30.12.2008 | 00:10
558. - Hvað má birta á Moggablogginu?
Moggabloggið er skrýtin skepna. Í sumu eru stjórnendur þess siðavandari en guðhræddustu Bandaríkjamenn en annað leyfa þeir eins og ekkert sé. Þar á meðal hreinræktaðar snuff-myndir. Ég var að hugsa um að skoða myndbandið hans Jens Guðs en hætti við það. Eins fór mér á sínum tíma þegar afhausunarmyndband frá Írak fór eins og logi yfir akur á Netinu. Ætli það hafi ekki verið b2 sem birti hlekk á það. Aftur á móti horfði ég á Njarðvíkurmyndbandið á YouTube fyrir nokkru og það var alveg nóg fyrir mig. Myndir sem á einhvern hátt er hægt að túlka sem kynferðislegar eru alveg bannaðar á Moggablogginu. Um daginn var einu bloggi lokað vegna umræðu um lát "Deep Throat" og birtingar á mynd sem hægt var að túlka sem kynferðislega þó ekki væri um hreina klámmynd að ræða. Það sást heldur ekki neitt sérstakt á myndinni og kannski treysti viðkomandi á það. Man ekki hver þetta var en Brjánn bloggvinur minn veit það örugglega því við vorum held ég eitthvað að athugasemdast á hans bloggi. Aftur á móti virðist mega birta á Moggablogginu hverskonar klám sem er ef það er ekki myndrænt. Klámvísur hef ég séð þar verulega svæsnar en veit ekki til að það hafi haft nein eftirköst. Samt held ég að bloggum hafi verið lokað fyrir að birta ritað mál af röngu tagi. Auðvitað er það svo að stjórnendur bloggsins stjórna því á þann hátt sem þeim finnst henta. Við erum hér í boði þeirra og mér finnst þjónustan ágæt en stjórnunin stundum ansi tilviljanakennd. Mér hefur skilist að samkvæmt einhverjum skilmálum séu bloggarar hér sjálfir ábyrgir fyrir öllu sem birtist á þeirra bloggi. Athugasemdum einnig. Ég minnist þess þó ekki að hafa undirritað neina skilmála en vera kann að ég hafi samþykkt þá með aðgerðarleysi eða óviljaklikki. Ég á erfitt með að sætta mig við þetta með athugasemdirnar. Ef einhver kommentar á mín bloggskrif og annaðhvort stuðar með því Moggabloggsguðina eða brýtur jafnvel lög þá geri ég ráð fyrir að ég sé ekki ábyrgur fyrir því nema sannað verði að ég hafi vitað af því og ekki gert neinn reka að því að losna við það. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Mál- og birtingafrelsið bíður sífellt hnekki og sí og æ er meira og meira bannað. Hvenær endar með því að hugsanir fólks verða ritskoðaðar? (Nema það sé þegar byrjað...)
Kv. SV
Sigurjón, 30.12.2008 kl. 07:34
Hann er vandfundinn, meðalvegurinn. Jens Guð varaði þó við myndbandinu þannig að fólk gat valið hvort það horfði á það eða ekki. Verra með suma aðra. Ef við værum öll sæmilega grandvör fyndi náttúrulega enginn hjá sér þörf fyrir að birta ofbeldi eða klám á sínu bloggi. En mannlegt eðli er samt við sig og spurningin er hvar á að draga línuna?
, 30.12.2008 kl. 09:10
Það fer að varða spurning hvort ekki eigi að fara að kæra moggann fyrir brot á tjáningarfrelsinu.
Björgvin R. Leifsson, 30.12.2008 kl. 14:00
Góðar pælingar hjá þér. Þegar ég las þetta þá flaug mér í hug að þetta væri þónokkuð "ameríkanseruð" viðhorf í ritstjórninni hjá þeim. Brjóst sem berast í hita leiksins í sjónvarpi veldur fárviðri hjá þeim, en svæsnasta ofbeldi, pyndingar og þess háttar er bara gott.
Sjálfur hef ég fengið nokkrar færslur aftengdar frá fréttum að því virðist vegna trúmála. Þó er ég ekki trúaður, né hegg að rétti annarra til að trúa, mér finnst það sjálfsagt og þeirra mál, nei það er að því að mér sýnist vegna þess að ég þykist oft sjá merki ástúðar á hinu illa hjá stjórnvöldum, t.d. Þúsund ljóspunktar í svartnættinu.
Gullvagninn 30.12.2008 kl. 14:25
Ef bloggararnir sjálfir bera ábyrgð á sínum skrifum + athugasemdum annarra þá er erfitt að átta sig á því hvaða rétt blog.is hefur til að setja mönnum stólinn fyrir dyrnar.
Skúli Skúlason 30.12.2008 kl. 14:50
Með því að láta bloggara sjálfa bera ábyrgð á sínum skrifum og athugasemdum skilst mér að Mbl. sé að firra sjálft sig mögulegri lagalegri ábyrgð. Svo vilja þeir náttúrlega ritstýra efninu á sinn hátt af því að þeir eiga svæðið og geta einfaldlega hætt að veita þá þjónustu sem þeir veita. Þetta snýst kannski mest um það að vera sýnilegur auk þess að sjá aðra.
Sæmundur Bjarnason, 30.12.2008 kl. 15:28
Ég hef ekkert við það að athuga að ég sé ábyrgur fyrir eigin skrifum, en ég get varla borið ábyrgð á skrifum annars fólks, bara af því það ákvað að gera athugasemd hjá mér. Nei, hver skal bera ábyrgð á eigin rausi, ekki satt?
Villi Asgeirsson, 30.12.2008 kl. 21:43
Villi - strangt titekið gætir þú kannski látið vera að blogga. Hugsa Moggabloggsmenn kannski. Þetta með ábyrgð á kommentum er merkilegt mál. Það er líka hægt að skrúfa fyrir þau eins og sumir gera.
Kristinn H. Gunnarsson og Kristján P. Guðmundsson kommenta á ESB-landráðin (á sitthvorum staðnum þó) sem ég bloggaði um fyrir nokkru. Eiginlega eru þessi ESB-mál of flókin til að ég geti fjölyrt um þau hér. Mér finnst þó of mikið gert úr því að umsókn sé bara í þykjustunni og til að komast að því hvað er í boði. Einhver alvara þarf að fylgja.
Sæmundur Bjarnason, 30.12.2008 kl. 23:18
Greinilegt að einhver mikill húmoristi er að gera athugasemdir á víð og dreif í nafni Kristins H. Gunnarssonar.
Emil Hannes Valgeirsson, 30.12.2008 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.