558. - Hvað má birta á Moggablogginu?

Moggabloggið er skrýtin skepna. Í sumu eru stjórnendur þess siðavandari en guðhræddustu Bandaríkjamenn en annað leyfa þeir eins og ekkert sé. Þar á meðal hreinræktaðar snuff-myndir. Ég var að hugsa um að skoða myndbandið hans Jens Guðs en hætti við það. Eins fór mér á sínum tíma þegar afhausunarmyndband frá Írak fór eins og logi yfir akur á Netinu. Ætli það hafi ekki verið b2 sem birti hlekk á það. Aftur á móti horfði ég á Njarðvíkurmyndbandið á YouTube fyrir nokkru og það var alveg nóg fyrir mig.

Myndir sem á einhvern hátt er hægt að túlka sem kynferðislegar eru alveg bannaðar á Moggablogginu. Um daginn var einu bloggi lokað vegna umræðu um lát "Deep Throat" og birtingar á mynd sem hægt var að túlka sem kynferðislega þó ekki væri um hreina klámmynd að ræða. Það sást heldur ekki neitt sérstakt á myndinni og kannski treysti viðkomandi á það. Man ekki hver þetta var en Brjánn bloggvinur minn veit það örugglega því við vorum held ég eitthvað að athugasemdast á hans bloggi.

Aftur á móti virðist mega birta á Moggablogginu hverskonar klám sem er ef það er ekki myndrænt. Klámvísur hef ég séð þar verulega svæsnar en veit ekki til að það hafi haft nein eftirköst. Samt held ég að bloggum hafi verið lokað fyrir að birta ritað mál af röngu tagi. Auðvitað er það svo að stjórnendur bloggsins stjórna því á þann hátt sem þeim finnst henta. Við erum hér í boði þeirra og mér finnst þjónustan ágæt en stjórnunin stundum ansi tilviljanakennd.

Mér hefur skilist að samkvæmt einhverjum skilmálum séu bloggarar hér sjálfir ábyrgir fyrir öllu sem birtist á þeirra bloggi. Athugasemdum einnig. Ég minnist þess þó ekki að hafa undirritað neina skilmála en vera kann að ég hafi samþykkt þá með aðgerðarleysi eða óviljaklikki. Ég á erfitt með að sætta mig við þetta með athugasemdirnar. Ef einhver kommentar á mín bloggskrif og annaðhvort stuðar með því Moggabloggsguðina eða brýtur jafnvel lög þá geri ég ráð fyrir að ég sé ekki ábyrgur fyrir því nema sannað verði að ég hafi vitað af því og ekki gert neinn reka að því að losna við það.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Mál- og birtingafrelsið bíður sífellt hnekki og sí og æ er meira og meira bannað.  Hvenær endar með því að hugsanir fólks verða ritskoðaðar? (Nema það sé þegar byrjað...)

Kv. SV

Sigurjón, 30.12.2008 kl. 07:34

2 Smámynd:

Hann er vandfundinn, meðalvegurinn. Jens Guð varaði þó við myndbandinu þannig að fólk gat valið hvort það horfði á það eða ekki. Verra með suma aðra. Ef við værum öll sæmilega grandvör fyndi náttúrulega enginn hjá sér þörf fyrir að birta ofbeldi eða klám á sínu bloggi. En mannlegt eðli er samt við sig og spurningin er hvar á að draga línuna?

, 30.12.2008 kl. 09:10

3 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Það fer að varða spurning hvort ekki eigi að fara að kæra moggann fyrir brot á tjáningarfrelsinu.

Björgvin R. Leifsson, 30.12.2008 kl. 14:00

4 identicon

Góðar pælingar hjá þér.  Þegar ég las þetta þá flaug mér í hug að þetta væri þónokkuð "ameríkanseruð" viðhorf í ritstjórninni hjá þeim.  Brjóst sem berast í hita leiksins í sjónvarpi veldur fárviðri hjá þeim, en svæsnasta ofbeldi, pyndingar og þess háttar er bara gott. 

Sjálfur hef ég fengið nokkrar færslur aftengdar frá fréttum að því virðist vegna trúmála.  Þó er ég ekki trúaður, né hegg að rétti annarra til að trúa, mér finnst það sjálfsagt og þeirra mál, nei það er að því að mér sýnist vegna þess að ég þykist oft sjá merki ástúðar á hinu illa hjá stjórnvöldum, t.d. Þúsund ljóspunktar í svartnættinu.

Gullvagninn 30.12.2008 kl. 14:25

5 identicon

Ef bloggararnir sjálfir bera ábyrgð á sínum skrifum  + athugasemdum  annarra þá er erfitt að átta sig á því  hvaða rétt blog.is  hefur til að setja mönnum stólinn fyrir dyrnar.

Skúli Skúlason 30.12.2008 kl. 14:50

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Með því að láta bloggara sjálfa bera ábyrgð á sínum skrifum og athugasemdum skilst mér að Mbl. sé að firra sjálft sig mögulegri lagalegri ábyrgð. Svo vilja þeir náttúrlega ritstýra efninu á sinn hátt af því að þeir eiga svæðið og geta einfaldlega hætt að veita þá þjónustu sem þeir veita. Þetta snýst kannski mest um það að vera sýnilegur auk þess að sjá aðra. 

Sæmundur Bjarnason, 30.12.2008 kl. 15:28

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég hef ekkert við það að athuga að ég sé ábyrgur fyrir eigin skrifum, en ég get varla borið ábyrgð á skrifum annars fólks, bara af því það ákvað að gera athugasemd hjá mér. Nei, hver skal bera ábyrgð á eigin rausi, ekki satt?

Villi Asgeirsson, 30.12.2008 kl. 21:43

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Villi - strangt titekið gætir þú kannski látið vera að blogga. Hugsa Moggabloggsmenn kannski. Þetta með ábyrgð á kommentum er merkilegt mál. Það er líka hægt að skrúfa fyrir þau eins og sumir gera.

Kristinn H. Gunnarsson og Kristján P. Guðmundsson kommenta á ESB-landráðin (á sitthvorum staðnum þó) sem ég bloggaði um fyrir nokkru. Eiginlega eru þessi ESB-mál of flókin til að ég geti fjölyrt um þau hér. Mér finnst þó of mikið gert úr því að umsókn sé bara í þykjustunni og til að komast að því hvað er í boði. Einhver alvara þarf að fylgja.

Sæmundur Bjarnason, 30.12.2008 kl. 23:18

9 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Greinilegt að einhver mikill húmoristi er að gera athugasemdir á víð og dreif í nafni Kristins H. Gunnarssonar.

Emil Hannes Valgeirsson, 30.12.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband