4.1.2009 | 00:10
563. - Jú, það ber ekki á öðru. Ég er orðinn ósýnilegur eins og fleiri. Líka svolítið um kryddsíldaruppþotið við Hótel Borg.
Nánar tiltekið þá hafa Moggabloggsguðirnir tekið mig af einhverjum listum og nú birtist upphafið á bloggum mínum ekki á forsíðunni og ekki í upplýsingum um nýjustu bloggin. Ég get víst heldur ekki linkað í fréttir á mbl.is en það hef ég hvort eð er ekki gert svo það er bættur skaðinn. Þetta hefur eitthvað með samkeyrslu þeirra Moggamanna á sínum eigin kennitölulistum og þjóðskránni að gera. Eitt er gott við þetta og það er að nú ættu þær tölulegu upplýsingar um heimsóknir sem ég fæ að vera raunverulegri. Eflaust hefur stundum verið tilviljanakennt áður hverjir hafa rekist hingað inn. Kannski hefur þetta einhver áhrif á hve oft ég skrifa og hvernig. Sjáum til. Stuðningur við eða andúð á ákveðnum atburðum fer mest eftir þeim upplýsingum sem maður fær. Uppþotið við Hótel Borg á gamlársdag ber langhæst í allri fréttaumfjöllum. Sjálfum finnst mér frásögn Eyþórs Árnasonar sviðsstjóra hjá Stöð 2 og bloggvini mínum bera af. Auðvitað varð hann ekki sjónarvottur að öllu sem gerðist þarna. Hann lætur líka vera að dæma um það sem hann sá ekki. Eru þeir kallaðir stúdentar af því að þeir eru alltaf að stúta rúðum?" spurði sonur minn sem var nýfarinn að tala þegar sem mest gekk á í óeirðum víða um heim fyrir margt löngu. Til dæmis í París en þó ekki að ráði á Íslandi. Nú eru alvöru óeirðir ef til vill að skella á okkur Íslendingum. Mér virðist sem aðalágreiningurinn milli mótmælendahópa sé hvort hylja skuli andlitið eður ei. Engir vilja meiða aðra. Ekki heldur lögreglan. Andlitsleysi fylgja oft óeirðir sem leiða jafnvel til atburða sem engir vilja sjá. Nafnlaus fjöldi sem fyllir göturnar er aftur á móti það sem stjórnvöld óttast allra mest. Ég styð Hörð Torfason í því sem hann er að gera. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þegar bloggarar eru gerðir ósýnilegir á þennan hátt og Morgunblaðið er nú að gera þá hrynur líka lesturinn á þeim. Mér finnst miklu hreinlegra að það sé alveg lokað á þá bloggara sem Mogginn útilokar og það eru ekki allt nafnleysingjar - samanber mig og þig - heldur en vera með svona mismunun sem ekki er hægt að kalla annað en andlegt ofbeldi. Mogginn hlustar heldur ekki á neinar skýringar. Hann valtar bara yfir okkur. Mér finnst líka ömurlegt að þeir bloggarar sem ekki lenda í neinum vandræðum skuli ekki lyfta upp litla fingri þeim til varnar sem verða fyrir útilokun.
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.1.2009 kl. 16:38
Já, ég er búinn að skrifa þeim á Moggablogginu tvisvar en þeir ansa mér ekki. Lesturinn hrynur en gerir það eitthvað til? Það er allt í lagi að blogga fyrir svolítið færri en áður. Þeir Moggamenn vilja frekar Ástþór en okkur og mér er svosem sama. Þeir vilja hafa allar reglur auðveldar og þægilegar fyrir sig. Sama um aðra. Mig minnir að Sigurður Hreiðar sé í sömu stöðu og við. Fyrrverandi forsíðubloggari en nú kominn útaf sakramentinu.
Sæmundur Bjarnason, 6.1.2009 kl. 23:43
Svona, svona kallar - veriði ekki með þetta svartagallsraus! Þið haldið bara áfram að blogga fyrir okkur skemmtilega fólkið! Hvað er svosem unnið við það að skrifa endilega fyrir allan fjöldann? Það eru gæði okkar lesendanna sem skipta máli en ekki fjöldinn. Verið áhyggjulausir - við erum allmörg hérna úti sem kunnum að meta skrifin ykkar!
Ég skal lofa því að halda áfram að lesa ykkur alltaf. Jafnvel margoft á dag þessvegna - ef ykkur líður betur við það.
Promise!
Malína 7.1.2009 kl. 04:25
Sæmi. geturðu ekki fengið moggamenn til að eyða gamla blogginu? þessu sem misfórst að stofna. þessu sem er á þinni kennitölu.
eyði þeir því geturðu stofnað nýtt, á þinni kennitölu.
Brjánn Guðjónsson, 7.1.2009 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.