byrjaði í skólanum lenti hún í stælum við kennarann um aldur Egils þegar hann fékk ekki að fara með í veisluna úti á Ökrum vegna þess hve vondur hann var með víni. Í Borgarnesi bjó ég á nokkrum stöðum. Síðast í blokk að Hrafnakletti 6. Í hana flutti ég strax og hún var fullbyggð. Íbúðirnar í stigaganginum sem ég bjó í voru rúmlega 10 minnir mig. Á einum stað var köttur. Eitt af fyrstu verkum húsfélagsins var að samþykkja bann við kattahaldi. Mér fannst það bara vera vegna þess að það var hægt. Mótmælti því og fór í fússi af fundinum þegar ég var ofurliði borinn. Ekki man ég hvað varð af kettinum. Í bloggi mínu númer 570 var minnst á skemmtilega afbakaða talshætti. Nokkrir hafa orðið til að bæta við í kommentum. Núna er listinn einhvern vegin svona: Hann kom eins og þjófur úr heiðskíru lofti. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Talandi um málfar. Hvað er „kommentum“ sbr. aðra línu innleggs þíns?
Nonni 16.1.2009 kl. 04:50
Að bera í blindfullan lækinn.
Malína 16.1.2009 kl. 09:18
Meðvitaðar "slettur" eru léttvægar miðað við "íslensku" sem er bara þýðing á erlendu máli, oftast ensku. Málfarið er í hættu, ef ekki að hluta ónýtt.
Beturvitringur, 16.1.2009 kl. 14:40
Að slá tvö högg með einni flugu.
Malína 16.1.2009 kl. 19:14
"Hann sendi mér augntotur" svo ég varð feimin
Beturvitringur, 17.1.2009 kl. 03:28
að slá 7 flugur í sama höfuðið!
Húsari 19.1.2009 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.