28.12.2008 | 10:43
556. - Um Evrópusambandsaðild og bankahrunið mikla. Líka svolítið um Ástþór Magnússon sem sníkjubloggar hjá Villa í Köben
Evrópuumræðan blossar alltaf upp öðru hvoru. Gallinn er sá að beggja megin línunnar eru menn alltof fullyrðingasamir. Þeir sem aðildarviðræður styðja segja sumir að þeir sem fyrirfram hafi tekið afstöðu séu aðalvandamálið. Því er ég ekki sammála. Þetta mál er alltof stórt og of flókið til þess að hægt sé að reikna alla hluti út og þessvegna byggist afstaða margra að sjálfsögðu á einhvers konar trú eða skoðunum sem þeir hafa aflað sér á löngum tíma. Auðvitað er samt sjálfsagt að ræða málin sem ítarlegast.
Það sem fer mest í taugarnar á mér í Evrópuumræðunni er þetta sífellda landráðatal hjá andstæðingum aðildar. Þeir sem vilja aðild eru ekkert minni eða lélegri Íslendingar en aðrir. Það er hjákátlegt að vera með svona bull og alls ekki málefnalegt. Sem betur fer er svona öfgahjal betur til þess fallið að fæla fólk í burtu en laða að. Íslendingar munu alls ekki missa sjálfstæði sitt við aðild frekar en aðrir.
Það er miklu nær að tala um landráð hjá því fólki sem setti okkur vitandi vits á bólakaf í bankakreppunni. Uppsafnað vanhæfi kallar Stefán Jón Hafstein það í ágætri grein í Fréttablaðinu sem ég var að lesa í boði Láru Hönnu áðan.
Ég lít svo á að stuðningur við Evrópusambandið sé að mörgu leyti stjórnmálalegur. Það eru í rauninni kapítalisminn og sósíalisminn sem berjast um völdin í veröldinni og það er erfitt að vera hlutlaus í þeirri baráttu. Í mínum huga er Evrópusambandið fulltrúi sósíalismans og Bandaríki Norður-Ameríku fulltrúi kapítalismans. Aðrir eru svona beggja blands en halla sér þó gjarnan að öðrum aðilanum. Nýfrjálshyggjan hefur sannarlega riðið húsum hér á Íslandi undanfarin ár eða áratugi. Vinstri stefna mun líklega vinna talsvert á í næstu kosningum.
Umhverfisvernd af öllu tagi á eftir að skipta æ meira máli. Hið kapítalíska skipulag er í eðli sínu fjandsamlegt náttúruvernd. Það hefur hið sósíalíska líka verið að mörgu leyti fram að þessu. Þó eru vinstri menn yfirleitt hlynntari náttúrvernd en þeir hægrisinnuðu. Umhverfisvernd á sér betri möguleika innan sósíalska skipulagsins og það má segja að núverandi fjármálalegt kreppuástand sem er í heiminum öllum sé til marks um ófullkomleika hins kapítalska kerfis. Fjármálakreppan sem nú skekur heiminn er ekki síður áfall fyrir nýfrjálshyggjuna en fall stjórnvalda í Sovétríkunum sálugu var áfall fyrir kommúnismann.
Ég sé að Ástþór Magnússon Wium sníkjubloggar hjá Villa í Köben. Af hverju í ósköpunum er ég alltaf að lesa bloggið hans Villa meira og minna? Hann er bara svo andskoti vel skrifandi maðurinn. Skaði að hann skuli vera svona öfgasinnaður og mikill vinstrimanna og EU-hatari. Svo hef ég alltaf haft hálfgerðan ímugust á síonistum, veit ekki af hverju.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Takk fyrir skemmtilega færslu. Það er alltaf gaman að lesa þessa pistla þína! Samt er ég svo innilega ósammála mörgu eins og gengur og gerist, að það er alveg með ólíkindum.
Kanski er það af því að ég hef séð land hrynja sem ég bý í núna og hef gert1988. Það er í Svíþjóð. Auðvitað eftir að hafa fyllt út ESB eyðublöð á annan tug ára hef ég myndað mér sterkar skoðanir um ESB. Göran Person og Carl Bild voru þeir sem stjórnuðu áróðrinum fyrir dásemdum ESB.
Og hvað skeði með aðildinni? Bændur flosnuðu upp af jörðum sínum í Norður Svíþjóð sem fólk hafi rekið með góðum vinnubrögðum í ættliði. ESB áhrifinn gengu alveg frá hundruðum stórra jarða.
Þjóðverjar kaupa nú sömu lönd undir sumarbústaði og er það mjög vinsælt. Þetta kanski þarf? Eru ekki óþarflega mörg þorp á Íslandi sem rétt skrimta, og þau hverfa bara með aðildinni. Og kanski er það gott mál. Sangerðisbúar geta komið sér fyrir í Keflavík svo ég taki dæmi.
Atvinnuleysi jókst og Ríkisstjórnin reyndi að fela atvinnuleysi með að skylda alla á atvinnuleysisbótum í skóla. Jafnvel fullorðið fólk sem var búið að vera vinnandi alla æfi. Sem var að leyta sér að vinnu! Þeir eru hættir þessu núna í flestum kommúnum.
Það má alveg fara í taugarnar á þér að þetta voru landráð gegn Svíum. Enn þeir breyttu bara lögunum. Og verður landráð gegn Íslandi ef þeir sameinast ESB Vatikaninu. Þeir sem komu Íslandi á hausinn með rúmlega 5000 milljarða stolnu úr bönkum sem þeim var trúað fyrir, eru Landráðamenn samkv. sömu lögum og ég nota, þegar ég segi:"Við höfum ekki leyfi til að sækja um aðild að þessu ESB!" eftir allar þær upplýsingar sem liggja fyrir.
Enn þessar upplýsingar eru ekki til í hugum fólks á Íslandi. Það er munurinn á þjóðum og íbúum sem hafa reynslu af ESB, og þeirra sem hafa lesið áróður og bæklinga. Íslendingar verða að byrja á Litlu Gulu Hænunni til að skilja hvað þetta ESB er raunverulega.
Annars kemur þú inn á svo mörg mál að ég ætla bara að láta mér nægja að segja mína skoðun á ESB og bankaræningjum á Íslandi. Hef hitt svona bankaræningja sem ganga lausir, sem er alveg spreghlægilegt, í fangelsum sem ég hef unnið í.
Sænska efnahagsafbrotadeildinn sem ég hafði samband við, vissi meira hvað var í aðsigi enn íslenskir ráðherrar. Sænska lögreglan er bara svo kurteis að þeir eru ekki að skipta sér af málum annara þjóða, nema ef þeir eru beðnir um það á formlegan hátt. Þeir sendu sænskum greiningardeildum niðurstöður sínar.
Enda var það sænsk greiningardeild sem var fyrst annara þjóða að vara við Íslandi. DO ætlaði í skaðabótamál og maður bara roðnar yfir forheimskunni.
Rúmlega 5000 milljarða þjófnaður er ekki liðin í Svíþjóð. Menn fara í gæsluvarðhald um miðjar nætur út af minni málum. Á Íslandi er leikrit í gangi sem er efni í heila bíómynd hvernig staðið hefur verið að þessum þykjast rannsóknum.
Spillingarlegur kúltur auðmanna er alveg í steríó við það sem gerist í ESB, og ég skil alla auðmenn vel að þeir vilji i ESB.
Annars er ég að vinna að flóttamannahjálp fyrir fólk sem er að flýja Ísland og kemur hingað algjörlega mállaust og þarf að fylla út fyrir eyðublöð, því þau eru ekki til á íslensku hér. Ég kanski geri eitthvað gagn fyrir einhverja Íslendinga, enn ég vil hafa mína skoðanir í friði sem gera þig ergilegan ;) Fæ ég það ekki?
Óskar Arnórsson, 28.12.2008 kl. 12:05
Hvað er það sem þú og sumir aðrir kalla "nýfrjálshyggju" og í hverju er hún frábrugðin frjálshyggju?
Fimmta valdið 28.12.2008 kl. 12:28
Takk Óskar fyrir góða athugasemd. Orðið "landráð" er eitt af þeim orðum sem menn leggja misjafnan skilning í. Þú færir þó rök fyrir því hvað þú álítur landráð í sambandi við Evrópuaðild.
"Fimmta valdið" talar um að nýfrjálshyggja sé það sama og frjálshyggja. Það getur vel verið. Kannski er þarna um að ræða misjafnan skilning á orðum. Mig minnir að ég hafi verið með enska orðið "neocon" í huga þegar ég skrifaði þetta.
Sæmundur Bjarnason, 28.12.2008 kl. 13:17
Fyrst Bretar nota orðið "terroristar" um Ísland til að taka yfir einhvern banka, má alveg dusta rykið af orðinu "landráð" sem um er getið bæði í hegningarlögum og Stjórnarskrá.
Kanski er þetta orðið ljótt orð og var fyrr á tímum notað mikið fyrir njósnara í öðrum löndum. Fólk er óvant þessu orði á Íslandi, eða notkun þess alla vega.
Fyrr mætti nú aldeilis fyrrvera ef allir skildu alla hluti á sama hátt! Ég næ nú ekki einu sinni að skilja marga sömu hluti á sama hátt og konan mín! Og elska hana samt....
Óskar Arnórsson, 28.12.2008 kl. 16:29
Sæmundur, ég vil ekki blanda mér mikið í umræðuna um landráð. Landráðamenn eru af ýmsum
toga. Maður að nafni Fegelein var tekinn af lífi, eftir að hann hafði gert tilraun til að laumast frá
byrgi Adolfs sáluga. Fegelein þessi var eiginmaður systur Evu Braun, ástkonu Hitlers.
Við eigum marga góða og gegna menn, sem lagt hafa ást á ESB, en við megum ekki kalla þá ást
landráð. Ástin er blind og það verðum við að virða þessu fólki til vorkunnar en ekki til málsbóta.
Umræðan um aðild að ESB eða ekki aðild að ESB er nokkuð flókið mál, sem þarfnast mikillar umræðu. Tíminn vinnur þó með andstæðingum ESB, því að ýmsir alvarlegir brestir eru að koma
innan ESB og þeim fer fjölgandi.
Með kveðju frá Fjallabyggð, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 30.12.2008 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.